Vísir - 06.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 06.01.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 6. janúar 1953 VISIR IHnililUIIHIUIIHHIHHMMIMIIIIIUniHlinUHUIH TH0MAS B. COSTAIH: H | Ei má sköpum renna ¦iHHi»anH»*n 71 Hérna megin landamæranna látumst víð vera Frakkar, en Rússlands megin landamæranna munu vegabréf mín koma okkur að tilætluðum notum. Eg áforma að stefna norður á taóg- inn og halda til Riga." „En það er svo hræðilega kalt, Frank. Það eru svo margar hættur á ferð." „Það verður ekki auðvelt ferðalag, en við komumst áfram einhvem veginn. Eg kvíði<«ngu hvað sjálfan mig snertir, en eg hefi áhyggjur af Topp." Enn þögðu þau langa stund. Loks mælti hún: „Þú ert mér mjög reiður." Frank leit stöðugt undan. „Já, eg er reiður," sagði hann. „Það er í fyrsta skipti öll þessi ár, sem mér líður eins og nú." „Þú hefur verið mjög þolinmóður. Eg hefi víst oft gert þér gramt í geði." „Nei. Aldrei fyrr. En nú — þú metur mig ekki nægilega mikiis til þess að gefa mér neina von um framtíðina. Þetta væri ekki eins erfitt og það er, ef þú hefðir gert það." „Frank, skilurðu ekki, að þetta er ekki síður erfitt fyrir mig? Hefurðu enga hugmynd um hvernig mér líður? Eg hefi reynt með öllu móti að sannfæra mig um, að allt gæti verið eins og þú vildir. Og um framtiðina, sem þú talar svo mjög um — hver getur sagt hvað gerast muni? Hið eina, sem við vitum með vissu er það, að skilnaður blasir við okkur — ef til vill langur skiln- aður." „Eg var svo viss —-", sagði hann vonleysislega. „En það virð- ist vera tilgangslaust að ræða þetta frekara. Þú ert sannfærð um, að styrjöldin verði að skilja okkur að?" „Árum saman," svaraði hún. „Og hvað svo gerist — hver veit?" Og hún bætti yið dapurlega: „Þú gætir skipt um skoðun- á mér." „Þú átt við það, að þér sjálfri kynni að snúast hugur." „Einnig það er hugsanlegt. Við verðum að horfa á þetta af djörfung. Við erum engin börn. Eg er orðin tuttugu og fimm ára. Hve gömul verð eg, þegar styrjöldinni lýkur? Það væri ekki rétt af mér, að krefjast tryggðar þinnar við þessar aðstæður. Við verðum að láta það ráðast hvernig þessu reiðir af." „Þú getur sett þína eigin skilmála," sagði hann. „Gott og vel. Það verður að skeika að sköpuðu með það, sem framtíðin hefur að bjóða." ,-----------Skip beið ferðbúið, þegar þeir komu til Riga, Frank og Topp. Og þrátt fyrir snarpan mótvind var siglt til Stokk- hólms. Topp lá sjóveikur í fleti sínu alla leiðina. Frank leið og illa — en aðeins sálarlega. Vanalega stóð hann á þ'ilfari, og horfði á ölduganginn. Og hann hefði látið sér í léttu rúmi liggja, þóft skipið hefði brotnað í spón. > „Eg ætti annars ekki að kvarta," sagði hann hvað eftir annað við sjálfan sig. „Hví skyldi eg ekki geta tekið því sem að hönd- um ber með eins heimspekilegu hugarfari og "VYilson hershöfð- ingi? Hvað eftir annað hafði hann í reyndinni unnið til þess, að honum væri ríkulega launað og þúsundir manná höfðu verið aðlaðir fyrir minna, en hann var ekki að sýta. Eg verð víst að sætta mig við þá tilhugsun, að ekki skipti neinu um nokkur ár, Og þegar friður hefur yerið samiim fer eg til Frakklands og vilji hún ekki koma með góðu ræm' eg henni." En emhversstaðar innst i fylgsnum hjartans örlaði á þeirri hugsun, að þeirra milli væri öllu lokið. Hafði hann í rauninni nokkra ástæðu til 'þess að ætla, að hún yrði við hann síðar eins og á þessum ævintýra- og hættudögum, er forlögin leiddu þau á sömu braut? Hafði hann ekki komist að raun um hversu fljótt hún gat skipt um skoðun og gleymt því liðna? Henni hafði ekki veizt erfitt að gleyma Caradoc, og þó hafði hún verið hrifin af honum — um stund. Gat hann með nokkrum rétti krafist meira? Gat hann búist við, að hann yrði henni ógleymanlegur? Þannig bar hann upp hverja spurninguna af annari, og hann var sjálfum sér reiður. Hvers vegna hafði hann leyft henni að yfir- gefa hann? Það, sem Caradoc hafði eitt sinn sagt við hann, var nægt svar. Hann vantaði skap, — hann var blautgeðja. Hann hafði látið hið gullna tækifæri ganga sér úr greipum. En svo komu stundir, er hann var Gabrielle reiðari en sjálfum sér, en það stóð aldrei lengi. Slíkum hugsunum hratthann jafnan frá sér. Hann varð að játa með sjálfum sér, að henni mundi hafa orðið um megn að sætta sig við Lundúnalífið, ef styrjöldin hefði dregist á Ianginn. Það lá syo sem nokkurn veginn í augum uppi, hvað mundi hafa gerst. T. d. í miðdegisveizlum. Mörg ónota orð — jafnvel hatursorð ¦— yrðu sögð um Napóleon. Loks mundi hún rísa á fætur sárreið og ganga út í mótmælaskyni. Og hún mundi vart geta komið inn í sölubúð, þar sem í hverjum glugga voru myndir og spjöld, allt f jandsamlegt Napoleon, o'g honum til háðungar. Og í hverju blaði yrði spáð hruni þess lands, sem hún unni framar öllu í heiminum. Nei, hún hafði haft rétt fyrir sér. — En hvers vegna hafði hún verið svo ófús að fallast á, að framtíðin gæti haft upp á eitthvað betra að bjóða? Jafnvel þótt hún hefði hugboð um að styrjöldin kynni að standa mörg ár enn, þá mundi hún þó einhvem tíma verða til lykta leidd, og löngu áður en þau yrðu gömul og gráhærð. Ef hún elskaði hann af öllu hugskoti sínu hefði hún átt að lofa að bíða eftir honum, þar til styrjöldin væri um garð gengin, jafnvel þótt aðskilnaður þeirra stæði í mörg ár. Allt af var eins ástatt fyrir 'honum og manni, sem villst hefur, og leggur upp margsinnis, en jafnan kemur aftur eftir langa göngu á nákvæmlega sama blettinn og hann lagði upp frá. Hún elskaði hann ekki nógu heitt til þess að líta svo á, að engu skipti um tímann. Og hann sagði við sjálf- an sig, að hann ýrði að sætta sig við beizkan sannleikann: Hún hefði aldrei orðið hans lengi. Hún var ein hinna fögru, yndis- legu kvenna, sem óhugsanlegt var, að tilheyrðu sama manni lengi. Slíkar konur voru sem dýrgripir, sem svo voru sjaldgæfir, að ekki var við því að búast, að sá, er eignaðist þá, gæti haldið þeim í eigu sinni alla tíð. Hve heimskulegt það hafði verið a'f honum að astla, að hún hefði orðið hans alla ævina. Hann — ritstjóra Lundúnablaðs að vísu — en hvað vóg það móti auð og glæsileik þeirra, sem leitað höfðu og leita mundu hylli hennar. Móts við þá hafði hann svo sem ekki upp á mikið að bjóða. Hann minntist dr. Berri hertoga, Jules de Vitrelle, manns henn- 'ar, sem síðar varð, Carradöcs, Poloffs ;— Napoleons Bonaparte. Hann sá þá og ótal marga fleiri í langri röð. Þeir gengu fi*am fyiir hana, þar sem hún sat r hásæti, umvafin ljóma, — og hann fór síðastur, hinn lítilmótlegasti allra. En stundum hugsaði hann um það með beiskju, að hann væri sá eini, sem hún hefði gefið sig á vald alla, líkama og sál. En var það svo? Vitanlega. Hann hratt öllum efahugsunum um þetta burt af skaphörku. ^— Hann gat ekki um annað hugsað. Ferðafélagarnir, liðsforingjar flestir, á hinu hraðskreiða skipi, sem flutti hann frá Stokkhólmi til Newcastle, hlutu að lita á hann sem þunglyndan mann, hinn mesta gaur. Hann talaði fátt, dró sig í hlé. Jafnvel undir borðum svaraði ha.nn ekki, nema á hann væri yrt. Þeir spurðu margs um styrjöldina í'Rússlandi, en fyrir öllu þar höfðu þeir hinn mesta áhuga, en þeir fengu ófullnægjandi svör. Tíðast húkti hann einn í káetu sinni, en stundum stikaði hann um þilfarið i'ram og aftur, með hendur í vösum, alltaf með hugann á sömu brautum, alltaf á sömu hringrás.— og alltaf komið aftur á sama blettinn. I London voru menn fagnandi yfir fréttunum frá Rússlandi. Þegar hann kom þangað var þröng manna fyrir utan skrifstofur iDulrœnar! Ifrásagnir Peningahvarfið. Áður hefur verið sagt frái- því, að Jón Daníelsson danne- brogsmaður í Stóru-Vogum (d— 1855) „hefði haft draumkonu,,. sem með líkingarfulluni orðunsr- sagði honum ýmislegt, semj- hann þurfti að vita." Það var einu sinni í Stóru- Vogum á vetrarvertíð, að pen— ingum var stolið. Maður sá, er peningana átti, undi illa tapinu,,,. og fór því til húsbónda sínsr. Jóns Daníelssonar, sagði hon— um frá stuldinum og bað hanre- ásjár. Þegar þetta gerðist var~ Jón orðinn háaldraður og al- blindur, en þrátt iyrir það bar- maðurinn fullt traust til hans„. því að hann vissi, að Jón hafðE- oft áður leyst úr ýmsum vanda— málum á hinn ótrúlegasta hátt, Á Stóru-Vogum var á þeim ár»- um jafnan margt heimilisfólk,,. en á vertíðum þó miklu flejraí en ella, er. allir vermenn vorœ- komnir. Virtist málið erfitfc; viðfangs, því að eigi féll grun-r ur á neinn mann sérstakan. "Þk bauð Jón öllu heimilisfólki f Sótru-Vogum að koma inn Í$L sín, ganga fyrir sig og taka ír. hönd sér, þar sem hann sat á: rúmi sínu. Hlýddu allir þessari- skipan hans. Þegar einh ver~- manna tók í hönd Jóni, segir hann: „Þú ert valdur að pen- ingahvarfinu og skaltu tafar- laust afhenda eigandanum þá"- -— Maður þessi meðgekk sam- stundis yfirsáón sína og skilaði- peningunum. (Handrit Gíslat. hreppsnefndaroddvita í Skil— mannahreppi eftir frásögn föð- ur hans, Gísla bónda Gíslasyni í Stóra-Botni, er reri á vetrar- vertíðum um 20 ára skeið suður í Vogum og var gagnkunnugur heimilisfólkinu í Stóru-Vogum,. ísl. sagnaþ. G. J.). Þúsunáir vita að gæfan fylgivr hringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstneti 4^ Margar gerðir fyrirliggjandi. & Bumuqtu* TARZAN /i/5 Tarzan hafði tæplega komið auga á bjarnarsporin, er björninn sjálfur birtist og var ekki árennilegur. Þetta var svartur geysistór björn, og grimmda.legur mjög. Hann stökk hvæsandi á þá ielaga. Þegar björninn átti aðeins, stutt eftir til þess að ná til Volthars greip Tarzan til félaga síns og þeytti hon- um til hliðar. En björninn gerði aðra árás, em þá var Tarzan betur undir það bú-- inn að taka hraustlega á móti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.