Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 7
Mánudagiim 2. marz 1953 Vt&IR ■■■••HUHIHUHi í THOMAS B. COSTAIN: Mr ' > • .■ '1 *’■ r ' ! Ei má skö um 'Xi'Wyiy A 115 „Já, sannast að segja heíi eg verið í kröggum. Ef aðeins hún Jemima hefði fengið að lifa þetta.“ Þegar Wellington sá, að tár vóru komin fram í augu Wilsons, fór Wellington að ræskja sig og beindi orðum sínum að Frank: „Mér þykir vænt um, að þér eruð hér, Ellery — svo að þriðji maður yrði viðstaddur, er eg þannig læt aðdáun mina í ljós á Sir Robert Wilson. Og eg viðurkenni með yður, að þetta hefði átt að gera fyrir löngu. Við höfum verið gleymnir á hin mörgu afrek, sem hann vann fyrir land sitt. En betra er seint en ekki, ha?“ „Eg á engin orð til þess að þakka þér,“ sagði Wilson. „Þetta er vissulega ein af mestu hamingjustundum lífs míns. Eg hefi alltaf átt í brösum við valdhafána, en aldrei gert annað en það, sem eg taldi landi mínu fyrir beztu.“ „En svo er annað. Hvar skal verða starfssvið þitt, Wilson? Eg veit svei mér ekki — hefurðu nokkuð sérstakt í hugá?“ Og járnhertoginn brosti kankvíslega. „Nei, en kannske væri bezt, að eg yrði þar, sem ekki væri- hætt við árekstrum við þá, sem mér eru ofar settir.“ „Einmitt það, sem eg var að hugsa um. Eg vil ógjarnan, að þessir skrifstofu-hershöfðingjar séu að senda mér tilkynrlingar um hvað „Wilson sé nú að aðhafast11, — og því bezt að þú fáir eitthvað handan hafsins. Hvað segirðu um Gibraltar?“ „Gibraltar," sagði Wilson forviða, rétti úr sér og mætli, „— sem augu allra hershöfðingja mæna á, nei, eg gæti ekki búizt við því.“ „Eg lofa yður hershöfðingjastöðunni þar. Þar er ágætt að vera fyrir gamlan, en enn vökulan hershöfðingja, en þú mátt ekki láta apakeftina verða aldauða." „Nei, eg mun halda í þeim líftórunni.“ Enn ræskti járnhertoginn sig. IVWlAAAnVWJWIAMAAAAMJWUWWIAMWMMmAMn imH»H»H>HH«« YVinkler brennari, gerð L 2 fyrir 1.5—5 ferm. katla. brennir án forhitunar 200 sec. jarðolíu (stórhýsaolíu), þessi olía kostar nú kr. 530.00 pr. tonn.og er því kr. 354,00 ódýrari heldúr en sú brennsluolía, sem venjulegir háþrýstibrennarar nota, auk þess serp jarðolían gefui' ca. 10,% meiri hita. YVINKLER olíubrennarann er hægt að setja .í margar stærðir venjulegra miðstöðvarkatla, auk þess sem hægt er að fá hér smíðaða katla samkv. teikningum Winkler verksmiðjunnar. — WINKLER olíubrennarinn nýtir breimsluolíuna 10—50% betur en venjulegir háþrýsti- brennarar. WINKLER „spissinn“stíflast ekki. WINKLER olíubrennarinn hefur verið í notkun hér á landi síðustu 12 mánuðina og sannað kosti sína. Nokkrir WINKLER brennarar fyrir 1,5—5 fermetra katla væntanlegir á næstunni. !: Raftækjaverzfiin íslands h.f. Hafnarstræti 10-12 Símar 81785 og 6439, Reykjavík. A\%V%V.VAVW^VUWrfW^.VAVU^VA-AVVW\%\^^^\V^V.-JWkVVVUVWWiAVW,AÍ Ný spennandi framhaldssaga. Á morgun hefst í blaðinu ný framhaldssaga, og er þetta aðalefni hennar: — Skýjaborgir Söru Siddley höfðu hrundið i rústir. Hún var ung dansniær, sem átti frama vísan, ef hún hefði ekki orðið fyrir því óhappi að slasast i loftárás á London. Læknar sögðu henni, að hún mætti aldrei dansa framar. Þá barst henni dásamlegt boð frá vinkonu sinni, Bernice að nafni, um að heimsækja hana, en hún var búsett á Vestur-Indía-eyjunum. — Alla leiðina vestur dreymdi hana um Vestur-Indíaey, sem hún leit í draumi eins og smaragð á bláum feldi. Og svo gerðist ævintýri á skipsfjöl. Hún varð ástfanginn í Ben Weston, samferðafélaga, en í ferðalok hrynja draumarnir i rústir. Á eynni, sem er frönsk nýlenda, er ekki um annað talað en nazista og njósnir og hermdarverk, og hver grunar annan. Og ofan á þetta bætast vonbrigði í ástamál- um, sem Sara tekur mjög nærri sér, en þegar dimmast er fram- undan birtir oft skyndilega til. — Jennifer Ames er kunn um heim allan fyrir skemmtisögur sínar. Þeir, sem lesið hafa sögur hennar, vita, að fáum er það gefið, að segja sögur eins vel og henni. Sjaldan hefur henni tekizt betur, en er hún segir þessa sögu, um hættuleg ævintýri og ástir. — „Enn eitt vandamálið.“ Hann færði til þerriblað, en undir því voru heiðursmerki mörg. ,Orðurnar þínar — hver og ein, lagsmaður. Þeir höfðu ekki neinn rétt til þess að taka þær af þér. Það sagði eg þegar í upp- hafi. Og það hefir legið á mér eins og mara. Eg hefi skrifað hverri ríkisstjórninni á fætur annari um þetta. Og þarna eru þæ, hver og ein — hérna, nældu þær á þig.“ Wilson gekk að skrifborðinu eins og maður í dráuini. Hann leit á heiðursmerkin, gimsteinaskreytt böndin, en heiðursmerk- in voru frá mestu þjóðhöíðingjum álfunnar. Og hann tók hvert af öðru og festi á brjóst sér. Og er hann hafði gert það tók hann sér hermannsstöðu og heilsaði járnhertoganum: „Wilson hershöfðingi — reiðubúinn. til þjónustu," sagði hann. „Sagði eg ekki, að hann væri hégómlegur. Jæja, Sir Róbert, eg hefi ekki gleymt frammistöðu þinni við Ciudad, Rodrigo — og hvert gagn eg hafði af því, en kannske hefi eg nú sýnt lit á að launa það. Seztu niður aftur, drengur minn. við yerð- um að fá eitthvað í gogginn áður en eg fer í háttinn. Og eg þai'f líka að ræða við yður, Ellery." , „Það skyldi þó aldrei vera —“ hugsaði Frank og' minntist viðræðunnar við Gabrielle um heiðurslistami. „Heiðurslistinn verður birtur bráðlega. Bróðir yðar verður heiðraður — verður sannast að segja mikils lieiðurs aðnjótandi — fær jarlstign —. Aðeins andartak höfðu vonir Franks risið há< en — við þessu hafði hann ekki búizt. Carr jarl — það var næsum skop- legt. Já, valdhafarnir vissu, að slíkum manni var alltaf að treysta, sannfæringin alltaf hin sama og þeirra, — fyrir áhrif forystumanna í stjórnmálum hafði honum hlotnazt þetta. And- artak horfðust þeir í augu hann og Wilson. „Taktu þetta ekki nærri þér,“ las hann úr augum Wilsons. „Þú hafðir til heiðurs- ins unnið, og mundu, að „illa brennir undan sér ómaklegur heiður." Og Wilson rak upp hlátur. Já, því ekki það? Slík kaldhæðni hlaut að hafa vakið hlátur guðanna — og því ekki að feta í fótspor þeirra og hlæja. „Hví skyldi eg sýta?“ hugsaði Frank, „hefi eg ekki fengið það, sem miklu meira virði er, sanna vini, auðlegð, álit, Gravely — og ofar öllu öðru mína yndislegu konu.“ Allt í einu var hann farinn að hlæja líka með Wilson, og þeir hlógu þar til tárin komu fram í augu þeirra, en gamli járnher- toginn, sem var að smyrja sér sneið af glóðuðu brauði, leit upp með nöldurssvip og grenjaði: „Að hverjum andskotanum eruð þið að hlæja, bjálfarnir ykkar?“ [Endir]. Sigurgeir Sigurjónsson hcestaréttarlögmaður. Skrlfstofutími 10—12 og 1—5 Aðalstr. 8. Simi 1043 og 80950 Á kvöldvökunni, Stalin gekk einu sinni til grafhýsis Lenins, og kom andi Lenins þá til fundar við hann. „Hvernig gengur, Stalin?“ spurði hann. „Ágætlega,“ svaraði Stalin. „Framleiðsla okkar á olíu, kol- um og stáli eykst með degi hverjum.“ „Og hvernig er með neyzlu- vörur almennings? Leyfðu mér að sjá skýrslur um þá fram- leiðslu.“, | Stalin rétti honum þær hik- andi. Þegar Lenin hafði lesið | þær vandlega, sagði hann: : „Stalin minn góður, ef áfram- hald verður á þessu hjá þér, þá lendir öll þjóðin hjá mér.“ að svara ekki ökumanninum, meðan á akstri stendur.“ 9 „Veiztu, hver er mesti skurð- læknir heimsins nú?“ „Nei.“ „Það er Stalin.“ „Hvernig þá?“ „Hann hefur fjarlægt heila 250 milljóna manna, sem lifa þó enn.“ Skipstjóra- og stýrimannatélagið 99 Aitltin' Minningar- spjöM styrktarsjóðsins fást hjó undirrituðum: Veiðarfœraverzluninni Geysir, Hafnarstrcetí. Verzl. Guðbjargar Bergpórs dóttur, Öldugötu 29. Verzl. Málning og Járnvöru Laugaveg 23. Verzl. Jason og Co., Efstasundi 27. og Verzl. Gísla Gunnarssonar, Hafnarfirði. Víðförull vinur minn segir, að hægt sé að kynnast ýmsu varðandi skapgerð þjóða með því að lesa það, sem letrað er í sporvagna og langferðabíla. í Danmörku stendur: „Talið ekki við ökumanninn, meðan :í akstri stendur“. f Englandi: „Gerið svo vel að tala ekki við ekilinn, meðan á akstri stend- ur“. í Þýzkalandi: „Bannað er að tala við ökumanninn, meðan á akstri stendur“. í ísrael: „Til hvers er að tala við ökumann- inn, meðan á akstri stendur?“ Og í Frakklandi: „Gerið svo vel .»:.t -,i K.-:.,ií■ .r- ; „tvaotUu'.-*- nsntnu- c<r, r.ti.:V í .„-■■ ,!:■.! lc jfi Cíhu Mmi fiaK... í bæjarfréttum Vísis 1918. stóð meðal annars þetta: Embætti. Umsóknarfrestur er nú út- runninn um dómara- og lög- reglustjóraembættin í Reykja vík. Um það fyrra hafa sótt: Sýslumennirnir Ari Arnalds. Guðmundur Eggerz og J'óhann- es Jóhannesson bæjarfógeti á Seyðisfirði. Um lögreglustjóra- embættið: Sýslumennirni: Guðm. Eggerz, Karl Einarsson. Jón Hermannsson skrifstofu- stjóri og Vigfús Einarsson seh- ur bæjarfógeti. Um sýslumannsembættið í Borgarfjarðarsýslu hafa sótt: Guðm. Björnsson sýslumaðuv Patreksfirði ’ og Páll Jónsson yfii'dómslögmaður. :.■■■; ;(>'!.v :-o ,u . v’t: Sniðnámskeíð Næstu námskeið í kjóla og barnafatasníðun hefjast föstudaginn 6. marz. Sigrún A. Sigurðardóttir sniðkennari. Grettisgötu 6, sími 82178. I iMýkomið b §nó! i Hvítt léreft kr. 7,25 pr. mtr. ■ Mislitt léreft kr. 6,80 pr. mtr. : Rósótt efni í smábarnakjóla, svuntur og náttfat, fallegt og óaýrt. Acetate-efni í blússur og kjóla, margir fallegir litir. Taji frá kr. 27,00 pr. mtr. Sþejifláuel, ýmsir litir kr. 93,00. Rayon-gabardine, margir fallegir litir, verð kr. 66,00 pr. meter o. m. fl. Alltaf eitthvað nýtt. VERZLUNIX SNÓT Vesturgötu 17. Sími 2284. H fei írlLii &WWP I tfti I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.