Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 6
«3 V f S I R Mánudaginn 26. janúar H53. kaþólskir áttu frumkvæðið ág höfðu forystuna, en við hinir fylgdum örugglega á eftir.“ Hve fjölmennir voru kristnu söfnuðirnir taldir í Kína áður en komm- únistar tóku völd? „Fjórar milljónir. Flestir voru kaþólikkar, um þrjár milljónir, en hinir voru mót- mælendur og af þeim um 100 þúsundir, er aðhylltust kenn- íngar hinar lúthersku kirkju, sem eg þjóna.“ Breytingarnar, sem urðu við valdatökuna? „Að kjör kirkjunnar urðu svo kröpp, að nú er allri fram- tíð hennar stefnt í voða. Er- lendum trúboðum er ólíft, enda flestir flúnir nema þeir, sem eru í fangelsum og óvíst hve lengi innlendum mönnum tekst að halda uppi merki kristninnar.“ Hvað veldur? „Óbrúanlegt djúp, sem stað- fest er milli lífsskoðana kristni og kommúnisma, og þar að . auki sú nauðsyn, sem talin er á, að sannfæra almenning u;n, að ekkert gott geti komið „frá Nazaret" — hinum vestræna heimi. Valdhafarnir leggja því mikið kapp á að fá fólk til að trúa því, að kristinn dómur sé ein grein auðvaldsstefnunnar, og í því skyni leitast þeir úð að gera tortryggilegt allt, sem við höfum gert og sagt. Einkum hafa þeir lagt mikið kapp á að ófrægja alla þá, sem læknað hafa sjúka eða líknað á annan hátt, og er þar oft gripið til ófagurra vopna, svo sem fuli- ; yrðinga um, að hópmorð og önnur illvirki hafi verið fram- in.“ Jóhann ræðir nú um stund við fréttamenn útvarps og :morgunblaða, þar sem hann rekur söguna um valdatöku kínversku kommúnistanna, eins og hann hefur kynnst henni af bóklestri og samtökum við þá, er sloppið hafa austur : fyrir „bambustjaldið", en svo nefna menn austur þar það, sem járntjald kallast hið vestra. Er af frásögnum hans auðsætt, að orsakanna er fyrst og fremst . að leita í hinum spilltu stjórn- . arháttum Chiang Kai-Sheks og kumpána hans. Hann kvað stjórn kommúnista harðhenta, sagði hann einskis svífast til þess að koma fram áformum sínum og virtist hún lifa og hrærast í trúnni á réttmæti kennisetningarinnar um að til- gangurinn helgi meðalið, hversu beizkt, sem það kann . að þykja. í>að - rifjaðist upp fyrir okn- ur, að í sumar vorum við búnir að afráða för til þess að sjá járnnámur þar, sem Ma Au Shan heitir, urðum að hætta við vegna tímaskorts míns. Síðan fór Jóhann að skoða nám- urnar og sagði hann nú svo frá: „Kínverskt auðfélag á járn- námur þessar, sem eru í Hong Kong nýlendunni. Þar- vinna fióttamenn frá Kína. Vinnu- tíminn er allt að 10 klukku- . stundum á dag og kaupið 2—4 Hongkongdalir, en það jafn- gildir 6—12 krónum íslenzk- um. Ekkert kaup er þó greitt þegar rigning er, enda ekki unnið, en fyrir kemur að rign- ingardagar eru 20 á mánuði. $11 aðbúð verkafólksins er með þeim hætti, að í rauninni virð- ist sáralítill munur á henni og því, sem gerist í þrælabúðum, nema að úr námunum mega menn fara, ef þeir eiga annarra kosta' völ. Stjórnarvöldin hafa reynt að bæta hér um til batn- aðar en litlu fengið áorkað, og trúarfélög, t.d. kvekarar, eru nú búnir að hefja baráttu gegn þessu. Þetta dæmi er eitt af mörg- um um, að enn virðast margir ekkert hafa lært og engu gleymt. Það er svona hugar- far, kjör, svipuð þeim, sem gerast í járnnámunum, sem valda því að menn segja: Verra getur það ekki orðið — og biðja bolsévilcka um snöruna. Þetta gerðist í Kína, og þetta mun verða víðar, ef við skilj- um ekki fyrr en um seinan, að heilbrigðir stjórnarhættir, raun verulegt lýðræði og aukin vel- megun er eina vörnin gegn kommúnistum.11 Húsmóðirin ber okkur kaffi. Sumt af borðbúnaðinum er kínverskt, annað norskt, ís- lenzkur spónn með rúnaletri. Þannig ber heimilið allt blæ þessarra þriggja landa. Hér er kamfóruviðarkista frá Kína, norskur skartgripur í barmi, tvö rauðviðarhöfuð frá Bali og milli þeirra Gvanyn, hin kín- verska gyðja miskunnsemdar- innar. Svo fara hinir gestirnir og eftir nokkra stund situr Jóhann með Hannes, son sinn, sofandi á knjám sér, en hann hafði fengið leyfi til þess að sitja þar og hlýða á okkur 'rifja upp sög ur frá því er við sátum sam an uppi á Cheung Chau — þar sem við sáum eldflugurnar svífa í svartri, heitri hitabelt- isnóttinni, heyrðum kliðinn frá söngvum hinna ótal litlu líf- vera, er virtust hefja störf, þeg- ar aðrir tóku á sig náðir, — minntumst „höggormsins í Paradís" — eiturslöngunnar, er skreið yfir götu okkar uppi á Tao Fong Shan, — bamburs- trjánna, er mynduðu göngin miklu, sem lágu upp að Pu Ling Dong-helli allra anda, þar sem Jóhann kvakaði á hinu undarlega máli sínu um gim- stein lótosliljunnar við krúnu- rakaðar kerlingar, — minnt- umst „gulu uxanna" — smygl- aranna, er fluttu fólk yfir landamærin í skjóli næturinn- ar, unglinganna, er gættu dráttaruxanna, kvenna með börn á baki, bænda, er plægðu akra. — Það er mikið æfintýri Hannesi, að fá að sitja á knjám föður síns, nýkomnum austan frá Kína,og heyra um allt þetta, en svo verður það smám saman óskiljanlegra, og loks fjarlægur, ljúfur kliður, sem þriggja ára dreng er gott að sofna við. Þú ferð ekkert aftur austur, eða hvað? „Veit það ekki. Hið eina, sem ég veit nú með vissu er það, að ég er kominn heim, og það er gott. Enn er framtíðin óráð- in. Mér þætti vænt um að geta fengið eitthvað að gera hér, sem væri við mitt hæfi, en ef til vill á ég eftir að vinna leng'- ur í þjónustu kristniboðsins, í Asíu, Afríku eða annars staðar. Eg veit ekki. Það er í Guðs hendi. Eg er kominn heim. Ann- að get eg ekki sagt.“ Áreiðanlegt er það, að eftir nokkra mánuði myndi Jóhann mæla svo á tungu þéirra afrik- önsku Konsomanna, er bíða nú hinna íslenzku trúboða, að -þar stæði enginn útlendingur hon- um á sporði, og' lengi myndi nafn hans eflaust verða nefnt þar með sömu lotning og þeirri, er einkenndi þá, sem á hann minntust í sumar uppi á Tao Fong Shan, en myndi einnig rækja svo hvert það starf, er hann vildi vinna heima hér, að betur yrði ekki á lcosið, og langa viðdvöl mun hann naumast þurfa að eiga hér til þess að veröa fullviss um, að einnig á íslandi bíða þess mörg verk- efni og stór að menn rísi upp til þess að leysa þau. Velkominn heim! Sigurður Magnússon. 80940 JRAJFOMtKA Gísli Jóh. Sigurðsson, Vesturgötu 2. KVENARMBANDSÚR (gyllt) tapaðist sl. laugar- dag í Iðnó. — Vinsamlegast skilist á Laugayeg 48 eða hringið í síma 1860. KARLMANXSÚR fannst í Vesturbænum sl. föstudag. Uppl. á Bakkastíg 1. (443 UNGUR, svartur köttur í óskilum. Sími 7967. (449 BEZT AÐ AUGLYSA! VISI HANDKNATT- LEIKSSTÚLKUR ÁRMANNS. Æfing verður í kl. 9,20 að Háloga- Mætið vel og stund- kvöld landi. víslega. — Nefndin. ÞROTTUR! 1., 2. og 3. fl. Æfing i kvöld kl. 7,30 á íþróttavellinum. — K.R. KNATT- SPYRNUMENN. Meistara- og 1. fl. æfing í kvöld kl. 8,30 á Háolgalandi. Stjórnin. KENNI vélritun. Einar Sveinsson. Sími 6585. (81 HERBERGI til leigu. — Uppl. í síma 1992. (445 LÍTIÐ herbergi til leigu í Barmahlíð 2. Uppl. í síma 82094. (448 EINHLEYP kona óskar eftir íbúð með séreldhúsi. — Tilboð sendist afgr. Vísis, auðkennt: „Ábyggileg — 408“. (451 TIL LEIGU fyrir ein- hleypa stór suðurstofa. Sér- inngangur. SéiUnyrtiher- bergi. Reglusemi áskilin. — Sími 6398. (454 UNGUR köttur. Fundizt hefur stálpaður kettlihgur, svartur með hvítt trýni, bringu og tær. Uppl. í síma 7762. (420 FORSTOFUHERBERGI er til leigu á Hverfisgötu 100 B . (uppi) fyrir . reglu- saman mann; Uppl. eftir kl. 4 næstu daga. (436 ; HEEBERGI óskast, má vefa í kjallára. Sími 6379. (415 • HEEBERGI; til leigu fyrir reglusaman karlmann. Uppl. i'Áma .7227.“ • ' .(432 • ■Ifomia STÚLKA óskast til heim- ilisstarfa frá kl. 9—4. Her- bergi fylgir ekki. — Uppl. Framnesveg 29. (447 RÁÐVÖND og dugleg stúlka óskast í veitinga- stofu. Þarf að geta bakað. — Uppl. í Tjamargötu 33 kl. 7—9 í kvöld. Uppl. ekki í síma. (446 ATVINNA. Ung . stúlka með gagnfræðamenntun ósk- ar eftir atvinnu, margt kem- ur til greina. Sími 6805. — (439 BARNGÓÐ stúlka óskast frá kl. 12i—7 á Bústaðaveg 93, niðri. (438 KJÓLAR sniðnix, þrætt og mátað, ef óskað er, einnig saumað. Saumastofan, Von arstræti 8. (444 SNÍÐ og máta dragtir, kápur, telpukápur, drengja- föt. Sauma úr tillögðum efn- um. Ámi Jóhannsson, dömu- klæðskeri, Grettisgötu 6. Sími 4547. (159 VIÐGERÐIR á dívönum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnayerk- smiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (224 RÚÐUÍSÉTNING. — Við- gerðir utan- og innanhúss. Uppl. í síma 7910. (547 SAUMAVÉLA- viðgerðir. Fljót afgreiðsla. — Sylgja. Laufásvegi 19. — Sími 2656. Heimasími 82035. (000 SKATTAFRAMTAL og leiðbeiningar um skattalög- gjöf. Ólafur Björnsson lög- fræðingur, Uppsölum, Aðal- stræti 18, Sími 82275. Við- talstím kl. 4—7 e. h. (233 Dr. juris HAFÞÓR GUÐ- MUNDSSON, málaflutnings- skrifstofa og lögfræðileg að- stoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. (95 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f., Laugavegi 79. — Sími 5184. FATAVIÐGERÐIN, Ing- ólfsstrreti 6, annast allar fataýjSgerðir. rSííai 6269. ELDHÚ SINNRÉITIN G - AR. Viðgerðir innan og ut- anhúss. Hef vélar. — Get skaffað efni. — Verkstæðið, Laugarn'esveg 77. Heimasími 6236. (435 SKÍÐASLEÐA - viðger ðir. — Verkstæðið, Laugarnes- veg 77. Heimasími 6236. (434 TVÆR stúlkur óska eftir einhverskonar vinnu strax, helzt ekki vist. Tilboð send- ist afgr. Vísis fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt: „Reglu- samar — 409“ (453 NY SOKKAVIÐGERÐ- ARVÉL til sölu. Uppl. í síma 2705 eftir kl. 7. SAUMAVEL, notuð, ósk- ast, karlmannsreiðhjól til sölu. Tilboð, merkt: „407“ sendist Vísi (433 SÓFASETT, mjög vandað. Svefnsófi, ódýr. Djúpii- stól- ar kr. 750. Dívanar kl. 250. Gólfdreglar 28 kr. m.. Gólf- mottur kr. 15. Notið tæki- færið. Grettisgötu 69, kj“all- aranum. (455 DÍVAN, með innbyggðri rúmfataskúffu til sölu. -—- 'Sími 80001.(452 PELS til sölu á Laugaveg 67. Uppl, í síma 81889 eftir kl. 4,30._____________(450 TIL SÖLU ódýrt, nýtt segulbandstæki, verð kr. 5700, 8 lampa Philipsút- varpstæki, 'verð kr. 1500, ljósakassi fyrir verzlun, kr 250 Antikbúðin, Hafnarstr. 18. Sími 82037. (442 SKIÐASKOR. Nýir, ame- rískir skíðaskór nr. 39 til sölu. Simi 81092. (440 KLÆÐASKAPAR, stofu- skápar og fleira til sölu kl. 5—6 á Njálsgötu 13 B, skúr- inn. (359 ELITE-snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýð- hylli um land allt. (385 SAUMA úr tillögðum efn- um. Ný tízkublöð. Valgeir Kristjánsson, Bankastræti 14 (Skólavörðustígsmegin). (20 KAUPUM flöskur. Sækj- um. Sími 80818- (400 KJÓLAR fyrir afgreiðslu- stúlkur, svartir og dökkbláir, verð frá kr. 400. Einnig hvít- ar strengsvuntur og hvítir kappar. — Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 16. — Sími 2744. (200 SPEGLAR. Nýkomið gott úrval af slípuðum speglum, innrömmuðum speglum og speglaglerL Rammagerðin h.f. Hcifnarstræti 17. (252 PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sími 6126. KAUPUM vel með farin karlmannaföt, saumavélar o. fl. Verzkmin, Grettisgötu 21. Sími 3562. (465

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.