Vísir - 22.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 22.01.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 22. janúar 1953 VISIE % i.aBu:KiMBBBMBBaaaaBBtfaBBBaraalBira.jraciiaBraBSBBBMBMBaMBBra THQMAS B. COSTAiN: m • • j Ei má sköpum renna ■ 83 væri að lofa gömlu kisunum að mjálma og mala að vild, ef þær hefðu ánægju af því. Eg held, að hún hafi verið stolt af því, að hann virtist taka hana fram yfir aðrar — og ekki skipta neinu um annað. Hann hafði furðulegt vald yfir henni.“ „Það er enginn vafi á því. Hann var guð en ekki maður í hennar augum. Allt var gott, sem gerði hann, mátti þar um segja." „Vesalings Gaby, — en þetta hefir eyðilagt líf hennar. Fólk gleymir aldrei — eða fyrirgefur.“ Vagninn hafði beygt út á veg, sem lá til norðurs og austurs. Þegar ekið hafði verið kippkorn í áttina til Neuilly var numið staðar við hús, sem umiukt var háum garði. „Þetta er staðurinn,“ sagði hún. Ef hann hefði ekki haft svo mikinn áhuga fyrir húsinu sjálfu sem reyndin var, hefði honum kannske skilizt, að hún hafði farið fneð hann þangað í prófunar skyni. Hún gaf honum nánar gætur. Og svipur hennar virtist bera því vitni, að hún ætti í stríði við sjálfa sig fyrir að hafa gengið svo langt. Þetta var fagurt hús, að því er bezt varð séð. Frank gat ekki varizt þvi að hugsa, að það mundi hafa kynt undir glæðum orðrómsins, að háir veggir umluktu húsið, og ekkert annað hús var í námunda við það. Það var engin furða, þótt fólk skrafaði, en samt sagði hann: „Þetta sannar hve fjarstæðukennt það er, sem fólk hefir masað um. Ef það hefði verið einhver annar en Napóleon, hefði verið öðru máli að gegna. Það var gersamlega óþarft fyrir hann, að grípa til slíkra ráðstafana. Hann hefði ekki þurft að gera annað en gefa fyrirskipun. Þú vei-ður að afsaka, Margot, þótt eg ræði um þetta í fullri hreinsklin." Hún virtist ekki ánægð með árangurinn af prófun sinni, til- raun sinni til að komast að raun um hvað honum bjó í brjósti, hafi sá verið tilgangurinn með að aka honum að húsi þessu. Hún skipaði ökumanninum að aka aftur til Parísar. Hún hand- lék handfangið á sólhlíf sinni og mátti glöggt sjá, að henni var ekki rótt. „Orðrómurinn hafði ekki við rök að styðjast,“ sagði hún, „en það var hörmulegt, að hann skyldi bitna á Gaby.“ „Þú hefir auðvitað rétt fyrir þér í því, að þetta gleymist ekki. Fólk gleypir hiklaust við öllum svona sögum. Meðal ann- ara varð bróðir minn einnig fyrstur til þess að taka þær trúan- legar — og var jafnvel illkvittnislega stoltur yfir.“ „Bæði Jules og Sosthéne voru sannfærðir um, að það væri satt. Skilurðu ekki hvað þetta var erfitt. Jules varð hvað eftir annað æfur af reiði, —1 en hún skeytti því engu.“ „Hjúskapur þeirra var á sandi reistur. Það er augljóst mál.“ „Eg veit ekki. Aðeins maður eins og Jules hefði komið fram eins og hann gerði — látið sitja við reiðiköstin ein. En eg get séð það nú, að eg hefði átt að fara öðruvísi að. Eitthvað varð að gera. Það voru eilífar deilur þeirra milli.“ „Munu þau skilja nú?“ „Jules fellst aldrei á skilnað,“ sagði hún. „Þau verða að sjá hverju fram vindur. Gaby neitaði að fara með þeim til Brússel.“ „En af hverju fór þá eiginmaður hennar?“ Hann bætti við, er hún svaraði ekki. „Framkoma hans ber ekki miklu hugrekki vitni.“ „Það var of hættulegt að halda kyrru fyrir.“ Frank hló háðslega: „Gabrielle hélt kyrru fyrir.“ „Eg held“‘ sagði Margot eftir stutta þögn, „að bezt væri að ræða þetta ekki frekara.“ .... Það fór ekki framhjá Frank hversu líkar þær voru í mörgu Margot og -Gabrielle. Ef Margot var í einhverri nýrri flík gat hún lítið dulið, að henni var geðfellt, að hann veitti því athygli. Og ef hann sá ekkert eða þóttist ekkert sjá, fann hann upp á einhverju til þess að fá hann til þess að beina að því athyglinni og segja eitthvað um það. Og svo var eitthvað við göngulag hennar og hvernig hún hnykkti til höfðinu, sem minnti á Gabrielle. Söngrödd Margot minnti hann líka á söng- rödd Gabrielle, og vár þó söngrödd Margot fyllri og titraði aldrei, jafnvel ekki á háum tónum. En svo var sumt, sem eigi síður vakti furðu hans, vegna þess að það sýndi hversu ólíkar þær voru. Margot deildi aldrei við hann; jafnvel ekki, þegar skoðanir þeirra voru mjög skiptar. Hún var oftast mjög hugsi og það kom sjaldan fyrir, að hún yrði gripin kæti, eins og Gabrielle var svo eðlilegt. Hún las talsvert mikið. Og undrun hans var eigi lítil, er hann kom að henni einn daginn við lestur Ossians-kvæða, og enn meiri var furða hans er hún ræddi þau við hann af góðum skilningi og gáfum. Hún virtist aldrei gera neitt með handahófs eða flaustursbrag, allt var þaulhugsað oi undirbúið, og hún var jafnan óaðfinnanlega klædd og snyrt. Eitt sinn notaði hann tækifærið, er hún var hugsi, til þess að minnast á „plön“ þau, sem Caradoc gat um, varðandi eignir hennar í Ameríku, og þau ræddu málið af fullri hreinskilni, er hann hafði sagt henni hvað í rauninni væri um að ræða. „Skilst mér það rétt, Frank,“ sagði hún, „að þú hafir rætt þetta til viðvörunar fyrir mig?“ „Já, Carr gaf í skyn, að skipafélagið mundi líka taka „svart- an farm“, eins og stundum er sagt — áuk löglegs flutnings. Hann yrði vitanlega æfur af reiði, ef hann hefði hugmynd um, að eg ræddi þetta við þig.“ „Mér þykir vænt um, að þú segir mér frá þessu,“ sagði Mar- got eftir nokkra umhugsun. Eg þarf víst ekki að taka fram, að þetta hefði aldrei verið gert með mínu samþykki. Varstu smeyk- ur um, að eg mundi láta blekkjast að afsala mér réttinum tií íhlutunar?“ „Já, eg hugði, að þig skorti kaupsýslureynslu til *þess að sjá við öllum slíkum hættum.“ „Það er alveg satt, að eg hefi ekki mikla reynslu í þeim efn- um. Af þeim orsökum hafði eg ákveðið, að fara sem allra gæti- legast. Og nú verð eg miklu betur á verði, þótt eg hafi aldrei ætlað mér að láta aðra festa hendur á eignum föður míns,“ Hann horfði undrandi á hana. „Ætlarðu þér í raun og veru að hafa alla stjórn með höndum sjálf?“ „Ekki fyllilega — en eg ætla mér að hafa fullt eftirlit með öllu.“ „Já, þú gætir sannarlega orðið „Katrín mikla“ á sviði við- skiptanna. Jæja, þetta mun koma vissum heiðursmönnum alveg óvænt.“ „Mér er þetta alvörumál,“ sagði hún með hægð: Hann virti hana fyrir sér um stund. Það var engum blöðum um það að fletta, að henni var alvara í hug. „Það gleður mig að heyra þetta, Margot,“ sagði hann. „Og það leggst einhvern veginn í mig, að þér muni vel vegna.“ „Eg reyndi ekki að ná haldi á þessum eignum mínum meðan það var ekki hægt, nema eg ynni keisaranum hollustueið. Það IWIMWBMWHWWWWMB Aðalfundur Munið aðalfund knattspyrnufélagsins Víkings i kvöld í húsi V.R. Vonarstræti 4, kl. 20,00. Stjórnin. Jólagjöfin. Árið 1918 eða ’19 kom það atvik fyrir, er nú skal sagt frá. Njáll, sonur Sighvats Borg- firðings, var þá vinnumaður hjá síra Böðvari Bjamasyni á Rafnseyri. Á þeim árum vant- aði ýmsar nauðsynjar manna í verzlanir í námunda vð Arn- arfjörð, þar á meðal höfuð- kamba, mjög tilfinnanlega og gat Njáll ekki fengið sér höfuð- kamb, þótt hann leitaðist fyrir um það. — Morgunn einn á jólaföstunni rekur Njáll féð til beitar inn á Rafnseyrarhlíð. Nóttina áður hafði fallið logn- fönn og var nú hvítt yfir allt. Þegar hann kom inn í svokall- aðan Teig, sem er skammt fyrir innan Rafnseyri, rekur hann féð fram hjá litlum klettaás. Þar er stakur klettur, sem er kallaður Einbúi. Gamlar stekkjartóttir eru hjá kletti þessum, og hefir Einbúi verið notaður fyrir gafl stekkjarins. Féð rennur nú með hægð inn eftir, en Njáll gengur ofan til við fjárhópinn. Þegar hann er kominn með féð skammt inn fyrir Einbúa, sér Hann glampa á eitthvað ofan á snjónum, skammt frá fótum sér og ofan til við sig. Hann tekur þetta upp og sér að þetta er spánnýr höfuðkambur, sem aldrei hefh: verið notaður. Hann lá þarna ofan á nýföllnum snjónum svo sem tvo faðma fyrir ofan fjárbrautina, og sáust hvorki manna eða dýra spor neinsstað- ar nálægt honum. Kamburinn var svartur að lit, í stærra lagi, og voru þéttar tennur báðum megin. Njáll varð feginn fundi þessum, þar eð hann átti þá engan kamb, tók hann og not- aði lengi í sínar þarfir, þar til hann varð útslitinn með öllu. En Njáll áleit, að kamburinn væri sér sendur, og skoðaði hann sem jólagjöf frá einhverj- um ósýnilegum vini sínum. (Eftir sögn Njáls sjáff 1 júní 1933). Oopr. IMB.Uscr Rloe TBJ-»»««n.e.S*«r CC. Dlfitr, by Unlted Feature 8yndlcate. Inc. sterkui- vín- Þetta var ‘seiguf og viður, og tókst Tarzani, þótt þreytt ur væri, að klifra upp á bakkann. & Bumuqhá. - TAIIZAN - &Z6 '•jitJtíi;,--'.' ■ i **t Hann var dauðþreyttur eftir volk- ið, og vissi ekkert hvað tímanum leið, eða hvé lengi hann háfði verið í ánni. Tarzan hvíldi sig fyrst, en stóð svo upp og leit í kringum sig. Hann grillti í Ijós í fjarlægð. Þar sem ljós var hlutu einhverjir meiin að vera á ferli, hugsaði Tarzan, og stefndi á ljósið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.