Vísir - 09.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 09.02.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 9. febrúar 1953. VlSIR Hvað finnst yður? Hvað finnst yður? Teljið þér að héraðsbann í Reykjavík myndi draga úr áfengisnotkun almennt og kenna félki hófsemi í meðferð áfengra drykkja? Jón Páimason, forseti Sameinaðs Alþingis: Nei. Jón Steffensen, prófessor: Eg sé enga skynsamlega á- stæðu til þess að álíta, að hér- aðsbann, eins og íram- kværtld þess er hugsuð, muni verða til þess að draga úr áfengisneyzlu, að minnsta kosti ekki meðal þess fólks er helzt skyldi. Því síð- ur er héraðsbann til þess fallið að kenna fólki hófsemi í með- ferð áfengis. Hófsemi lærist einungis af góðu fordæmi og sjálfsaga, en í banni felst ekk- ert slíkt. Að mínu viti eru héraðabönnin ómerkilegt fálm sett í lög til sýnis, en ekki af einlægum vilja til þess að ráða bót á því öngþveiti, er ríkir í áfengismálum okkar. Magnús Thorlacius, hæstaréttarlögmaður. 1) Héraðsbann myndi vera gagnslaust. Eftir sem áður væri áfengi fáan- legt. Ásókn í það minnkar ekki við nein- ar hömlur. Þvert á móti. — 2) Eina leiðin til að kenna fólki hófsemi er valfrelsið. — Enginn getur þroskazt nema sá, sem er frjálst að velja og hafna. Hvergi þykir jafnmikil skömm að ölvun sem með Frökkum, þar sem algert val- freisi ríkir. Ef þar sést ölvaður maður, bykir óbrigðult, að það sé Skandinavi eða Bandaríkja- maður. En þær þjóðir létu flek- ast til að lögtaka áfengisbann. Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður. 1. Ef héraðsbann í Reykjavík tryggði, að Áfengisverzlun rík- isins yrði lok- yí að, og enginn vínveitinga- staður leyfð- ur, svara eg' játandi. Sam- tímis verður að mótmæla þeim skiln- ingi á héraða- bannsákvæði frá 1943, að Áfengisverzlunin geti afgreitt áfengi til þeirra byggðarlaga, er hafa með meiri hluta at- kvæða samþykkt héraðabönn. 2. Viðvíkjandi ,,hófseminni“ í meðferð áfengra drykkja, þá held eg, að það sé á færi ýmsra að fara, að því er virðist, hóf- samlega með áfenga drykki, en hinir allt of margír, sem kunna sér lítið hóf í því efni. Hvað „kennslu“ í hófsemi í meðferð áfengra drykkja snert- ir, tel eg engan grundvöll fyr- ir henni. áfengislaganna — Úr gömlum... Frh. af 4. síðu. sjómenn kalla Hlíðarfót, þá íygndi nokkuð véðrið, og var líkt sem skipið væri stafnsett norður á Akranes. Reis Þor- steinn þá upp og tók til ára því þær höfðu ekki skolazt út. Reri hann svo allt hvað af tók norður eftir unz hann náði landi að Ytrahólmi við Akranes. Var Þorsteinn að Hólmi um nótt- ina og hina næstu á Saurbæ að Kjalarnesi, en heim til sín kom hann svo heill á húfi á miðjum næsta degi. Undruðust menn stórlega björgun Þor- steins og kölluðu hana guðs dásemdarverk. Fréttir frá Alþingi. Árið 1699 skýrir Vallaannáll frá þingtíðindum á eftiffarandi hátt: „Nýmælalaust á alþingi. Hengdur Jón Sigmundsson að vestan, fékk iðran. Dæmdur til hengingar Steingrímur Helgason, gamall stórþjófur, slapp úr járnum og hljóp burt. Flengdur næst lífi eftir útnefn- ingardómi, Ásmundur Jóns- son, samþykktum innan vé- banda, Jyrir óheyrilega lygi upp á amtmann, Magnús sæla lögmann, Jón Sigurðsson, Jón Eyjólfsson, Ara Þorkelsson sýslumann og Gunnlaug Jóns- son lögréttumann, og önnur fleiri dándismenni; skyldi hann slá sig þrisvar á munninn, vera útlægur af landinu, og ábyrgj- ast sjálfur um burtkomu hið f’yrsta, einnin tækur undir húðlátsrefsingu næst lífi, hvar ’nelzt hann hittist í landinu, þá skip væru sigld. Kom hann sér þó eigi utan og var fangaður vestra um haustið fyrir þjófn- að, en slapp úr fangelsinu um veturinn." Komir handsamaiar í Þýzka- iandi fyrir njósnir. Störfuðu1 í þágu Rústsa. Berlin (AP). — Gagnnjósna- deildir vesturveldanna og Þjóðverja hafa handtekið þrjár konur, sem allar eru sakaðar eða grunaðar um njósnir. Allar eiga konur þessar það sammerkt, að þær eru mjög fagrar og girnilegar, en þó eru þæi' mjög á misjöfnu reki. Um hitt er varla að villast, að þær hafa verið meðlimir í þéttriðnu njósnaneti kommúnista. Ein þeirra er Maria Knuth, 46 ára, leikkona, sem ákærð er fyrir að hafa starfað í þágu Pólverja. Hún bjó lengi í Köln, (hafði þar skrautlega íbúð, og var þar miðstöð njósnai’a þeirra, sein hún hafði samband við. Hún hefir haldið því fram, að hún hafi ekki vitað, að hún væri verkfæri í höndum pólsku yfirvaldanna. Önnur er Olga Larissa — sem gengið hefur undir nafn- inu „Rauða 01ga“ — og er hún af rússneskum ættum, þrítug. Þýzka lögreglan handtók hana nærri landamærum rússneska hernámssvæðisins. Loks er Annemarie Plagger, 18 ára, meðlimur æskulýðs- fylkingar kommúnista í Sax- landi. Hana fann lögreglan meidda og í öngviti skammt frá landamærum A.-Þýzkalands. Er álitið, að hún hafi verið að reyna að setja sig í samtaand við ! vestur-þýzku lögregluna, er hún varð fyrir árás kommún- ista. Stjörmihíó: Rætt um glímu- kennslu í skólum. Aðalfundur Glímuráðs Rvík- ur var haldinn í gær. Á fundinum var x'ætt um nauðsyn þess að glæða áhuga fyrir þjóðaríþrótt vorri og efla hana af fremsta megni Meðal annars var rætt um að leita til ábyrgra aðila um það að fá glímukennslu tekna upp í ung- lingaskólum, enn fremur að koma á fi'amfæi'i fræðandi þátt um um glímu við blöð og út- varp. Þá var og rætt um nauðsyn þess að láta gera færanlegan glímupall, sem korna mætti upp í skjótri svipan svo til hvar sem væri. Var sérstök nefnd kosin til þess að vinna að því máli. Stjórn Glímuráðs Reykjavík- ur fyrir næsta ár var skipuð eftirtöldum mönnum: Sæ- mundur Sigui'tryggvason (KR.) formaður, Hjörtur Elíasson (Á) og Gunnar Ólafsson (U.M.F.Í.). Fulltrúi á þing íþi'óttabanda- lags Rvíkur var kjörinn Lárus Salómonsson. Fundurinn sehdi Sigurði Greipssyni skólastjóra heilla- óskir sínar í tilefni aldarfjói'ð- ungsafmælis íþi'óttaskólans í Haukadal. Náði hann tólf ágizkunum réttum, og fékk fyrir það hvorki meira né minna en 80 milljónir lítra — eða um tvær- milljónir króna. En síðan hef-- ur það kvisazt, að það rnuni hafa verið Togliatti sjálfui', sem vann þessa fúlgu, en ekld vilj- að láta það spyrjast, að hann væri kominn í tölu auðkýfinga. A. m. k. hefur Monai'i skipt fénu meö kommúnistaflokknum og Togliatti. Utsala. Utsala. Útsalaix er enn bá í fullum gangi. Komið á meðan úrvalið er nog. (jlaácjoiulucÍLn Freyjugötu 1. Sími 2902. Peysufatasatín frá 35 kr. Svart kamgarn. Broderaðar blúndur. VerzL GtiShjargar Bergþórsdóttur Öldugötu 29. Sími 4199. Stjörnubíó frumsýndi á laugardag frönsku kvikmynd- ina „Chabert ofursti“. Vegir manna eru margvíslegir, en hvetr sem leiðir liggja er þráin I eftir hamingju í einhverri mynd föi'unautur hvers og (einsö Chabert ofursti er engin . undantekning frá þessari reglu, þótt meii’a yrði af skuggum en skini í lífi hans. Eftir unninn sigur fellur hann í fremstu I víglínu í orustunhi við Eylau, italinn dauður og fleygt i gröf með fleiri nöktum líkum. Firrt- ur minni og hægri handlegg brýst hann samt upp ú.r gröf- inni og margra ára þjáningar- og niðurlægingatímabil hefst. Loks kemst hann aftur til Frakklands og er þá búinn að fá minnið á ný. Húsfreyja hans, sem hann hafði á sínum tíma hrifið úr gleðikvennahópi og gei't að ofurstafúr, er gift á ný, og nýtur lífsins. Reynir hún að láta loka maka sinn inni á geð- veikrahæli, en sú fyrirætlun mistekst. Lengra skal ekki farið út i efnið. Myndin sýnir það mikilfeng- legasta, sterkasta og jafnvel fegursta, sem til er í skapgerð manna. Chabert ofursti geymh' hreinleika sálarinnar, mann- dóminn og vii'ðuleikann hvað sem ytri aðstæðum líður. Hin sterka skapgerð bilar alclrei. Ó, G. Er Togliatti auðkýfingur? Reclus Monari, bifreiðarstjóri Togliattis — já, öreigar hafa Iíka einkabílstjóra — vann í vetur ínikið fé í knattspyrnu- getraunum ítala. Mau-Mau-árásir halda áfram. London (AP). •— Brezkur bóndi í Kenya var myrtur af Mau-Mau-mönnum í fyrrinótt- á býli hans, og árás var gerð sama sólarliringinn á annað * býli Evrópumanns. Varð það honum og konu hans til lífs, að þau voru ekki. heima, er 8 manna flokkur kom á heimili þeii’ra í árásar skyni. Neyddu þeir blakkan þjón þeirra hjóna til þess að vísa þeim á vopn og skotfærL bónda. — Bóndinn, sem myrtur • var, gegndi einnig starfi sem varalögreglumaður. Hann er 9. Evrópumaðurinn, sem Mau->- Mau-menn myrða. Nýkomnir Handlampar með gúmmíkapli VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Ti'yggvagötu 28, sími 81279. BEZT AÐ AUGLTSA1VISE JWUV^VWVWWWVVVUVWVUWWWWVVUVVWWWUVVW irætti Stendur yfir í 15-20 daga, í Bíóbúðinni í Nýja bíó- húsinu við Lækjargötu 30 viilltingar (Barnaleikföng) Brúður, með hátalara, Brúður, án. hátalara, Járnbraut, Brunabílar, Traktor með kerru, Flugvélar, Strætisvagnar, Vörubílar, Skip með vél. Vinningaskrá á staðnum. Verð kr. 2,00 miðinn. Opið daglega frá kl. 1-11 Knattspyrnudeild K.R. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.