Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 4
'4 VÍSIR Mánudaginn 2. marz 1953 WISXR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. mgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimxn línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Munur hver í hlut á. T-^egar íslendingar færðu landhelgislínu sina út um. eina mílu, svo að fjögra mílna landhelgi er nú kringum landið, varð uppi fótur og fit hjá brezkum yfirvöldum og útgerðarmönnum. Nú átti að refsa þessum fáráðlingum norður við íshaf, sem dirfðust að verja fiskimið sín og þar með tilveru smáþjóðar, án þess að spyrja Breta um leyfi. Það hlaut að vera hægt að kúga þá til undirgefni, með því að taka af þeim þann rétt, sem Bretar veita öllum öðrum þjóðum, að selja fisk á opnum markaði í Englandi.. Brezkir togaraútgerðarmenn gripu til þess vopns, sem oft hefur reynzt biturt en engum til sæmdarauka, að beita fjárhagslegri kúgun til þess að fá sitt mál fram. Fyrir skiimmu fréttist það, að Rússar hefðu sagt upp samn- ingi er þeir höfðu við Breta um landhelgi í Hvítahafi. Hefur hún jafnan verið þrjár mílur en nú hafa Rússar lýst yfir að eftirleiðis verði hún tólf mílur og verða þá brezk skip að sjálfsögðu að sætta sig við að veiða utan þeirrar línu. Nú er það svo, að Hvítahafið hefur verið eitt aðalveiðisvæði brezkra fiskiskipa um langan aldur. Hafa brezkir útgerðarmenn ekki síður hagsmuna að gæta á þessum slóðum en á miðunum kring- um ísland. En þegar Rússar færa út sína landhelgislínu í i2 mílur, er ekki talað um neinar refsiaðgerðir gagnvart þeim. Ekki heyrist hljóð frá einum einasta brezkum togaraeiganda, að nú skuli lagt bann á sölu rússnesks fisks eða annara rúss- neskra afurða í Bretlandi. Ekkert heyrist um það, að Rússar svipti þá hefðbundnum rétti, sem þeir eigi tilkall til sam- kvæmt alþjóðalögum. Það er ekki sama hver í hlut á. Við stórveldið er lítið sagt og engum þvingunum beitt, að líkindum vegna þess að það er ekki talið ómaksins vert að reyna það. Um smælingjann skiptir öðru máli. Á bak við hans rétt stendur ekkert hervald og efnahagskerfi hans þolir ekki stór áföll fjárhagslega. Það kann vel svo að fara, að brezkum útgerðarmönnum takist með að- gerðarleysi ríkisstjórnar sinnar, að grafa undan fjárhagsaf- komu íslendinga svo að hér verði atvinnuleysi og jafnvel skortur. En þeim tekst aldrei að kúga þá til að semja við sig um landhelgina. íslendingar fyrirlíta efnahagskúgun þessara manna, sem ber vott um lágt þroskastig og algert þekkingar- leysi á skapferli þeirra, sem þeir ætla sér að svínbeygja. Pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar, kommúnistar, kratar og „gula pressan11 eru með dylgjur um það, að einhver svik séu í tafli í sambandi við síðustu orðsendingu Breta. Þessar dylgjur hafa ekki við neitt að styðjast og eru þvættingur sem sprottinn er af heirrisku og illgirni þeirra sem að honum standa. Ríkisstjórnin hefur frá byrjun haldið á málinu með fullri festu og hvergi látið undan síga. Ósannindi og dylgjur um „svik:I Islenzkra manna í þessu máli geta aðeins haft skaðleg áhrif út á við og Veikt aðstöðu þjóðarinnar í málinu. Útpfa nýyria. Qíðustu áratugi hefur mikill fjöldi nýyrða myndazt í málinu ^ til þess að bæta úr aðkallandi þörf fólksins fyrir ný orð og heiti i r.ambandi við framfarir og nýjungar á öllum sviðum. Ekkert hefur verið gert til þess að hjálpa almenningi til þess að notfæra sér nýyrðin eða vekja athygli marma á því, hvaða nýyrði væri vel mynduð og færi vel i málinu og hver væri ekki æskileg. í vandræðum sínum hefur þjóðin oft myndað sér orð sem ljót eru og samrímast ekki vel tungunni. Nú hefur vcrið hafin. skipulagsbundin söfnun nýyrða fyrir forgöngu núverandi menntamálaráðherra og hefur menni.a- málaráðuneytið nýlega gefið út fyrsta hefti nýyrðasafns sem dr. Sveinn Bergsveinsson tók saman. Eru í þessu hefti um sex þúsund nýyrði. Þetta er merkileg til raun að safna saman ný- yrðum er myndast hafa síðustu fimm áratugi og eru í fullu samræmi við eðli tungunnar. Ekki er þess að vænta að nýyrðin destist öll í málinu, þótt skráð séu, en á þenna hátt kemur fram í dagsljósið fjöldi fallegra nýyrða, sem almenningur hefur ekki hugmynd um að til séu. Það ætti að standa blöðunum næst, að ryðja úr málinu er- lendum orðum eða orðskrípum, sem nú eru notuð, en taka upp falleg nýyrði i staðinn, sem til eru. Það mundi verða mikii rHál- hreinsun og kenna almenningi að nota nýyrði sem vei íara í snálinu. Mar&t er sktítjð Þjóðverjar göbbuðu Breta. í samfleytt 20 mánuði. Þýzki lierínn í Hollandi haíði beiiit samband við Hreta. Þjóverji nokkur heldur því fram í stríðsendurminningum sínum, sem nýlega eru út komnar að Þjóðverjar hafi stað- ið í beinu skeytasambandi við Breta um 20 mánaða skeið á stríðsárunum. Maður þessi, Giskes fyrrum liðsforingi, hefur gefið út bók, sem heitir „London kallar á Norðurpólinn“, þar sem hann segir, að Þjóðverjar hafi nað á sitt vald 14. leynistöðvum Breta í Hollandi og notað þær á ýmsum tímum. Giskes segir frá því, er Þjóð- verjar handtóku Holllendinginn Lauwers, sem var í þjónustu Breta, í Haag i marz 1942. Var Lauwers með senditæki, og segist Giskes hafa talið hann á að halda sambandinu við Breto, án þess að láta þá vita, að hann hefði verið tekinn höndum. — Þetta hafi orðið upphaf þess. að Þjóðverjar hafi haft uppi á öllum mönnum, sem Bretar sendu til Hollands með sendi- tæki á næstu 20 mánuðum. Þjóðverjar skipuleggja. Með þessu móti reyndist Þjóðverjum auðvelt að skipu- leggja það starf Breta að koma vopnum og nauðsynjum til mótspyrnuhreyfmgarinnar hollenzku Allt þetta tóku þeir jafnóðum í sínar hendur, og þeir tóku einnig öllum sendi- mönnum Breta „tveim hond- um“, en að auki skutu þeir flugvélar Breta, er sendar voru í slíka leiðangra, niður, er þær voru á heimleið. Gátu Þjóð- verjar þannig haft hemil á öll- um njósnum Breta í Hollandi, að sögn Giskes. Breíar hættu um hríð. í fyrstu sendu Bretar ævih- lega vopn og nauðsynjar á þá staði, sem Þjóðverjar tiltóku, en um síðir þótti þeim flug- vélatjónið þó of mikið — Giskes segir, að 12 sprengjuvélar hafi verið skotnar niðm- með þessum hætti — svo að þeir hættu öll-; um sendingum um hríð árið I 1943. Þó grunar þá ekki, að brögð væru í tafli, því að alltaf sendu Þjóðverjar — fyrir munn ! Hollendinga — tilkynningar um 1 spellvirki, sem unnin hef ðu verið og þar fram eftir göt- J unum. Menu sleppa. Loks sleppa tveir þeirra manna, sem Giskes hafði náð. og þá leið ekki á löngu, áður en lokið var „Operation Nor- pol“, eins og Þjóðverjar nefndu herbragð þetta. Bretar komust að öllu saman — eftir 20 mán- aða brellur Þjóðverja — en þetta hafði þó orðið til þess, að skipulagning mótspyrnuhreyf- ingar í Hollandi tafðist um tveggja ára sVeið. Lauwers ber vitni. Giskes hefur fengið mann nokkurn til þess að bera vitni með sér í máli þessu, og er það enginn annar en Lauwers sá, sem Bretar sendu upphaflega og Giskes tók fastan fyrstan manna. Hann skrifar eftirmála bókarinnar. Hann kannast við að hafa sent fjölda skeyta undir umsjá Þjóðverja, en segir, að 1 hverju þeirra hafi verið lykil- orð, sem ákveðið hafði verið af Bretum, og var sönnun þess, að hann hefði verið tekinn hönd- um og starfaði ekki á eigin spítur. Segir Louwers með skiljanlegri gremju, að Bretar hafi auðsýnt „hirðuleysi af alvarlegasta tagi“, er þeir sinntu ekki þessum aðvörunum Frh. á 5. s. Ur gömlum skræðum. Fróðleiksmolar úr ýmsum áttum. Marzmánuður. Marzmánuður var upphaflega fyrsti mánuður ársins í tíma- tali Rómverja, eða allt fram á daga Júlíusar Cesars, en úr því varð hann þriðji mánuður árs- ins. í almanaki Guðbrandar biskups var hann nefndur jafn- dægramánuður, því í þeim mán- uði eru Vorjafndægur, í síðustu viku góu. Jónsmessa Hóla-biskups. Jónsmessa Hóla-biskups Ög- mundssonar er 3. marz. Hún var fyrst lögtekin á Alþingi árið 1200, og þá voru tekin upp bein hans sem helgur dómur að fyrirsögn Brands biskups Sæmundssonar. Örnefni í Vestmannaeyjum. Til er sérstök bók um örnel'ni í Vestmannaeyjum, sem Þorkell Jóhannesson prófessor hefur skráð. í henni ber - margt á góma og eiga sum örnefnin sér skringilega sögu. Ein örnefnasagan er um 300 punda þungan sæbarinn blá- grýtisstein, sem Árnasteinn er kallaður. Hann liggur langt uppi á Heimaeyju, mörg hundr- uð metra frá sjó. Er sagt að steinninn sé þangað kominn vegna þess að Árni nokkur í Norðurgarði hafi borið stein- inn þangað í ógáti eitt sinn er hann gekk reiður frá skipi. Hafi hann ekki gætt þess að hann'hélt á steinvölunni, fyrr en hann var kominn þetta langt ifrá'Sjó! . t ' ■ í I | j j ! Ðy-i heitir staður eirtn* ir stpr- Frh. á 5. síðu. Nú er allmikið rætt og ritað um héraðahönn og sýnist jsitt hverjum. Fréttjr hafa borizt um að á Akureyri sé ætlunin að láta bæjarbúa greiða atkvæði um hér- aðsbann þar, um leið og þing- kosningar fára fram i sumar, væntanlcga 28. júní. Bergmáli hefur borizt bréf varðandi at- kvæðagreiðslu um slikt áfengis- bann liér i bæ, og er það á þessa leið: Atkvæðagreiðsla fari frani. „Eg er að heyra að bæjarstjórn Akureyrar hafi ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um liéraðsbann á Akureyri, samfara kosningum til Aljsingis. Finnst mér hugmyndin góð, en nauðsyn- legt er að fá úr þvi skorið sem víðast á landinu, hvort grund- völlur sé fyrir slíkum bönnum. Og einkum ætti að láta atkvæða- greiðsluna fara scm fyrst fram í öllum stærri kaupstöðum, og fyrst og fremst Reykjavík. Heþpilegur tími. Sýnist mér þingkosningadagur- inn vera bezti dagurinn til þess að fá úr þessu vandamáli skor- ið. Þá koma hvort eð er allflestir kosningábærir menn á kjörstað, og munar þá ekkert um það fyr- ir kjósandann að greiða atkvæði um áfengisbannið í sama mund. Þá mvndi líka fást hin sannasta niðurstaða um hvernig almenn- ingur i raun og veru óskar, að þessum málum sé háttað að þessu sinni. Afstaða templara. Afstaða templara um að slá at- kvæðagreiðslunni í Reykjavík á frest, finnst mér næsta torskilin. Nema þeir hafi hugsað sér að frcsta lienni aðeins til almennra þingkosninga, þar sem þá mætti vænta sönnustir og réttustu nið- urstöðunnar um afstöðu manna til héraðsbanns í Reykjavík. Eng- um getum skal eg leiða að því, hvernig slík atkvæðagreiðsla myndi fara, en þar sem byrjað er á rannsóknum um hugarfar manna til banns yfirleitt, sýnist réttast að byrjað sé á byrjuninni og atkvæðagreiðsla látin fara fram í höfuðstaðnum. Annað er vart sæmilegt. K. E.“ Njálsgata—Gunnarsbraut. Fólk, sem notar strætisvagna á leiðinni Njálsgata—Gunnars- braut, kvartar undan þvi að all oft hafi það komið fyrir, að ferð- ir falli niður, og það verði því á stundum að bíða alllengi í mis- jöfnu veðri á áfangastað. Það er trúlegt að vagnarnir, sem anna eiga þessari leið, séu of fáir. Mér hefur verið sagt að venjan sé að fjölga þeim, þegar gera má ráð fyrir mestum fólksflutningum. Skortur á eftirliti? Auðvitað verða vágnstjórar ekki sakaðir um það, þótt þeir komist ekki nægilega hratt áfrarn, þegar annatíminn er mcslur, en vara- vagnar ættu alltaf að vera við höndina, og gripið til þeirra, þeg ar þörf væri á. I’að ætti nú að vera kómin sú reynsla á þessa leið, að nokkurn veginn sé vitað, hve íölksnúthingafnir séu mikl- ir, og tefla þá ekki á tæpasta vað- ið með vagnu, heldur hafa vaðið fyrir neðan sig. kr. Gáta dagsins. Nr. 375. Hvað er það í veggnum, sem til alls þarf að halda? Svar við gátu nr. 374: i,; Ausa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.