Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir M. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. 'ITXiSlSl VÍSIR er ódýrasta biaðið og þó það fjðl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Mánudaginn 2. marz 1953 Óeirðir blossa upp í Teheran, Liðsforingjar grunaðir um tilræði við Hlossadegli. BlaiiEi og itiargir þiiigmenn liafasí vift b |tiilgSiiisiESII. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. í fyrradag kom til alvarlegra óéirða; í Teheran, höfuðborð Persíu, eftir að ágreiningur hafði- risið milli keisarans og Mossadeghs forsætisráðherra. Áframhald var á óeirðum í gær og horfur enn tvísýnar, er síða'st fréttist. Ríkisstjórnin heldur því fram, að liðsforingjar hafi á laugardagskvöld gert til- raun til árásar á hús Mossa- deghs forsætisráðherra, í þeim tilgangi að drepa hann, og hefur yfirmanni herfor- ingjaráðsins, Batima hers- höfðingja, verið vikið frá, svö og lögreglustjóranum í Teheran fyrir áð hafa van- rækt skyldu sína við áð halda uppi lögum og reglu í borginni. Alla stjórnartíð Mossadeghs hefur verið frekar grunnt á því góða milli hans og keisarans, og fjölmargt bent til þess, að stefna lians væri keisaranum ógeðfelld þótt hann hafi ekki beitt sér gegn henni einarðlega-. Kunnugt er, að áður en óeirðirnar brut ust út, áttu þeir fjögurra klst. fund Mossadegh og keisarinn, um sambúð ríkisstjórnar og hirðar, eins og það er orðað. Skotið á mannf jöldarm. Skömmu síðar fóru menn að safnast saman. Við hús Mossa- deghs skaut herlið á mannf jöld;- ann og féll einn maður og nokkr ir ’særðust, en síðar var beitt þar táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum. Keisarinn kom fram á svalir hallar sinnar og bað menn halda kyrlátlega til heimila sinna, og boðað var í útvarpi, að hann- hefði----að vilja þjóðarinnar -—- hætt við að fara úr landi. í einni fregn var sagt, að Mossadégh hefði hafst við í þinghúsinu í fyrri- nótt, og að þar fengi enginn að fara inn eða út, en þingið var ekki ályktunarfært. Sagt var, að Mossadegh mundi fara fram á traustsyfirlýsingu. Mikil óvissa var ríkjandi um horfurnar, en ’kyrrð komst loks á í gærkvöldi, að því er talið er. Stuðningsmenn keisarans reyndu að ná útvarpsstöðinni, en hersveitir komu í veg fyrir það. — í fregnum í mörgu.n var sagt, að stuðningsmenn Mossá- deghs annars vegar og -keisarans hins vegar hefðu haldið fuiidi og farið í kröfugöngur allan dag inn í gær, en lögreglu og her- liði tekist að afstýra stórárekstr um. Smáflokkar kommúiiista héldu einnig fundi og lýstu yfi'- stuðningi við Mossadegh í bar- áttu hans við heimsveldissinn- ana. — 30 þingmenn úr Þjóð- fylkingunni, sem stendur að stjórninni, lýstu yfir því, að þeir myndu halda kyrru fyrir í þinghúsbyggingunni, þar til þjóðin hefði fellt úrskurð sinn. Seinustu fregnir frá Te- heran herma, að þúsundir manna liafi safnast saman fyrir utan þinghúsbygging- una, og ekki tekist að hrekja nienn burt með táragasi. Kommúnstar hafa kastað grjóti í bandaríska jeppa, en ekki geíið um manntjón af tþeim sökum. í sókn. Krupp á að selja. Bonn. (A.P.). — Árið 1960 á Krupp-fyrirtækið að hafa gert sjálft sig að engu eða því sem næst. Vesturveldin og Þjóðverjar haí'a ákveðið, að dr. Alfred Krupp yerði að selja kolanám- ur sínar og stálsfniðjur, sem virtar eru á 1.5 milljarð kr/ Lofi hann því, að stofna ekki til iðjuhrings á ný, verða aðrar eignir hans afhentar honum. Þær eru skipasmíðastöðvar, gistihús, bílasmiðjur o. s. frv., virtar ýfir 2 milljarða kr. Skipulagsmál verða rædd á Varðarfundi í kvöld. Þór Sandholt arkitekt fiytur erindi. Annar fræðslufundur lands málafélagsins Varðar verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30 síðdegis. Fyrsti fundurinn fjallaði um hitaveituna, en að þessu sinni verður rætt um skipulags- mál bæjarins, og flytur Þór Sandholt arkitekt, sem veitir V I forstöðu skipulag'sdeild bæjar- , ins, erindi um þau. Sami hátt- ur verður á hafður og á fyrsta íundinum, að ræðumaður svar- ar á eftir fyrirspurnum þeim, sem fundarmenn kunna að vilja leggja fyrir hann. Það má heita, að bygging Mayer telur handalagié eina ráðfð. de Gaulle telur það stórhættulegt. Grænlandsför konnngs- hjónanna dönsku á kvik- mynd. Félagið „Det danske Sel- skab“ efndi til kvikmyndasýn- ingar í Nýja Bíó í gær, og var j sýnd mynd, cr tekin var af för 1 dönsku konungshjcnanna til Grænlands sl. sumar. Meðal gesta voru forseti ís- lands og frú hans, forsætisráð- 1 herrahjónin og margt annarra! gesta. Myndin, sem var í litum, sagði sögu þessarar Grænlandsfarar, og lýsti mjög vel viðtökum þeim, er konungshjónin fengu á hinum ýmsu stöðum, er þau heimsóttu, en þær voru með miklum ágætum eins og' kunn- ugt er, og barst þeim fjöldi g'óðra gjafa. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. René Mayer forsætisráðherra Frakklands flútti ræðu ' Alsir í gærkvöldi og hvatti eindrtgið til fullgildingar varnarsamn- inganna. Sagði hann m.a., að her væri um að ræða seinasta; tæidfsérið fyrir Frakka til þess aö koma í veg fyrir, að hernaðarandinn væri endurvakinn í Þýzkalandi og endurhervæðing' ætti ser þar -stað.- Kvað hann öllum hinum frjálsu þjóðum verða hið mesta öryggi í varnarsamning'unum, og margir varnaglar væru síegnir, sem Frökkum' væri ör- yggi að. Þjóðverjar gætu ekki endurstofnað herforingjaráð sitt og komið á-.fót þjóðurher, Þeir mættu ekki hafa fjölmenr- ari her en Frakkar hafa i Evrópu, og þeir mega ekki koma sér upp hálf-hernaðar- legum sveitum, eins og i valda- tíð nazista, og þar til friðar-- samningar væru undirritaðir hefðu Frakkar sama rétt og hér hafi fjandmenn . ríkisins 1 Bretar og Bandaríkjamenn til verið að verki undir „kufli trú- 1 þess að hafa herlið í Þýzka - rækninnar" — það er beitt landi. trúai-bragðaflokki nokkrum De Gaulle flutti ræðu í gær- fyrir'sig. — Nokkur hundruð kvöldi á fundi landsráðs sam- manna voru handteknir. . fylkinga hans, og andmælti Isr a Ócoirðir urðu í gær í Kar- achi, höfuoborg Pakistans. Segir í opinbeirri tilk., að rökum Itené Mayers. .Kvað hann varningarsamningana á engan hátt mundu hindra ord- urhervæðing Þýzkalands, held- ur ryðja henni braut, og Frökk- um væri meiri stoð' i algeru hernaðarlegu bandalagi við Breta r meginlandsstyrjöld eir.s og í heimsstyrjöldunum báð- um, heldur en að hafa þa sem óbeina áðila að varnarsa.ntök- unum. Reýkjavíkur sé enn í deiglunni að mörgu leyti, en vegna þess 'hvað bærinn þenst fljótt út, ný hvérfi rísa upp svo að segja á ári hverju, eru miklar kröfur gerðar til manna þeirra, sem: hafa skipulagsmálin með hönd- um. Þau snerta auk þess hvern einstakling í bæjarfélaginu, eins og önnur þjónusta, sem bærinn innir af hendi fyi'ir bcrg arana. Þótt engan veginn sé vitað, hvaða atriði skipulagsins Þór Sandholt muni fyrst og fremst gera að umræðuef ni ■ sínu, má ætla, að hann minnist á vænt- anlegt ráðhús bæjarins og stað- setningu þess, sem verið heíur á dagskrá meira-.og minna.sið- ustu árin. Mun mönnunl leika' forvitni á að frétta um það mál, hvað' þvú líður, og hvaða f-ram- kvæmda megi vænta, er þar að kemur. Margt annað má gera ráð fyr- ir, áð kunni að bera á góma í erindi Sandholts, svo sem til dæmis heilsuverndarstöðin, svo að.eitthvað sé nefnt. Annars er það á valdi hvers fundarmanns að afla sér upp- lýsinga um þau efni, sem hann -hefur mestan áhuga fyrir, því að eins og þegar er sagt, mun Þór Sandholt svara spui-ningum þeim, sem fyrir hann verða lagðar á fundinum. Myndin sýnir liinn glæsilega en óvenjulega farkost Karlakóis Reykja'.íkur í reynsluförinni í gær. „Kórhnoss“ vakti mikla athygli, < ins og von er, en út um kýraugun eru seldir happ- drættismiðar til ágóða fyrir utaníör kórsins. Ljósm.: P. Thomsen. NemendaWjóm- leikar í Laugarnes- skólanum. Laugarnesskólinn iók upp þá nýbreytni í fyrravetur, að efna til hljómleika fyrir nemendur skólans í bví skyni að kynna þeim sígilda tónlist. í gagnfræðadeildum skólans hefur einni stund vikulega ver- ið varið til almennrar tónlistar- fræðslu. Kennt hefur verið á- grip af tónlistarsögu og tónverk ílutt með skýringum. Jafnframt hefur nemendum verið kennt um skipun hljómsveitar og un,d- irstöðuatriði um form tónverka. Fyrir nokkrum árum var sjóð- ur stofnaður til eflingar tónlis.t í skólanum. Fyrir rúmu . ári eignaðist skólinn nýjan Blútn- er-flygel og opnuðust þar nýj- ar leiðir til hljómleikahalds. Síðan hefur f jórum sinnum ver- ið efnt til hljómleika í skólan- um, ætíð fyrir fullu húsi. í gær hélt Elísabet Haralds- dóttir hljómleika í hinum rúm- góða sal skólans og lék bæði á píanó og klarinett við mikinn fögnuð áheyrenda. Að loknurri hljómleikunum var kvikmynda sýning. j Ágóði af hljómleikunum reim ur tii kaupa á hljóðfærum, sem börnunum eru lánuð án endur- gjalds. í vetur fá tuttugu börn tilsögn í fiðluleik á vegum skólans og er kennari frki P.úih Ilermanns. Mikill áhugi er með al nemenda skólans að koma upp hljómsveit. ¥él heppsiaS íþróttamót al Hálogalandi í gær. Handknaítleiks- og knatt- spyrhukeppnin að Hálogalandi, seni Valur efndi til í gærkveldi til stýrktar lamaða íþrótta- rnannínum tókst með ágætum. Mótið hófst á kvennakeppni í handknattleik milli Klepps- hýltinga og úrvals úr öllum hrúum hverfunum og lyktaði með sigri Kleppshyltinga, 4:1. Annár leikurinn var hand- knattleikskeppni í 4. flokki pilta’ milli Vals og í. R. Snarpur og tilþrifámikill leikur sem 'iyktaði-með jafntefli, 5:5. Þriðji leikurinn var milli handknattléiksliða Vals og Haúka frá 1940. Vakti leikur- inn mikla kátínu, enda leikin fcftir leikreglum þeirra tíma. Valur sigraði, 12:6. Fjórða keppnin var í knatt- spyrnu milli meistaraflokka Vals og K.R. og sigruðu KR- ingar með 8 mörkum gegn 7 eftir bráðskemmtilegan leik og ■spennandi. Fimmti og síðasti leikurinn var miili Kleppshyltinga og úr- vájs úr hinum bæjarhverfunum í liandknattleikskeppni karia og sigruðu þeir síðarnefndu, 12:6. Húsið var nær fúllskipað. Konungieg brazk rann- sóknarnefnd er komin til Nai- robi og kynnir sér allt varð- aiidi Mau-Mau-óeirðirnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.