Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 8
 VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir miiw f2ísi\ ö ! imm 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til \wlH MSK. breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. . W úb oBr d& áskrifendur. ♦ Mánudaginn 16. febrúar 1953 JYtj iéitts ktÞSsttat úea isits : Kristindómur og kommúu- ismi eru náskyldir! Russlandi einu rikir algert trúarbragðafreisi! Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir fjölsóttum fundi í Sjálfstæðishúsinu í gær, og var umræðuefnið að þessu sinni „Kirkja og kristindómur“. Málshefjendur voru þeir síra Jóhann Hannesson kristniboði og síra Gunnar Benediktsson rithöfundur. Síra Jóhann flutti ítarlega og vel uppbyggða ræðu, þar sem hann ræddi m. a. skyldleika og mismun hugsjónakerfis forn- kristninnar og fræðikerfis kommúnismans. Benti m. a. á, að kenningar ýmissa kirkju- feðra mótuðust af sameignar- .stefnunni, svo og klausturlifn- aður fyrr á öldum, þar sem munkarnir hefði verið gersnauð ir menn. Síðan rakti hann sög- una fram til vorra daga, og sýndi fram á, með ljósum rök- um, að kommúnisminn í fram- kvæmd gæti engan veginn sam- rýmzt kristindóminum. Varpaði . síra Jóhann fram tíu spurning- um um þessi atriði, sannaði, hvernig kúgun og blóðþorsti kommúnismans, eins og hann hefur birzt í framkvæmd, eða „hinn blóðugi rakhnífur marx- ismans“, gæti ekki samrýmzt hugsjónum kristindómsins. — Ræða síra Jóhanns vakti ó- skipta athygli, enda prýðilega flutt af þekkingu og rökvísi. Enginn munur? Síra Gunnar Benediktsson flutti gíðan sína framsöguræðu, • og mun hún sjálfsagt hafa kom- ið mörgum á óvart. Hefði þótt - tíðindum sæta fyrir fáum ár- um að heyra kommúnista flytja slíka ræðu, og hætt við, að hún þætti ekki á línunni. Nú virt- ist síra Gunnar ætla að taka að sér að sanna, að kristindóm- ur og kommúnismi væri ná- skyld fyrirbæri, ef ekki sama mannúðarhugsunin á bak við bæði. Síra Gunnar lýsti yfir því, að Rússland væri eina rík- ið, þar sem algert trúfrelsi ríkti, og lækju strangar refs- ingar við að trufla helgihald manna. Hins vegar kvaðst sr. Gunnar vita, að til væri öfl í landinu, sem litu kristni og kirkju óhýru auga, og að sér væri ekki grun- laust um að ríkisstjórnin rúss- neska styddi þá menn. Síra Gúnnar talaði ævinlega um sjálfan sig og aðra kommúnista, í ræðu sinni, sem kristna menn og lagði á þetta ríka áherzlu. Virðast þarna hafa orðið furðu- leg sinnaskipti eða ný lína upp tekin. Gamansögur frá Svíþjóð. Síðan tók tii máls Skúli Thor- oddsen læknir, sem þótti hlut- ur kristindómsins heldur lítill eftir 2000 ára starf, samanborið við 30 ára feril kommúnismans. Hins vegar sagði hann gaman- sögur frá Svíþjóð. Næstur talaði Ingi R. Helga- son bæjarfulltrúi kommúnista. Ingi var mjög á sömu línu og síra Gunnar, lagði ríka áherzlu á „mannúð“ kommúnismans, og flutti hina prúðmannlegustu ræðu um skyldleika kommún- ismans, en vitnaði annars í frá- sögn norsks trúboða um ástand- ið í Kína. Þá talaði Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, og var ræða hans torskilin, en mönnum skild ist þó, að hann mælti eindregið með blessun þeirri, er komm- únisminn hefði leitt yfir þjóð- irnar. Rosenberg- hjónin. Næstur tók til máls Thorolf Smith blaðamaður, sem benti á, hve vafasamt væri að trúa bræðraþeli og mannúðarhjali kommúnista, sem tækju menn af lífi hópum saman í járn- tjaldslöndunum, án þess, að ís- lenzkum kommúnistum þætti á- stæða til að hefja neinar náð- unarherferðir, en notuðu hins vegar raunaleg örlög Rosen- bergs-hjónanna bandarísku til þess að vekja samúð með komm únismanum í nafni mannúðar. — Þá töluðu síra Pétur Magn- ússon í Vallanesi, Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur og frummælendur. Fundurinn fór mjög pmð- mannlega fram, eins og vera ber um slíkar samkomur. Elnar E. Sæmundsen jfyrrv. skógarvörður. Einar E. Sæmundsson fyrrum skógarvörður lézt á sjúkrahús- inu Sólheimum í morgun. Einar var fæddur 1885 að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Hann varð fyrst skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal 1908, en síðar hér á suðurlandi og hafði jafnan mikil afskipti af skóg- ræktarmálum. Hann var einnig einnig kunnur fyrir ritstörf, smásagnagerð og vísur og kvæði er hann orti. Hann skrifaði bók ina ,,Hestar“ ásamt Daníel Daníelssyni og ritstjóri Dýra- verndarans var hann um langt skeið. Á síðustu árum hafa birzt eftir hann fjölmargar greinar og ritsmíðir í ýmsum riturn, blöðum og' tímaritum. Banamein Einars var hjarta- bilun. Hallaii sér í stífluhúsinu, er hann hafði dottið í árnar. Maðnrinn stal bíl Jkunning|a síns. Lögregluvarðstofunni var til- kynnt um það rétt fyrir helg- einskis var. En þegar komið var eftir nokkra stund á stað- ina, að maður hefði brotizt inn. inn, þar sem bílnum hafði ver- ið stolið, var hann kominn ’ þangað aftur, skemmdur að framan og rafmagnslaus. Mál þétta hefir verið kært til rann-. sóknárlögreglunnar. Á föstudag óku tvær bifreið- ar út af Hafnarfjarðarveginum og var m. a. kennt um þoku. Slys á mönnum urðu engin og ' litlar skemmdir á farartækj- unum. Nýtt tímarit — Fréttir í myndum. í dag hóf göngu sína í Reykjavík nýstárlegt tímarit, „Fréttir í myndum“, en nafnið gefur til kynna viðfangsefni þess. Rit þetta er nýjung. hér á landi, það segir fréttir með myndum, en skýringartextar eru gagnorðir, en auk þess flytur það stuttan annál nýlið- ins mánaðar. í þessu hefti eru m. a. mynd- ir af forseta íslands, fyrsta ríkisráðsfundi í tíð núverandi forseta, ennfremur myndir frá jitterbugkeppni, úr leikhúsun- um og margt fleira að ógleymd- um afbragðsmyndum Halldórs Péturssonar. Ritið er ljósprentað í Litiio- prent, vandað að frágangi og myndir valdar af kostgæfni. Ábyrgðarmaður er Guðmunc’.ur Benediktsson. í stífluhús rafstöðvarinnar við Elliðaár og lægi þar blautur og og fáklæddur. Hafði maður þessi verið við skál og dottið í Elliðaárnar. Skreiddist hann af sjálfsdáðum upp úr, en hefir líklega verið kalt, jafn blautur og hann var. Tók hann þá það til bragðs að bx-jóta rúðu í stífluhúsinu og skríða þar inn. Þar hallaði hann sér út af, en skömmu síðar kom lögreglan á vettvang og flutti manninn heirn. Fyi-ir helgi kom leigubílstjóri á lögregluvai'ðstofuna og kærði yfir því að bifreið sinni hefði verið stolið. Atvik að atburði þessum voi'u með þeim hætti, að bif- reiðarstjói'inn var að aka far- þega um bæinn. En í þessari ferð þurfti bílstjórinn að skreppa inn í ákveðið hús og skildi kveikjulykilinn eftir á meðan. Taldi hann það óhætt, þar sem hann kannaðist við far- þegann, en er bílstjórinn kom út aftur voru bæði bíll og far- þegi á bak og burt. Fekk hann sér þá leigubíl og ók um mið- bæinn til þess að svipast eftir hinum stolna bíl, en varð 30 faNa eBa sær- ast í Persíu. Teheran (AP). — í gær sló í bardaga milli borgara og her- liðs í Luristanhéraði, sunnar- lega í Persíu. Var boðað til útifundar, sem var bannaður, og tvístraðist mannfjöldinn ekki, fyrr en í bardaga hafði slegið. Þrjátíu manns féllu og særðust. Truxa sta5inn al prettum í Osíg Laumaði geftraunaseðli i inn- siglaðan kassa. Góður fagnaður hjá Páli á Hjálmsstöðum. Mikill mannfjöldi, sjálfsagt um 100 manns eða meira, sat rausnarboðPáls bónda á Hjálms stöðum í Laugardal á áttugasta afmælisdegi hans í fyrradag. Eins og áður hefir verið get- ið í Vísi átti Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum 80 ára afmæli s.l. laugardag. Sveitungar hans og aði'ir gestir fjölmenntu að Hjálmsstöðum þann dag, og er það mál manna, að þar hafi verið veitt af sjaldgæfri rausn ,og höfðingsskap. Veizlugestur tjáði Vísi, að þar hefðu boi'ð svignað undan krásum og góð- gerðum, en Páll sat með gestunr sínum til kl. 6 á sunnudags- morgun, og sá þá hvorki á honum elli né vín. Fjölmargar ræður voru flutt- ar og óspart látið fjúka í kvið- lingum. Meðal ræðumanna vpru sóknarpresturinn, síra Ingólfur Ástmarsson, Páll bóndi Dið- riksson á Búrfelli, Helgi bóndi Guðmundsson á Apavatni, Böð- var á Laugarvatni og fjölmarg- ir aðrir. Sveitungar færðu Páli að gjöf tvo hægindastóla, en börn hans silfurbúinn göngu- staf. Páli bárust á annað hundr- að heillaskeyta. Töframaðurinn Truxa, sem mestan fögnuð vakti hér í fyrra, var nýlega staðinn að prettum í Osló. Truxa og kona haixs vpx’u nýlega á ferð í Osló og sýndu þar ýpaisleg töfrabrögð, m. a. hugsanaflutning, eins og þau gerðu hér, við mikla athygli Óslóarbúa. Höfðu þau bækistöð sína á Hótel Bristol, en komu auk þess frain í útvarpinu. Ha- mark þessarar heimsóknar sltyldi náð með því, að Truxa ætlaði að segja fyrir úrslit verðlaunagetraunar í samþandi við tólf knattspymukappleiki, Frestur til að skila getrauna- seðlum var útrunninn á fimmtudegi, og þann dag kom Truxa á aðallögreglustöð Osló- ai'boi'gar með peningakassa, sem í átti að vera hin rétta lausn getraunarinnar. Rann- sóknai'lögreglan innsiglaði peningakassann, og hlustendur um gjöi’vallan Noreg hlýddu með athygli, er lögreglumaður opnaði kassann á laugai'dags- kvöldi, en í honum reyndist vera getraunaseðill með öllum úrslitum réttum. En Harald Uggen lögreglu- maður hafði staðið Truxa áð prettum, en hann sagði ekki frá því fyrr en á mánudags- morgun, og skýrði þá frá því, hvernig Truxa hefði farið að þessu. Þegar Uggen fékk lyk- ilinn að peninga.kassaniim, tók hann eftir því, hvernig í öllu lá. Lykillinn vár holur, og inni í honum var getraunarseðili- inn með réttri ráðningu sain- kvæmt opinberri tilkynningu norsku getraunastarf semin na v síðdegis á laugardag. Þegai’ lyklinum var stungið í skrána, þeyttist seðillinn inn í kassann, en í lyklinum var fjöður, sen, olli þessu. Vitaskuld var en.. - inn getraunaseðill í kassanum,. þegar hann var innsiglaðux. Þessi frásÖgn er höfð eftiv Kaupmannahafnarblaðinu „Bprlingske Tidende“. lims vegar var þess ekki getið, .hvort hugsanaflutningur Truxahjón • anna í útvarpinu hefði rc-ynxt eitthvað athugaverður eða prettir verið í tafli. Um 160 lestum af sprengjuxn var varpað í fyrrinótt á bæki- stöðvpr kommúnista hjá Sin- anju í N.-Kóreu. Handknattleíksmóti5 í kvöld. Handlmattleiksmeistaramót íslands heldur áfram í íþrótta- húsinu að Hálogalandi í kvöld kl. 8. Þá fara fram tveir leikir j í A-deild á milli Vals og Aftur- eldingar, — í. R. og Fram. Vafalaust má búast við spennandi og tvísýnni keppni, því stigin eru dýrrnæt og fall- hættan niður í B-deild yfirvof- andi. í B-deild hefur fai’ið fram einn leikur, en þar sigraði Þróttur F.H. með 17 mörkum gegn 9. Lögreglan í Tékkóslóvakíu hefur handtekið ínann nokkurn, og sakað hann um njósnir fyrir Bandaríkin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.