Vísir


Vísir - 24.01.1953, Qupperneq 2

Vísir - 24.01.1953, Qupperneq 2
2 VlSIR •Laugardaginn 23. janúar 1953 Hitt og þetta Gunna litla hafði fengið her- hergi út af fyrir sig og ætlaði nú að hengja upp mynd yfir rúminu sínu. En auðvitað þuriti hún að missa naglann og hann datt upp fyrir rúmið og undir það. Hún skreið undir rúmið og leitaði vandlega en það dugði ekki hætis hót, naglinn leyndist sem fyrr, Loks gafst hún upp á leitinni, stóð upp, stundi þungan og sagði: „Nú veit enginn nema nagl- inn sjálfur hvar hann er að finna!“ í gær komst innbrotsþjófur inn 1 húsið okkar. Fékk hann nokkuð? Já, það held eg nú. Konan mín hélt að það væri eg, sem kæmi svona seint heim. • Tveir menn höfðu setið hvor við annars hlið í kvikmynda- liúsi en á leiðinni út fundu háðir að þeim hætti við fóta- skorti og var eins og þeir væri í hafti. Þegar út kom litu þeir niður á fætur sér og sáu að skór þeirra voru bundnir sam- an. „Þér bunduð skóreim yðar þarna inni,“ sagði annar, „og hafið þá bundið hana við reim- ina í öðrum skónum mínum!“ • Ókunnan fjallshrygg fundu brezkir vísindamcnn nýlega í Atlantshafi. Hæsta fjallið er meira en 2000 metra á hæð og er hér um bil 640 km. frá Vincentshöfða. Foringi leiðang- ursins, dr. Gaskell, gat líka sýnt myndir af sjófugli (alba- tross) með stutt stél, sem álitið var að menn væri búnir að gjöreyða árið 1936. Leiðangur- inn inældi einnig mesta haf- dýpi, sem mælt hefur verið. Á 11 kílómetra dýpi náðits rauð eldfjallaleðja, sem afhent verð- ur British Musemn. Leiðang- ursskipið hét „Challenger“. • Furufræ, sem legið hefur þrjá daga í sól spírar betur en annars. Það er prófessor Lenn- art Nordström, sem gert hefur þessa uppgötvun. Talið að að- ferð hans muni hafa í för með sér milljóna króna hagnað ár- lega. Þegar furukönglarnir hafa verið teknir síðast í september, eru þeir þroskaðir til fullnustu við sólarljós. Talið er að Sví- þjóð hafi not fyrir 60 smálestir árlega, af furu og grenifræi, en svo mikið magn hefur ekki fengist. Cíhíí Jíhhí ðar.».. í Vísi fyrir 35. árum mátti m. a. lesa eftirfarandi: Vatnið í bænum mun nú vera að lagast. Ekki var lokað fyrír’ þáð í ‘nótt, og var að minnsta kosti nóg vatn í miðbænum. En hætt er við, að sum húsin, sem hærra liggja, verði útundah,v nú fyrst um sinn. því að sprungur í vatns- pípum munu líklega víða koma í Ijós um leið og frostið í þeim þiðnar. — í Hverfisgötunni rétt við Safnið hafði pípa sprungið og vatnið grafið sig þoðarr ög' inri !í Sáfrikjállarann. BÆJAR fréttir Laugardagur, 24. janúar, — 24. dagur árs- ns. Messur á morgun: Dómkirkjan: Messa kl. 11. Síra Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 5. Síra Jón Auðuns. Barnasamkoma í Tjarnarbíó (sunnudag) kl. 11. Síra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja: Messað kl. kl. 11. Síra Jakob Jónsson. — Ræðuefni: Simson og Delíla. — Barnaguðsþjónusta kl. 1.30. Síra Jakob Jónsson. Messað kl. 5. Síra Sigurjón Þ. Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f. h. Síra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall: Messa í Laugarneskirkju kl. 5 e. h. Sr. Árelíus Nielsson. Háteigspresíakall: Barna- samkoma í Sjómannaskólanum kl. 10.30. Síra Jón Þorvarðsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messað kl. 2. — Barnaguðsþjónusta í K.F.U.M. kl. 10. Síra Garðar Þorsteinsson. ísfirðingafélagið heldur árshátíð sína í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld, sunnudag, kl. 8.30. Þar verður margt til skemmtunar, en síð- an verður dansað til kl. 2. „Jitterbug-keppni“ verður á dansleik SKT í GT- húsinu annað kvöld. Atkvæða- greiðsla fer fram meðal gesta um „bezta dansparið“. Æski- legt er, að keppendur séu dul- klæddir í keppninni. 30Ö króna peningaverðlaun verða veitt. Kosning í Þrótti, félagi vörubílstjóra er hafin, og lýkur á morgun, sunnudag, kl. 9 e. h. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: Lúk. 7, 24—35. Fyrirrennari hans. Kínversk listaverkasýning verður opnuð í Listamanna- skálanum í dag. Er það nefndin, sem fór austur á vegum félags þess, er stuðlar að menningar- tengslum við Kína, sem stend- ur fyrir sýningu þessari. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn: Messað í Aðventukirkjunni kl. 2 e. h. Síra Emil Björnsson. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rotterdam í gær til Antwerpen. Dettifoss er væntanlegur til Reykjavíkur síðdegis í dag. Goðafoss fór frá Reykjavík 21. þ. m. til Hull, Bremen og Aust- ur-Þýzkalands. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Antwerpen 19. þ. m. til Reykja- víkur. Selfoss fór frá Dublin í gær til Liverpool og Hamborg- ar. Tröllafoss fer frá Reykja- vík 14. þ. m. til New York. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 12 á hádeg í dag austur um land í hringferð. Esja var á ísafirði í gærkvöld á norðurleið. Herðubreið var á Hornafirði í gær á norðurleið. Þyrill verður væntanlega , á Húsavík í dag. Helgi Helgason fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vestmannaeyjá. Baldur fer frá Reykjavík á mánudaginn til Búðardals. Skip SÍS: Hvassafell hlaður kol í Stettin. Ai’narfell fer væntanlega í dag frá Mantylu- uto áleiðis til íslands. Jökulfell er í New York. Leiðrétting. í viðtali við Jón Sveinbjörns- son, fyrrv. konungsritara, sem birtist í jólablaði Vísis, gat eg þess, að Jón hefði lamazt af slag. Þetta er ekki rétt, Jón HrcMgáta nr. IHZl lamaðist af. taugaáfalli þegar húsfreyja hans dó fyrir hér um bil ári síðan. Eg bið Jón Svein- björnsson og lesendur velvirð- ingar á missögn þessari. Ólafur Gunnarsson. Hjúskapur. Gefin hafa verið saman í hjónaband af síra Jóni Auðuns ungfrú Elísa Jónsdóttir og Þórir Davíðsson bifreiðarstjóri. — Heimili þerra er á Ránargötu 10. — Gefin verða saman í hjóna- band í dag af síra Jóni Auðuns Arndís Salvarsdóttir frá Reykjarfirði og Júlíus Jónsson símamaður. Brúðhjónin ei’u stödd að Efstasundi 74. Útvarpið í kvöld: 20.30 ■ Útvarpstríóið (Þói’ar- inn Guðmundsson: fiðla; Jó- hannes Eggertsson: celló; Fritz Weisshappel: píanó): Tríó í B- dúr eftir Mozart. 20.45 LeiJcrit: „Deilt um hamingju" eftir Halldór Stefánsson. — Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. 21.25 Tónleikar (plötur). 21.40 Upplestur. 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Danslög a) Danshljómsveit Bjarna Böðv- arssonar leikur. b) 22.45 Ýmis danslög af plötum. c) 23.30 Nýjustu danslögin af plötum. d) 24.00 Gömul danslög af plötum. e) 01.00 Ýrnis danslög af plötum til kl. 2. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var í dag, voru lögð fyrir forseta íslands til staðfestingar í ríkisráði lög þau öll, sem Alþingi hefir sam- þykkt frá -því síðasti ríkisráðs- fundur var haldinn og enn- fremur ýms önnur lög, er for- setti hafði fallizt á utan fundar, svo sem skipun Vilhjálms Fin- sen sendiherra í Vestur-Þýzka- landi, Heni’iks Sv. Björnssonar forsetaritara, Magnúsar V. Magnússonar skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, Úlfs Ragnarssonar, héraðslæknis í Kirkjubæjarhéraði o. fl. Sé Iiöruncfiið ranti og þurrt hefir NIVEA-CREME reynzt framúrskarandi vel. Nivea inni- heldur m.a. eucerit, efni sem er náskylt eðlilegri húðfitu og hefir sömu áhrif. — Allir, sem væta hendurnar mikið, allar húsmæð- ur og allir, sem starfa úti við með berar hendur, ættu því að nota NIVEA-CREME. — Þeir, sem það nota, komast að raun um það, sér til furðu og ánægju, hversu hörundið verður slétt og þenjanlegt. IVEArCREME Lárétt:, i örkumlast, 6 í sængur. ■ (þf,). 7 fangamark, 9 ;„íþrótt“v ll lconugur í biblíunni, 13 dans, 14 fiskmeti. 16 guð, 17 óbreytt, 19 hyggst. Lóðrétl. I Sig’J! /egari, 2 dæmi, 3'þvottavökv . 3 ganar, 5 afgjöld, 8’k'rot. 10 hlýtur, 12 högg, 15 sjáýargróður, 18 ósam- stæðir. | Lausn á kr.ossgáúí ju‘. 1820. Lárétt: 1 Bylíing, 6 Jón, 7 ÍAK, 9 knýr. lltgeí'. 13 alt, 14 uxum, 16 AA, 17 ión, 19 kíafg. LoðréUf. 1 Bragtu, 2■'LJ, 3 tók, 4 inna, 5 goi’tar, 8 kex. 10 ýla, 112 fu!l. 15 móa, 18 nf. , n- ....-•'- ■■-' ........... ■• Veðrið. Grunn lægð við suðaustur- strönd íslands á hægri hrey.f- ingu austsuðaustur. Önnur grunn lægð fyrir noi'ðvestan land. Djúp lægð um 1500 km. suðvestur af íslandi á hreyf- ingu noi’ðaustur. Veðurhorfur: Norðvestan og vestan kaldi og sumstaðar smáél fram eftir degi, en vaxandi suðaustanátt í kvöld; hvassviðri og víða rign- ing í nótt. — Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík NV 3, 0. Stykkishólmur V 4, 2. Horn- bjárgsviti NV 4, 1. Siglúnes V 5, 1. Akureyiú N 3, í. Gríms- staðir N 3, 1. Raufarhöfn 1. Dalatangi 4. Djúpivogur SA 4, 2. Vestmannaeyjar NV 8, 1. Þingvellir VNV 3, -:-l. Reykja- nesviti VNV 4, 1. Keflavíkui’- flugvollur VNV 4, 1. Reykjavík Afli Reykjavíkurbáta var sáratregur í fyrsta róðri. og mun Skíði hafa fengið aðeins 500 lcg., Hagbarður var með 3 to|ux. Si'gurður Ý*étúrf ('áður 'Siglrinbs) tekur beitu í dag og fer síðan í útilegu, Sjfcfell er í útilegu.jfeins i" í ® og skýrt var frá í gær. Land- róðrabátar eru á sjó í dag. Hafnarfjörður. Hafnarfjarðarbátar voru 1 fyrsta róðri í gær, fóru stutt eins og vant er í fyrsta róðri, og lögðu línurnar út af Skaga. Afli var mjög lítill og v.ar Vörð- ur með 5 V2 lest, en alls réru 5 bátar, og komu seint í nótt að, landi. Bátar eru á sjó í dag. | Keílavík. Keflavíkurbátar voru allir á sjó í gær og var afli mjög treg- 1 ur, 2!4—6 lestir. Bátarnir lögðu allir línurnar grunnt í Miðnes-* sjó. Línubátarnir, sem í’óðra stunda frá Keflavík eru nú 23 ( byrjaðir en margir bátar eru nú , að búa sig á netaveiðar og má gera ráð fyrir að þær hefjist upp úr xnánaðamótunum. Bolungavík ...... Fimm bátar stunda landróðra frá Bolungavík og eru þáö: Vík- ingur, Einai’ Hálfdán, Flosi, Sæ- rún . pg,,Kristj:Va. Hefur afli þeirra verið injög rýr, meðal- tal um. 3% lest í janúar. Heið- Einnig ný gerð: VERÐ KR.: 795,00 Vatnsfælið gabardine. Skinnkragi — Alpakkafóður Sendum gegn póstkröfu. Aus/tui’stræti 10. t. mm ygpp' . ' fíJStn 37Q9.\ útilegu og hefur líka aflað lítið. Bolvíkingar ségja að mörg hxmdruð togarar stundi veiðar á miðum bátanna, og taki þeir allan göngufiskinn. Einn bátur stundar rækjúveiöai’ og er rækj an.fryst. HEsapsi Afli Alciánesbátö var lélegur í seinasía róðri, eða 4 lestir að meðaltaii, En bátai:nir komust niður í -25/2 lest og bezti bátur- inn var með 6 lestir. 1 gær voru 18 á sjó, ’en Farsæll er enn í lamasessi og mun varla verða tilbúinn í ró.ðra fyrr.en í marz.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.