Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 4
VISIB Föstudaginn 23. janúa: li)53 WISI38. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. | Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Nýting heita vatnsins. Hitaveita Reykjavíkur hefur nú verið starfrækt svo lengi, að fengin er verðmæt reynsla varðandi hitaþorf bæjarins á ýmsum tímum árs. Það var talið frá byrjun, að vart mundi verða hægt að fullnægja hitaþörfinni, er frost væru mest, og hefur það vitanlega valdið miklum vonbrigðum, en á hinn bóginn er á það að líta, að svo margvísleg og mikil þægindi fylgja heita vatninu, að menn hafa verið sæmilega ánægðir með starfsemi þessarrar stofnunar, þegar á allt er litið. Svo mikið er víst, að þeir, sem fengið hafa heitt vatn í hús sín, munu alls ekki vilja sleppa því, og hinir, sem eru utan þess svæðis, er nýtur þessarra þæginda, vilja um fram allt komast í samband við hitaveituna. Má það marka af því, hversu oft eru gerðar ályktanir eða bæjarýfirvöldunum sendar áskor- anir um það, að ný hverfi verði tengd hitaveitunni, og færa menn mörg rök fyrir máli sínu. Hafa kröfurnar um þetta orðið æ tíðari og háværari eftir þvl sem dýrtíðin hefur farið í vöxt, og verð á kolum cK b-ennsluolíu hækkað til mikilla muna, en verði á heita vatnióu, miðað við hitagildi þess og eldsneytis, verið stillt í hóf eins og kostur hefur verð á. Þó er það nú komið á daginn, ekki alls fyrir löngu, að hægt xnun að nýta vatn hitaveitunnar mun beíur en gert hefur verið. Nefnd sérfróðra manna athugaði nýtingu vatnsins gaum- gæfilega, og að athugun lokinni samdi hún álitsgerð, sem getið var hér í blaðinu á árinu sem leið. Leit nefndin svo á, að hægt væri að láta vatn það, sem nú er fyrir hendi, nægja fyrir enn fleiri íbúðir en njóta hitaveitu um þessar mundir, og færði fyrir því rök, sem hefur ekki verið hnekkt enn, og verður sennilega ekki, úr því að skýrslu hennar hefur ekki verið mótmælt til þessa. En hér er um svo mikið hagsmunamál að ræða fyrir einstaka bæjarbúa og bæjarfélagið í heild, að ekki má láta það eitt nægja, að gerð sé athugun á því, hvernig megi láta hitaveituna ná til fleiri bæjarbúa. Það verður að sjá svo um, að allir bæjarbúar, eða því sem næst, fái að njóta þessarra þæginda og náttúrugæða, úr því að kveðinn hefur verið upp úrskurður um það, að vatnsskortur sé því ekki til fyrirstöðu. Það liggur í augum uppi, að þetta verður ekki gert nema með ærnum kostnaði, en því fé verður ekki á glæ kastað, og betri nýting' heita vatnsins er aðeins margföldun á verðmæti þess vatns- magns, sem þegar er fyrir hendi. Hagnaðurinn af þessu er svo augljós, að bæjaryfirvöldin verða að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd. í fyrsta lagi mundu tekjur hitaveit- unnar aukast til mikilla muna með óbreyttu vatnsmagni, svo að fjárhagur íyrirtækisins ætti ekki að verða ótryggari en áður, nema síður væri, og í öðru lagi mundi sparast mikill, dýrmætur gjaldeyrir á ár.i hverju, þar sem svo mjög yrði dregið úr .eldsneytiskaupum. í rauntnni á ekki að þurfa að ýta við bæjaryfirvöldunum í máli þessu, en þau munu bera því við, að bærinn geti ekki ráðizt í þessar framkvæmdir vegna lánsfjárskorts. En að þvi rekur fyrr en síðar, að fullkomnari nýting vatnsins verour frarnkvæmd, og unz það verður, á það að vera hlutverk þeirra aðila, sem um þetta fjalla, að undirbúa málið svo vel, að hægt verði að hefjast handa um leið og séð verður fram itr fjár- hagsörðug'leikum þessa tima. Lánstilboð Háskólans. mun liafa verið hitaveitustjóri, sem skýrði frá því fyrir -T nokkru, að hitaveitah gæti ekki ráðizt • f að færa.' kerfíð út til fleiri bæjarhverfa en orðið er, þár sem fé Vséri ekRí fyrir hendi, en ef íbúar þeirra hverfa, sem óskuðd eftib'hitaveitunni, hefðu tök á því að leggja íram iánsí'é; mundi máiið horfa öðru vísi við. Þar sem það er nú svo, að fjárhagur einstakliriga er yfirleitt þröngur um þessar mundir, var varla við því að búast, að yfir hitaveituna rigndi mörgum tilboðum úm lánsfé. Þó barst eitt svo að vitað sé, og var það frá háskólanum eða háskólaiáði, seiri bauðst til að lána talsvert fé, ef lögð yrði, hitaveita.í pró- fessorabústaðina fyrir sunnan háskólann. Háskólapról'essorar eiga vissulega rétt á að fá hitaveituna, eins og aðrir borgarar þessa bæjar, en óneitanlega er það heldur óviðkunnanlegt, að boðið sé fé, sem fengið er frá alþjóð, til þess að auka þægindi lítils hóp manna og þá þeirra, sem yfir því ráða. Þetta vakti kurr á síaum tíma, en á sér vonandi ekki Stað oftar.: ,tilj . : -rt} u-fnfU r.ðo lídírniori'.or, ;3í,od é skar H a I I (I Ó I* §§on9 útgerðarmaðtir. Vv ■ Útför Óskars Halldórssonar fer fram í dag. Með honum er fallinn í valinn maður, sem að mörgu leyti átti merkileg'an lífsferil og samtíðin gleymir ekki fljótlega, vegna þess að hug'kvæmni hans, dugnaður og sérstæður persónuleiki skipar honum sérstakan sess meðal framkvæmdamanna landsins á síðustu þremur áratugum. Hann var fæddur á Akranesi 17. júní 1893 og voru foreldrar hans Halldór Guðbjarnarson og Guðný Ottesen. Móðir hans bjó síðar lengi í Reykjavík og þótti skörungur um ýmsa hluti. Fjórtán ára gamall var Óskar sendur til náms á bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifað- ist þaðan ári síðar. Hending mun hafa ráðið því að hann fór að stunda landbúnað frekar en það, að hugur hans stæði til þeirra starfa. Mun í því efni meira hafa orkað áhugi móður hans fyrir jai'ðrækt og land- búnaðarstörfum. Samt vann hann að landbúnaðarstörfum bæði hér og erlendis þar til hann var 21 árs. En þá sneri hann skyndilega baki við kart- öflurækt, sem ekki hafði reynst honum arðvænleg og tók upp aðra atvinnu, sem hann taldi sér arðvænlegri. Það var lifrar- bræðsla. En með þessu hófst starf hans og barátta í sjávar- útveginum. Árið 1917 kom hann fyrst til Siglufjarðar og var þá með lifrarbræðslutæki sín, því að hann ætlaði að kaupa lifur eri ekki síld. En til Siglufjarðar kom hann á örlagastund, er síðar mótaði allan hans lífs- feril. Lítið varð úr lifrarbræðsl- unni en nú opnaðist honum nýr vettvangur til framtaks, sem var hvorttveggja í senn heill- andi og erfiður en gat gefið mikinn arð, ef hamingjan var mönnum hliðholl. Hann hóf síldarsöltun í stór- um stíl 1919. En salan mis- heppnaðist og hann varð fyrir þungu fjárhagslegu áfalli. Það stöðvaði hann þó ekki á þeirri atvinnubraut, sem hann hafði valið sér og eftir þetta mun hann hafa saltað síld á Siglu- firði því nær á hverju ári og þrjú síðustu árin hafði hann söltunarstöð á Raufarhöt’n. Óskar var frábærlega dug- legur maðui' og þrautseigja hans var sjaldgæf er erfiðleik- ar steðjuðu að úr öllum áttum. Hann var greindur maður og hugkvæmur, þótt ekki lánaðist honum allt vel fyrrihluta ævi sinnar. Hann kom fyrstur manna fram með hugmyndina um að ríkið stofnaði síldar-l bræðslur, svo útvegurinn ætti ekki afkomu sína eingöngu undir saltsíldinni. Hann fékk Magnús Kristjánsson, alþm. til að styðja hugmynd sina með því að Magnús bar fram tillögu á Alþingi 1927 um, að rannsak- að yrði hversu mikið kostaði að reisa síldarverksmiðjur. Öllum er kunnugt hvað síðar gerðist. Hugmynd Óskars kom af stað einni mestu atvinnugrein landsmanna,, síldarbræðslunni. Önnur hugmynd hans var sú, að reisa hafskipabryggju í Keflavík. Hafði lengi verið þörf fyrir slíka framkvæmd en enginn ráðist til þess af fjár- hagsástæðum. Óskar byggði bryggjuna með tvær hendur tómar. Hafði ekkert til þess nema dugnað sinn og bjartsýni. Hefur þessi framtakssemi hans komið að ómetanlegu gagni fyrir verstöðvarnar á Suður- nesjum. Síðustu tvo áratugina hafði Óskar með höndum miklar framkvæmdir og gekk rekstur hans þvi betur sem lengur leið. Hann rak um skeið mikla út- gerð, einnig frystihús og síld- arsöltun. Hann hafði einnig mikla beitusíldarsölu og lýsis- Framhald á 5. síðu BERGMAL ♦ VERZLUNARMAÐUR skrif- ar Bergmáli og gagnrýnir fyrir- mæli og reglur, sem geí'nar eru út af opinberum aðilum og látnar eru taka giidi sama dag og þær eru fyrst birtar, Vili hann að slíkar reglur setji ein- hvern fyrir-vara eða taki gildi að ákveðnum, skynsamlegum tíma liðnum. Bréfið er á þessa leið: Eru bað lög? „Mér finnst þa'ð nokkuð kyndugt, þegar það kemur fyrir að yfirvöldin taka ákvörð- un um ný fyrirmæli, eða regku', handa þegnunum í dag og sem gijd’a „frá og með déginum i dag“, en ákvörðunin er ekk,i auglýst fyrr en á morgun i,þ.e. daginn eftir eða seinna). L' i- hver lagafyrirmæii eru þá tíl um það, að lög og fyriimæli taki ékki. gildi fýrr én að viss - um tíma jöfenum, eftif að. þau hafa verið formléga auglýst annaðhvort í Lögbirtingablað- inu eða St.jórna'rtíði nd u rn. Frestur nauðsynlegur. Slík lagafyrirmæii um . ÍVeri handa almenningi iil að átta sig á nýjum lögum eða regfum eru nauðsynleg og sjárisög.ð. en gagnslítið. ef yUrvóidin fara ekki eftir þeim. og pap virðist. mér oft koma fyvir. Það er al iObii'ö vé| Veiris og framkvæmdavaidið sKáki í því skjólinu, að álmenriingur viti ekki eða sé vegna marg- endurtekinni lögbrota hirs opinbera, búinn að gleyma að til'eru lög urii birtiugu laga og fyrirmæla. Útvárpsauglýsingav. í þessu sam.ba.ncu verður að. geta þess hve óvið'kunnanlegt það er, þegar hin og þessi em- foætfi eru að auglýsa reglur og fyrirmæli og einnig tiikynna íögtök o. fl. af því tagi i út- varpinu, og það jafnvel í sunnudögum,,auk þess seni siik-1 ar auglýsingar hafa ekkevt lagagiidi, fyr en þær hafa verið birtar á prenti, eða verið til-. kynntar hlutaðeigendum með bréfi. Enda fullyrða kunr.ugir, • að slíkar útyarpsauglýsingar j tíðkist hvergi pema i okkar hrjáða laridl. Útvarpshiustend - ^ ur u|n Íancí .aljt verða t.d. að, hlusta á, — þegar yíúvó-.din nér eru að rukka Reya 'riiinga og hóta þeim lögtökum eins og ,bað.. er skemmtilegt ,og upp- byg'gilegt. Auglýsing verðgæzlusfýóra. Þetta var nú að nokkru út- úrdúr, því eg ætiaði aðaliega að minnast á augl. verðgæzlustjóra dags. 15. jan., sem birt var i. að ganga í gildi daginn áður! Eftir auglýsingunni áttu inn- flytjendur sem sé, að skija verðútreikningum yfir nokkrar vörutegundir, sem fluttar voru inn (tollaðar) þann 15. jan. (og síðar) samdægurs, enda þótt augl. birtist ekki fyrr en 16. jan. Þessi ónákvæmni er ekki til eftirbreytni, auk þess sern frestur er enginn, gildistakaa meira að segja daginn íður én augl. birtist í dagblöðunum. Svo er það annað mái hvort ætlast er yfirleitt' til að n hlýti reglum,.sem svona er tii- komnar. Það ber því prit að sama brunni, eins og vant er í svo mörgum tilfellum, þ.e. óaf- vitandi . óvirði.ng. almennings fyrir lögum og reglum. Yerzl- unarmaður.“ Það vildi kannske einhver f yrirsvarsm.aður oeinberrar skrifstofu svara brefinu í Berg- máli, eða einhver annar ieg'gja eitthvað til málanna, því orðio er frjálst. — kr. Gáta dagsins. Gáta nr. 347. Logn á milli lands og eyja. (Mannsnafn). Syar viá gátu nr. 34€: Já, hvar skyldi það vera?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.