Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn. 28. janúar 1953. VISIR iitiMmnuiuunininiuuuimnMni THOMAS B. CQSTAIN: j Ei má sköpum renna. j 88 „Hann fer ekkert dult með tilfinningar sínar í minn garð. Hann varð gulgrænn í framan, þegar hann sá, að eg var meðal gestanna.“ Margot brosti og sagði eitthvað, sem hann heyrði ekki, en hann gat ekki gleymt orðum 'W'ilsons „hvemig sem allt velktist — allt til aldurtilastundar“. I átta ár hafði hann elskað Gabri- elle og verið ást sinni trúr — og nú hafði hann ákveðið að ganga að eiga Margot. Hafði hann hæfileika, staðfestu, þol — til þess að vera eins trúr hugsjón og Wilson. Hann var óviss — og sár- óánægður með sjálfan sig. „En,“ hugsaði hann, „Gabrielle hefur ekki látið mig fá um neitt að velja — ekki vakið hjá mér neina von um framtíðina. Hún setti ást sína á ættjörð sinni ofar öllu öðru. Og nú er hún horfin og girt fyrir, að við getum nokkurn tíma átt samleið.“ Hann var sár yfir, að hann var þannig forsmáður, og til hans hafði hún fyrrum ávallt leitað í neyðinni. Nú var alveg greini- legt, að hún ætlaði ekki að láta það koma fyrir, að hann yrði vafinn í þá flækju, sem hún hafði gert úr lífi sínu. Var það því ekki réttlæanlegt, að hann ályktaði, að öllu væri að fullu lokið þéirra milli? En orð Wilsons höfðu verið sem hvassir hnífs- oddar og hann var aumur eftir stungurnar. „Þú segir fátt í kvöld,“ sagði Margot loks. Frank hristi af sér mókið og sagði: „Hvernig heldurðu, að dómurinn verði?“ spurði hann.. „Eg mátti vita, að þú værir að hugsa um það. Þú virðist taka þetta nærri þér. En hví skyldir þú gera það? Þú ert Englend- ngur — og málið er þér í rauninni óviðkomandi, en vitanlega er það virðingarvert, að þú skulir hafa svo mikla samúð með honum. Eg er smeyk um, að hann verði sekur fundinn? Er hugsanlegt, að dómsúrskurðurinn verði á aðra leið?“ „Það væri harmleikur mikill, ef hann yrði dæmdur sekur.“ Margot var sezt og farin að brodera eins og aðrar konur, sem í boðinu voru. „En, Frank, hann var svikari. Honum hafði verið trúað fyrir herliði, sem sent var gegn Napoleon, en í þess stað gekk hann í lið með honum. Eg fæ ekki skilið, að neinn geti aumkað hann.“ „Þú hefur þá enga samúð með honum?“ „Nei,“ svaraði hún órólega. „Hann snerist gegn sínum rétta konungi. Því get eg ekki gleymt.“ Þau þögðu langa stund. „Margot, hvar er Sosthéne ffændi þinn?“ „Hann er í Neapel," sagði hún hikandi. „Hann Iagði af stað þangað að minnsta kosti skömmu eftir fráfall Jules. Eg hefi ekki heyrt frá honum síðan.“ „Hann var þá ekki leiddur sem vitni, er mál Lavalette greifa var tekið fyrir?“ „Vitanlega ekki,“ sagði hún og var auðheyrt, að hún taldi slíkt fjarstæðu. „Eg heyrði áður en hann fór, að hann kynni að verða leiddur sem vitni. Það gleður mig, að það var ekki satt, og að hann er örugglega kominn til annars lands.“ „Eg held ekki, að vesalings Sossy muni nokkurn tíma koma aftur.“ Margot hélt áfram að bródera. Hún var i silfurlitum kjól með ísaumuðum eikarlaufum á faldi og erum. Eitt sinn, er hún hreyfði sig litið eitt sá hann, að hún hafði einnig dregið silfur- lita sokka á fætur sér. Hún var þorskaðri en áður, fannst honum, ög fegurri en hann hafði nokkum tíma áður litið hana.“ Hann sat þögull og virti hana fyrir sér og dáðist að þeirri ró .sem yfir hemii var, er franska þjóðin skiptist í tvo andstæða, harðsnúna flokka. Margot mundi ekki bíða svo flókin vaniamál að hún gæti ekki leyst þau. Braut hennar var skýrt mörkuð, vegna hollustu hennar og og sjálfstæðis, og það var auðvelt og eðlilegt fyrir hana að vera trúr hugsjónum sínum. Einn hinna skartklæddu þjóna kom inn og hvíslaði einhverju að henni. Frank sá, að róin, sem yfir henni var, virtist dvína. Hún horfði á þjóninn eins og hún botnaði ekki neitt í neinu og starði svo næstum sljó út í loftið. Löng stund leið, áður en hún tæki til máls: „Kertin em nær brunninn niður, Jacques. Það verður að skipta um kerti.“ Hún kinkaði kolli og sneri sér að Frank með tárin í augunum. „Hefurðu fengið slæmar fréttir?" spurði hann. „Frank,“ hvíslaði hún. „Hann var sekur fundinn. Fyrst nú skilst mér hvað þetta þýðir. Eg hefi verið svo hörð og tilfinn- ingarlaus í þessu máli, að nú finn eg til sektar.“ Hann svaraði engu þegar. Gat vart trúað því, að þannig yrði launað manninum, sem bjargaði leifunum af hinum mikla her Napóleons, sem sendur var í herferðina til Rússlands. Hann minntist þess óljóst, að hann hafði fyllst sama hryllingi, er fregnin barst til Englands um aftöku Lúðvíks konungs og Mariu Antoinettu drottningar. Þá hafði vaknað einhver hugsun um það, að vegna þess hve glæpurinn var stórkostlegur, sem fram- in var, munai þjóðin rísa upp gegn byltingarleiðtogunum. En ekkert gerðist þá og ekkert mundi gerast nú. ,,Á eg að segja hinum frá því?“ spurði hann, þar sem hann gerði sér ljóst, að hún var því algerlega frábitin, að taka þetta að sér. „Já, ef þú vilt gera svo vel,“ sagði hún og var auðfundið, að henni hafði mjög létt. „Eg vil ekki, að þau sjái hvernig méír hefur orðið við. Eg er smeyk um, að — að þau gleðjist yfir þessu.“ Oulrænar Frank og Wilson höfðu tekið í sig að ganga til Odeon-léik- hússins, þrátt fýrir storminn og rigninguna. Þeir ræddu fátt. Loks mælti Wilson: „Það er leikrit eftir Scribe. Vafalaust einhver vatnsgrautur — hann forðast eins og heitan eldinn að minnast á neitt, sem gæti minn á stjórnmálaerjur. Sagt er, að konungurinn verði við- staddur sýninguna.“ „Þá skil eg hvers vegna Margot var áfjáð í að fara. Heldurðu, að það komi til nokkurrar ókyrrðar?“ „Eg efast um það. Eftir tuttugu ára stöðugar erjur og erfið- leika býst eg við, að íbúar Parísar hafi fengið meira en nóg. Eg var í Lemblin-kaffihúsinu í dag. Menn láta sér nægja að nöldra.“ „Garnlir hermenn. Sumir grétu yfir örlögum Ney.“ Fyrir framan leikhúsið hafði safnast múgur og margmenni, því að það hafði spurst um borgina, að konungurinn myndi verða viðstaddur leiksýninguna. Anddyrið var næstum tómt; enda komu þeir Wilson og Frank Ellery seint. Þó voru þar nokkrir hérménn á verði, sem hölluðu sér letilega upp að veggn- um. „Líttu a þá,“ hvíslaði Wilson, „engmn agí. Það var öðru vísi, þegar undirforingjar Napoleons þjálfuðu liðið.“ Þjónn kom og bað um göngustafi þeirra og fékk þeim miða í staðhm. „Hvað er nú þetta?“ spurði Frank. „Ný regla, sem leikhússtjórnin hefur neyðst til þess að taka upp — menn verða að skilja eftir sverð sín og göngustafi og regnhlífar, því að slíkir hlutir hafa iðulega verið notaðir sem vopn. Annars er gott að losna við stafina. Hvað á maður að gera við slíkt inni í leikhúsinu. Eg vildi helzt losa mig við hattinn minn líka.“ Huliðskall. Jónas, sem síðast bjó í Harð-- angri í Norðfirði, var allmikið skáld að náttúrufari. Hann var Þorsteinsson og dóttursonur Jóns Magnússonar í Skugga- hlíð. Á sínum fyrri árum sagði hann mér sjálfur, um 1900, að hann hefði áður dvalið nokkurn tíma í Færeyjum. Þá bar svo • til um sumar, að hann var einn á ferð milli Trangisvogs og Voga og skall yfir.hann dimma, bæði af þoku og náttmyrkri.. Gengur hann þó öruggur leið sína, því að hann hugði sig vissan, og allt þar til, að hann heýrir kallað á sig grátklökk- um, en snjöllum rómi, og var sagt: „Gakktu ekki annars. gengur þú fram af!“ — Jónasf varð svo við, að hann rak staf sinn á kaf við tærnar á sér, og lét hann lausan, en kastaði sér á bakið og lá svo litla stund, én-þá birti. Sá hann þá, að hann hékk framanvert í mörg hundr- uð feta hárri flugbrún. Komst hann þá til manna. Göngu- menn færðu honum staf hans um haustið. (fsl. þjóðs. S. S.). Séra Jón og þöngullinn. - Eitt sinn er síra Jón fór frá Lokinhömrum ,í húsvitjunar- ferð, fylgdi Jón nokkur smali honum inn að Stapadal. Prestui' - var þá talsvert ölvaður, enda: má gera ráð fyrir, að hann hafí bætt á sig í Lokinhömrum. Þeg- ar þeir koma inn á fjörurnar ■ tekur síra Jón upp þöngul og fer að rausa eitthvað yfir hon- um, en fylgdarmanni hans virð- ist það heimska ein, er hann þá talaði. Heyrði hann, að prest- ur nefndi nafn á þilskipí. nokkru, sem gekk til fiskveiða að sumrinu. Hann nefndi og‘ nöfn nokkurra manna og sagöi, að þeir þyrftu ekki að láta mik- ið yfir sér, því áð bráðum myndu þeir liggja lágt. Vorið eftir fórust menn þessir á skipi því, er síra Jón var að tala um. þarna á Lokinhamraf jörunum í þessu drykkjurugli sínu. (Eftir sögnum úr Arnarfirði. Vestf.- sagnir). Verðir fóru með Tarzan í far.gr- geymsluna, en jþar var fyrir margt manna, og heyrðust mdkil ólæti ú! þaðan. Þegar Tarzan var hleypt inn þögn- Þegar vérðirnir voru farnir, hófst ( t .Þá §ó|öi,,. ^Tarzgn; „Hermenn uðu fangarnir um stund, en þeinvóru> !f ,;þédáiileiði le áihaftur, og var dreing- h:UÁnthor''fci’jbta að Vérá hraustir, að að ggpa isér aS-leik að pynda ungan urinn bariim miskunnarlaust. ráðast tveir og tveir að varnarlausum d'-e-ig. drengj' . ,j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.