Vísir - 06.01.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 06.01.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Þrtðjudagimi 6. janúar 1953 tr>i. Minkurinn, sem Carlsen veiddi sl. sunnudag og silungarnir, er fundust í bæli minksins við vatnsbakkann. Minkuriíin synti tvívegis 40 metra leið í kafi. Er í 3ja sinn kom hann upp, og varð það hans bani. Það er hægt að veiða mink að vetrarlagi eins og um sumar, þótt aflinn sé oftast rýrári í skammdeginu. Carl Carlsen minkabani tel- ur veturinn eðlilega versta óvin sinn við veiðarnar, en þó fer hann á stúfana þegar hægt er. Til dæmis leitaði liann að mink við Lækjamót við Elliða- vatn á sunnudaginn og varð fengsæll. Veiddi hann þar karl- dýr, sem var 61.5 sentimetrar á lengd, en furðu digurt og þungt miðað við lengdina. Vó það Í970 grömm, og var ó- venjulega þungt. Má , óefað þakka þetta góðu viðurværi, því að í bæli minksins fann Carlsen tvær litlar bleikjur, .sem minkurinn hafði sýnilega verið búinn að veiða fyrir skemmstu, en auk þess sáust þar merki þess, að hann hefði verið nýbúinn að torga bleikju, þegar hann fékk heimsókn Carlsens. En minkurinn var nýkominn þarna, því að þegar Carlsen leitaði á þessum slóðum tveim dögum áður — 2. þ. m. — sá- Ust eða fundust engin ummerki eftir hann. Hann hefir því ekki . verið lengi að afla sér „í soðið" þarna. Atinars gerði minkurinn þrjár tilraunir til þess að kom- ast undan á sundi, því að munni var á holu hans undir yfirborði Elliðavatns, og skauzt hann þar út tvívegis, synti langan sveig „til hafs" í kafi, en sneri þá jafnan að landi aft- ur, og hvarf inn í holuna á ný. Gizkar Carlsen á, að minkur- inn hafi synt 40 metra vegar- lengd í hvort skipti. í þriðja skipti synti hann beint frá landi Stokkseyríngar Mutskarpari. Skákmenn á Stokkseyri og Akranesi reyndu með sér í fyrrinótt. Var hér um símskák að ræða, sem tefld var á 8 borðum, og fóru leikar svo, að Stokkseyr- ingar fcngu 4Va vinning og urðu hlutskarpari. — í kaf i eins og áður — en kom þa upp. Kom Carlsen þá skoti á hann, og dasaðist mirikurinn við það, svo að hundar Carlsens gátu synt eftir honum og unnið á honum. irauo ur N. York (AP). — Sex manna fjölskylda í Guatemala hefur beðið bana af að eta brauð, sem gert var að nokkru úr arsenik- blöndu. . Arsenikblanda þessi var frá verksmiðju, sem notaði hana við krossviðarframleiðslu, en blandan er lík korni í útliti. Er álitið, að blöndunni hafi verið stolið í þeirri trú, að þar væri um korn að ræða. De Gaulle-isíar taka ákvörðun í dag París. (A.P.). — René Mayer, leiðtogi franskra radikala- flokksins, flytur ræðu í full- trúadeildinni í dag og fer fram á traust hennar sem forsætis- ráðherraefni. René Mayer hefir veríð tjáð af vinveittum manni úr sam- fylkingu De Gaulles að hún muni ekki taka afstöðu til hans fyrr en hann hefir flutt ræðu sína. Er því allt í óvissu um það þangað til, hvort René Mayer getur myndað stjórn, en það getur hann því aðeins, að hann fái stuðning samfylk- ingarinnar. Kjölur lagður að risaskipi. N. York (AP). — Lagður hefur verið kjölur að öðru risa- vöxnu flugstöðvarskipi fyrir ameríska flotann. Verður það 60,000 smálestir að stærð, og verður gefið nafn- ið Saratoga. í júlímánuði í fyrra var byrjað á smíði fyrsta risaskipsins af þessu tagi/vest- an hafs — Forrestall. ildum ííma. í ]ulí. æjarstjorn- arfiindi? Gminar Thoroddsen borg- arstjóri hefur ritað útvarps- ráði bréf fyrir skemmstu, þar sem spurzt er f yrir um möguíéika þess, að umræð- um um fjárhagsáætlun bæj- arins verðí útvarpað. Mál þetta mun vera þann- ig tilkomið, að Þórður Björnsson bæjarfulltrúi, flutti um það tillögu að látið yrði fara fram slíkt útvarp. TiIIögu hans var vísað til bæjarráðs, en síðan hefur það gerzt, að borgarstjóri hefur ritað fyrrnefnt bréf. Mál þetta hefur enn ekki verið rætt i útvarpsráði, að því er Vísir vissi bezt í morgun. Samvinna við vestur-þýzku lögregiuna. Berlín. (A.P.). — Hernáms- stjórar vesturveldanna í Ber- lín hafa gert með sér sam- komulag um aukna samvinnu sín í milli. Er miðað að því, að auka ör- yggi á mörkum hernámssvæða þeirra og hernámssvæðis Rússa, og jafnframt að taita upp nánari samvinnu við vest- ur-þýzku lögregluna. Hinsveg- ar hafa þeir neitað af nýju, að vestur-þýzka lögreglan verði búm hand-vélbyssum. Siijór um allt Bretland. Lóndon (AP). — í nótt snjó- aði um allt í Bretlandi og eru umferðarörðugleikar talsverðir af vöiduni fannkomunnar. Mjög hefur dregið úr frosti og mun verða þíðviðri í dag og krap á vegum, en í kvöld er aftur búizt við frosti í flest- um héruðum landsins. Mossadegh biður ihr traust Teheran (AP). — FuIItrúa- deild persneska þingsins mun í dag greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu á Mossadegh. Hann fór fram á slíka yfir- lýsingu, er hann ávarpaði þjóð- ina í gær í útvarpi. Hann kvað hana hafa beðið svo lengi ef tir róttækum umbótum, að hún mundi ekki una biðinni lengu-r. Sagði hann þetta með tilliti til kosningalagabreytinganna, sem hann hefur í huga, en sæta að minnsta kosti nokkurri mót- spyrnu í deildinni. arast í flugslys Belfast á N.-írlandi. inntBW þeyttist 3$ snetw*a. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Seint í gærkvöldi fórst flug- vél af Viking-gerð skammt frá aðalflugbrautinni í flugstöðinni í Belfast á Norður-írlandi. 27 menn biðu bana, en 8 kom- ust lífs af, og höfðu þeir allir meiðst meira og minna. Um orsök slyssins verður enn ekki sagt með neinni vissu, en rannsókn er þegar hafin, og þegar í nótt lagði formaðu^ British European Airways, en það félag á flugvélina, af stað á slysstaðinn, ásamt sérfræð- ingum félagsins. Flugvélin kom niður um 180 metra frá aðalflugbraut stöðv- arinnar af svo miklu afli, að hreyfill ú.r henni hentist 35 metra frá slysstaðnum. Kvikn aði þegar í flugvélinni. Af fjög urra manna áhöfn komst að eins einn lífs af eða flugvélar þjónninn. Fannkoma var á Bretlands- eyjum í gærkvöldi og nótt og tíðast dimmt L lofti, en ekki svo að mikil hætta stafaði af við lendingu, að því er talið er, ef allt væri í lagi með flugvél- artæki og flugvallarþjónustu, en þetta og fleira er til rann- sóknar. Heyzt hefur, að flugvélin hafi rekizt á byggingu, þar sem fjarskiptaeftirlit stöðvarinnar var til húsa. Flugvélin var í venjulegu áætlunarflugi frá London, er slysið bar að hönd- um. VerkfalSið tefur verklð ekki tíl muna. Liúkníng þess ei* • þ® uokknð nndii* veða*i fiomin. Vinna hófst afíur við Sogs- virkjunina í gær, mánudaginn 5. janúar. Verkfallið sjálft tafði verkið um þrjár vikur eða svo, en hins vega'r taldi rafmagnsstjóri, Steingrímur Jónsson, í viðtali við Vísi í morgun, að þetta þyrfti ekki að tákna, að hin nýja stöð yrði síðar komin í notkun um það er lýkur. Rafmagnsstjóri lagði á það áherzlu, að framkvæmd verks- ins færi mjög eftir tíðarfari. Ef veður verða sæmilega hag- stæð frameftir vetri og fram á vor, sianda vonir til, að hið nýja orkuver taki til starfa í júlímánuði í sumar, eins og áð- ur hafði verið ráðgert. Sumt af verkinu, svo sem steinsteypufóðrun í jarðgöng- unum ,miklu ,tefur ekki að stöðin taki til starfa, því að það getur hún gert, án þess að því verki sé fulllokið. Þá standa vonir til, að útisteypuvinnu Ijúki í maí. Um 150 starfa hjá Fosskraft. Við Sogsvirkjunina vinna nú um það bil 150 manns, og má búast við, að sá fjöldi haldist nokkurn veginn óbreyttur. Að vísu má gera ráð fyrir því, að verktakinn Fosskraft, sem hefur með sjálfar byggingar- framkvæmdir að gera, fækki eitthvað við sig verkamönnum, en að sama skapi verður þeim fjölgað, sem fá vinnu við niður- setningu véla. Efnisútvegun til verksins hef- ur. gengið að óskum, og eru all- ar 'meiri háttar vélar og véla- hlutar komnir hingað, en vitað, að ýmislegt smávegis, sem til þarf -við niðursetningu véla, er á leiðinni til landsins. Mest frost á ÞlngvöHum - 12 stlg. f nótt kólnaði talsvert með norðanátt víða um land og björtu veðri. Með ströndum fram fyrir vestan og norðan er frostlítið, en meira frost inn til fjalla, Á Grímsstöðum var 10 stiga frost í morgun kl. 8, en mest frost var á Þingvöllum — 12 stig. Gert er ráð fyrir þykkn- andi veðri og sunnan átt hér syðra á næstunni og líklegt að bregði til snjókomu. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.