Vísir - 22.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 22.01.1953, Blaðsíða 4
rtsiw Firnmtudaginn 22. janúar 1953 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Einangraður flokkur. Nú virðist svo komið, að flokkur^kominform" á íslandi, er að einangrast með öllu í stjórnmálunum. Aðrir flokkar neita að hafa við hann nokkurt samstarf og af þeim sökum er hann nú látinn standa utan dyra í flestum málum. Á Alþingi í gær hélt Einar Olgeirsson langa og grátklökka ræðu um hina herfilegu og „ómannúðlegu“ meðferð, sem kommúnistarnir eru nú látnir sæta af hinum flokkunum. Var ræðan flutt í sam- bandi við kosning fimm þingmanna í hið nýstofnaða Norður- landaráð, sem skipað er þingmönnum allra Norðurlanda. Tillaga hafði komið fram um það að kjósa þrjá menn úr neðri deild og tvo menn úr efri deild. Er þetta ný aðferð í þinginu við slíkar kosningar, vegna þess að venjan er að láta þær fara fram í sameinuðu þingi. Kvartaði Einar sáran yfir því að slíkur háttur skyldi á þessu hafður. Með þessu móti var útilokað að kommúnistar fengi fulltrúa í ráðið ef allir hinir flokkarnir stæði samán. Kvað hann slíkt ranglæti mikið, ekki sízt þegar tekið væri tillit til þess, að kommúnistarnir væri aðalhvatamenn norrænnar samvinnu!! Um hitt láðist honum að geta, að flokkur hans hefur fyrirmæli frá „hærri stöðurn" að koma mönnum í öll ráð og allar nefndir. Upplýsingaþjón- ustan starfar án afláts. Kommúnistar eru ekki eins einfaldir og þeir látast vera. Þeir þykjast ekki skilja það að „ranglætið", sem þeir segja að sé framið gegn sér, er ekki ranglæti heldur aðferð lýðræðis- flokkanna til þess að komast hjá öllu samstarfi við þá. Þeir þykjast ekki skilja, að flokkur þeirra er einangraður vegna þess, að öllum öðrum en þeim sjálfum er ljóst, að samvinna við þá er hættuleg þjóðarhagsmunum. Þeir eru fyrst og fremst umboðsmenn erlends valds. Þjóðernisraup þeirra er aðeins sauðagæran, sem þeir kasta yfir sig til að leyna sínum rétta tilgangi og sínu sanna innræti. Hver sem vinnur með þeim og treystir þeim, elur nöðru við brjóst sér. Þetta eru allir lýð- ræðissinnaðir menn nú farnir að skilja. Réttarmorðsóttinn, sem nú bylgjast yfir Austur-Evrópu eins og rauð þoka, er sprottin af hryðjuverkum kommúnistanna. Allur heimurinn horfir á aðfarir þeirra með hryllingi. Þessir menn eiga enga samleið með þeim, sem unna frelsi og lýðræði. Þess vegna reyna nú allir að fjarlægjast þá og forðast alla samvinnu við þá. Þetta ættu íslenzku kommúnistarnir að gera sér ljóst. Því fyrr því betra, fyrir þá sjálfa. Kommúnistaflokkurinn er nú einangraður flokkur í þinginu og í íslenzkum stjórnmálum yfirleitt. Gerræðis og skemmdar- stefna hans gegn persónufrelsi og mannréttindum hefur ekki dulist þrátt fyrir allt lýðræðisskvaldur hans og þjóðernis-lodd- araleik, til þess að villa á sér heimildir. Hræsnin er sverð hans og skinhelgin skjöldur. En þetta hefur ekki dugað honum til að þrengja sér inn í samstarf við aðra flokka. Þeir hafa hafnað allri samvinnu við hann og vonandi verður svo um alla fram- tíð. Stjórnarskráin í deiglunni. A fundi í Varðarfélaginu í gærkveldi gerði Bjarni Benedikts- •**- son utanríkisráðherra stjórnarskrármálið að umræðuefni, í skörulegri og ítarlegri ræðu. Kemur ræða hans vafalaust í heild fyrir almenningssjónir og er ekki ólíklegt að hún veki almennar umræður um málið frá raunhæfara sjónarmiði en verið hefur og valdi á þann hátt þáttaskiftum í meðferð máls- ins. Sjálfstæðismenn í stjórnarskrárnefnd, en B. Ben er for- maður hennar, lögðu í haust fram ákveðnar tillögur, sem umræðugrundvöll til lausnar málinu í nefndinni. Engar tillögur hafa komið fram frá hinum flokkunum í nefndinni og er annað hvort, að þeir hafi lítinn áhuga fyrir málinu eða engar tillögur fram að færa. Er því tímabært að tillögur Sjálfstæðismanna komi fyrir almennings sjónir. Stendur flokkurinh að þeim í meginatriðum þótt menn greini á um nokkur einstök atriði. Það sem aðal- lega héfúr táfið" ffamgang málsins ær, að. enginn þingflokkanna hefur Viljáð Íýsa.ýfir afstoðu sinni í málinu að megin stefnu tu, svo að.umræðugrúnáyölliir fengist. Stjórnárskrármálið hefur léngi verið í deiglunni. Dráttur- inn hefur þó ekki énn sakað. En mjög hafa umræður, sem um málið hafa spunnist, verið óraunhæfar til þessa. Tillögur sjálf- stæðismanna sem nú hafa verið bir,tar, hafa fært það á raun- hæfan umræðu .grundyöll. En. það er ekki .nægilegt. Þjóðin vill að þingflokkarnir leiði' málið tif -farsælla lykta sem allra fyrst. ... 500 millj. barna þarfnast alþjóðlegrar hjálpar. 173 millj. dollara hafa runnið til alþjóða barnahjálpar Sþ. Síðan UNICEF, Alþjóða barna hjálparsjóður S.þ., byrjaði fyr- ir 6 árum hið víðtæka barna- verndarstarf sitt, hefur upp- hæð, sem nemur 173 milljón- um dollara, verið varið í þessu sliyni. Hjálpin hefur verið veitt bæði í Evrópu, Asíu, Afríku og Suð- ur-Ameríku. Sem stendur fá 72 lönd og landsvæði ,aðallega van yrktu löndin, aðstoð frá UNICEF. Þótt mönnum teljist svo til, að ennþá þarfnist 500 milljónir þarna hjálpar, þá miðl ar hjálparstarfinu þó áfram. — Ríkisstjórnirnar í ýmsum lönd- um hafa tekið þetta starf að sér eftir að því hefur verið komið af stað með aðstoð UNICEF. Hjálp til sjálfshjálpar hefur alltaf verið markmið UNICEF. í þessu samþandi má nefna, að 9 af 13 Evrópulöndum, sem ui-ðu fyrir miklum eyðilegging- um á stríðsárunum, eru nú fær um að framleiða sjálf nauðsyn- lega barnamjólk, eftir að UNICEF hefur veitt þeim að- stoð til að koma sér upp mjólk- urbúum. í nálega öllum löndum, þar sem Barnahjálparsjóðurinn hef- 1 ur gengist fyrir vörnum gegn berklaveiki, eru nú öll ungbörn bólusett. Á Malta eiga 18.000 börn að fá daglega ókeypis mjólk á komandi 10 árum. Víða í Austur-Asíu hefur verið stofnað til eftirlits með heilsu- fari mæðra og ungbarna. Stofn- að hefur verið til matgjafa í skólum í Finnlandi. Halda Finn ar þeim nú áfram eftir að UNICEF-hjálpin til þeirra er fallin niður. Barnahjálparsjóðurinn hefur — þótt hann sé ekki nema 6 ára gamall — sent matvæli fyr- ir 85 milljónir dollara til 50 landa, fyrst til hungraðra barna í löndum, sem bágstödd voru efti rstríðið, og seinna — en þó ekki í eins ríkum mæli •—• til matgjafa til lengri tíma. Með þessu hefur UNICEF ekki að- eins sefað versta suitinn held- ur líka lagt grundvöll að betra næringarástandi og um leið að betra heilsufari. neðstu sveitirnar niður í 1. fl., en hinar sitja eftir. Næsta umferð verður spiluð á sunnudaginn kemur. Bridge: Sveitakeppni meistara- fiokks hafin. Sveitakeppni meistaraflokks í bridge hófst hér í Rvík s. 1. þriðjudag. Tólf sveitir taka þátt í keppn- inni, þar af eru 8 sveitir, sem voru í meistaraflokki í fyrra, en 4 sveitir sem unnu sig upp í meistaraflokk í nýafstaðinni 1 flokks keppni. Fyrirliðar sveitanna sem fyr- ir voru í meistaraflokki eru þeir Hörður Þórðarsn, Ragnar Jó- hannesson, Einar B. Guðmunds son, Stefán Stefánsson, Einar Guðjohnsen, Ásbjörn Jónsson, Gunngeir Pétursson og Zoph- onías Benediktsson. Fyrirliðar nýsveitanna fjögurra eru bau Margrét Jónsdóttir, Guðjón Tómasson, Hermann Jónsson og Jón Guðmundsson. I 1. umferðinni fóru leikar þannig, að Hörður vann Guðjón (66 yfir), Ragnar vann Hé:'- mann (40), Einar Baldvin vann Jón (7) og Stefán vann Einar Guðjohnsen (5). Jafntefli gerðu Ásbjörn og Gunngeir, Margrét og Zophonías. Alls verða spilaðar 11 umferð ir, en að þeim loknum falla 4 SATT — timarit um sakamaL Nýlega er komið út fyrsta hefti tímarits, sem heitir Satt, og fjallar um sakamál. Er þar sagt frá ýmsum þekkt- ustu sakamálum síðari tíma, svo sem málaferlunum geg’n Rosenbergs-hjónunum, sem dæmd voru fyrir atomnjósnir í þágu Rússa, Lindbergh-málinu fræga, er barni flugkappans var rænt og myrt, ráninu á Sun Yat-sen — er varð fyrsti for- seti Kína — í London og ýmis- legt fleira. Eins og nafnið bend- ir til birtir tímaritið einungis efni, sem byggt er á málsskjöl- um en ekki skáldskap. Heftið kostar aðeins kr. 9.50. Hafin smíði skips fyrir EÍ. Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn hefur byrjað smíði vöruflutningaskips fyrir Eim- skipafélag íslands. Hefur félagið samið um smíði á tveim skipum, og er þetta hið fyrra. Það verður 1700 DW- lestir, 240 fet á lengd, 38 á breidd og ristir 22 fet og 6 þuml. Ganghraði á að vera 12,25 mílur í reynsluför. Skipið á að vera tilbúið til afhendingar snemma á næsta ári. Þúsundir vita að gœfan fylgir hringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. ♦BERGHAL♦ Bergmáli hefur borizt eftir- farandi bréf „Vegfaranda“ varðandi slysahættuna af opn- um skurðum, sem eru víða í út- hverfunum og stundum ekkert sem varar við þeim: „Nú fyrir skemmstu er þess getið í öllum dagblöðum bæj- arins, að lítill drengur hafi fall- ið í opinn skurð og verið kom- inn að drukknun, er mánn i nokkurn bar þar að og bjargaði : honum á síðustu stúridu. Þetta J atvik gefur mér tilefni til þess I að rita „Bergmáli“ nokkurar línur. Hættúlegir skurðir. Eins og eðlilegt er, þá er mikið af opnum skurðum hér í bæ, en þó aðallega í útjaðri bæjarins. Sumir þessara skurða er djúpir og jafnan vatnsmiklir og geta því orðið lífshættulegir þeim sem í þá falla, eins og dæmin sanna' Það er vitaskuld erfitt að gera allsstaðar nauð- synlegar ráðstafanir vegna slysahættu, enda ekki bráð- nauðSynlegt,‘ þar sem flestir þessara skurða eru ekki á alý mannafæri. En eg álít þó, að brýna nauð- syn beri til, að bæjaryfirvöldin taki til nánari athugunar þá skurði, sem eru inni í bænum sjálfum, eru stórhættulegir og mikil óhollusta stafar af. Eg vil með línum þessum sérstak- lega benda á skurð einn mikinn í vesturbænum, sem liggur á milli íþróttasvæðis K. R. og Jófríðarstaðar við Kapla- skjólsveg. Hestur nær drukknaður. Skurðurinn er breiður og jafnan bakkafullur af vatni. Mér er það kunnugt að hestar hafa oft fallið i skurðinn, og nú fyrir skemmstu munaði minnstu að hestur drukknaði þarna, en honum var bjargað eftir að hann hafði brotist lengi um í leðju og vatni. Umrætt svæði, sem skurðurinn liggur um, er mjög fjölfarið og börn því oft að leik við hann. Er því aug- ljóst, að verði ekki gjörðar neinar ráðstafanir frá því sern riú er, kann það að hafa illan endi. Eiv méð þessú er þó ekki ölli sagan ^ögð.-því að áuk þess að vera stórhættulegur vegná vatns og leðju, er skurður þessí einn af hinum fáu opnu skólp- ræsum, sem enn eru eftir hér í bæ. Svo er mál með vexti, að skólp og frárennsli frá salern- um frá einum sjö húsum þarna í nágrenninu, er leidd í skurð- inn. Megn fýla. Eg hefi véitt því athygil að á sumrin er þarna ófagurt um að íitast, vegna óþverrans, sem um skurðinn flýtur og fýlunn- ar, sem frá honum leggur. Eg er því að nokkru undrandi á að viðkomandi bæjaryfirvöld skuli Gáta dagsins. Gáta nr. 346. Árhelmingur inriai\ lands ber enga galla, hans ér nafn á liöfði rriánns «g hnjúkum fjalla. w~- ■ Sya.1,- við gáUi nr, 345: . ;>, ' Hestur járnaður. . ; : • j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.