Vísir - 07.03.1953, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
WISXR
,rl
IM
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Herstéinn Pálsson.
í ^ Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar Í660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Fisklöndunarbannið í Bretlandi.
Fiskusöliunálin virðast nú vera að komast á nýtt stig, að því
er Bretland og slík viðskipti við það áhrærir, þar sem
viðræður eru nú hafnar milli íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
og brezks aðila, sem hefur að vísu ekki gefið sig að fisksölu-
málum áður, en mun þá hafa bæði vilja og getu — nægilegt
fjármagn — til þess að kaupa og dreifa íslenzkum fiski meðal
neytenda á Bretlandi. Hafa viðræður eða samningar staðið yfir
að undanförnu, að undangengnum einhverjum viðræðum fyrir
skemmstu, en þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvað þeim
hefur miðað eða hverjar horfur er á að saman gangi. Þó mun
mega gera ráð fyrir því, að útséð verði um þetta á annan
hvorn veginn, áður en langt um líður.
Því er ekki að leyna, að íslendingum hefur orðið nokkur
hnekkir að því að vera útilokaðir frá brezka ísfiskmarkaðnum,
en þó er það á allra vitorði, að hann getur verið harla viðsjáll
ög til lítils hagnaðar á stundum, þó að hann geti gefið nokkuð
í aðra hönd á milli. Verðsveiflur geta verið svo tíðar og miklar,
að tjón af lélegri sölu verði seint bætt. Þó getur verið gott
að hafa þenna markað með öðrum, en þar sem hann hefur
lokazt, hefur togurum verið snúið að öðrum verkefnum. Afli
þeirra er nú verkaður í landi, og gefur meiri gjaldeyri, þegar
hann fer um síðir á markað, en verkunin bindir mikið fé, sem
útgerðin má oft illa við að leggja út, eins og högum hennar
er háttað.
Það hefur vitanlega ekki farið fram hjá brezkum útgerðar-
mönnum, hvað nú er að gerast í þessum efnum. Þótt heppi-
legast hefði verið að geta gengið frá slíku máli sem þessu, án
þess að þeir fengju um það að vita, fyrr en aUt væri klappað
og klárt, gildir hér hið fornkveðna — þjóð veit þá þrír vita.
Af þessu hefur því leitt úlfaþyt mikinn meðal brezkra útgerðar-
manna, er hafa í hótunum um að stöðva skip sín eða munu
ekki leggjast gegn því, að yfirmenn á þeim geri verkfall, svo
að skipin komist ekki úr höfn. Þeir ætla með öðrum orðum að
knýja alþýðu manna í Bretlandi til liðs við sig — svelta hana,
ef svo má að orði kveða — til þess að krefjast þess að skipirí
verði send á veiðar. Þá mun svar útgerðarmanna og yfirmanná
á skipum þeirra verða: Bannið Íslendingum að flytja hingað
fisk, og þá skulum við sjá fyrir þörfum landsmanna!
Enska fjármálablaðið Economist hefur látið svo um mælt
á sambandi við löndunarbannið, að stríð um mat sé alltaf fyrir-
litlegt fyrirbrigði, en það hefur ekki verið á bandi útgerðar-
manna í deilunni. Það sagði — sem satt var — að útgerðarmenn
landsins gripu stækkun landhelginnar sem átyllu til þess að
reyna að bola hættulegum keppinauti af markaðnum —*
koma því svo fyrir, að þeir fengju sjálfir betri einokunaraðstöðu
gagnvart landsmönnum. Af einokun leiðir hinsvegar nær ævin-
lega verri vöru og dýrari, enda hefur alþýða manna í Englandi
fengið að finna fyrir löndunarbanninu að því leyti, svo að
xaddirnar um að því verði aflétt verða jafn og þétt háværari.
Það er þess vegna áreiðanlegt, að það eru ekki einungis
íslenzkir hagsmunir, sem krefjast þess, að gripið sé fram fyrir
hendur brezkra útgerðarmanna í þessu efni. Meðal Breta sjálfra
er enn stærri hópur, sem hefur hag af því.
Nýr maður við stýrið.
*ÍT Kreml, fornum kastala í miðri Moskvu, þar sem varðhöld
eru strangari en í nokkru Öðru stjórnarsetri í víðri veröld,
heldur nú nýr maður um stjórnvölin. Maður sá, sem löngum
hefur verið talinn líklegastur til að erfa Stalin, Georgi Malenkov,
hefur tekið við af læriföður sínum, og heimurinn bíður þess
nú með nokkrum kvíða, hverjum aðferðum þessi maður hyggst
beita, er hann ræður ekki aðeins lífi og limum og öllum
gerðum hundraða milljóna-austan járntjalds, heldur og flest-
um athöfnum stórra, ófyrirleitinna hópa manna meðal flestra
þjóða heims.
Væru kommúnistar menn með óskerta skynjun, mundi hlut-
verk Malenkovs geta orðið býsna erfitt að sumu leyti, því
að hann tekur við af guð-manni, er hefur verið hafinn til
skýjanna og dýrkaður sem guð. Það er erfitt að fara í föt slíks
manns, en meðan kommúnistar eru blindir sem fyrr, ætti hon-
um að vera tryggð undirgefni þeirra. En þeim mun hættulegri
«r hann sennilega heiminum, að einvaídurinn látni vildi
trúa honum f-ýrif ríki sínú taldi, að hahn mu'ríái verða trúi
^íirlitlu* . - ...
VIÐSJA VISIS:
Grikkir rétta úr kútnum.
Stjórn Papagos Sieíir náð naiklum
árángH á skömmnm tíma.
I *>
Alexander Pagagos mar- [
skálkur, hinn margreyndi,
aldni og einarði forsætisráð-
herra Grikklands, hafði fyllstu
ástæðu til þess að vera ánægð-
ur yfir kosningasigrinum.
Stjórn hans fékk svo örugg-
an meirihluta (239 af 300 þing-
sætum), að hún þarf ekki að
óttast, að hún géti ekki komið
fram stefnumálum sínum.
„Valdatími minn verður
fjögur ár“, sagði marskálkur-
irín, „eins og viriar míns Eisen-
howers hershöfðingja. Það er
úr sögunni, að .skipt verði um
ríkisstjórn á misseris fresti.
Við höfum gengið. frá áætlun
fyrir Grikkland og erum stað-
ráðnir í að framkvæma hana
út í yztu æsar“.
Eftir þriggja mánaða valda-
tíma gat Papagos bent á eftir-
farandi árangur:
* Efnahagur landsins er
batnandi. Það hefur að kalla
tekist að afgreiða greiðslu-
hallalaus fjárlög.
* Verðbólgan hefur verið
stöðvuð og svartamarkaðs-
verð drökmunnar hefur
lækkað um 15 af hundraði.
* Vöruskiptajöfnuður
Grikklands hefur
Spyros Markenzinis.
jöfnuður næst á fjárlögum.
„Það er alveg rétt, að þjóðin
greiddi atkvæði með Papagos í
kosningunum,“ sagði einn
hinna óánægðu Grikkja, eftir
kosningarnar, „en hún fékk
Markenzinis“.
Mesta
starfsorlcan.
Markezinis er 44 ára og hann
er talinn sá ráðherranna, sem
býr yfir mestri starfsorku, og
hæfileikanum til þess að knýja
jafnan^ aðra, yj þess að taka á því, sem
verið óhagstæður, en hefur; þeir eiga til
lagazt um % frá því sem m g[nn var hann kallaður
„hirð-lögfræðingur“ og var þá
foringi lítils flokks stjórnar-
andstæðinga, sem vildi kveðja
heim Georg konung II. á valda-
stól. Hann var aðál samverka-
maður Papagos, þegar „þjóð-
fylking" hans var í stjórnar-
andstöðu. Þess má og geta, að
hami er einn af beztu skák-
mönnum Grikkja. Fyrir tveim-
ur árum kunni hann ekki orð
í ensku, en fór þá að læra og
eftir kosningarnar, var hann
orðimi nægilega fær, til þess að
segja á ensku:
„Við erum til neyddir að
grípa til óvinsælla ráðstafana
af þeirri einföldu ástæðu, að við
getum ekki haldið áfram til
eilífðar, að þiggja barídáríska
aðstoð.“
hann var 1951.
* Gríski herinn, en í hon
um eru 160.000, er nú vel1
skipulagður og þjálfaður, og
auk þess er 500.000 manna
varalið, — en þessum árangri
hefur verið náð eftir að sigr-
ast hafði verið á kommúnist-
um.
* Grikkland hefur feng-1
ið aðild að Norður-Atlants-
hafsbandalaginu — og loks
má nú benda á samvinnu þá,
sem komin er til sögunnar
milli Grikkja, Tyrkja og
Jugoslava á sviði menning-
ar-, viðskipta- og land-
varnamála.
Upprennandi
stjarna.
Þar sem Papagos, sem er
sjötugur að aidri, er gamall Málin í
hermaður, ver hann miklum „góðum höndum“.
tima til þess að líta eftir þvi, | Bandaríkin hafa lagt Griltkj-
að varnir landsins séu í lagi, um til mikið fé — um 2.2 mill-
en maður sá, sem hefur með jarða dollara. Líta Bandaríkja-
höndum yfirstjórn efnahags og
fjárhágsmála Grikklands er
minna kunnur út á við. Hann
heitir Spyrós , Markenzinis,
smár maðuf vexti, fylginn sér
og framsækinn. Hann hefur
gert áætlunina um endurskipu-
lagningu stjórnardeildanna og
embættafækkun, samsteypu
þjóðbankans og Aþenu-bankans
o. s. frv. Fyrirætlanir hans
varðandi bankana vöktu
gremju hluthafanna, en þegar
sameiningin kemur til fram-
kvæmda verður unnt að fækka
bankastarfsmönnum um 2000.
Þegar embættaendurskipulagn-
ingin kemur til framkvæmda
verður embættismönnum og
starfsmönnum hins opinbera
fækkað um 15.000. Af þessu
léiðir nægilega svo mikla út-
gjaldalækkun, . að.-.. greiðslu-
menn nú svo á, að þeir geti
farið að draga úr stuðningi sín-
um og fækka þar starfsliði, þar
sem stefnuoreyting hafi orðið,
og málin komin í „góðar hend- j
ur“. John Peurifoy sendiherra
hefúr lagt til við stjórnina í
Washington, að fækkað verði
um helming í 500 manna hern-
aðarsendinefnd Bandaríkjanna
í Grikklandi, 160 manna við-
skiptasendinefnd og 160 manna
starfsliði sendisveitarinnar —
og láti Grikki eina um að
stjórna sínu landi.
Aðstoðin, sem Grikkland hef-
ur fengið frá Bandaríkjunum,
var veitt í stjórnartíð Trumans
fyrrverandi forseta, og hefur
Papagos marskálkur skrifað til
Oslóar og lagt til, að Truman
verði veitt friðaiwerðlaun
Nobels.
Laugardaginn 7. marz 1953
„Borgari" hefur sent Vísi bréf
um nauðsyn þess, að gripa til
nýrra ráðstafana til að afstýra
vandræðum, sem af því stafa, að
bilar standa i röðum við fjölfarn-
ar götur. Kemst liann m. a. svo
að orði:
„Eg hef veitt þvi athygli, að
bílaumferð er oft miklum erfið-
leikum bundin neðan til á Skóla-
vörðustig, enda kemur það iðu-
lega fyrir, að þar er biliun lagt
beggja vegna götunnar. Fráleitt
er það leyfilegt, og þyrfti því
íríjog aukið eftirlit með, að reglur
í þessu efni séu ekki brotnar.
Stórir strætisvagnar
mætast iðulega þarna á göt-
unni skammt fyrir ofan mót
Bankastrætis, Laugavegar og
Skólavörðustígs. Umferðarmerki
eru á þessum vcgamótum, og ættu
þau að greiða fýrir umferðinni,
en stundum verða bifreiðar að
bíða vegna þrengsla, af ofan-
greindum orsökum.
Bifreiðastæði við
mjóar götur
ætti alls ekki að leyfa. Sen*
dæmi má nefna Ingólfsstræti. Þítr
er jafnan lagt bilum mjög þétt,
að minnsta kosti á kaflanum inilli
Bankastrætis og Amtmannsstigs,
og verði bifreið að nema staðar
þarna, stöðvast öll umferð, vegna
þess hve gatan er mjó og bilurn
lagt við hana. Hefur þetta oft
bákað erfiðleika, einkum í liálkt*
— bill „spólar" og kemst ekki
áfram, en fyrir aftan bíða bílar,
sem þá verða jafnvel að „bakka“
og af leiðir öngþveiti, þar sem
j allt þarf nauðsynlega að ganga-
greiðlega, nefnilega á krossgöt-
uniim, þar sem Ingólfsstræti sker
Bankastræti. Þess ber þó að gæla,
að bifreiðastæði er við Hallveig-
arstíg og ekki alltaf notað eins
og hægt væri.
ótal dæmi
önnur iríætti nefna í þessu
sambandi. Veldur það viða mikl-
um erfiðleikum, hve bilum er al-
mennt lagt við fjölfarnar götur,.
sem eru svo mjóar, en ófært er
að leyfa slíkt.
I
Fótgangandi
mönnum
er þessi bílasægur til mikils
trafala, þar sem bílum er víða fagt
svo upp á gangstéttir, að miklum
erfiðleikum er bundið að kom-
ast leiðar sinnar, sérstaklega i
illri færð.
Bæjarbúar eiga að krefjast úr-
bóta í þessum efnum“.
Gáta dagsins.
Nr. 380.
Hvert er það konu nafn:
„Svo vilja allir“?
Svar við gátu nr. 379:
Hrossabrestur.
Vetrarolýmpíuleikirnir
í Osló.
Kvikmyndin um Vetrarólyni-
píuleikana í Osló á s.l. vetri
verður frumsýnd í Nýja bíó í
dag.
Sýningin tekur um 100 mín-
útur, og koma þar fram margir
glæsilegustu íþróttamenn heims
íins. Er að : ’.þessu i ágætasta
skemmtun, og lærdóm geta í-
þróttamenn og hlotið af mynd-
inni. Verður nánar sagt frá
henni síðar.