Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 26. janúar 1953. VISIB r* THQMAS 6. UÖSTAIN: ■*•»! únnu* ■ ! Ei má sköpum renna. 80 af neinu nema góðum morgunmat. Lögi’eglan hefir komið hon- um á öruggari stað.“ „Eg skil þetta ekld,“ sagði Frank. „Því ættu Bónapartesinnar að vilja drepa þá?“ „Þeir ætluðu sér að söðla um,“ sagði Sir Róbert. „Það er alveg greinilegt. Fouché veitist erfitt að sakfella Lavalette. Bróðirinn kann að vita eitthvað, sem að gagni mætti koma. Það væri að minnsta kosti hægt fyrir saksóknara hins opinbera að hafa einhver not af honum. Eg hefi það fyrir satt, að hann hafi lofað að bera vitni. Að því er virðist hefir þetta kvisast og árásin verið gerð til þess að reyna að koma í veg fyrir það.“ „Eg get vel trúað þessu. Sá, sem hefir svikið einu sinni —“ „Já, — þeim hefir vafalaust verið lofað því, að þeir skyldu fá aftur eitthvað af eignum sínum.“ „Það verður loka-reiðarslagið, að því er Gabrielle varðar," sagði Frank. „Já, það er það.“ Wilson lagði blaðið til hliðar. „Bóni saltar brezku stjórnina um loforðasvik. Einhverjit bjálfar heima í Englandi halda því fram, að hann hafi rétt fyrir sér. Svona er þetta alltaf. Og bráðum kyrja flestir sama söng- inn.“ Frank var með hugann allan hjá Gabrielle og örlaði ekki á neinni hugsun hjá honum um örlög Naþóleons. „Eg ætlaði mér að fara í dag, en nú verð eg víst að fresta burtför minni.“ „Hvers vegna, ,þú getur ekkert gert hérna, sem gagn er í.“ „Eg verð að finna Gabrielle.“ „Eg vildi, að eg gæti hjálpað þér til þess, en eg veit ekki um neitt, sem gæti komið okkur á slóðina. En þú getur verið viss um, að það verða gefnar enn vandlegri. gætur að henni nú en áður. Nei, Frank, það væri bara tímaeyðsla fyrir þig að halda kyrru fyrir hér. Eg legg eindregið til, að þú farir heim.“ „Hefir lögreglan enga hugmynd um hvar hún er?“ „Eg er viss um, að hún veit ekkert um það. Ef hún vissi um hana mundi hún hafa yfirheyrt hana fyrir löngu.“ „En hún kemur, ef hún veit að líf mannsins hennar er í hættu.“ „Svo alvarlegt er það ekki. Hauskúpan á náunga eins og de Vitrelle greifa hlýtur að vera þykk. Það er að minnsta kosti víst, að Bónapartelýðurinn mun sjá um það, að hún setji sig ekki í hættu að óþörfu. Sumir í þeim hópi' hljóta að vita hvar hún er. Og þeir áta ekki Fouché eða hans menn leggja hendur á hana. En Fouché gæti notað sér það, ef hann næði henni á sitt vald. Eg á ekki við það, að hún mundi veita honum neina aðstoð af eigin ramleik. En lögreglan hefir ýms ráð til þess að fá menn til að tala.“ Frank stóð upp og fór að ganga um gólf fram og aftur. Hann var tregur til þess að hverfa heimleiðis, en hann varð að játa, að það gat ekld komið að miklu gagni, þótt hami héldi kyrru fyrir. Ef lia aöeins gæti fundið Gabrielle áður en hann færi! „Þú getui ekkert hyggilegra gert,“ sagði Wilson, „en að hverfa aftur til London og fara að skrifa af kappi. Það verður að.vekja samvizku þjóðanna. Það verður að bjarg lífi Ney hershöfðingja. Brezka ríkisstjómin getur bjargað lífi hans, ef hún tekur af skarið. Þú vefður áð knýjá hana til þess.“ „Þú hefir líklega rétt fyrir þér,“ sagi Frank, en honum var þó enn þvert um geð að hverfa að þessu ráði. „Jæja, eg fer þá, — eg panta sæti í póstvagninmu, sem fer síðdegis.--------- -----Topp var í bezta skapi, þegar hann var að ganga frá farangri þeirra. Eins og vant er hafði hann beitt sínum aðferð- um til þess að grafa upp eitt og annað. „Það verður ljóta blóðbaðið hérna,“ — sagði hann. „Þeir eru búnir að taka Lavalette höndum. Hann sleppur ekki — né heldur Ney. Það er eins og þessir Frakkar geti ekk komð sér saman um eitt. — Þegar öllu er lokið ætti þó að vera hægt að greiða úr flækjunum án blóðsúthellinga.“ „Ekki virðist sú reyndin — og við getum ekki skipt okkur af þessu.“ „Alls ekki, sahib. Mér hefir verið sagt, að eiginmaður frúar- innar — þér farið nærri um hvern eg á við — hafi verið grátt leikinn. Og — hana nú, þá er þessu lokið, allt komið í töskurnar.11 Það var eitthvað, sem hafði verið komið fram á varir Topp’s, en hann hætti við að segja það. „Nú er allt tilbúið. Við getum lagt af stað.“ — — Þegar þeir komu til London og gengu inn í skrifstofu Franks kom Cope á móti þeim, alvarlegur á svip og mælti: „Hefirðu heyrt fréttirnar? Það var ráðizt á de Vitrelle. Hann lézt sólarhring eftir að hann var fluttur í sjúkrahúsið?" ffaaassgsaaffffffffffffffggssa Dulrænat frásagnir ii 1 I I (S 4. Það var fjarri því, að allt léki í lyndi þetta kvöld. Það var eitthvað, sem ,,lá í loftinu“ •—- einhver hugaræsing hafði gripið um sig — og óþolinmæði gætti í tali manna — vafalaust vegna þess, áð enn var rætt í efri deild þjóðþingsins um Ney hershöfð- ingja — og úrskurður, sem örlög hans voru undir komin, mundi falla fyrir kvöldið. — Kvöldverður var nú fram borinn. Þjónarnir höfðu borið inn smáborð — og var því ekki fylgt hirðsiðum — og gátu menn setzt hvar sem þeir vildu. Tveir menn virtust keppa um hylli Margot — Henry Lestrange, sem virtist allt í einu orðinn kaldur og ákveðinn í að hafa sitt fram Hann var klæddur silfurskreyttum, bláum hirðmannsklæðum, en hinn maðurinn var Englendingur, dökkur, fríður sýnum, og þekkti Frank hann alls ekki. Afleiðing þessa var, að hún sat við borðið með þeim og i hvert skipti, sem Frank leit til hennar brosti hún til hans, og var auðséð, að henni þótti hann full- fjarri. Hann hafði komið til Parísar daginn áður. Þegar hann steig úr póstvagninum höfðu tveir skartklæddir þjónar komið á móti honum og fylgt honum í herbergi, þar sem hann gat kast- að ferðafötunum og búizt skartklæðum. Þar var m. a. til reiðu karfa með svömpum, ilmandi handklæðum og sápum, hnotu- smyrsl og púður. Allt, sem sjálfm- Beau Brummel hefði getað óskað sér. Fyrirtaks kex á diski, vínflaska, glös. Svo hafði hann verið leiddur til skrautlegra herbergja. Blómavasar voru hvarvetna og nokkrar línur frá Margot, til þess að bjóða hann velkominn. Aðeins eitt kom óþægilega við hann, endurminn- ingin um orðin „eiginmaður drottningarinnar“. En eftir mikla og langa íhugun skelfdu þessi orð hann þó ekki eins og áður. Hann hafði sanfærzt um, að allt mundi geta gengið greiðslega. Margot var sanngjörn og vel gefin. Það mundi vera hægt að treysta henni til þess að nota þanriig það vald, sem hún múndi brátt fá í hendur, að það hefði ekki spill- andi áhrif á daglegt líf þeirra. En hann hafði ekki enn sagt henni hug sinn allan. Þegar þau hittust aftur, eftir komu hans, hafði hann tekið um báðar hendur hennar og sagt: „Eg var lengur en eg ætlaði mér.“ „Eg hafði gert mér vonir um, að það yrði ekki svona lengi. Þeir voru alltaf að fresta þessu.“ „Það var ekki vegna þess, að eg hefði ekki ástæðu til að koma fyrr. Má eg segja þér hver sú ástæða er?“ Ljómandi augu hennar gáfu til kynna, að hún beið þess fagn- Mjólkurtakan. Sumarið 1913 smalaði Krist— jana Ebenesersdóttir, síðar á Krosseyri við Arnarfjörð, kvía-- ánum á Meiragarði i Dýrafirðí - hjá móður sinni, Guðbjörgu Friðriksdóttur, og stjúpa sín- um, Valdimar Guðmundssyni Skömmu eftir fráfærurnar - vantar sjö ær úr kvíunum og finnur hún þær hvergi, hvernig sem hún leitar þeirra. Tveir karlmenn, sem voru þar á heimilinu, tóku þátt í leitinni sitt kvöldið hvor, en fundu þær ekki heldur. Líða nú sex dagar og koma ærnar ekki. En að- faranótt .sjöunda dagsins, er " þær vantaði, drejrmir húskonu í Meiragarði, Solveigu Þórðar- - dóttur, að til hennar komi kona. - og segi henni, að ærnar, sero,- . vantað hafi, séu nú í Meira- - garðshvilftinni. Segir konan ennfreraur, að hún hafi látið ; nytja ærnar þennan tíma, sem. þær hafi vantað, því að kýrin sín hafi verið geld. Hún hafi sjálf legið á sæng og ekki haft - neina mjólk fyrir barnið sitt. .. Vænti hún þess, að húsbænd- - urnir réiðist sér ekki fyrii’ þessar tiltektir sínar, — hún sé fátæk en muni þó reyna að launa þetta eftir megni, þó að • síðar yrði. — í smalamennsk- unni morguninn eftir fann Kristjana ær þessar með tölu liggandi þar, sem huldukonar? hafði til vísað. En þarna hafðí verið gengið um í hverri leit og smalamennsku meðan ærn- ar vantaði. Þegar ærnar komu kvíarnar þennan morgur. reyndust þær vera nýmjólkað- ar, og eftir þetta héldu þær' - nytinni, alveg eins og þær hefðu. aldrei úr kvíum vantað. Þegar teknir voru til greina staðhætt- - ir og aðrar kringumstæður, . þótti það ósennilegt og jafnvel ómögulegt, að ærnar hefðu ver- - ið mjaltaðar af bæjunum í ■ kring. Eina skýringin, sem. fékkst á þessu fyrirbrigði var' því sú, sem felst í draumi Sól- veigar, og áður er sagt frá. Ers. það hafa menn fyrir satt, að' álfkonan eigi enn eftir að launa fyrir mjólkurtökuna. (Eftir sögn Kristjönu sjálfrar á Kross- andi, að hann segði henni það, en Blanchefleur frænka hafði eyrj vjg Arnarfjörð í júní 1933) SumuakA. — X Al R 2 Aí M — 1329 Foringinn yrí j á Tarzan o£ spurði: Þegar Tarzan skýrfSi frá því að „Hyerí ér eriúcii, ;nnan þessarai . hann he^ði villst í fáviðrinu, virt- veggja ?' ust hermennimir ekki trúa sögu haixs. Einn þeirrá ságði, að: bezt':' vafeiii Tarzah var1 nú leiddur ihn í sal, það fara méð hann á1 fund liðsfór- þar sem veggir voru prýddir höfðum ingja, og myndi hann kveða upp sinn af alls konar dýrum og einnig manna- dóm. höfðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.