Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 03.02.1953, Blaðsíða 7
í>riðjudaginn 3, febrúar 1953 VISIR ■■wiJtjaBBitBaiiiliiiiMiaHMaHiannaaBBaaMHaBEHMuaataM-úiiaaB' THÖMAS B. COSTAIN: Ei má sköpum renna. 93 reyna að komast að niðurstöðu um eitthvað. Loks hristi hún nöfuðið. „Allir hafa heyrt sögurnar um yður,“ sagði hún lágri röddu. „Og allir hafa trúað þeim. Við vorum svo margar og ekkert virtist eðlilegra, en að hann girntist einnig fagra konu af gam- alli aðalsætt — en nú þegar eg hefi séð yður, greifafrú de Vi- trelle, hefi eg skipt um skoðun. Eg veit, að sögumar eru ekki sannar." „Komdu nú, Pauline,“ sagði Patronne, en hún lét orð hans sem vind um eyrun þjóta. „Þér hafið sannarlega orðið af niiklum heiðri! Heppnari var eg — venjuleg dauðleg manneskja getur ekki vænst þess, að halda hylli guðanna mánuðum saman, eins og eg. Eg á margs að minnast.11 Enn riðaði hún. „Eg aumka yður, greifafrú.“ En nú lagði hún leið sína út í horn, þar sem þægilegt sæti beið hennar, en á leiðinni þangað snerti hún við strengjum hörpunn- ar og mælti um leið: „Já, hún lék á hörpu.“ Hún átti við það, að Jósefína drottning hefði leikið á hörpu. Og hún reyndi að hlæja. „Menn sögðu, að fegurð hennar nyti sín vel, er hún hallaði sér fram við hörpuna, —- en hún gat ekki leikið nema eitt lag.“ Pauline settist og Patronne færði henni glas af víni og Alsír- drúfur. Hún í'ór að eta þær og hrækti úr sér steinunum undir píanóið. „Þú sérð hvé almennt menn hafa trúað sögunum, Frank. Eg vissi að þú mundir ekki trúa þeim, en líklega eru fleiri en mig grunar, sem ekki festu trúnað á þær.“ „Margot trúr þeim ekki.“ „Ertu viss um það?“ sagði hún með spumrhreim í röddinni. „Jæja, ef til vill ekki. Margot er alltaf sanngjörn. Reynir að minnsta kosti að vera það. En seinast þegar við ræddumst við var engu líkara en að hún teldi mig seka. Sannleikurinn kemur aldrei í ljós. Það skiptir ekki miklu.“ „Það skiptir engu,“ sagði Frank. Þau horfðust í augu um stund. „Trúfasti vinur minn,“ sagði hún. La Bellilote var fairin að gráta úti í hominu sínu. „Það er svo skelfilega heitt á þessari eyju. Eg veit, að haim sálast þar, eg veit það.“ „Vesalings konan,“ sagði Gabrielle. „Eg er smeyk um, að hann hafi ekki komið vel fram við hana.“ Bros hennar var horfið og hún var áhyggjufull á svip. „Eg el líka áhyggjúr um veíferð keisarans. Eg er smeyk um, að hann muni ekki þola loftslagið." „Gaby“, sagði Frank. „Er ekki sitt af hverju, sem þú vildir við mig sagt hafa? Hvar héfurðu verið? Og af hverju komstu aftur til Paiásar nú?“ Wilson, sem hafði á tilfinningunni, að þau hefðu mikið saman að ræða, fór að spjalla við frönsku herforingj ana, og þeir voru þegar farnir að ræða hernaðarleg leyndarmál af kappi. Gabri- elle svaraði eftir nokkra umhugsun: „Þú hélzt víst í kvöld, að eg væri gengin af vitinu, en eg hafði gildar ástæður til þess að koma fram eins og eg gerði.“ Enn hikaði húh langa stund. „Það er auðmýkjandi fyrir mig, að játa þetta, Frank, en sjáðu til, Lavalette var sekur fundinn vegna gagna, sem Sost- héne lagði í hendur lögreglunni. Hann kom ekki fram í rétti, en lagði til allar nauð,synlegar upplýsingar. Honum og Jules hafði verið lofað, að þeir fengju aftur nokkurn hluta eigna sinna, ef þeir segðu allt, sem þeir vissu. Þess vegna komu þeir til Parísar. Eg vissi það eklci þá — ekki einu sinni þegar vesa- lings Jules dó. Og eg vissi ekki um það þegar Margot greiddi fyrir okkur að fara til Neapel.“ „Þú hittir þá Margot?“ „Vitanlega. Eg kom til Parísar undir eins og eg frétti um Jules og Sosthéne og fór fyrst á fund Margot.“ Hún horfði á hann spurnaraugum. „Þú vissir ekk'ert um þetta?“ „Eg heyrði einhvern orðróm um bróður þinn, Það er allt og sumt.“ „Sagði Margot ekkert um það?“ „Hún sagði mér, að bróðir þinn væri farinn til Neapel. Hún sagði ekkert um, að hann hefði komið til Parísar." „Það er ekki hægt að áfellast hana fyrir það að leyna þig því —• einmitt þig.“ „Eg skil — alls ekki — hvað þú ert að fara.“ „Reyndu að hugsa málið, Frank, reyndu að hugsa málið,“ sagði hún næstum örvæntingarlega. „Hún var hrædd — skil- urðu það ekki. Og það var alveg rétt af henni að segja ekkert um þetta. Hún bauð Sossy árlega þóknun, ef við flyttum frá Frakklandi. Hann þáði það, vegna þess, að þá var hann orðinn sannfærður um, að Fouché mundi ekki efna loforð sín.“ Áhyggjufull út af því hve þungbúinn hann var bætti hún við: „Þú mátt ekki áfellast Margot, Frank. Hún var sanngjörn og kom fram af miklu höfðinglyndi.“ „Eg er að hugsa um hvers vegna hún leyndi mig þessu. Hún lét mig halda, að þið hefðuð ekki hitzt. Og að hún vissi ekki hvar þú værir.“ „Það var eðlilegt. Eg mundi hafa gert hið sama í hennar sporum.“ „Nei, eg er viss um, að það mundir þú ekki hafa gert.“ VVVV^VWWiAWWVVVWWWUWWWWVWVWVftWJWiAíV Gólfdreglar — Gólfdreglar ]! Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af flos og lykkju- * renningum á stiga, ganga og stofugólf, úr íslenzkri ull, FRAMLEITT AF VEFARINN H.F. Tökum vikulega fram nýjar gerðir og liti. Komið: Skoðið gæðin og sjáið sýnisliorn og velijið sjálf liti og mynstur eftir eigin smekk. Framleiðslan er einnig til sýnis og sölu á eftirfarandi stöðum: Kristján Siggeirsson h.f., Laugavegi 13. Verzlun Haraldar Árnasonar h.f. íslenzk ull — íslenzk vinna. iwywwwwwwywwiww Söluumboð: GóifteppayeröwH h.f: Skúlagötu — Barónsstíg. — Sími 7360. IDulræitar ifrásaouii Fátíð lækniesg. Maður að nafni Guðmundur Jónsson, .er um 1920 átti heima í húsinu Árnastöðum, Seyðis- firði, varð sulláveikur í æsku, og er hann var 16 ára var hann í Helgabæ í Reykjavík. Var talið vonlaust um bata og á- kvað Jónassen landlæknir að skera hann upp. Dreymir Guð- mund þá, að kona komi til hans og ráði honum frá, að ganga undir uppskurð, því að það verði hans bani. Muni og ekki af því verða, og eigi hann lengra líf fyrir höndum. Segir konan svo við hann í draumn- um: „Skaltu nú koma til mín og skoða grasgarðinn minn. Eg ætla að sýna þér nokkrar jurtir.“ Leiddi hún hann í blómagarð og þekkti hann sumar jurtirnar, en aðrar ekki. Bendir hún hon- um á heimilunjóla og segir honum að taka rætur hans og sjóða af seyði í þrjár flöskur fullar, og drekka, og muni flestir sullirnir upp af honum gengnir, er hann hafi lokið úr tveimur, og allir, er hann hafi lokið úr þeirri þriðju, og verði hann þá sár mjög fyrir brjósti. Bendir hún honum þá á vall- humal og segir honum að drekka seyðið af honum, því að það sé græðandi, „og mun það gera þig heilan." Guðmundur sagði móður smni drauminn og réð hún honum til að fara eftir draumnum og gerði hann það. Varð hann albata, og hafði eigi kennt sullaveiki, er þetta var eftir honum skráð 1922, þá rúmlega fimmtugum. Hefur honum verið þörf góðrar heilsu, því að hann hefur verið fátæk- jur, átt mörg börn og orðið að j vinna þunga og óholla vinnu. j Þakkar hann óbilandi heilsu draumnum sínum í Helgabæ. (Þjs. S. S. Stytt). KAUPHOLLIN er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sími 1710. Distr. by United' Fea'ture Syndicaie. Inc. BetUr færi á' því, að við gerðumst vinir, a.m.k. þangað til við verðum látnir berjast hver við annan. j „Eg heiti Ján,“ sagði drengurinn, sem Tarzan bjargaði. „Eg skal aldrei gleyma hjálp þinni.“ „Ég' héiti Róridái',-* fnáslti 'hermað- urinn. „Þú berð þig vel. Vonandi á eg ekki eftir að berjast við þig. Hermaðurinn mælti: '!„Vel gattir verið, að við verðum að hírast hér langa hríð. SumucfkA. TARZAIM /335

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.