Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagiim 7. apríl 1953. 1R * sent að taka hlutverk Evu Peron í Kína. Hún heifir Lan Fan, og er fjórða kona Hfla® Ise-tungs. flnn iór sér hœgt við all aíla s«r valeta Heiminum hefur hleinart ný Eva Peron, að þessti Sinni í Kínaveldi, þar sem utn er að ræða f jórðu konu Mao Tse-fungs einræðisherra, fyrrttm kvik- myndadís og leikkonu, Lan Fan að nafni. Mao Tse tung skíldi við þriðju konu sína til þess að hafa Lan Fan við hlið sér, og nú telja margir, að hún sé hilðstæð Evu Peron, er gift var Peron einvalda Argentínu, að völd- um og áhrifum. Langur og allmerkilegur að- dragandi er að þessu, er nú skal að nokkru rakinn. Konur hafa ávallt átt mikil ítök í lífi Mao Tse-tungs, þrátt fyirr hörku hans. Hann var enn eirrn af hinum ungu leiðtogum hins byltinga- sinnaða Kína, er hann kvæntist fyrsta sinni á þriðja tug þess- arar aldar kornungri stúlku. Hún hlýtur að hafa verið vel ættuð, því hún var ein þeirra, er reyrðt fætur sina að sið heldra fólks í Kína, en slíkt þótti mjög virðulegt, og gaf til kynna, að sú, er í hlut átti, væri ófær um að stunda erfiðisvinnu. Onnur konan var líflátin. Mao Tse-tung losaði sig fljót- lega við þessa stúlku, en gekk síðan að eiga dóttur prófessors í Peking, konu, sem var gagn- sýrð byltingaranda, en hún lézt nokkru síðar, — sumir segja, að hún hafi verið líflátin sam- kvæmt valdboði hins grimma Ho Chien, landstjóra í Hunan. Skömmu síðar hitti hann konu þá, er átti eftir að valda svo merkum tímamótum í ævi hans, hina störvel gefnu Ho Tsen-tcheng. Þegar hér var komið sögu hafði Mao þegar bjrzt sem kommúnisti en Ho Tsen-tcheng var eldheitur læri- sveinn Lenins. Hér var um að ræða ást við fyrstu sýn, og hjónaband. Mokfcuru síðar hóf Chiang Kai-shek hina miklu herför sina gegn kommúnistum, og hugðist hann nú ganga milli bols og höfuðs þeim í eitt skipti fyrir öll. — Mao var ekki nægi- lega öflugur til þess að getá' haldizt við í Suður-Kína, og hóf þá hið rnikla undanhald sitt norður á bóginn,' ,,hina löngu göngu“, eina af ógleymanlegum göngum sögunnar um fjöll og eyðimerkur, ýið linnulausa, blóðuga bardaga. Þarna voru ekkí aðeins hermenn á göngu, lidlúr og konur og börn komm- únista, og þetta var líkast flokki hinna fprnu Germana. Qrlagaríkur fundur. Á þessu flakki sýndi Ho Tsen-tcheng af hvaða málmi hún var gerð. Enda þóít hún væri með bami, tók hún þátt í öllurp hagttupj. og.vqsbúð maiœs síns, — en þegar herinn að lok- um komst til Yenan hafði misst það, sem nefnt heíur verið „fegurð og kvenlegan vndis- þokka“. En hvað sem því leið hélt Mao fast við hana. Hún deildi kröppum kjörum við hann í helli hans, sem var hvorttveggja í senni h.erbæki- stöð hans og heimili, og hún tók þátt í brennandi áhuga hans á ljóðum og kínverskum bók- menntum fornum. Þá bar svo við, að í starfi starfi sínu hittí Mao konu, sem átti eftir að eignast Ijóðrænan hug hans allan, og koma hon- um til þess að gleyma öllu öðru. Dag einn, er hamr var að skoða hina stóru Marx-Lenin-stofnun í Yenan, — en nafn Stalins var þá ekki jafn-mikils vúrði í Kína og nú, — var hann kynntur fyrir ungri konu, leikstjóra, og nú vakii aðeins eitt fyrir hon- um: Hver var hún? Hann fékk skýringuna. Kon- an, sem stóð frammi fyrir hon- um og horfði á hann brennandi augum, var þegar fræg orðin í Kína, — þetta var kvifcmynda- dísin og leikkonan Lan Fan. Hún var upprunnin frá Shan- tung, en kornunga hafði leik- ástríða hennar knúið hana til Shanghai. Skjótur frami Lan Fan. Hún var töfrandi fögur og gædd i'íkulegum hæfileikum. Það var því ekki að undra, þótt frami hennar yrði. skjótur, og hún naut jafnmikillar hylli hjá yfirstéttum Kínverja í Shanghai sem og meðal hvítra manna þar. Jafnframt gerðist hún fræg- asta kvikmyndaleikkona Kína. Nú brast á styrjöld við Jap- ana og af henhi leiddi hertaka Shanghai af hálfu Japana. Her- námsyfirvöld Japana kusu helzt að halda sein fasíást í Lan'Fan, en hún var kínversk- ur föðurl.andsvinur og sagði: „Eg kýs fremur að devja, en láta sjá mig á leiksviði til af- þreyingar hiríúm japönsku böðtum“. Þrátt fyrir bráðan lífsháska tókst henni að flýja borgina. Það skal ósagt látið, hvers vegna hún flýði ekki til Chungking, höfuðborgar Chiang Kai-sheks, heldur til háborgar kommún- isrnans, Yenans. sem auk þess var miklu erfiðai'a að komast til. Ef til vill var hún þá þegar orðin hliðholl kommúnistum. En hvað sem þessu líður komst hún eftir mikla hrakn- inga til Yenan, og þar var henni tekið opnum örmum. Að sjálf- sögðu hlaut hún að verða mið- depill hins listræna lífs borgar- innar, en fvrst -varð að skóla hana í rétttrúnaðar-Leninisma, eins og hann var enn nefndur, og þess vegna var hún stödd í Marx-Lenin-stofnuninni. Ný stjarna á himinhvolfimi. Þarna stóð þá hinn þung- lamaiegi, durgslegi Mao Tse- tung á fimmtugsaldri, and- spænis þessu blómi Kínaveldis, sem enn var svo ung og fögur. Bandaríkjamaður, sem heim- sótti Yenan, er fyrstu tilraun- irnar af hálfu Bandaríkjanna voru gerðariil þess að téngja þá böndum Chiang og Mao, hefir brugðið upp mynd af Jienni, sem ber þaS með sér, hve hrif- inn hann hefir merið. „Hún uppfyllir nær allar þær kröfur, sem menn gera til klassiskar, kmverskar fegurðar. Andlit hennar hefur tæpast það sporbaugslag, sem talið er æskilegt,. samkvæmt þúsund ára erfðavenjum, og hið leiftr- andi fjör,. sem sindrar af augum hennar, er ef til vill ekki í sam- ræmi við þá feimni. eða kyrrð, sem um aldir hafa þótt sjálf- sagðar hjá fögrum konum í Kína. En hún er há og grönn, liðug og fjaðurmögnuð, og heíði hún verið klædd eins og kona, hefði hún haft þann yndisþokka og glæsileik til að bera, sem venjulega eru talin prýða kin- verskar konur af aðalsættum. Hún var eins og meistaraverk eftir hinn ódauðlega Sung mál- ara“. — En hún var ekki „klædd eirís og koría“, heldur var hún í hinum fóðruðu karl- mannsklæðum, sem skýla gegn frostum, og voru einkennisbún- ingar allra kvenna í Yenan þegar þetta gerðist. Á myndinni sjást Mao Tsc-tung, cinvaldur Kína. Hann er maður kvenhollur eins og fram kemur í greininni hcr á síðunni. Núverandi kona hans heitir Lan Fan kvikmyndalcikkona, og séat.hér á myudinni með honum, áður eríihún fór aðþhalda sér verulega til. Nú er þvi haldið fram, að hún ætli að taka a> séf hlut\erfi FAu Peron rKínaveldi. Mao syngur íofsöng. En fagurkerinn Mao sá gegn- um þenna andstyggilega, krypplaða og óhreina klæðnað, og hann sá fegurð, sem hann aldrei fyrr hafði kynnzt. Hann var seríi bergnuminn. Ljóð- hneigð hans spratt. fram á ný, og hann lofsöng hana yndis- legum stefjum, í hrifning sinni. Iiún eldurgalt hrifning hans. Hermi var hann „hinn sterki hestur“, „tígrisdýrið, sem geysist áfram“, — en við borð lá, að þetta endaði með skelf- ingu. Hin erfiða för hennar frá Shangjai til Yenan hafði merkt hana dýpri rúnum en hana gat grunað. Hún fékk heiftarlega lungnaberkla, og um tveggja ára bil gátu læknar ekki úr því skorið, hvort henni yrði auðið líf. Æska hennar og lífsgleði báru sigur af hólmi, og enda þótt hún alla tíð síðan hafi ver- ið veil, tókst henni að sigrast á berklunum. Mao átti úr vöndu að ráða. Ho Tsen-tcheng hafði verið1 dyggur förunautur hans á erf- iðustu stundum ævi hans, og hún hafði fætt honum soninn Mao Yung-fo, sem hann elsfc- aði, — en andspænis þessu stóð hin leiftrandi fegurð og æska Lan Fan. Hann kaus Lan Fan. Ho Tsen-tcheng var fyrst send í eina af „flokksferðun- um“ til Moskva, og er hún hafði dvalið þar um hríð, skildi hann við hana, og liélt brúðkaup sitt og Lan Fan. Daginn eftir hét hún ekki lengur Lan Fan, held- ur Kiang Tsing, eða „hið tæi'a fljót“, og það nafn hefur hún borið síðan, og undir því er hún nú fræg mn allt hið rauða Kína. Litil stjórnmála- áhrif ennþá. Hún er nú mesta hefðarkona hins nýja ríkis, en ennþá hafði hún engin pólitísk völd. Á sviðum hinna æðri stjórnmála voru aðrar konur, t. d. Tsai Chang, hin áhrifamikla mið- stjórnarkona flokksins, enn- fremur kona Chu Te, og síðast en ekki sízt kona Chou Enlais utanríkisráðherra, hin fagra og gáfaða Teng Ying-chao. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvort „hið tæra fljót“ . hafi frá fyrstu tíð keppt að háu marki í stjórnmálum. Hún reyndi ekki að bola sér áfram | í flokknum, en gerði sér þess í stað meira far um að koma ( fram sem drottning hins rauöa Kína. Mao hafði fram að þessu lifað lífi hellisbúans, og fjn’st í stað tók hin unga kona hans fullan þátt. í erfiðum kjörum hans. Þegar Mao tók að koma sér fyrir í alvöru í Peking sem óskoraður einvaldsherra, breyttist þetta. Það væri ill- rnælgi, ef sagt væri, að hún hefði lifað óhófslífi, en húu gerði Mao „manneskjulegri’' og líf þeirra begg'ja. Nú gat hún klæðzt hinum fögru kjólum, 'sem úttu við grannan líkama henríar. Nú gat hún reykt amer- ískar sigarettur í löngum jade- munnstykkjum, en þrátt fyrir fjandskapinn við Bandaríkja- menn, kann hún að meta sígar- ettur þeirra, og nú gat hún dansað eftir hinum réttu amer- ísku dansplötum við úrvals- merín kommúnista. Og hún fékk Mao til þess leggja til hliðar rykfallnar fornbókmenntir og, kynnast nútíma bókmenntum. Hún fór hægt af stað. Nú tók hún að berast á, ogl hún lét ekki lengur konu utan— ríkisráðherrans vera til fyrir-- myndar. Hún var meira heldur' kona mannsins síns, enda hafðí hún áður öðlazt frægð af eigiri rammleik. Það hefði verið fjarska mar.n- legt, ef þetta hefði verið ástæð- an til þess, að hún fór að leggja stund á stjórnmál. Hún fóir ósköp hægt af stað. Enginn veitti því neina sérstaka eftir- tekt, þó að hún stæði við hlið- manns síns við ýmislegar fagn- aðarhátíðir, sem Kínverjar hafa svo miklar mætur á, —- síðan tók hún þátt í góðgerða- starfsemi, og smám saman mjakaðist hún upp á að verða- sjálf stjóvnmálamaður. Hún talar til kvenfólksins,. og það hlustar. Hún sker ur um siðferðið í hinu nýja, rauða- Kína. Það, sem „hið tæra fljót“ segir, stendur. Hópgöng- ur þær, sem myndaðar eru í Peking, stefna ekki allar til Maos. Sumar stefna til hinnar fögru Lan Fan, sem tekur á móti þeim með yndisþokka og. glóandi byltingarræðum. iÞin hefur ekki verið leikkona til einskis. Hún getur látið hið ómerkilegasta orðagjalf ur hljóma sem ræðusnilld, og hún ber nú ægishjálm yfir aðrar ráðherrafrúr í Peking. Nær fullskipað í bændaförina til Norðurianda. í hinni áfonnuðu bændaför tii Norðurlanda verða þátttak- endur sennilega eins margir og' gert var ráð fyrir, að þeir yrðu flestir, eða 26. Er þá miðað við hæfilega tölu í langferðabíl af þeirri stærð, sem notaður verður í ferðinni erlendis. 22 umsóknir hafa þegar bor- izt Búnaðarfélaginu, en vitað er um 2 í pósti. — Bændur fara. með Gullfossi þ. 19. maí og kemur hann senniléga við í höfn á Jótlandi, þer sem bænd- ur stíga á land. Að Danmerkur- verunni lokinni verður haldið norður Svíþjóð o’g farið þaðan yfir í Þrændalög, en á suður- leið í Noregi verður farið um Guðbrandsdal, og þaðan til Stafangiirs og ferðast um JaS arinn. Flogið verður heim frá. Sóla. Áætlunin er ekki fullgerð og ekki mun hafa verið tekin fullnaðarákvörðun um hver verður fararstjóri. Bændurnir eru úr öllum fjórðungum lands- ins, nema Austfirðingaf jórð- ungi. Bursan-kven sokkarnir fást hjá okkur. Hlýfr sem ull, sterkir sem nylon. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Sími 3102. K»m»ooooo« BEZT AÐ AUGLYSAI VJSt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.