Vísir - 20.02.1953, Síða 1

Vísir - 20.02.1953, Síða 1
43. árg. Föstudaginn 20. febrúar 1953 42. tbl. JLeilkfélífig HeykjaHknr: SS verkefni eiagsiis. Swnnar R. Hansen hefir samið leikrif efftir þessas fræga verki. Leikfclag Reykjavíkur mun í næsta mánuði ráðast í veiga- mesta verkefni, sem það hefur nokkru sinni tekið sér fyrir hendur. Svo er mál með vexti, að Gunnar R. Hansen hefur samið leikrit eftir heimsfrægri skáld- sögu Victors Hugos, Vesaling- unum, en textann hefur Tómas Guðmundsson þýtt. Vesalingarnir verða vænt- anlega frumsýndir um miðjan næsta mánuð, og mun allur undirbú'ningur ganga að óskum, að því er Vísir hefur frétt. Mun þetta, verða leikhúsgestum mikið tilhlökkunarefni, og sannar enn betur, hver snill- ingur Gunnar R. Hansen er, og íslenzkri leiklist mikill fengur að starfsemi ■ hans hér. Hann verður sjálfur leikstjóri, eins og að líkum lætur, en um að- alhlutverk er, Vísi ókunnugt að öðru leyti en því, að Brynjólfur Jóhannesson mun fára með hlutverk Javerts lögreglufor- ingja; en Þorsteinn Ö. Stephen- sen leikur Jean Valjean gal- eiðuþræl. Aðrir leikendur verða: fjölmargir en efnið allt er hið stórbrotnasta, svo sem kunnugt er af sögu Hugos og alkunna er. Aflt self tll ársloka 1957. London (ÁP). — Brezkum flugvélasmiðjum hafa borizt svo margar pantanir á flugvél- um með þrýstihreyflum, að verkefni eru fyrir hendi næstu fjögur ár. Er hér aðeins átt við pant- anir þær, sem borizt hafa frá kaupendum utan Bretlands. Á síðasta ári nam flugvélaút- flutningurinn tvöfalt hærri upphæð en árið 1947, og nam alls um tveim milljörðum króna. í desember nam útflutn- ingurinn 200 millj. kr., og var það met. Kosið í kirkjuráð. í fyrradag voru talin atkvæði i skrifstofu biskups eftir kosn- ingar í kirkjuráð. Skyldi kjósa tvo guðíræðinga og hlutu þeir kosningu próf. Ásmundur Guðmundsson og síra Þorgrímur Sigurðsson Stað arstað. í vor og sumar verða svo kjörnir tveir fulltrúar af hálfu leikmanna, en það gerir héraðsfundur, sem preritar, prófastar og safnaðarfulltrúar sitja, Fimmti maður kirkjuráðs ins er biskup, sem er sjálfkjör- inn og forseti ráðsins. Þrír Jónasar ®S Alþýðublaðið Alþýðublaðið birtir frétt um það í morgun, að „þrír Jónasar“ ætli að stofna flokk með Varðbergsmönnum. — Lætur Alþbl. í það skína, að gera eigi Varðberg að dag- blaði, en Vísir eigi jafnframt að hætta að koma út. Þótt Vísir taki sjaldan al- varlega rosafréttir Alþýðu- blaðsins, skal þó í þetta skipti tekið fram, að Vísir er ekki og hefir aldrei verið í neinu sambandi við Varð- berg og er með öllu ókunn- ugt um hvað hinir „3 Jóuas- ar“ Alþbl. hafa fyrir stafni. Vísir getur glatt Alþl. .með því, að hann mun halda áfram að koma út hér eftir sem hingað til, og er Alþbl. þarfara að hugsa um sin eig- in heimilismál í stað þess að dreifa Gróusögum um önnur blöð. Myndin er af frú Clare Booth Luce, nýskipuðum sendiberra Bandaríkjanna á Italíu. FIoMia á dagslirít: Beint tjón Breta er áætlað 40—50 millj. stpd. Skörð myndullusf b varnar- garða á 1299 sféHuni. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Neðri málstofan ræddi í gær tjónið af völdum flóðanna á austurströnd Englands. Beint tjón er talið nema 40 —50 millj. stpd. Sprungur og skörð mynduðust í varnar- garða á 1200 stöðum, 307 manns biðu bana og 32.000 manns flýðu heimili sín. Handknattleikur: Ármaim vann Vik- ing, KR FH. Á handknattleiksmeistara- móti íslands í gærkvöldi fóru leikar svo, að K.R. vann F.H. í B-deild 21:8 og Ármann vann Víking í A-deiíd 16:13. Sex ísiandsmet voru sett á skautalandsmótimi. Edda Indriðadóttir og Björn Baldursson skiptu þcim á niilli sín Skautalandsmótinu Iauk á Akureyri í gær, en alls voru sett sex ný Islandsmet báða dagana. í gær var keppt í eftirfarandi greinum: I0#0 m. hlaupi kvenna: mín. 1. Edda Indriðadóttir 2:08,3 2. Hólmfr. Ólafsdóttir 2:20.5 1500 m. hlaup karla: 1. Hjalti Þorsteinsson 2:45.1 2. Björn Baldursson 2:45.2 3. Óskar Ingimarsson 2:49.1 3000 m. hlaup kvenna: 1. Edda Indriðadóttir 7:12.4 2. Hólmfríður Ólafsdóttir 7:56.9 Tími Eddu á vegarlengdinni er nýtt glæsiiegt íslandsmet. 5000 m. hlaup karla: 1. Björn Baldursson 9:58.3 2. Jón O. Ármannsson 10:05.4 3. Hjalti Þorsteinsson 10:06.5 Þarna var tvöfalt íslands- met sett, fyrst hljóp Jón O. Ármannsson undir gamla met- inu í sínum riðli, en rétt á eftir hnekkti Björn meti Jóns. Á milli keppnisgreina hljóp Reiðar Liahlev 3000 metra á skautum og sýndi áhorfendum hvernig bæri að hlaupa. Vakti sýning þessi mikla athygli og hrifningu áhorfenda. Reiknuð hafa verið út stig karla í skautamótinu og hlaut Björn Baldursson lægsta stiga- tölu, eða 223,280, næstur varð Hjalti Þorsteinsson með 226.450 stig og þriðji Jón O. Ármannsson með 230.957 stig. Björn varð Islandsmeistari í fyrsta sinn á þessu móti, en Edda Indriðadóttir í þriðja sinn. Sum þessi skörð eru tugir metra á breidd. Um 500 hús eyðilögðust gersamlega, en 300 munu tæplega viðgerðarhæf. Verksmiðjur — þeirra meðal cementverksmiðjur — er ekki hægt að starfrækja um sinn. vegna skemmda. Víðáttumikil ræktarlönd spilltust af aurburði og sjávarseltu, yfir 1000 stór- gripir drukknuðu, 800 sauð- kindur og nokkur hundruð svín og mergð alifugla. McMillan húsnæðismálaráð- herra kvað það meginhlutverk nú að aðstoða fólk á flóðasvæð- unum eftir megni, auk stöðugs eftirlits og viðgerðarstarfa, lögð var rík áherzla á það af mörg- um, að öll hætta væri ekki úr sögunni. Margir tala. Meðal ræðumanna voru Chur- chill, Attlee, Sir David Max- well Fyfe innanríkisráðherra, McMillan o. fl. — Skipuð verð- ur rannsóknarnefnd, sem á að kynna sér allt, sem læra má af, til þess að forðast slíkt tjón í framtíðinni. Churcill og Attlee minntust báðir á hinar miklu byrðar, sem hollenzka þjóðin yrði að bera vegna tjóns af flóðunum þar. Kváðu þeir þær hlutfallslega miklu þyngri en byrðar Breta og báru lof á Hollendinga fyrir þrek þeirra, hugprýði og still- ingu á þessum reynslutíma. Belgar snúa konungs Saka hasia um Einkaskeyti frá AP. — Briissel í gær. Gremja sú, sem brauzt út gegn Baudouin konungi Belgíu, meðan flóðin v«ru í almætti sínu, beinist nú aðallega að stjúpmóður hans — de Retby prinsessu. Konungur v.ar í S.-Frakk- landi, er náttúruhamfarirnar skullu yfir, og kom aðeins heim sem snöggvast, en hvarf síðan suður í sóling aftur. Varð gremja Belga þá svo megn, að van Houtte, forsætisráðherra, fór sem skjótast á fund kop- ungs. Er hann kom heim aftur, tilkynnti hann, að konungur væri svo slæmui' til heilsunnar, reiði sinni gegn stjúpmóður — de Rehy prinsessu. iíkja henni við Mariu Antoínettu. að hann yrði að vera í S.-Frakk landi um nokkurra vikna skeið. Reiði manna hefur vaxið víð það, að fullyrt er, að kommgur hafi kallað van Houtte á fund sinn, til þess að krefjast þess af honum, at$ hann stöðvaði gagnrýni blaða á honum — konung- ínum. Hafa blöð stjórnarandstöðunn ar krafizt þess, að sett verði lög, er kveði óvéfengjanlega á um réttarsíöðu einstaklinga innan konungsfjölskyldunnar, en fyrst og fremst de Rethy prins- essu, sem konungur giftist til vinstri, en stjórnarskrá» lands- ins viðurkennir ekki slíkan-hjú- skap konungs. Lögum samkvæmt er óheim- ilt að gagnrýna konungsfjöl- skylduna opinberlega og menn hafa Iengi deilt um það, hvort þetta ákvæði nái til konu Leo- polds, þó að hann hafi hafnað öllum konunglegum réttindum fyrir hennar hönd, er hlann gekk að eiga hana. Sósíalistablaðið Le Peuple hefur sagt: „Það ér kominn tími til þess, að tekin sé af öll tvímæli — í eitt skipti fyrir öll — að því er hana varðar.“ María Aníoinetta. Vikublað nokkurt, sem cr mjög útbreitt, hefur líkt henni við Maríu Antoinettu, „vegna Frh. á 5. síðu. Skák: 2 lotur eftir. Níunda umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld í gær- kveldi. í þeirri umferð vann Þórir Ólafsson Ólaf Einarsson, Lárus Johnsen vann Gunnar Ólafsson, Óli Valdimarsson vann Ingi- mund Guðmundsson, en Ingi R. Jóhannsson og Jón Einars- son gerðu jafntefli. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir í Skákþinginu og fer sú fyrri þeirra fram á sunnudag- inn kemur kl. 1.30 e.h. ger$ Bombay (AP). — í vikuhni kom til uppþola í hæli fyrir holdsveika menn hér í borg. Kröfðust þeir betra viður- væris og fatnaðar, og réðust k starfsfólk hælisins, svo að vopn- uð lögregla varð að skakka leikinn. Tólf sjúklingar meidd- Júst.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.