Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 23.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJ ABÚÐIB Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúð Iðunnar, sími 7911. vl sm LJÓSATÍMI bifreiða 16,00 til 9.15. Flóð er næst í Reykjavík kl. 22.55. Föstudaginn 23. janúar 1953 ísrael veitir vatni landshorn- anna á railli. Naröurhéruðin hafa nóg vatn - suöurhérúðin ekki. Stjörn fsraéls hefur byrjað áveituframkvæmdir, sem eiga að verða fitllgerðar innan tveggja áratuga. Hefur .verið gerð stífla mikil skammt fyrir norðan Nasaret, þar sem safnað verður miklu konar vatnsmiðlunarstöð fyrir ísrael allt, og þaðan er ætlun- in,. að vatn verði leitt í framtíð- inni til syðri héraða landsins ■— svö sem Negeb-eyðimerkurinn- ar — en þar er vatn miklu minna en í norðurhéruðnnum. Auk þess: verður allt aimað fennandi vatn tengt miðlunar- kerfi þessu, svo að engin hætta er á vatnsskorti, þegar þess- um miklu framkvæmdum verð- ur lokið. Framkvæmdir hófust í júní í sumar, og var byrjað á að gera stífluna þvert yfir Natufa- dal. Unnið var allan sólarhring- inn ,því að stíflan átti að vera fullgerð, er vetrarrigningar hæf ust, en þær hefjast venjulega síðari hluta desember-mánaðar. Var verkinu lokið á tilsettum tíma ,og er þar nú þegar farið að safnast vatn fyrir framtíð- ina. Á 70 mín. frá London tíl Kölnar. London (APj. — Flugvél af gerðinni Vickers-Viscount hef- ur flögið á- 70 mínútum og 17 sekúndum frá Lundúnum tíl Kölnar. Er það nýtt met fyrir flug- vélar af: þessari gerð, en hefur ekki verið opinberlega s’táðfest enn. Vickers-Viscount eru stóf- ar farþegaflugvélar. • Vatni er safnað við nýja stíflu (1) norðan til í ísrael, en verð- ur síðan leitt suður í land, og dreift í ýmsar áttir frá Beers- heba (2). vatnsmagni, svo að þar mun myndazt stöðuvatn, sem verður um það bil þriðjungur Galileu- vatns. Verður vatn þetta eins Útsvör í Eyjum nærri 6 millj. Fjárhagsáætlun Vestmanna- eyja var til fyrstu umræðu í bæjarsfjórninni þar nú í vik- unni. Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni eru gjöldin 6.577.000 krón- ur, en hæstu útgjaldaliðirnir þessir: aimennar tryggingar og óafturkræfir styrkir kr. 870 þús., verklegar framkvæmdir kr. 825 þús. og vextir og afborg anir kr. 980 þús. Útsvörin eru hæsti tekjuliðurinn, áætluð kr 5.947.000. margt er shritió Fyrir 4000 árum voru risar uppi á írlandi. Graflhýsl fundið með beina- grindum, er sanna þetta. Víkingur vill fá völl í Sogamýri. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur farið þess á leit að það fengi leigt svæði fyi'ir íþrótta- velli í Smáhúsahverfinu í Sogá- mýrinni. Áður hafði Víkingi verið út- hlutað æfinga- og athafna- svæði í Vatnsmýrinni, vestan Njarðargötu og gengt Tivólí. Nú hefur félagið sótt um að þessu yrði breytt og var um- sóknin til umræðu á bæjarráðs- fundi s.l. þriðjudag, ásamt um- sögn Samvinnunefndar um skipulagsmál. Mælir nefndin með því að leyft verði að gera íþróttavöll eða velli í Smáíbúðahverfinu, en ekki, var samt endanleg ákvörðun tekin um ' málið á bæjarráðsfundinum, heldur var því vísað til umsagnar stjórnar Í.B.R. og íþróttavail- arins. Irskir fornfræðingar hafa hafa fundið merki þess, að á „eynni grænu“ hafi endur fyr- ir löngu búið risar. Þjóðsögur eru til um það á írlandi, að á eyjunni Hiberniu (en svo var Iandið nefnt á lat- ínu til forna) hefðu endúr fyrir löngu verið til kynþáttur risa, er voru allir sjö fet á hæð. En þetta var á gullöld eyjarinnar áður en sögur voru skráðar. Nú hefur fundizt grafhýsi, sem talið er næsturn 4000 ára gamalt, þar sem fundizt hafa beinagrindur, er sanna, að þarna hafi búið menn, sem voru miklum mun hærri en eyjar- skeggjar eru nú, sjö fet, eins og þegar segir, og herðabreiðir eftir því. Er grafhýsi þetta í Meath-sýslu, ekki langt frá TgrafjaEi rcm er sögufrægt, því að þar var aðsetur Irakon- unga til forna. Grafhýsi þetta er fimmtán fet í þvermál og hátt er þar til lofts, 16 fet. Gólfið er hellulagt og grafhýsinu þrískipt, og hjá beinagrindunum hafa fundizt allskonar skrautmunir, ,sem skildir hafa verið eftir hjá lík- unum. Þá hafa og fundizt þar hálfbrunnin bein, og er gert ráð fyrir, að þarna hafi einnií verið einskonar bálstofa. Víða um írland mun nú verða athugað, hvort ekki finnist frekari grafir frá þessum tím um í sögu írlands, því að forn fræðingar eru ekki í neinum vafa um það, að þarna fái þeir mikið rannsóknarefni, og jafn vel svo mikið, að hulunni verði að nokkru leyti svift af þessu tímabili í sögu landsins. Brezkar flug- vélar beztar. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Brezki f lugvélaiðnaðurinn hefur fengið stærstu flugvéla- pöntun, sem hann nokkurn tíma hefur fengið erlendis frá. Nem- ur hún 25 millj. stpd. eða 70 millj. dollara. Er stödd hér nefnd frá Banda ríkjastjórn, sem er að semja' um flugvélakaup fyrir þessa upphæð, en féð er greitt úr sjóði sem varið er til kaupa á her- gögnum handa Evrópuþjóðum í varnarsamtökunum. - - Hér er um að ræða 200 Hawker- Hunter orustuflugvélar og á af- hending á þeim að vera lokið í júlí næstk. Nefndin hefur einnig auga- stað á Gloster-Javelin Delta næturorustuflugvélum, en bíð- ur um sinn átekta, þar til þær hafa verið reyndar frekar. Viðlegupláss eykst um 100 metra með lengingu Ingólfsgarðs. Veriö aÖ gera mikið bólvirki inn í höfmna frá Grandagarði. Lokið er Iengingu Ingólfs- garðs (Batteríisgarðsins), og má vænta þess að hin nýja hryggja verði fullgerð og tek- in í notkun í sumar. Fréttamaður Vísis brá sér í gær með Valgeiri Björnssyni hafnarstjóra niður að þessu nýja mannvirki, og fékk. um leið ýmsar upplýsingax um fram- kvæmdir við höfnina. Vísir hefur áður greint að hokkru frá því, sem þarna var ætlunin að gera. Nú má heita, að, lokið hafi verið við ■ að aka grjóti og rauðamöl í hið nýja bólvirki, sem nær allt að því fram að eystri vitanum við hafnarmynnið, en síðan sveig- ir garðurinn til vestur, inn í höfnina, Fyllt með grjóti og.rauðamöl. Hið nýja bólvirki við Ing- ólfsgarð.er h. u. b. 40 m. langt, en garðurinn inn í höfnina um það bil 60 m. á lengd. Fæst VÍII láfa kalla Frakka heim. París (AP). — Tékkueska stjórniu hefur farið fram á það við frönsku stjórnina, að hún kveðji heim hermálaráðunaut franska scndiráðsins í Prag. Sakar hún hann um njósnir — Felld hafa verið úr gildi leyfi tveggja franskv manna ráðsiiis' til þess ái§:dv lj ;ast í landinu . Skipulagning íbúöar- hverfis viÖ Áburöar- verksmiðjuna. Áburðarverksmiðjan hefur óskað eftir þvx áð bæjarráð Reykjavíkur léti skipuleggja íbúðahúsahverfi fyrir starfs- menn verksmiðjunnar. Umsókn Áhurðarverksmiðj- unnar var vísað til umsagnar Samvinnunefndar um skipu- lagsmál. En Samvinnunefnd óskaði hinsvegar nánari upp- lýsinga um það hvar.svæði þetta væri fyrrihugað og m. a. hvort það mætti vera á hinu svokall- aða hættusvæði. Fjölluðu sér- fræðingar oun það á sínum tíma að sprengjuhætta gæti stafað af áburðargeymslunum, en næði í allt að 700—1000 metra fjar- lægð frá þeim. Rene Mayer stjórnin fullskipuð. París (AP). — Stjórn René Mayers kom fram á þingfundi í gærkveldi. Vár tillaga frá forsætisráð- herranum samþykkt með 380 gegn 214 atkvæðum. Er litið á þessa atkvæðagreiðslu sem einskonar bráðabirgðatrausts- yfirlýsingu. þarna ágætt viðlegupláss, en um leið myndast var þar fyrir innan, og skýlir hinn nýi garð- .,. ur fyrir þungum öldum utan af ytri höfninni og inn hafnar- mynnið. Er mikil bót að þessu. Hið nýja bólvirki er þannig gert, að fyrst voru öflug stál- þil rekin niður í sjávarbotn- inn, en þau síðan tengd sterk- um stálboltum. Milli þiljanna var svo fyllt með grjóti, nema milli þiljanna á garðinum, sem gengur inn í höfnina. Þar var notuð rauðamöl, sem hefur, gef- izt mjög vel að sögn hafnar- stjóra. Fyrir innan nýja garðinn' er Björnsbryggjan gamla, fram undan kola- og saltportunum, sem um eitt skeið var eina tog- arabryggja hafnarinnar. Hún hefur ekki verið notuð í nær tvö ár, enda rnjög úr sér geng- in. Hún vei'ður rifin, en önnur bryggja gerð þarna í varinu, nokkru austar. Vöruskemmur á breiðri bryggju. Þá hefur hafnarstjói'n ýmsar fyrirætlanir á prjónunum í vesturhöfnirmi, eins og Vísir. hefur áður minnzt á. Byrjað er að gera myndarlega bryggju inn í höfnina frá Grandagai’ði, skammt frá Örfirisey. Verður hún mikið maxmvirki, 80 m. löng og 60 m. á breidd, og fæst þarna því um 220 m. viðlegu- pláss. Bryggja þessi eða gai'ður vei’ður svo breiður, að þar verð- ur að líkindum reist 30 m. breið vöruskemma. Upp af þeii'ri bryggju verður mikið athafna- svæði, en á því er orðinn mikill skortur við höfrma. Úti í sjálfri Öi’firisey er lokið við að girða fyrir víkina, þar sem sjóbaðsskálinn stóð forð- um, og fæst þar mikið svæði, en eyjan stækkar urn nálega helming. Þar eiga vafalaust eftir að rísa miklar birgða- skemmur, en á öðrum stað í eynni verða væntanlega kola- geymslur, enda æskilegt að fjarlægja þær frá þeim stöðum þar sem þær eru nú, svo nærri miðbænum. ífalir fá olíti * í Iran. Róm (AP). — ítalskt olíu- skip er nýlagt af stað frá Abadan í Persíu. Það ér ftxeiV 6000 lesta farm, en hatdiö hefur verið strang- lega leýndú ixvxn-t olían á að íora. . ' Brezk-Uiaxskö-olíufélagið mun gera kiöfu til faruisíns, þar sem i það telur oííuum sí«a eign Skæruhernaður drengja. í gærdag barst lögreglunni tilkynning um samblástur drengja á Óðinstorgi. Lögreglan fór á staðinn og afvopnaði þar heila hersveit drengja, sem vopnaðir voru bareílum. Ætiuðu drengirnir að láta til skarár skríða, að. þeir sögðu, •við nemendur .mál.ieysingja- skólcms. Sjálfir krá'öuát þeir voru Suð-Austurbæingar, en eiga sökátt vio : mál- ■ley.'.ingjnski'lai' .. •erfa að lumbra■ á þein..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.