Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 3. febrúar 1953 V.lSIR þýzkan prins fyrir konung! Göbbels gaf honum blessun sína og heilræði, en Ribbentrop eyðilagði allt saman. Ausíurríska blaðið „Die neue Front“ birti nú um jólin frá- sögn um „konung íslands“ og ráðleggingar Jóseps Göbbels honum til handa. Grein hins austurríska blaðs fer hér á eftir í styttri þýðingu. Hvíta eyjan í íshafinu er okkur ekki jafn fjarlæg og áð- ur, eftir að stórveldin uppgötv- uðu hina mikilvægu hernaðar- legu þýðingu hennar. Ekki svo að skilja að íslands hafi á nokkurn hátt verið minnzt í sambandi við hið sögulega upp- gjör í Niirnberg að stríðslokum. Hinsvegar minnast margir 10. maí 1940 er Englendingar sendu her til íslandsstranda og her- námu landið. Seinna leystu Bandaríkjamenn þá af hólmi og það var ekki fyrr en 11. apríl 1947 að þeir sendu her sinn þaðan að fullu á brott og þjóðin öðlaðist sjálfstæði sitt að nýju. Nú er eyríkið í norðri ein af þýðingarmestu stöðvum At- lantshafsbandalagsins. ísland var fyrir stríð í kon- ungssambandi við Danmörku, en það var löngu ákveðið að rjúfa þau tengsl og fá nýjan kóng yfir landið. Árið 1939 sendi Alþingi íslendinga sendi- nefnd til Berlínar í því skyni að fá einhvern hinna afdönk- uðu þýzku fursta til þess að taka sér konungdóm yfir ís- landi. Sendinefndin fór erind- isleysu. „Konungurinn“ hefur að undanförnu búið í Wies- .baden. Hann býr þar í þægi- legri íbúð í Freseniusgötu. Þegar við heimsóttum hann í íbúð hans, kviknaði í húsinu. En ekki voru nein tök á því að kalla á hallarvörðinn til að slökkva eldinn, það varð slökkvilið borgarinnar að gera. -— En prinsinn, sem átti að verða konungur íslands er son- ur síðasta furstans af Schaum- burg-Lippe. „MiIIi tignar og tugthússins.“ Þegar sendinefndin, afkom- endur Haralds hárfagra og hinna fornu norrænu víkinga, kom til þriðja ríkisins frá heim- kynnum Eddu og skáldanna, Oðins og Þórs, var hún þess fullviss að Hitler myndi færa íslenzka ríkinu prins að gjöf. í endurminningum sínum „Milli tignar og tugthúss“ (Zwischen Krone und Kerker) skýrir Friðrik Kristján prins af Schaumburg-Lippe frá hinum áður ókunna þætti íslandsmála sinna. í þann mund er konungs- leitarmennirnir komu norðan frá íslandi var hinn þýzki furstasonur yfirstjórnarráðs- fulltrúi í upplýsingaráðuneyt- inu þýzka. Er hann hafði á- kveðið að taka sér konurigs- tign yfir íslandi, sótti hann um leyfi þýzkra stjórnarvalda til þess að losna úr stöðu sinni í ráðuneytinu. Að sjálfsögðu kom þessi lausnarbeiðni fyrst og frerrist til kasta hans eigin | húsbónda, Jósefs Göbbels ráð- herra og æðsta yfirmanns upp- lýsingaþjónustunnar þýzku. Heimboð á landsetur Göbbels, Vanke, var hið raunverulega svar við umsókn furstasonar- ins. Og Göbbels ráðherra sam- gladdist starfsmanni sínum af öllu hjarta yfir þeim óvænta heiðri að hann skyldi hafa orðið fyrir valinu sem Islandskóngur. Honum var ljóst, að þetta gat haft st.jórnmálalega þýðingu fyrir þýzka ríkið gagnvart öðr- um löndum. Og Göbbels lék við þetta tækifæri á als oddi og gerði að gamni sínu. Heilræði dr. Göbbels. „Schaumburg prins,“ sagði Göbbels, „eruð þér þegar bún- ir að semja hásætisræðuna yð- ar? Teljið þér það ekki sann- gjart og gustuk af yður að þér segið þessari einföldu og hrek;klausu þjóð allan sann- leikann um yður. Nú, ef þér þurfið áróðursmann.til þess að bæta um fyrir yður, væri ekki úr vegi að ráða mig til starfa. Það er sagt að eg kunni að tala um fyrir fólkinu. Eða treystið þér yður kannske betur til á- róðursins heldur en mér? Og hvað haldið þér að vinur minn Hitler segi þegar eg gef honum til kynna að eg hafi ráð- ið mig til yðar? Nú —- við skulum sleppa öllu gamni — þetta væri enganveg- inn svo fráleitt. Mér þætti gaman að sýna veröldinni hvað eg gæti á eigin • spýtur og án íhlutunar annarra. Eitt ætla eg að biðja yður um, minnist ekki einu orði á nationalsosialisma við íslend- inga. Það er mjög áríðandi. Og að lokum skal eg gefa yður tvö ágæt ráð. Ráðið þér Júða í fjár- málaráðherraembættið og sem hirðfífl skuluð þér ráða af- dankaðan héraðsstjóra (Gau- leiter).“ Kibbentrop eyðilagði allt saman. Þrátt f yrir Lútherstrú ís- lendinga hefði mátt skapa á hinni friðsælu eyju ríki í anda hinnar norrænu guðadýrkunar Alfi'ed Rosenbergs. Og herráð- in í Bendlergötu og á Tirpitz- bökkum voru farin að eygja örugga : kafbátahöfn —. en Ribbentrop einn kollvarpaði þessu öllu samari. Það fauk í hann vegna þess að hvorki honum né neinum starfsmanni úr ráðuneyti hans hafði verið boðið konungdómur yfir ís- landi. Þar með hjaðnaði hin ís- lenzka konungskóróna i eitt skipti fyrir öll niður og varð að engu. Nú baðar prinsinn af Schaumburg-Lippe sig ekki í íslenzkum goshverum,' sem honum þó hafði eitt sinn verið boðið. Alexandra prinsessa get- ur heldur ekki tínt nelikkur og rósir í gróðurhúsum Réýkja- víkur, né heldur sótt þangað þröskaða banana fyrir matborð sitt. í stað þess fær hún öðru hverju heimsókn í íbúð sína í Wiesbaden og þeir sem hugsa bezt til hennar færa henni Alpafjólur. En bóndi hennar leitar uppi óvátryggðar sálir í þágu vátryggingarfélags þess, er hanp starfar fyrir. Glataði konungsríki. Af þegnum þriðja ríkisins sem lifað hafa af stríðið og af- leiðingar þess, er varla nokkur maður sem hefur orðið jafru \ átakanlega fyrir hattbarði . þjóðernisstefnunnar þýzku, sem. 1 prinsinn af Schaumburg-Lippe. Hann missti hvorki meira né minna en heilt konungdæmi úr höndum sér, og það er meira en flestir aðrir geta sagt. Hitfc er svo annað mál hvort banda- menn hefðu ekki rekið hann frá. völdum, er þeir hernámu ís- land vorið 1940, og það jafnvel þótt hann hefði haft Júða sem fjármálaráðherra og þýzkan héraðsstjóra sem hirðfífl. Ágætt nýmæli í starfsemi Landsmálafél. Varðar. Efnír til fræðslufunda um bæjarstofnanir. enda þótt heita vatnið sé selt vægara verði en nokkur annar hitagjafi, er notaður er. Þá gat hann þess og, að þrír f jórðu hlutar allra húsa í bænum nytu heita vatnsins. Að erindinu loknu báru fund. armenn fram ýmsar fyrirspurn- ir varðandi hitaveituna, sem frummælandi síðan svaraði. Fundurinn var vel sóttur og góður rómur gerður að erindi hitaveitustjóra. Landsmálafélagið Vörður hef ur tekið upp nýmæli, sem er að efna til fræðslufunda og er- indaflutnings um einstök fyrir- tæki bæjarins. Fyrsti fundur slíks efnis var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi og skýrði formaður Varðar, Birgir Kjaran, frá fyr- irætlunum félagsins í þessum efnum í framtíðinni. Fundurinn í gær var helgaður Hitaveit- unni. Frummælandi var Helgi Sig- urðsson hitaveitustjóri og flutti hann "stórfróðlegt erindi um Hitaveituna. Rakti hann frum- sögu málsins og síðan þróun þess og allra framkvæmda hennar fram til dagsins í dag. Hann gat og ýmissá tæknilegra atriða og" vandamála, sem upp hafa komið smám saman eftir að Hitaveitan komst upp, m. a. varðandi eyðingu súrefnis í heita vatninu o. fl. Fjárhag fyr- irtækisins taldi hann góðan, Hvítt bómullargarn Sérstaklega hentugt til að hekla og prjóna úr, nýkomið — ódýrt Geysir h.f. V eiðarf æradeildin Glöggt er gests augað. Úr bókum útíendinga um ísland. ísbirnirnir í dýragarðinum áúSkúnsinum í Stokkhólmi kunna vel yið si£* þeSSa dagaha, eiils ®g myndin sýnir, en miklar frosthörkur hafa undanfárið vérið 4 Norðuriöndum. Árið 1907 komu hingað þýzk hjón, Cecile og Maurice von J Komorowicz, ásamt þjóni er þau höfðu. Svo sem nafnið bendir til hefur eiginmaðurinn verið af aðalsættum, hann fékkst eitthvað við vísinda- rannsóknir, en kona hans var listmálari. Hjónin dvöldu hér nokkuð fram eftir sumri, voru fyrst mánaðartíma í tjöldum uppi í ’ Rauðhólum, en fóru síðan á! hestum og höfðu þrjá íslend-' inga til fylgdar norður Kjöl og norður að Mælifelli í Skaga- firði. Þaðan héldu þau til Ak- ureyrar og síðan þjóðleiðina til Reykjavíkur aftur. Tveimur árum seinna gaf. Maurice von Komorowicz út ferðabók um för sína hingað, skreyttri málverkum eftir konu sína, auk Ijósmynda og teikn- inga. Bókin heitir Quer durch Island eða yfir ísland þvert og er 135 bls. að stærð. Ekki er hægt að segja að von Komorowicz hafi verið hrifinn af íslandi eða íslendingum og mjög illa lét hann af allri að- búð á ferðum sínum. Þáu hjónin komu hingað til lands með „Lauru“ frá Sam- einaða, gufuskipafélaginu. - Um, aðbúnáðinn i skipinu kemst bókarhöfundur svo að orði, að ef dýr hefðu sætt þvílíkri með- ferð í Þýzkalandi, myndi það óðara hafa verið kært til ein- hvers dýraverndunarfélags og síðan fengið lögreglunni í hendur. Landið er ósköp ljótt. Ekki varð von Komorowicz hrifinn af landslaginu hér, fannst það eyðilagt, tilbreyt- ingarsnautt og ljótt. Honum fannst með öllu óskiljanleg sú aðdáun og hrifni, sem ýmsir landsmanna hans höfðu látið í Ijós yfir Þingvöllum og Geysi. Hann sagði að vísu að Þing- vellir færu rétt snotur staður, miðað við það landslag, sem hér gæfi að líta, en þegar þess væri gætt, að náttúrufegurðin væri miklu meiri, hvar sem væri í Alpafjöllum og á fjölmörgum stöðum í Þýzkalandi, væri eng- in ástæða til þess að gera neitfc veður út af fegui'ð Þingvalla. Við Geysi væri ekkert að sjá annað en ljótt eitt, en höf. telur þó nýstárlegt fyrir útlendinga að sjá hverina. Annars segir hann að íslandi hafi verið lýst i ferðabókum sem einhverju undralandi fegurðar og það geri, ?það ■_ að verkprn að hver sá sem. sæki þetta gróðursnauða mánalandslag heim hljóti a(J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.