Vísir - 29.01.1953, Side 4
0ttím
riBin
FÍDimtudaginn 29.:janúar 1953.
...T ii.ii ......... ■ j . n-fm l.'1'rn
WflSXR
1 w ;.j |
DAGBLA Ð F'
j . Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
;' Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Handritin og menning Dana.
Handritamálið hefur verið all-lengi í deilglunni hjá Dönum
og er ekki enn vitað, hver úrslit þess verða. Eins og
vænta mátti hafa skoðanir verið mjög skiptar um það ytra,
hvort skila bæri íslendingum þessum gersemum, en þó eigum
við marga og góða talsmenn meðal Dana, svo sem Ijósast
hefur komið fram í ræðu og riti á undanförnum árum. Um
skeið reis hver af öðrum á fætur, til þess að láta í Ijós þá
skoðun sína, að skila bæri hingað handxútunum, hvort sem
mönnum væri það ljúft eða leitt, en nú'er.eins og andstæðing-
ar afhendingarinnar hafi skyndilega sótt í sig veðrið og berjast
þeir nú með odd og egg gegn þvi, að þessi sjálfsagða krafa
íslendinga verði tekin til gréina.
. Eins og getið hefur verið í blöðum, hefur nýlega verið. efnt
til sýningar á ýmsum handritanna, að eins fáum einum þó, og
hefur hún vakið athygli ytra, enda margt gert til þess — af
andstæðingum íslendinga í handritamálinu — að vekja Dani
í þessu efni og fá ; á til að standa sem fastast gegn ki-öfum
okkar. Hafa skrif b.uðanna í sambandi við sýninguna verið
einkarlega fróðleg, því að ekki verður annað af þeim skilið,
en að handritin sé fyrst og fremst danskar þjóðargersemar, og
að hlutur íslendinga í sambandi við þau sé lítilfjöi’legur í
meii’a lagi.
Því er til dæmis haldið fram í sambandi við sýningu þessa,
að menning Dana væri ekki það, sem hún er nú á dögum ef
þeir hefðu ekki haft þessa dýrgripi undir höndum. íslenzku
handritin, sem geymd eru í Kaupmannahöfn, eru nú orðin
undirstaða danskrar menningar. Um gildi þessarra sömu hand-
rita fyrir menningu annarra Noi’ðurlanda og jafnvel heims-
menninguna er ekki talað, og vitanlega er ekki á það minnzt,
að þau hefðu kannske haft einhverja örlitla þýðingu fyrir
íslendinga, svo að þeir yrðu ekki úti sem þjóð í harðviðrum
fyri’i alda, er Danir fóru hér með völd. En það var einmitt
eymd og volæði þjóðarinnar — er stöfuðu af stjórnarháttum
þeirra tíma — sem urðu til þess, að handritunum var forðað
frá eyðileggingu hér með því að koma þeim í geymslu erlendis.
Frá sjónarmiði tslendingá er þetta mikilvægt atriði — eitt
af mörgum, sem menn verða að hafa í huga, ef þeir vilja öðlast
skilyrði til þess að líta málið réttum augum. Geti Danir ekki
öðlast skilning á því atriði frekar en ýmsum öðrum, en vai’Ia
von til þess að þeir fari með sigur af hólmi í þessu efni, sem
vilja afglöp fyrri alda vex-ði að einhverju bætt með því 'að ís-
lendingar fái þessar eignir sínar afhentar.
Sú fullyrðing, sem getið er hér að framan, að dönsk menn-
ing byggist á íslenzku handritunum, er annars harla ein-
kennileg, þegar það er athugað, sem fram hefur komið, að
danskir fræðimenn hafa lagt manna minnsta stund á að kanna
handritin. Þar hafa annara þjóða menn verið ötulastir, en
Danir sýnt handritunum fullkomið sinnuleysi. Hafa íslend-
ingar sjálfir, þótt fáir séu og hafi verið fátækir fram eftir
öldum, verið mun stórvirkari þar en Danir, og þykir ekki
nema sjálfsagt.
íslendingar geta ekki sætt sig við annað en afhendingu
handritanna og forngripanna. Afsláttarstefna kemur ekki til
greina í því efni. Og Danir ýrðu meiri menn, ef þeir skildu
sinni vitjunartíma í þessu máli. Þá hefðu þeir bætt fyril',
margar misgerðir, sem íslendinga fýsir þó ekki að rifja upp.
Enn má nota hann.
Tjað hefur verið boðað í Þjóðviljanum, að því „íslenzka blaði“
sé ætlað að stækka um helming „fyrir islenzriít fé“ annan
föstudag, þ: 6. febrúar. Þess hefur verið getið í Vísi, hvernig
almenningui” segir, að hið „íslenzka fé“ til stækkunar blaðsins
muni til komið. Það skal því ekki rætt hér frekar að sinni.
Hinsvegar er fróðlegt að hyggja að því, hvers vegna Þjóð-
viljinn velur 6. febrúar til stækkunarinnar. Sá dagur er
afmælisd.agur Sigfúsar heiíins Sigurhjartarsonar, og .nú á enn
að nota nafn hans, til þess að hafa fé út úr auðtrúa sálum.
Þannig var nefnilega komið, þegar Sigfús andaðist, að hann
hafði verið látinn .þbka’ úr. ýmsurn trúnaðárslörfum fyx;ir fjokkf
inn út á við. Hans var þar ekki þörf. En jafnskjótt og .hann
var ekki þessa heims, var nafn hans óspart notað. Slíkar
.áróðursaðferðir notá' þeix; ednjr., sem hfilihdin bögglast ekki
fynr brjostinu a. • • , • .
VIÐSJA VISIS:
Enn er ókyrrt á landa
' ’ mærum
Þar viija herskáir þjóðfiakkar slsfaa níýit
ríki — með blessun Afghsnislans.
I síðastliðnum mánuði, þeg- ’
ar svalir vetrarvindar. fóru að
blása ofan úr hinum snævi
þöktu Pamir-fjöllum og Hindu
Kush, bárust fregnir til Pes-
hawar, hinnar . sögufærgu,
múi'um gii’tu liöfðúborgar norð-
vestur landamæi’afylkisins í
Pakistan, um uppreist meðal
hinna bláeygu, brúnskeggjuðu
herskáu Pathana, og að enn
væri sú hætta yfii-vofandi eins
og oft fyrrum, um styi’jöld
milli Afghanistan og Pakistan,
á þeim slóðum, er hið fræga
Khyber-skai'ð er, sem kállað
ehfir verið eitt af hliðum Ind-
lands, aðeins 300 kílómetra
leið frá landamærum Sovét-
Rússlands.
Pathanar voru skyttur góð-
ar og Bi'etar virtu þá jafnan
mikils fyrir skotfimi þeirra
og hugrekki og hæfileika til
að skipuleggja fyrirsátir í
þessu kjarrvaxna fjalllendi. I
Þegar Bretar hui'fu á brott —|
er . Pakistan varð frjálst, hélt;
Pakistan áfram að styðja mal-
ikana (höfðingjana), sem hétu
Pakistan hollustu, en nutu að
öðru leyti frelsis, gátu- að vild
komið sér upp sauðfé og geita-
hjörðum, og barizt innbyrðis
um gull, konur og léndur.
Einn þessara höfðingja var
Mohammed Wali Khan, 45 ái'a
að aldi'i, einn þriggja for-
sprakka Afi'idanna, sem eru
éin milljón talsins, enda öflug-
asta kynkvíslin. Hann fekk
7.200 dollara í laun árlega, en
mikið vill meira. Hann vildi
fá einkai'éttindi til viðskipta,
en því neitaði Pakistan. Kvaðst
hann þá taka aftur hollustuheit
sitt. Gerði Wali Khan þá banda-
lag við hinn rauðskeggjaða
fakír af Ipi, áróðursmann
sjlanna og slunginn, sem hafði
bækisöð í helli einum, þar sem
þykk, silkimjúk teppi huldu
gólf og veggi, og nýtízku út-
varpsviðtæki færðu fi-egnir
hvaðanæva að úr heiminum.
Fakír þessi haíli hrundið af
stað sjálfstæðishi-eyfingu. Pat-
hanaiTiir áttu að vei'ða sjálf-
stæð þjóð og land þeirra skyldi
nefnast Pakthunistan, og ná
um það bil yfir altl Norðvest-
ur-fylkið.
Afghanistan studdi þessa
„hi'eyfingu“, því að Afghanist-
ar voru óánægðir yfir landa-
raærunum, sem Bretar ákváðu
1893. Þeir skiptu nefnilega
landi Pathananna þannig, að 3
milljónir Pathana urðu í Afg-
hanistan, en 5.4 milljónir í
Norðvestur fylkinu. — Pakíst-
anbúar telja, að Indverjar
standi .hér einnig á bak við, til
þess að Pakistan fái hér nóg
um að hugsa og geti ekki sinnt
Kashmirdeilunni þess vegna
eins og þeir vilja. — f febrúai'
í fýrra reið Wali Khan - fyrir
3000 manna vopnuðu liðí Pat-
hana til Peshawar og dró þar
upp fána PaktKúnistanna, en
menn af hans eigin þjóðflokki
drógu þáð þegar niður aftur.
Snemma í nóvember sl. fór
hann aftur á stúfana, lét rneiin
sína eyðileggja vegi, brýr og
símalínur, og loks var lagt til
orustu við tjórnholla Afrida
við rætur fjallanna í grennd
við Kohat-skarðið.
Nú lét Pakistan til skarar
skríða. Flugvélar flugu yfir
landið og var varpað niður
flugmiðum með viðvörunum
til uppreistarmanna, en því
næst voru gerðar sprengju-
árásir á þrjú virki Walii Khans
og þau jöfnuð við jörðu, en
fylgismönnum hans dreift. Wali
Khan flýði yfir landamærin
til afghanistan (Jalabad), en
afghanniski sendiherrann í
Indlandi sakaði Pakistan-flug-
mennina um að hafa kastað
sprengjum á friðsamlega fundi
Pakthunistan-manna. Gaf hann
í skyn, að sjórninni í Afghan-
istan myndi veitast „erfitt að
varðveita ró sína“, ef þessu
héldi áfram.
PappírspQkagerðin luf.
S?ífajstií7 3. AUsk.vappirspokail
Skjólabúar.
Það er drjúgur spölur inn
í Miðbæ, en til að koma
smáauglýsingu í Víst,
þarf ekki að fara
Iengra en í
JVesbtíö9
Xesvcgi 39.
Sparið (é með því að
setja smáauglýsingu í
Vísi.
♦ BGRGMAL ♦
Það hefir talsvert verið rætt
um sérleyfisleiðina Reykja-
vík—Keflavík í Bergmáli und-
anfarið og reyndar víðar og
komið fram á rekstri leiðarinn-
ar nokkur gagnrýni, en að
mestu nokkuð einhliða. Það er
reyndar ofur eðlilegt að tal-
að sé um þessa sérleyfisleið, því
hún rhún nú vera einhver fjöl-
farnasta leiðin, ög á fólk svo
hundruðum skiptir mikið und-
ir því að komast á milli þessara
staða, a; m, k. um helgar.
Sívaxandi
straumur.
Fólksstraumurinn til Kefla-
víkur er sívaxandi vegna mik-
illar vinnu, sem þar er að fá
í sambandi við framkvæmdir
a Keflavíkurflúgvellv og bæt-
ist hann við þann eðlilega
ferðariiannastraum sem verður
milli slíkra staða þegar báðir
vaxa. Hefir eftifspurnin eftir
fari, einkum um helgar, aukizt
svo stórlega, að j sérleyfishafar
hafa orðið að -fjölga mjög bíl-
úm á leiðinni svo og að íjölgá
ferðum, eins og eðlilegt ér.
Lítil samvinna
fólksins.
j Aftur á móti hefir ekki gætt
mikillar samvinnu hj á fólkinu,
sem ferðirnar þarf að nota. Og
gekk eg úr skugga um það sl.
sunnudag með því að vera í
afgreiðslustöð annars sérleyfis-
hafans, Bifreiðast. Steindórs.
Allur fjöldinn, sein óskrar eftir
( fari, og það er ekki lítill hóp-
ur. um helgar, kemur venju-
lega ekki fyrr ,eri á seinustu
stundu og allir vilja komast
urn léío. Gérir þfetta 'sérleyfis-
höfum miklu erfiðara fyrir
með allt skipulag, enda reyna
þeir nú að koma þeirri reglu á,
að farmiðar séu kevptir klukku-
stund fyrir brottfai’artíma, og
kvölaið áður, ef farþegi ætlar
með morgunferðinni kl. 6.30
á máriudögum.
Eins og
á útsölu.
Þegar líða tók að bi’ottfarar-
tíma á ' sunnudagskyöldið var.
Svo míkil ös í farþegasölunni
hjá' sérleyfishafanum,- •■áð það
Ííktist' liéízt 'því, áð um vrisölu;
væri að ræða, eða verið væri
að selja þar fágæta muni, sem
lengi hefðu fengizt. Þannig
mun það oftast vera, og er þá
eðlilegt að sérleyfishafinn geti
ekki áttað sig með miklum
fyrirvara hve marga bila hann
þarf að hafa til taks o. s. frv.
Síðan eru farseðlar seldir í
skýli á Digraneshálsi og í
Hafnarfirði, og ávallt höfð
sæti laus fyrir þá, sem þa.ð
gera hálfri stundu áður en lagt
er af stað. Óhætt er að gera
ráð fyrir, að hver einasti far-
þegi, sem þarf að nota þessar
ferðir, muni geta sagt um það
stundu áður en ferðin er á-
Framh. s 6. síðu.
Gáta dagsins
Nr. 352.
Eg skrifa tólf, tek 'tvo af, og
þá eru eftir tveir. ;,
Svar við gátu nr, 351:
Líf hvers manns.