Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 2
3 VlSIR Miðvikudaginn 7. janúar 1953 Hittog þetta Nóbelsverðlaunahöfundurinn André Mauriac fór einu sinni í leikhús með frægri vinkonu sinni, frú Patachou. Honum fannst leikritið svo lélegt, að hann reis á fætur, er fyrsti þátturinn var á enda, og stakk upp á því, að þau færu heldur í veitingahús til að fá sér hress ingu. „Nei, við getum ekki látið það um okkur spyrjast,“ svar- aði frúin, „þar sem við erum gestir hér.“ Mauriac settist því aftur, en að öðrum þætti loknum stóð hann upp á ný og mælti: „Nei, nú fer eg fram og borga mið- ana!“ • I Bandaríkjunum hefiu: verið smíðað kælitæki, sem breytt getur 320° C. heitum loft- straumi í snjó á fimmtungi sekúndu. • Rússneskur hermaður kom með úr sitt til úrsmiðs í A.- kýzkalandi. „Það gengur ekki,“ sagði hann. „Hvað skyldi vera að því?“ Úrsmiðurinn opnaði úrið og fann þar dauða fló. „Þetta var að því,“ sagði hann. „Einmitt,“ mælti hermaður- inn. „Vesalingurinn, sem dreif verkið, er þá dauður!" • Þýzki Ieikarinn Gustaf Griind- gens Iék einu sinni í Hamlet og þótti takast vel. Nýlega var hann staddur á frægri götu í Berlin, þegar tötralega búinn maður gekk til hans og heilsaði honum kumpánlega: „Sæll, gamli vinur.“ „Gamli vinur?“ hafði Griind- gens eftr honum dræmt. „Eg minnist þess ekki að við þekkj- umst“. „Hvaða vitleysa, við sem lék- inn einu sinni saman í Hamlet.“ „Eg get ekki komið yður fyrir mig samt,“ mælti Grund- gens. „Hvaða hlutverk lékuð þér?“ „Eg lék hanann,“ svaraði maðurinn. • Hún var ung og óreynd, og var í fyrsta boðinu sínu. Borð- herrann hennar brosti til henn- ar og spurði: „Má eg bjóða yður sígarettu?“ „Já, þakka yður fyrir,“ svar- aði hún og roðnaði. „Virginia?“ spurði hann. „Nei, Mary,“ svaraði hún og roðnaði enn meira. BÆJAR jréttir Miðvikudagur, 7. janúar, — 7. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, fimmtudag- inn 8. janúar, kl. 10.45—12.30, í 4. og 1. hverfi. Ennfremur að kvöldi kl. 18.15—19.15, ef með þarf, 1 2. hverfi. Trésmiðafélag Reykjavíkur gengst fyrir jólatrésskemmtun í Sjálfstæðishúsinu á föstudag, 9. janúar, kl. 3 fyrir börn, en 9 fyrir fullorðna. Hjónaefni. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Margrét H. Sigurðardóttir, verzlunar- mær, Varmahlíð við Reykja- nesbraut, og Sveinn Hallgríms- son vélsmiður, Stýrimannastíg 2. — Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Ólafsfirði síðd. í gær til Grund- arfjarðar og Stykkishólms. — Dettifoss fór frá Reykjavík 3. þ. m. til New York. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Gdynia 6. þ. m., fer þaðan 10. þ. m. til Kaup- mannahafnar og Gautaborgar. Reykjafoss fór frá Hull í fyrra- dag til Hamborgar, Rotterdam og Antwerpen. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag til- Austfjarða. TrÖIlafoss er í Reykjavík. Ríkisskip: Hekla er á Aust- fjörðum á suðurleið. Esja er á Húnaflóa á suðurleið. Herðu- breið er á Hornafirði á norður- leið. Þyrill er á Vestfjörðum á norðurleið. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaey j a. H.f. Jöklar: Vatnajökull fór fram hjá Færeyjum í fyrradag á leið til Stralsund í Þýzkalandi. Drangjökull var 120 mílur suð- ur af Hvarfi á Grænlandi á miðnætti fyrrinótt á leið til V estmannaeyj a. Skip SÍS: Hvassafell losar timbur í Reykjavík. Amarfell fór frá Kaupmannahöfn 4. þ. m. áleiðis til Helsingfors. Jök- ulfell fór frá Akranesi í fyrra- kvöld áleiðis til New York. Útvarpið í kvöld: 18.30 Barnatími. 19.30 Tón- leikar (plötur). 20.30 Hver veit? (Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur annast þáttinn). — 21.15 íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Thorsteinson (plötur). — 21.35 Erindi: Um byggðasöfn og fyrri tíma (Einar M. Jónsson). 22.10 Upplestur: „Mannvit gegn milljóna her“, saga eftir Carl Stephenson: II. (Haukur Óskarsson leikari). 22.30 Undir Ijúfum lögum til 23.00. Gjafir til Mæðrastyrksnefndar. Anna Pálsdóttir 100 kr. Sveinsína Sveinsdóttir 50. G. J. 150. Magnús Kjaran 5000. Jó- dís 50. G. Hvannberg 500. Bæj- arskriftsofurnar, Austurstr. 16 230. Margrétt Árnadóttir 100. Gunnvör 100. Magnús Víg- lundsson og starfsfólk 390. Kol- brún 50. Frá sjómanni 400. Blikksm. Grettir og starfsf. 520. Vigfús Guðmundss. 50. J. 50. T. B. 50. Vélsm. Héðinn 1500. Ónefnd 50. Hamar h.f. 1000. Kristjón Kristjánss. 100. S. B. 100. Kristján 100. Gömul kona 10. Gömul kona 20. Frá konu 50. Jólagjöf Laufeyjar 100. Byggingarfélagið Brún, starfsf. 245. Kona 25. Bæjar- skrifst. Hafnarstr. 20, starfsf. 205. Starfsf. Reykjavíkur apó- teks 300. Pétur Kristjánsson 150. Kristján Siggeirsson 200. Hjón í vesturbænum 100. Þ. G. 50. Þórunn Halldórsd. 100. Mjókursamsalan 225. Guðrún Guðmundsd. 50. Ónefnd 100. Guðrún Magnúsd. 100. Helgi litli 50. María Ólafsd. 100. N. N. 100. Ingibjörg 100. Starfsf. Andrésar Andréss. 885. Hildur, Gréta og Selma Jónsd. 20. G. G. 100. Heiða 40. G. G. 100. Frá systkinum 25. M. O. 50. G. J. 100. Anna Pálsd. 50. Ása og Siggi 100. Starfsf. Almenna Byggingarfél. 190. Grænmetisv. ríkisins, appelsínur, 3 ks. Sig- ríður Arnórss. 100. Ve. 500. Gyða Arnórs 20. Námsflokkur Reykjavíkur. Kennsla hefst aftur í kvöld. fþróttamót 1953. Framkvæmdastjórn Í.S.Í. hefir samþykkt þá niðurröðun landsmóta fyrri hluta ársins 1953 sem hér segir: Iiaudknattleiksmót íslands fari fram á þeim tíma, sem hér segir: Meistarafl. karla, A. og B. deild, 20. jan. til 10. marz. Meistarafl. kvenna, 20. marz til 30. marz. 1., 2. og 3. fl. karla, 20. marz til 30. marz. KpcAAqáta Hf. /806 Qm jíhhí tiar..,. t Vísi fyrir 35 árum, eða 6. janúar 1918 var þetta skrifað: Höfnina leggur. í gær fóru þrír menn út í vélbát hér á höfninni og ætluðu í honum að_ uppfyllingunni, en svo þvkkt ískrap var komið á sjóirrn iangt út frá landi, að þeir komust það ekki og urðu að kalla á hjálp. í nótt þéttis.t ískrapið enn meira í höfninni og fraus, svo að í morgun var kominn mann- gengur ís á milli vélbátanna, sem liggja á höfninni. — Og þetta hefir frostið afrekað á tæpum tveim sólarhringum Lárétt: 1 Matur, 6 frosinni úrkomu, 7 bætir drykk, 9 gagn- sætt, 11 sterkan lög, 13 skel, 14 eftir frost, 16 í sólargeisla, 17 duggndi, 19 hyggst. Lóðrétt: 1 Togari, 2 ósam- stæðir, 3 ný, 4 ginna, 5 magr- ari, 8 eru kunningjar, 10 ella, 12 féll fyrir Eisenhower, 15 dans, 18 guð. Laúsn á krossgátu nr. 180' Lárétt: 1 Loppnar, 6 róa, 7 ró, 9 lifa, 11 urg, 13 Rón, 14 salt 16 LD, 17 örn, 19 spúla. Lóðrétt: 1 Lárusi, 2 pr., 3 pól, 4 náir, 5 róandi, 8 óra, 10 fól, 12 glöp, 15 trú, 18 nl. VeðriS. Grunn lægð milli Vestfjarða og Grænlands á hreyfingu aust- ur eftir. — Veðurhorfur: Suð- vestan og síðar vestan kaldi í dag, 3—5 stiga hiti. Éljaveður og dálítið frost í nótt. Fiskverðið hefir enn ekki verið ákveðið, svo bátar frá verstöðvum hér við Faxaflóa eru bátar ekki al- mennt farnir að sækja sjó. Þó hafa bátar frá Keflavík og Sandgerði farið í róðra til reynslu. Sandgerði. Á vertíðinni- munu 20 bátar verða gerðir út þaðan. í gær var farið i fyrsta róðurinn og réru 7 bátar. Afli var mjög sæmilegur, eða 5—10% tonn. Voru tveir bátar með um 21 skippund, og er það nánast mokafli. Gert-var ráð fyrir, að bátar réru í dag, en annars hefjast þar ekki róðrar al- mennt fyrr en fiskverð verður ákveðið. Keílavík. Aðeins fáir bátar í Keflavík eru byrjaðir róðra á vertíðinni, og hafa þeir farið í tvo róðra. Síðari róðurinn var í gær, og voru þá 5 bátar á sjó. Aflinn var ágætur, eins og hjá Sand- gerðisbátum, 5—9 smál. Fisk- urinn var góður, og þykir þessi útkoma spá góðu um vertíðina. Líklega verða álíka margir bátar á sjó í dag, en annars bíða menn þess að fiskverðið verði ákveðið. GUN6AR Ákranes. Akranesbátar hafa ekki byrj- að róðra og stendur á því, að fiskverðið verði ákveðið. í morgun átti að verða fundur hjá útgerðarmönnum um það hvað gera skuli. Bátarnir eru allir tilbúnir, búið að beita línur o. s. frv., og geta þeir lagt út í róður með engum fyrirvara, þegar vitað er um afkomu sjó- manna. Fróðlegur fyrirlestur um neðra Sog. f fyrrakvöld hélt Tómas Tryggvason, jarðfræðingur, fróðlegan fyrirlestur um jarð- göngin við neðra Sog á fundi í Hinu ísl. Náttúrufræðifélagi. Var þetta ítarleg lýsing á þessu mikla mannvirki, sem nú er nýlega lokið. Fyrirlestur þessi mun síðar verða prentað- ur í tímariti Verkfræðingafé- lags íslands, enda upphaflega tekin saman fyrir. það. Tók flutningur fyrirlestursins hátt á aðra klukkustund, og var hinn fróðlegasti í alla staði. Handknattleiksráð Reykja- sjái um mótið. Skautamót íslands fari fram á Akureyri fyrstu viku febrú- ar. íþróttabandalag Akureyrar sjáiu um mótið. Landsflokkaglíman fari fram í Reykjavík 27. marz. Íslandsglíman fari fram í Reykjavík 17. maí. Glímuráð Reykjavíkur sjái um þessi glímumót, Meistaramót í frjálsum íþróttum (innan húss) fari fram í Reykjavík 21.—22. marz. Frjálsíþróttasamband fslands sjái um mótið. íslandsmót í körfuknattleik karla fari fram í Reykjavík 1.—10. apríl. íþróttabandalag Reykjavík- ur sjái um mótið. íslandsmót í badminton fari fram í Reykjavík í apríl. fþróttabandalag Reykjavíkur sjái um mótið. Sundmeistaramót íslands fari fram 20.—22. apríl; staður óákveðinn. Sundsamband fslands sjái um mótið. Skíðamót íslands fari fram um páskana, sennilega í Rvk.. (nágrenni). Skíðasamband íslands sjái um mótið. Grikkir smíða stórt farþegaskip. Aþena (AP). — Stærsta skipi, sem smíðað hefur verið fyrir Grikki, verður hleypt af stokkunum í Skotlandi í marz- mánuði. Er skip þetta 23,000 smálest- ir, og er hið fyrsta af fjórumv sem grískt félag lætur smíða fyrir sig með farþegaflutninga yfir Atlantshaf fyrh augum. Á hvert skip að geta flutt um 1200 farþega, hraðinn verður 21 hnútur á klst. og verðið um 250 millj. kr. Gott heilsufar í bænum. Heilsufar í bænum eftir há- tíðarnar má heita mjög sæmi- legt, að því er Vísi var tjáð í skrifstofu borgarlæknis í morg- un. Nokkur brögð eru að kvef- sótt, en ekki meiri en búast má við um þetta leyti árs. Athygli- vert er, að nú eru færri lungna. bólgutilfelli í sambandi við kvefið en oft áður. Yfirleitt virðast skýrslur lækna benda til þess, að eink- úm séu það meltingarkvillar, sem þjá bæjarbúa þessa dagana, svo sem iðrakvef og þess kon- ar. En heilsufar sem sagt gott. Inmlegustu þakkir fyrir auðsýnda wúó við andláf. og jarðarför, Gtiðmundar Ölafssouar Hverfisgötu 102 Á. Vandamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.