Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 8
liÆSNAS OG LTFJABÐÐIR LJÓSAT1MI Vanti yður lækni kL 18—8, þá hringið i Wi IgW Mg bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Læknavarðstofuna, sími 5030. \W A mSrn m Flóð er næst í Reykjavík kl. 20,40. | Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. * vjhV Uhí UHBH Lmmmm lhhkSh * Þriðjudaginn 3. febrúar 1953 Talsvert u« ölvun og afbrot í bænum um síðustu helgi. Fyrsti boiskapur Eisenhowers. Enn vantar skýringar á við- bótarfénu „íslenzka." R^skingar, þjófnaðii* og rúðnbrot. Töluvert mikið var um ölv- un hér í bænum um helgina og liafði lögreglan mikið að gera, <enda þótt ekki drægi til neinna jneiri háttar tíðinda. í fyrrakveldi var lögreglan kvödd að Hótel Borg vegna áfloga þar fyrir framan hótelið'. Handtók lögreglan mann, sem í ryskingum þessum hafði rifið Jrakka annars manns. En er lögreglan hafði tekið skýrslu af atburði þessum, sleppti hún manninum. Nokkrum klukku- stundum síðar kom þessi sami maður svo aftur á lögreglu- stöðina og kvaðst þá sjálfur hafa orðið fyrir árás. Var hann iþá reiður mjög og kvaðst mun lcæra árásina til rannsóknar- lögreglunnar. Fékk lögreglan handsamað árásarmanninn. í fyrrakvöld var hringt á icj'gjregluvarðstofuna og beðið rrm aðstoð vegna amerísks manns, sem búsettur er vestur á Melum. Hafði ölvaður maður xáðizt inn í íbúð hans og látið •dólgslega. Var maðurinn horf- ánn á brott þegar lögreglan kom á vettvang, en hún hafði þó -upp á honum skömmu síðar. Á laugardaginn för ölvuð ikona inn í kjallaraíbúð eina hér i bænum og stal þar kápu, en hélt að því búnu út í danskt kolaskip. Þangað var konan sótt og kápan tekin af henni. Einn maður var tekinn um helgina fyrir ölvun við akstur. í fyrrinótt voru brotnar rúð- ur í hurðum tveggja verzlana hér í bænum með því að kasta steinum inn um þær. Þetta var annarsvegar í verzluninni Portland á Njálsgötu 26, en hinsvegar i vefnaðarvöruverzl- una Hafblik á Skólavörðustíg 17. Á hvorugum staðnum hafði verið farið inn. „Góðir eiginmenn sofa heima“. Á morgun verður frumsýnd- ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur gamanleikurinn „Góðir eigin- menn sofa heima“. Höfundurinn er Englending- urinn Walter Ellis. Inga Lax- ness þýddi, en Einar'Pálsson annast leikstjórn. Alfreð And- résson fer með aðalhlutverkið, en auk hans leika þau Einar Pálsson, Inga Laxness, Gunnar Bjarnason, Guðjón Einarsson, Brynjólfur Jóhannesson, Einar Ingi Sigurðsson, Auður Guð- mundsdóttir og Gerður Hjör- leifsdóttir. Þúsundir fjölskykha í Mysore prófa„ timabilsketmingima." lndverjar athuga möguleika á takíi¥i©i*kuii bam@Igsiae Þéttbýlið er víða mesta vandamál, sem þjóðir og ríkis- stjórnir eiga við að stríða. Svo er til dæmis í Kína og á Indlandi, þar sem fólkið er í xauninni oi’ðið of margt, til þess að landið geti brauðfætt það með þeim ræktunaraðferðum, ssem víðast eru notaðar, enda •aldagarnlar. Drepsóttir og hungursneyðir eru í rauninni það eina, sem hefur einhvern hemil á fólksfjölguninni. Takmörkun barneigna mætir "víða mikilli mótspyrnu, svo sem í löndum kaþólskra og annars staðar, þar sem ofsatrúarmenn eru áhrifamiklir. Þannig þykir það hin mesta goðgá að nefna slíkt á Indlandi, þótt horfellir sé þar „daglegt brauð“, ef svo má til orða taka. Þrátt fyrir þetta hyggst Indlandsstjórn þó athuga, hversu framkvæmanleg takmörkun barneigna sé, og hefur leitað til Sameinuðu þjóðanna, sem fyrir nokkru hafa sent sænskan hagfræðing, próf. Sten Wahlund, til þess að athuga þessi mál. Wahlund nvjn rannsaka,: hvort beiting „tímabilakenn- ingarinnar“ svokölluðu hefur áhrif á fæðingafjöldann. Kenn- ing þessi hefur komið af stað miklum umræðum, en hún byggist á þeirri tilgátu, að til sé „örugg“ og „áhættusöm" tímabil í kynlífi kvenna, svo að þær sé ekki frjóar nema nokkurn hluta þess tíma, sem líður milli þess, sem þær hafa á klæðum. Rannsókn Wahlunds mun verða fyrsta tilraunin til þess að beita þessari kenningu í framkvæmd, og verða nokkur þúsund fjölskyldur í Mysóre- ríki fengnar til þess að prófa hana. Þeim munu verða gefn- ar nákvæmar leiðbeiningar, en annar fjölskylduhópur, sem engin fyrirmæli fá í þessu efni, mun verða hafður til hliðsjón- ar. Eins og gefur að skilja tekur það talsverðan tima, að fá úr því skorið með nokkurri vissu, hvort kenningin sé óbrigðul eða því sem næst, og er árang- urs. ekki að, yænta fyrr en eftir 18 mánuði. 7. flotinn hætti gæziu- störfum ¥ÍÖ Kína. N. York (AP). — Eisenliower flutti þjóðþinginu fyrsta ár- lega boðskap sinn, í gær. Langmesta athygli vakti yf- irlýsing hans um Kína, Formósu og 7. flota Bandaríkjanna, sem framvegis yrði ekki látinn ann- ast gæzlu, sem raunverulega væri landvörn fyrir kínverska kommúnista. Yfirlýsing Eisen- howers vakti mikinn fögnuð þingmánna republikana, en þeim kafla ræðu hans, sem fjallaði um aðstoð við Evrópu, var tekið með þögn. — Bretar eru kvíðnir vegna yfirlýsingar Eisenhówers um Formósu og gerir Eden grein fyrir ■ málinu í dag. Eisénhower héfur boðið René Mayer forsætisráðherra Frakk- lands og Bidault utanríkisráð- herra til Washington síðari hluta marz. — Rene Mayer lagði áherzlu á það við Dulles í gær, að Frökkum væri veittur aukinn st'uðningúr í Indókína Slæm er samviskan, þegar Þfóðviljinn þegir. 7 umferðlr búnar í Skákþingi Norðiendinga. Skákþing Norðlendinga stendur yfir um þessar mundir á Akureyri. Eftir 6 fyrstu umferðirnar var Jón Þorsteinsson efstur með 5V2 vinning, en Guðjón M. Sig- urðsson, er tekur þátt í mótinu sem gestur, var næstur með 5 vinninga. Sjöunda umferð fór fram í fyrradag og urðu úrslit þessi: Margeir vann Albert, Jón Þ. vann Steinþór, Guðjón M. vann Kristinn, Júlíus Bogason vann Guðjón Eiðsson en biðskák varð milli Jóns Ingimarssonar og Haralds Bogasonar. 4 uppreistarmenn felldir í gær í bardaga akkaskaga. voru Mal- Ekki treystir Þjóðviljinn sér enn til þess að gefa skýringu á því, hvernig hann hyggst greiða að fullu kostnaðinn við fyrir- hugaða stækkun blaðsins. „íslenzka blaðið“ getur ekki mótmælt því, að stækkunin kostar hálfa milljón á ári, en „íslenzkt fé“ á aðeins að fá til að greiða helming þeirrar fjár- hæðar. Þetta sjá allir, sem við blaðaútgáfu fást. En þögnin er skiljanleg, því að hið „íslenzka blað“ fær styrk erlendis frá, til viðbótar þeim styrk, sem feng- inn er árlega til þess að stand- ast þann halla, sem þegar er á rekstri blaðsins. Væri samvizka Þjóðviljans eins góð og þeir „íslenzku“ vilja vera láta, þá stæði víst ekki á því, að mönnum væri boðið að skoða reikningshaldið, til þess að sjá, hversu mikið „íslenzkt fé“ fæst fyi-ir blaðið. En á slíku boði er varla von, því að þar er ekki hreint i pokanum. Eftirtektarvert er það líka, að Þjóðviljinn fæst ekki til þess að minnast á prósentureikning sinn og Land og Folk, þegar efnt er til safnana. Dæmi þau, sem Vísir nefndi í gær um safn- anirnar til Land og Folk, em af því tagi, að hinu „íslenzka blaði“ mun þykja heppilegast að „þegja þunnu hljóði“ um þau. En þegar Þjóðviljinn þegir, þá er eitthvað bogið við sam- vizkuna! Nýjasta lýðveldið — á 2000 eyjum. Ibúar Maldive-eyja, sem eru suðvestur af suðurodda Ind- lands, stofnuðu lýðveldi um áramótin. Soldánar hafa setið þar á veldisstóli í 836 ár, og var sá, sem hefði orðið soldán, kjörinn fyrsti forseti hins unga lýð- veldis. Eyjarnar eru 2000 að tölu og eru næstum 750 km. frá hinni nyrztu til syðstu. Eyjaskeggar er.u rúmlega 82 þúsund. Aldrei fleiri um- sóknir um náms- styrki en nú. Á yfirstandandi ári sækja 138 nemendur inn framhalds- styrk eða lán af fé því er Al- 'þingi veitir árlega íslenzkum námsmönnum erlendis. Auk þeirra 138 er sækja um framhaldsstyrk eru 93 sem eru að hefja nám á erlendri grund, eða hafa ekki hlotið námsstyrk eða námslán áður. Eru þetta fleiri umsóknir, en nokkuru sinni fyrr. Menntamálaráð úthlutar styrkjum þessum og lánum. Verilag á verkuðum saltfiski helzt vonandi óbreytt. Ástæða til að ótiast lægra vei'ð á óverkuðum. Strandhögg í Indo-Kína. Hanoi (AP). — Frakkar settu nýlega lið á land í hafnarbæ nokkrum í Indó-kina um 250 mílur norðaustur af Saigon, en kommúnistar höfðu bje þennan á sínu valdi. í skjóli skothríðar frá her- skipum og með vernd flugvéla var lið sett á land á tveimur stöðum og sótt allangt fram. Var liðið nokkrar klukku- stundir í landi. Tilgangurinn var að eyðileggja birgðir upp- reistarmanna af vopnum og öðru. Gekk innrásarleiðangur þessi í öllu samkvæmt áætlun. Þungir skatta;r á Bretum. Á sl. ári höfðu 38 manns í Bretlandi 100,000 pund í tekjiur eða meira — en fyrir fjórum 'árum höfðu 56 menn svo háar tekjur. Þar að auki hafa 173 menn tekjur, sem eru milli 5000 og 100,000 sterlingspund á ári. Fyrir' fjórum áxum voru 246 menn í þessum tekjuflokki. En þegar búið er að taka alla skatta af þessum mönnum hafa aðeins 60 þeirra 6000 punda árstekjur. Vísir hefur spurt Kristján Einarsson, frkvstj. S.Í.F., um ástand og liorfur varðandi sölu á saltfiski og verðlag. Kvað hann svo að orði, að vonir stæðu til að verðlag á verkuðum saltfiski heldist ó- breytt, en nokkur ástæða til að ótt&st að verð á óverkuðum saltfiski lækkaði eitthvað. Kristján kva'ð ástand og horfur sVipaðar og verið hefoi í markaðslöndunum, nema á Ítalíu. — Þar væru fyrir hendi óvanalega miklar saltfiskbirgð- ir' miðað við árstímann, svo sem fyrr hefur verið getið'. Katla er nú að taka saltfisk á ýmsum höfnum. Hún fer hringinn, er búin að vera á Austfjöröum, og er nú á Akur- eyri. Tekur hún 16—1700 lest- ir af verkuðum saltfiski á ýms- um höfnum og flytur til Grikk- lands og Ítalíu. Væntanlegt er hingað fyrri hluta vikunnar danskt skip, sem á að flytja 1500 lestir af verkuðum fiski til Spánar. Eins og áður hefur verið get- ið var sett met í saltfiskfram- leiðslu íslendinga árið sem leið (yfir 63 þúsund lestir) á tím- anum frá upphafi síðari heims- styrjaldar. Gera jná ráð fyrir mjög mikilli saltfiskframleiðslu í ár, ef sæmilega aflast. SymfóníuWjóm- leikar á morgun. í kvöld efnir Symfóníuliljóm- sveitin til hljómleika í Þjó'ð- leikhúsinu og hefjast þeir kl. 8.30. Á efnisskránni eru Symfónía í c-dúr, svokölluð Linzarsym- fónía eftir Mozart, Örlagaljóð' eftir Brahms, sem flutt verður með aðstoð Samkórs Reykja- víkur, Börn í leik, svíta eftir Bizet og loks Nótt á Nomastóli, fantasía eftir Mussorgsky. Stjórnandi hljómsveitarinnar er að þessu sinni Abraham Ott- ósson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.