Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 7
Cocr.rHO.Xetr.r Blo*l»vIroU8‘>»^''«—Off, Distr. by Uxiited geatyre Syadicata, lac. ‘ •Hamrsté skréí aftur á bak og hóf ig svo með stökki upp á vegginn, Tarzan komst einu hvarf ljósið, en þú> var :ominn að vegg miklum, s°í n Föstudaginn 23. janúar 1953 VISIR THOMAS B. COSTAIN: renna hefði eg ekki getað, þótt um allan heimsins auð hefði verið að ræða. En nú eru þær mínar — mínar! — Sjáðu nú til. Eg hefi fundið mörg af bréfum föður míns og lesið þau aftur og aftur. Hann var áhugasamur, duglegur maður. Hann vill verða annar Jacques Coeur og stofna viðskipta-heimsveldi. Ef til vill er enn hægt að láta þessi áform rætast.“ Hún horfði á hann alvöruaugum. „Það em stærri tækifæri nú en nokkurn tíma áður,“ svar- aði hann. „Bráðum verða eimskip á öllum - siglingaleiðum út- hafanna. Og járnbrautir verða lagðar um löndin. Á þeim munu renna lestir vagna, sem dregnir eru af gufuknúnum vélvögn- um. Eg hefi séð teikningar af hvernig menn hugsa sér þeíta.“ Það brá fyrir glömpum í augum hennar. „Mér er skylt að framkvæma þetta í hans ’ minningu. Eg kann að vera haldin ofdirfsku, en með réttri aðstoð ætti eg að geta komið til leiðar sumu af því, sem faðir minn ætlaði sér. Eg hefi hugsað talsvert um þetta allt saman. Hún hnikkti til höfðinu. „Auk þess er það mér óbærileg tilhugsun, að aðrir ráski með eigur mínar. Þær eru og skulu verða mínar.“ Hann hafði veitt því athygli, að hún var hyggin í innkaupum — og er hún hafði keypt einhvern hlut gætti hún hans vand- lega. Hversu ólíkt Gabrielle — sem, ef sá gállinn var á henni, mundi' leggja út sinn seinasta eyri í einhverja vitleysu. „Hvers vegna er eg alltaf að bera þær saman í huga mínum?“ sagði hann við sjálfan sig. „Munurinn er mér löngu orðinn Ijós hvort eð er. Það er djúp, sem ekki verður brúað. Og ekki um neitt val að ræða.“ En — ef til vill var samt um val að ræða — að minnsta kosti var hann farinn að hugsa á þá leið, að hann yrði að veija með sjálfum sér, hvorri hann ætlaði að veita sína hugarhollustu — ef annað meira kæmi ekki til greina. Það var löngu orðið honum ljóst, að Margot kaus félagsskap hans langt fram yfir félagsskap annarra, — að hún var hrygg, þegar hann, starfs síns vegna, gat ekki heimsótt hana. Gat það verið, að Gabrielle hefði þrátt fyrir allt, getið sér rétt til um tilfinningar hennar? Hann var næstum sannfærður orðinn. Og var ekki tíminn kominn til þess að hætta alveg að hugsa um Gabrielle? Hvar var hún? Hver voru áform hennar á ár- unum, sem fram undan voru — þeim umbyltingarinnar og óvissunnar árum, sem fram undan voru? Þar sem stefna hennar og framkoma hafði leitt til þess, að allt var hrunið í rúst fyrir manni hennar, var það þá ekki skylda hennar, að halda tryggð við hann og hjálpa honum í lífsb&ráttunni? Hann gat vitanlega ekkf svarað þessum spurningum, og það var augljóst, að hann gat ekki lengur dregið, að taka ákvarðanir. um sig og, fram- tíð sína án tillits til hennar. En mundi honum reynast þetta gerlegt? Voru þau Gabrielle og hann ekki óaðskiljanlegir förnautar á hugans brautum — hversu langt sem milli þeirra var? Hann hafði hugsað svo mikið um hana, að hann virtist alls ekki geta hugsað fram í tímann, nema hún væri þar með í öllu. Margot hafði tekið upp sauma sína. Gamli rósemdarsvip- urinn var kominn yfir hana — hina grönnu, iðandi fingur hennar, fagra brá hennar og hvítt hörundið. Það var eitthvað svo hugðnæmt og hvilandi við að horfa á hana, að Frank gat ekki varizt þeh'ri hugsun, að hjá henni væri ró, öryggi og unun að finna. „Margot,“ sagði hann allt í einu. „Þú hefir í rauninni mikil áform á prjónunum. Gerirðu þér í hugarlund hversu mikla vinnu þú verður að inna af höndum — hversu lýjandi þetta yrði? Eg hefi nokkra reynslu í þessum efnum. Maður verður að leggja sig allan fram, ef maður ætlar sér áð ná markinu.“ „Eg geri mér það ljóst. En það skelfir mig ekki. Eg hlakka til þess.“ „Af því leiðir að sjálfsögðu, að þú verður að búa í París.“ Fingur hennar stöðvuðust rétt sem 'snöggvast. „Eg geri ráð fyrir því — að minnsta kosti verð eg að vera hér í viðlögum.“ Tók hún þannig til orða til þess að halda opinni smugu fyrir hann? Henni hlaut að vera ljóst, að hann var bundinn við London vegna starfs síns þar. „Taktu ákvörðun þína nú,“ sagði hann við sjálfan sig. „Það má ekki dragast lengur með þessa prófraun — það er það eina skynsamlega, sem þú getur gert. Kannske er það það, sem hún vill. Hefir hún ekki allt, sem hugur þinn gæti þráð: Hún er fögur, gáfuð, félagslynd — framkoman hrífandi. Og henni geðjast að þér. Taktu ákvörðun þína nú!“ Hann stóð upp og gekk að arninum. — Dálítill silfurdáti, á einni klukkunni, sem fór að slá, heilsaði með byssunni, og eins og lúðurhljómur gall við. Hann snéri baki að Margot, en hann fann að hún horfði á hann. Er hann sneri sér við beygði hún sig aftur yfir saumana, Hún var nú að bródera í silkihálsklút — ekki altarisklæði. Ætlaði hún honum hann? „Nei,“ hugsaði hann eftir nokkra umhugsun, „eg verð að bíða. Eg get ekki tekið ákvörðun meðan allt er í óvissu um Gabrielle. Hún á það að minnsta kosti skilið af mér. Þegar við höfum hitzt og ræðst við er eg frjáls til að taka ákvörðun mína.“ „Eg verð að fara aftur til London nú í vikulokin,“ sagði hann. Margot leit upp næstum örvæntandi á svip. „Ó-nei! Svo fljótt — eg hélt —“ „Það er að komast kyrrð á hér,“ sagði hann. „Og mín er þörf í skrifstofunni. Cope skrifar mér, að í Englandi sé allt í uppnámi. Vitanlega kem eg aftur, þegar Ney verður leiddur fyrir rétt.“ „En það getur dregizt mánuðum saman.“ „Nei, nei. Mér hefir verið sagt, að þeir ætli að hraða málinu sem mest.“ Það var auðséð á svip Margot, að hún var. særð og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Eg hafði gert mér vonir um svp langa og.skemmtilega heim- sókn. Þú varst búinn að segja, að þú ætlaðir að vera lengi. Og eg — eg taldi það alveg víst, að þú mundir verða miklu lengur.“ „Ef þeir fresta réttarhöldunum, mun eg reyna að finna ein- hverja átyllu til þess að koma aftur bráðum.“ ,Eg vona, að það verði ekki allt of erfitt,“ sagði hún, „að finna þá átyllu.“ Hún var aftur farin að sauma. Það var laugardagsmorgun og Frank var að koma fyrir skjöl- um sínum, vegna fyrirhugaðrar heimferðar, en annars var hugur hans allur bunainn við orðsendingu, sem hann hafði fengið frá Sir Róbert Wilson: Dulrænar Eiginmaðm- og bróðir ónefndrar hefðarfrúar eru kom- in til borgarinnai'. Það er sagt, að þeir ætli að sækja um náðun og afhendingu eigna sinna, en vegna nokkurs, sem eg heyrði, má vera, að önnur ástæða sé fyrir komu þeirra. Finndu mig að máli áður en þú ferð. Eg verð i Gali- gnani-veitingastofunni. EVIótfæíi konunnar í Dýrafir&i. Menn höfðu minkla trú fyrirmælum síra Jóns Ásgeirs- sonar á Rafnseyri. Tók hann oft til bæna sjúkt fólk I kirkj- um sínum, bæði úr sínu presta- kalli og öðrum. Stundum vai-' hann fenginn til þess að messa í öðrum kirkjum og taka til bæna þá, er þess þóttu þurfa . mejð. Ennfremur var hann oft fenginn til þess að þjónusta sjúkt fólk og skíra börn í öðr- um prestaköllum, þó að þjón- andi prestar væru heima i : brauðum sínum. Munu sumir ■ prestar, er hér áttu hlut að: ■ mgli, hafa lagt um stund nokkra þykkju á síra Jón fyrir þessa, stárfsemi hans, þó að. aldrei yrði neinn málarekstur út aJ: því. Oftast var það sjúkt fólk, . er fyrirbæna hans var leitað ■ fyrir, þó að hann væri stundum fenginn til þess að biðja fyrir ' öðrum, er við önnur mein höfðu : að: stríða, eins og nú skal sýnt„ . í tíð síra Jóns verður gift; kona fyrir því mótlæti, aö fyrstu þrjú börnin, sem hún á, fæðast andvana. Þótti þetta . mein mikið, en alþýða vildi: L helzt trúa því, að ólán þetta væri efnhverjum misgerðum hennar að kenna. Þegar konan er þunguð orðin að fjórða barni sínu, er maður sendur til síra Jóns, og hann fenginn til þess að biðja fyrir konunni í kirkju : sinni. Var lengi til þess tekið.. . hve heitt og innilega hann hafði þá beðið, og er sagt, að fáir hafi þá setið. með þurr augu, , meðan á fyrirbæninni stóð, .. enda.brá nú svo við, að næsta barn, sem konan fæddi, var með fullu fjöri, og svo voru hin önnur, sem hún ól eftir þetta, (Eftir sögn Guðnýjar Guð- mundsdóttur frá Lokinhömrum > í júlí 1933. Vestf.sagnir). Við hvað átti Wilson? Hafði hann fengið fregnir af Gabri- elle? Það var varla hægt að skilja bréf hans öðru vísi. Frank lokaði töskumii og gekk út að glugganum. Það mundi verða honum til óumræðilegs hugarléttis, að frétta eitthvað ákveðið af Gabrielle áður en hann færi. Ef til vill yrði nauðs.ynlegt að. Stmabúiih Garðastræti 2. — Sími 7299. SutmiqkA. T B27 Allt : Ta 'zan va brr.ði hár og rammgerðu i ■ a veggmn, og náði með fingrunum í brúnina. niður fyrir innan vegginn, en fór mjög hljóðlega því, ekkert vissi hann hvað við rnyndi; taka. Þarna gátu verið alls konar hættur. Og allt í einu heyrði hann hróp. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.