Vísir - 24.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 24.03.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðj.udaginn 24. mai’z 1953- « | ,j Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. :^,vj j Skrifstofur Ingólfsstræti 3. ( Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSXR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Handritin og Norðurbndaráðið. ir vikunni sem leið efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til fundar um handritamálið, og eins og vænta mátti var þar ekki um neinn ágreining að ræða að því er það snerti, að ekki kemur annað til mála af íslendinga hálfu en að handritunum verði skilað aftur, þar sem þau eru íslenzk eign, til orðin fyrir til- verknað íslendinga einna og eiga því hvergi heima nema i höndum þeirra. Hér skal ekki farið út í að rekja einstakar ræður á fundi þessum, enda hefur alþjóð gefizt kostur á að heyra málflutning manna, en í þessu sambandi má þó gjarnan rifja það upp, sem sagt hefur verið áður hér í blaðinu, varðandi aðild íslands að Norðurlandaráðinu, og þá fyrst og fremst í sambandi við handritamálið. Þegar fundir ráðsins hófust, og skýrt hafi verið frá því, að íslenzku fulltrúarnir mundu ekki bera fram nein mál að því sinni, þar sem þeir hefðu haft mjög nauman tíma til undirbúnings, varpaði Vísir fram þeirri spurningu, hvort mikinn undirbúning mundi hafa þurft, til þess að handrita- málinu væri hreyft á þessum vettvangi. Lauk fundunum þó svo, að þessu máli var ekki hreyft, og verður ekki annað sagt en að þar hafi illa til tekist. í Norðurlandaráðinu eiga þeir menn sæti, sem mestu munu um það ráða, hver úrslit þessa máls verða meðal Dana. Danskir háskólamenn hafa fyrir skemmstu hafið harðvítugan áróður fyrir því, að engu verði skilað, og hafa meira að segja viðhaft áróðursbrögð, sem ekki hefði verið trúað að óreyndu, að slíkir menn beittu. En það er einmitt sönnun þess, að þeir munu neyta allra ráða, til þess að fá því til vegar komið, að þessir dýrgripir verði áfram í vörzlu Dana. Af því leiðir, að við verð- um einnig að herða róðurinn, þótt við förum auðvitað ekki að dæmi þessarra andstæðinga okkar í vali vopna í baráttunni. En nú vill svo vel til, að jafnvel danskur maður hefur kveðið upp úr með það, að Norðurlandaráðið eigi að láta þetta mál til sín taka. Heldur hann því fram, að til þess að um sanna, norræna samvinnu geti verið að ræða, verði Norðurlandaþjóðirnar að geta borið traust hver til annarrar, eða með öðrum orðum, að allar leggi sig fram um að stofna til raunverulegrar samvinnu. Maður þessi — Jörgen Bukdahl — kemst svo að orði um þetta m. a.: „.... virðist mér nauðsyn- legt að útrýma öllu, sem hnekkir gagnkvæmu trausti .... Og í viðurkenningarskyni fyrir, að það er íslendingum að þakká, að vér vitum talsvert um forsögu vora, ættu þeir skilið, að vér sendum þeim handritin .. . . “ Raunar þurfti ekki Dana, þótt góður sé og gegn, til þess að segja okkur það, að Norðurlandaráðið sé vettvangur, til þsess að sækja þetta mál á. Við eigum yfirleitt að láta rödd okkar heyrast í þessu efni á hverjum þeim vettvangi, þar sem færi gefast, svo að andstæðingar — að ekki sé sagt óvildar- menn — okkar fái þau svör, sem við eiga. Við eigum ekki að :sækja ráðstefnur, til þess að sitja þar í góðurn fagnaði, heldur til þess að koma fram þeim málum, sem við teljum nauðsyn að leysa. Og handritamálið er annað tveggja stórmála, sem við _þurfum að leysa að nokkru á erlendum vettvangi. Þagað þunnu hljóði. "F þrettán ár var einn af fræðimönnum þjóðarinnar — dr. "*• Björn Sigfússon — á mála hjá rauðliðum og lengstum kommúnistum. Hann var þrettán ár að átta sig á því, að hon- um og öðrum flokksmönnum var stjórnað úr fjarlægu landi, ;sem hugsaði vitanlega eingöngu um eigin hag, þegar gefnar voru skipanir til flokksdeilda úti um heim. En þegar þetta rann um síðir upp fyrir honum, sagði hann skilið við sinn fyrri flokk, og nú fyrir skemmstu hefur hann skipað sér í fylkingu með öðrum mönnum, er hafa þó fengið nokkurn hluta stefnuskrámsinnar að láni frá kommúnistum. Hér skal ekki orðum eytt að Þjóðvarnarmönnum, því að nægur tími verður til að rita eftirmæli um flokkinn í sumar, en fróðlegt er, að Þjóðviljinn skuli ekki gera neina tilraun til þess að hnekkja einkunn þeirri, sem dr. Björn Sigfússon hefur gefið kommúnistum. Blaðið hefur þagað þunnu hljóði, og er ekki nema eðlilegt. í fyrsta lagi á flokkurinn erfitt með að bera slíkar sakir af sér, og í öðru lagi vill hann sem minnst auglýsa fráhvarf manna. Það gæti aukið skriðuna, og nóg mun þei’a á.henni, er gtkvæði vei'ða talin í júní. • • •••••• •• 9 • •• 9 9 •••• I ? ? ? P „ * ít P ? P P |\\\\ Hvað fmnst yður \\\\ • • Hvernig líkar y.ður og hver finnst yður munurmn a ingasögum? Gerpla, stærsti henni og íslend- Dr. Björn Sigfússon, háskólabókavörður: Munur milli fornsagna vorra innbyrðis er svo mikill í sann- sögli, að hann er t. d. sízt meiri milli Manns og konu Jóns Thoroddsens og Kambs- ránssögu Brynjólfs frá Minnanúpi. Skáldsagan Maður og kona er um innlent yrkisefni, nokkuð óstaðbundið, en í gegn skína þó skaplýsing- ar fólks, sem menn vita, að skáldið hafði þekkt og nafn- greina má. Skáldsagan dulbýr það fólk, breytir því mjög, og dulbýr einnig erlend áhrif, sem skáldið hafði orðið fyrir. Mér finnst fólki vorkunnar- laust að skilja, að Gerpla er ekki sagnfræði, heldur skáld- saga, og Bandamannasaga t. d. er sambærileg skáldsaga, en báðar hafa á ýkjum sínum raunveruleikablæinn, sem esp- ar geðsmuni lesenda, ef þeir heimta að fá að leggja á þetta sama sagnfræðiskilning og list- armat og við leggjum með réttu á sögu af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum. Sannleiksmunur Gerplu og Bandamannasögu eða Gerplu og lofkvæðanna fornu um Ólaf digra fallinn og helgaðan er þá ekkert aðalatriði, sem milli ber. Heldur er hitt aðalmunur, að Gerpla er háðsaga 20. aldar manns með flestar rætur í nú- tíð, en Bandamannasaga háðrit Sturlungaaldarmanns og spegl- ar hans lífsreynslu af höfð- ingjum og málafylgjugörpum. Þegar spurt er, hvernis mér líki Gerpla, hvort hún kitli til- finningar mínar þægilega eða ó- þægilega, er mér tregast um svarið vegna þess, hve tilfinn- ingasemi mín um smáhluti hef- ur dofnað af umgengni fyrr og síðar við kynslóð Þorgeirs Hávarssonar og Butralda. Sæmir það hverjum, er sjálfur vill hafa, er orðtak íslenzkra skálda og forréttindi. Eða hví má ekki hann Halldór okkar fyrir mér hafa t. d. Ólaf digra altryggan drottningu sinni og Magnús konung góða þeirra son, Uppsalagoðborinn sem Gerpla hermir? Snorri segir bert, að Magnús góði var hórbarn kon- ungsambáttar með Ólafi helga, meðan Ástríður drottning sænska ól konungi þá dóttur, sem giftist í Saxlandi og varð formóðir tiginna júnkara og kónga. Veit eg raunar vel, að í dag er það siðmenning margra, sem bækur dæma í samtölum og jafnvel á prenti, að þeir þykj- ast vissir um, að! Snorri hafi af kvensemi sinni einni gert Margnús óskilgetinn og eftir e • • • sama lögmáli hljóti þeir Lúsa- Oddi og brunnmígar einhverjir í Gerplu að staía af löngun höfundar hennar í lús o. s. frv. Hvorugan þeirra Snorra get eg hart dæmt, þó að hreinleiks- kenndir sumra lesenda gerist áfjáðar og uppveðraðar af réttri eða, ímyndaðri lykt. Hófsamir menn spyrja, hvað veldur, að Halldór gerir ekk- ert til að líkjast Snorra Sturlu- syni og smekk hans, en lætur um margt vaða á súðum skop- ið eins og Gröndal í Heljarslóð sinni. — „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja“, er svar við því. Mér líkar Gerpla gróflega vel í líkum skilningi og eg hreifst af Heljarslóðarorustu strákur, — spái hinni síðari eigi minna langlífis og áhrifum í landinu en hinni fyrri, enda margfalt fjölþættari bók. Ivar Orgland, sendikennari: I. Takmark höfúndarins með görpunum í „Gerplu“ er greinilega það, að manni falli eins illa við þá og verða má. Þetta tekst svo skínandi vel, að manni líkar hvorki * garparnir né bókin. Það þarf meira en meðal meltingar- fæi'i til þess að gleypa allt hrá- metið í Gerplu. En inn á milli hlands og lúsa eru réttir, sem aðeins mikill rithöfundur getur framreitt fyrir fólk. II. Lesið Fóstbræðrasögu að kvöldi en Gerplu árdegis. Helgi J. Halldórsson, cand. mag.: Gerpla er stórbrotið skáld- verk. Stíllinn er afrek. Skáldið hefur leitað fanga á flest mið fornrar orðlistar. Stíllinn er þó hvorki eftir- öpun á stíl hinna fornu sagna né hrærigraut- ur hinna ýmsu stílafbrigða þeirra, heldur seiðsterkur og blæ- brigðaríkur gerplustíll, sem er eigind þessarrar bókar og engr- ar annarrar. Af þessum sökum mun mögrum þykja bókin nokkuð hörð undir tönn. Hún er þess vegna, eins og íslend- ingasögurnar, ein þeirra bóka, sem verður að lesa oft, ekki þó eingöngu vegna stílsins, heldur og efnisins. Slíkt tel eg bók til gildis, jafnvel á okkar hraðfleygu tímum. Síðari spurningunni er erfitt að svara, vegna þess að íslend- ingasögurnar eru svo fjölbreyti- legar, að erfitt er að miða við þær sem heild. Eitt er þó auð- ; velt að benda á: Gérpla hefur Frþ, á 5. s. „Yiðförli“ hefur sent Bergmáli pistil vai'ðandi nýja nafngift við- komustaða strætisvagnanna, en um það mál hafa menn ekki orðið sammála enn og hafa komið fram ýmsar tillögur. Fer hér á eftir bréf „Viðförla“: Á stöðlinum. „Eg fæ ekki betur séð en að hreinasta nýyrðaplága sé að ganga yfir þetta litla land okkar, og þá sérstaklega höfuðstaðinn. Siðasta nýsmíðin á þessu sviði, sem áróður virðist vera hafinn fyrir, er „stöðull“, sem vera á nafn á viðkomustað strætisvagn- anna. En er nú nokkur þörf á nýju nafni þar? Nafnið er til, og þegar orðið allfast í málinu, en það er blátt áfram „viðkomu- staður“. Stirt í munni. Eg er sanunála „Gamla“, sem skrifaði um þetta i Vísi, að „stöð- ull“ er ekki líklegt tii að falla í smekk fjöldans, og festast í mál- inu. Eg gæti trúað, að það færi eins með það eins og kolakran- ann við höfnina. Þegar hann var settur upp var gefin út tilkynn- ing í blöðunum — væntanlega að afstaðinni veglegri skirnar- veizlu — að hið nýja furðuverk ætti að heita „Hegri“, og að minnsta kosti fyrst í stað, var lialdið uppi talsverðum áróðri tit þess að festa nafnið. En það fest- ist bara aldrei við hann. í með- vitund, og á tungu fólksins licf- ur hann alltaf vcrið „kolakran- inn“. Stutt og stuðull. Eg tiýgg að fidlyrða megi, að þau ein nýyrði séu likleg til að vera vel séð af fjöldanum, sem að einhverju leyti fela í sér það, sem við er átt með nafninu, en til þess eru stutt og ósamsett orð- venjulega ekki _yel fallin, en mér hefur skilizt, að einmitt þanníg vilji flestir orðasmiðirnir helzt hafa nýyrðin, — „Gamli“ vill t. d. hafa það „stutt og laggott“, án þess þó að bera fram nokkra upp ástungu. Stöðull og Stuðull. „Stöðull" er stutt og laggott orð, en það felur engan veginn í sér það, sem þvi er hér ætlað að tákna. Hins vegar var það áður fyrr vel þekkt í sveitamálinu, og var enginn þar i vafa mn, hvað það þýddi, því merkingin var orðin gömul og föst í málinu, en það var sá staður i túninu, þar sem ærnar voru mjólkaðar eftir fráfærurnar. Syipað orð var einn- ig til i sveitamálinu i annari merkingu, en það voru stuðlar í heymeisum, þ. e. hornstylcki þeirra, sem rimárnar voru festar í, en í eintölunni voru þeir auð- vitað ýmist nefndir stöðull eða stuðull, eftir því, hve hljóðvissir menn voru, en í þvi efni hefur okkur íslendingum, eða að minnsta kosti Sunnlendingum, löngum þótt áfátt, og hætt við að Gáta dagsins, Nr. 393. Hvert veiztu tré það tólf með greinum, þar eru á hverri grcin hreiður fjögur, í sérhverju hreiðri sjö eru ungar en engirrn þar lieitir annars nafni? Svar við gátu nr. 392: Hefilí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.