Vísir - 07.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.03.1953, Blaðsíða 8
Mt sem gexast kaupendur VÍSIS eftir lt, kvers mánaðar fá blaðið óbeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. ^ 1 VISIR. Laugardaginn 7. marz 1953 VÍSIK er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Nýstárleg skemmtun í Þjói- leikhiískjallaranum á morgun. Þekktir og lítt kunnir skemmtikraftar. ' Á morgun verður gerð til- raun með nýstárlega tilbreytni í skemmtanalífi bæjarins, en þá koma ýmsir skemmtikraft- ar fram í kaffitímanum, kl. 3.15—4.45 í Þjóðleikhúskjallar- anum. Hugmynd þeirra, sem að þess ari tilbreytingu standa, er sú, að þarna verði ungum og lí+t kunnum skemmtikröftum gef- inn kostur á að koma fram, en vitaskuld verða þarna eirmig kraftar, sem þegar eru kunnir og hafa náð vinsældum. Þetta vérður því með eins konar kabarett-sniði, og munu. þeir Jan Moravek og Árni ís- leifsson flytja létta músík, en þeir, sem annars koma fram á morgun, eru Ingibjörg Þorbergs og Smárakvartettinn, Guðmund ur Ingólfsson, 13 ára gamail tónlistarmaður, sem þegar hef- ur vakið mika athygli, en hann leikur á píanó og harmóníku, og loks Helga Valtýs, sem flyt- ur skemmtiþátt. Jón Múli Arnason mun kvnna atriðin, en það er Pétur Pét- ursson útvarpsþulur, sem á hugmyndina að þessu og stend- ur fyrir framkvæmdum. Sýnist hér vera á ferðmni ágæt dægrastytting og til breytni, sem ætla má að nái vinsældum í hinum skemmti- legum húsakynnum Þjóðleik- hússkjallarans. Aðgangseyri hef ur verið mjög stillt í hóf, eða 10 kr., en að öðru leyti eru kaffiveitingar á boðstólum með venjulegum hætti. Fær samt arfinn. N. York (AP). — James G. Plunkett situr hér í fangelsi fyrir að hafa orðið konu sinni að bana. Dómari nokkur hefur kveðið upp þann úrskurð, að þar sem hann hafði ekki myrt konu sína, geti hann erft hana. Hún lét eftir sig 280,000 dollara. Tekur Reykjafoss 62 bíla? Vonir standa til, að Kaiser- Frazer-bílarnir, sem stöðvarbíl- stjórar eiga að fá, komi hingað með Reykjafossi, sem á að lesta í Antwerpen í næstu viku. Bílarnir, sem koma frá ísra- el, þar sem þeir voru settir sam- an, eins og Vísir hefur áður skýrt frá, eru nýkomnir til Antwerpen, eða í þann veginn að koma þangað. Eimskipafélag íslands sér um flutning bílanna frá Ant- werpen og hingað,. en þeir eru 62 að tölu. Vona menn, að Reykjafoss geti tekið þá alla, en ef af því verður, mun það vera mesti bílafarmur, sem komið hefur til íslenzkra aðila á einum kili. Hraðskákmótið hófst í gær og lýkur á morgun. Skákþing íslendinga hefst 20. þ. m. f gærkveldi hófst liraðskák- xnót Reykjavíkur og eru kepp- •endur 24 talsins. Keppnin fer fram í 23 um- ferðum og fóru 11 fyrstu ura- ferðimar fram í gærkveldi. Að þeim loknum er Lárus . Johnsen efstur með 10 Vz vinn- ing, Friðrik Ólafsson er næst- ur með 10 vinninga, 3.—4. eru Guðmundur Ágústsson og Jón Einarsson með 9 vinninga, 5. Guðmundur G. Guðmundsson með 8V2 vinning og 6.—7. Guð- jón M. Sigurðsson og Haukur Sveinsson með 8 vinninga hvor. Á morguh fara hinar 12 um- ferðimar fram og hefjast kl. 13.30 að Þórsgötu 1. Seinna í þessum mánuði, eða 20. þ. m. hefst Skákþing ís- lendinga. Keppt verður í 4 flokkum og er búist við mikilli þátttöku. í landsliðsflokki verður keppnin mjög hörð og tvísýn, en þar e rm. a. búist við þátt- töku Norðurlandameistarans, Baldurs Möller, íslandsmeist- arans, Friðriks Ólafssonar, Reykjavíkurmeistarans Lárus- ar Johnsen, meistara Taflfélags Reykjavíkur Guðjóns M. Sig- urðssonar auk nokkurra ann- arra þekktra og ágætra skák manna. Til þessa hefur landsliðið verið skipað 8 mönnum, en nú hefur sú breyting verið gerð á, að það verður skipað 10 rjiönn um framvegis. Eden stSngur upp á SieSms- ráöstefnu um efnahagsmá Atlar frjálsar þjóðir yrdu lioð- aðará hana. Rússar fundu upp regnið. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Útvarpssending frá Moskvu ber það með sér, að Rússar muni hafa fundið upp rigningu fyrstir manna. Sagði útvarpið, að árið 1921 — meðan Lenin var uppi — liafi rússneskum visinda- mönnum þegar tekizt að finna undirstöðuatriði þess, hvemig orsaka mætti rign- ingu með tæknilegum að- ferðum. „Þá er aðeins eftir að finna ódýra aðferð til þess að gera þetta, og auka upp- skeruna til mikilla muna,“ bætti þulurinn við. íslenzk dagskrá í „Radio Rio." íslendingar eiga hauk í horni í Brazilíu, bar sem Kai Svan liolm iðnrekandi er. Svanholm, sem rekur þar umsvifamikið fyrirtæki í þygg Einkaskeyti frá AP. — Washington í morgun. Brezku ráðherrarnir Eden og Butler héldu í gær áfram við- ræðum sínum og ræddu m. a. við Humphrey fjármálaráð- lierra. Áður en þeir fara, eftir helg- ina, verða þeir kynntir ýmsum þingleiðt-ogum og ræða við þá. Líklegt er, að sá verði á- rangur af viðræðunum, að hald- in verði efnahagsráðstefna allra frjálsra þjóða á hausti komanda — viðræðurnar séu eins konar forleikur að því, að stofnað verði til slíkrar ráðstefnu. Athygli er vakin á því, að þingleiðtogar í Bandaríkjunum hafi við og við rætt þá hugmynd að halda slíka ráðstefnu, en það sé undir EisenhowTer for- seta komið, hvort lokaákvörðun verði tekin í þessu efni. En það er nú komið í Ijós, að Eden hafði meðferðis „heimsáætlun“, er hann legg ur fyrir Eisenho-.ver og stjórn hans til athugunar. Tilgangur Edens er ekki að biðja um aðstoð Bretum til handa, því að brezka stjórnin óskar ekki eftir viðsjdpfum að eins fyrir Bretland og samveld- islöndin, heldur yilji þeir að allar frjálsar þjóðir njóti góðs af viðleitni þeirra til að finna ráð til að bæta úr dollaraskort inum. Kvenfélk gerist íjiröttadöfflarar. Fi’jálsíþróttadóniarafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinu í fyrrakvöld. í stjóm voru kjörnir Þórar- inn Mágnússon formaður, Stein- dór Bjornsson frá Gröf og Þórð- ur B. Sigurðsson. f skýrslu félagsstjórnarinnar um störfin á sl. ári kom í íjós að félagið hafði veitt aðstoð við 12 íþróttamót á árinu og samsvarar það 152 dagsverkum. Öll sú vinna er látin ókéypis í té. Félagar eru nú rösklega 60 talsins, en nokkrir menn með dómararéttindi standá enn út- an félagsins. Fr j álsíþróttadómarafélagið gekkst fyrir dómaranámskeiði á árinu með 12 þátttakendum, þar af voru tvær fyrstu stúlk- urnar sem ljúka dómaraprófi í frjálsum íþróttum. Fimm piltar utan af landi tóku þátt í nám- skeiðinu. Félagið hyggst efna til samskonar námskeiðs annað hvort í vor eða haust ef þátt- taka fæst. Á hverju ári gengst félags- stjórnin frá flokkun frjáls- íþróttadómara í Reykjavík í 3 flokka, þ. e. meðdómara, hér- aðsdómara og landsdómara. FáskrMðsSjarðarmálíð: Fleiri fingraför tekin, Jfttfne&i tefain mí ÍÞÖrnuwnl í Bretlandi hefur verið boð- að, að verð á cementi muni hækka, vegna hækkunar kola- verðsins á heimsmarkaði ný- lega . Landsþing Sjálfstæðis- flokksins í næsta mánuði. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að stærsti lands- fundur SjáLfstæðiísflokksins verði haldinn í Reykjavík dag- ana 17.—20 apríl n. k. Samkvæmt skipulagsreglum flokksins hefur landsfundur æðsta vald í málefnum hans. Þar sem kosnirigar til alþingis verða á þessu sumx-i, þótti mjög heppilegt að halda landsfund nú og láta þannig flokksmenn almennt marka kosningastefnu- skrá flokksins. Síðasti iandsfundur Sjálf- stæðisflokkisns var haldinn haustið 1951. Landsfundir hafa jafnan verið mjög vel sóttir og þeir verið árangursríkir til eflingar samtakamætti flokks- ins. Er ekki að efa að svo muni einnig verða nú, og er því mik- ilvægt að fundinn sæki fulltrú- ar úr öllum héruðum landsins. Nauðsynlegt er, að flokksfé- lög og héraðsnefndir kjósi full- trúa sem allra fyrst og til- kynni nöfn þeirra til skrifstofu fiokksins í Reykjavík. Dagskrá landsfundarins verð- ur nánar tilkynnt síðar. Unnið er siöðúgt að fram- ingariðnaðinum, hefur tekio; haldsrannsókn þjófnaðarmáls- ins á Fáskrúðsfirði. í stuttu viðtali, sem Vísir átti við sýslumann Sunnmýl- inga í morgun, tjáði hann blað- inu, að enn væri unnið að töku fingrafara bæði í Búða- og Fá- skrúðsf jarðarhreppi. Áður var Axel Helgason lög- reglumaður búinn að taka fingraför allra kárla í Búða- hreppi á aldrir.um 12—60 ára. En nú verður fingrafaratakan færð út a.llt niður til 8 ára ald- urs, svo og til eldri manna en sextugra, ailra þeirra sem ferli vist hafa. Þá er og unr.ið að töku fingra fara af körlum í Fáskrúðs- fjarðarhreppi, og er henni langt komið, en þó eru nokkrir karl- menn eftir á afskekktustu bæj- um og getur orðið nokkur biö á því að fingraför af þélm verði tekin. Fingraförin verða send til Reykjavíkur jafnóðum og þau eru tekin, og rannsökuð hjá rannsóknarlögreglunni. miklu ástfóstri við ísland og íslendinga, en hingað kom hann árið 1950. Hefur hann jafnan leitazt við að kynna land og þjóð þar eftir föngum. Nýlega gekkst hann fyrir því, að útvarpað var sérstakri dag- skrá um ísland í ‘ útvarpi í Rio de Janeiro. Voru leiknar ís- lenzkar hijómplötur, meðal annars með lögum, sem þau höfðu sungið Stefán íslandi, Einar Kristjánsson og Alaría Markan, en auk þess var flutt erindi um ísland. Nokkrir íslendingar hafa nótið gestrisni Svanholms, er þeir hafa verið á feyð í Rio de Janeiro, m. a. Kristján Einars- son forstjóri SÍF, og Sigurour Jónasson forstjóri. Þegar millilandavéiin Gull- flaug síðast til Bluie-West 1 flugvallárins á vestursirönd Græniands var ísbeltið austan við ströndina, á milli 61. og ý»2. breiddargráðu ura 20 mílna breitt. yfir allar konur á alárinum 14 —40 ára, en ekki er byrjað að taka fingi-aför af þeim og verð- ur sennilega ekki gert fyrr en úrskurður hefur fengizt um að enginn karlmaður’ i þessmn hreppum komi til greina. Friðjón Þórðarson i framboði í Ðalasýslu, Félagssamtök Sjálfstæðis- manna í Dalasýslu hafa farið þess á leit við Friðjón Þórðar- son iögfræðing, að hann verði í kjöri fyrir flokkixm í sýsiunni, og hefur hann orðið vsð þeirri ósk. Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður, sem um árabil var þing maður Dalamanna, hefur skor- azt undan að vera í kjöri aftur. Friðjón Þórðarson er aðeins rúmlega þrítugur að aldri og hefur verið fulltrúi lögreglu- ‘stjórans í Reykjavík síðan vor- ið 1948. Hann er dugmikill og greindur, og nýtur fyllsta Þá hefur og verið gerð skrá) trausts allra, er til hans þekkja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.