Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 8
3«aa» M; tem gerast kaupendar VÍSIS eftlr 1«. hvers mánaðar fá blaðiS ókeypl* til mánaðamóta. —* Simi 1660. VfSm er ódýrasta blaðið eg þó það fjoí- breyttasta. Hringið í sima 1660 eg gerist áskrifendur. Þriðjudaginn 7. apríl 1953. HindruÍ ný fjöldamorð Mau Mau manna í Kenya. Varðflokktir fefldi 22 ár- ásarmennina. Sk.í«lalaii€ÍsinótÍM£a iokl®: p /a »• i gonj Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Mau-Maumenn í Kenya gerðu í gær árás á þorp nokkurt, en þar eð hjálp barst fljótt, var komið í veg fyrir ægilegt blóð- bað, eða annað slíkt, sem á dögumnn, er tugir manna voru myrtir og limlestir. Mau-Maumenn notuðu að þessu sinni tækifærið, er þeir vissu, að flestir karlmenn í þorp inu voru að heiman við varð- gæzlu. Kom 25 manna hópur og réðst inn í þorpið. Beittu menn hnífum og öðrum lag- vopnum, og höfðu myrt 5 kon- ur og börn og sært 4 karla, er hjálpin kom, en hún barst fljótt, því að varðmenn voru eigi fjarri. Vegna þess hve varnarskipulagið hefur verið bætt var hægt að senda hjá’p þegar í stað og voru 22 árásarmannanna felldir, er hjálparlið kom á vettvang. Landstjóri . Breta í Kenya boðaði í fyrradag mjög auknar ráðstafanir. Kvað hann áform- að, að herða nú sem mest bar- áttuna gegn Mau-Maumönnum og byggja upp varnarhreyfingu meðal Kykuyumanna, en sá þjóðflokkur ætti að fá þá virð- ingarstöðu og hlunnindi í land- inu, sem hann ætti rétt til. Land stjórinn kvað örlög mikilla land svæða í Afríku vera undir því koxnin, hversu færi í Kenya, Úrslitin þar vörðuðu nágranna- löndin og jafnvel framtíð allrar Afríku. Komst ekki á Snæfellsjökul. Páll Arason langferðabílstjóri ætlaði með hóp manna vestur á Snæfellsnes á skírdag, en varð að snúa við vegna ófærðar. Páll lagði af stað héðan úr bænum á skírdagsmorgun með 12 manna hóp, _sem hugðist dvelja í skála F. í. á Snæfells- jökli um páskana. Ekki varð úr f jalladvölinni að þessu sinni, því að þegar komið var vestur að Grund í Kolbeinsstaðahreppi var ekki unnt að brjótast lengra vegna ófærðar, og mátti heita, að vegir allir þar væru í kafi. Sneri Páll því við og kom aftur í bæinn með ferðafólkið. Margt fólk úr bænum lagði leið sína upp á Hellisheiði um páskadagana, enda afbragðs veður. En snjólítið var á heið- inni, og varla um samfeUdan snjó að ræða hér í nágrenninu nema í Innstadal. Allmargt manna, aðallega ungt fólk, var þó að renna sér á sköflum í grennd við Skíðaskálann og naut veðurblíðunnar. Fjöldi fólks vegvillt í óveðrinu um bænadagana. lögreglan haíði nóg að gera að aka folki lieim. Mjög var erilsamt hjá lög- reglimni um bænadagana, eink- um á skírdag vegna óveðursins, og kom margt fólk í lögreglu- varðstofuna, sem bjó í úthverf- unum ög komst ekki heim til sín. Höfðu bílstjórar ýmist lokað vegna ófærðar um bæinn og í úthverfi, eða enginn bíll kom á stöðvamar svo til vandræða horfði. Ók lögreglan mörgum heim til sín og stóðu þessir flutningar fram ' eftir kvöldi. Að öðru leyti má telja að frið- samt hafi verið hjá lögreglunni bæði um bænadagana og pásk-^ ana. Engin slys cða árekstrar. Enda þtót versta veður hafi verið á fimmtudag og föstudag voru engir árekstrar tilkynntir sem orð er á gerandi eða slys, Ölvim var lítil í bænum alla vikuna, nema þá á laugardag og í gærkvöld, annan páskadag, en þá hefjast aftur almennar skemmtanir með gleðskap. All- mikil ölvun var aðfaranótt : sunnudagsins og í nótt, og gistu margir vistarverur lögregl- unnar við Pósthússtræti. Innbrot. Tvívegis var lögreglunni til- kynnt um innbrot.. Var annað iimbrotið framið á föstudaginn langa í rakarastofu Péturs og Vais við Skólavörðustíg 10. Hafði þar verið spenntur upp gluggi á bakhlið hússins og farið inn. Mun hafa verið stolið þar um 60 krónum úr peninga- skúffu. Hitt innbrotið var í Trésmiðjuna á Reykjavíkur- flugvelli. Óvenju friðsamlegir Slökkviliðsmenn gátu notið páskahelginnar eins og aðrir borgarar, bví að tíðindalaust mátti heita hjá beim. Hafa þeir sjaldan haft eins lítið að starfa um páskana og nú, því að aðeins einu sinni voru þeir á ferðinni vegna elds, á laugardaginn, er þeir slökktu í „lyftitík“ í vöruskemmu Skipaútgerðar ríkisins við Grófina. Ekki er vitað um elds- upptök, en talið sennilegt, að þau hafi verið út frá rafmagní. SkemiD-dir urðu annars engar teljandi Þá var slökkviliðið gabbao í gær, og er þá upptalin starfsemi’ s 1 ökkviliðsins . um- páskana að þessu sinni. Verðlag iækkar vestan hafs. Washuigton. (A.P.). — Síð- an verðlagseftirlit var afnumið í Bandaríkjunum hefir verðiag farið lækkandi. Eftirlitið og ákvæði um há- marksverð voru af numin skömmu eftir að stjórn Eisen- howefs tók við völdum, og hefir árangurinn þegar sagt til sín í því, að verðlagsvísitala er nú lægri en nokkru sinni síðan í júní sl. £rs Siglfirðisigsr elga @nsi S02T8 fyrr bezits stéfldkmeimina. Gerlur fflelgadótíir geípr Ser ©rð erlendis. Gerður Helgadóttir mynd- höggyari opnaði sýningu á verk um sínum í Briissel s.l. mið- vikudag. Hafði henni, verið boðið að halda sýningu þar í borg í sýn- ingarsal, sem nefnist Gailerie Appollo, og eru það einvörð- ungu ný verk, sem Gerður sýn- ir þar. Hún fór til Parísar sl. haust, og hefur unnið að-verk-. um þessum síðan. Þá héfur Gerði og verið.boð- ið að sýna í Köln í Þýzkalandi og í maílok stendur hénni til boða að halda sýningu í París, en um þessar mundir er hún einnig þátttakandi í samsýn- ingunni í Osló og Bergen. Gerður var meðal þeirra, sem sendu verk á sýninguna í London, sem kennd er vjð, ó- þekkta, pólitíska fangann.. Að- eins var lítið brot verka þeirra, er send voru, valin. úr til þess að vexa á sýningunni, og hljóta þau öll verðlaun. Var . verk Gerðar tekið á sýmnguna. Svo , sem sjá má af þessu, svo og ýmsum ummælum, sem birzt hafa um Gerði og lista- verk hennar á undanförnum ár- um, er það Ijóst, að hún hefur getið sér skjótan frama á lista- brautinni, og á hún áreiðanlega eftir að bera liróður íslands víða. Björn Pálsson fór í sjákra- fhig á páskadag norður í Vatns dal og í dag flýgur hann til Grundarfjarðar ,til þess að sækja sjúkling. Fiugveður var ágætt s.l. iaug ardag, en þann dag flaug B. P. ekki, þar sem hann var aó ijúka yið að' skipta um hreyfil í sjúkraflugvélinni. Á páskadag sótti hann.svo sjúkiing norður í Vatnsdal sem að ofan getur. í gær flaug hann til Reykhóla og Amgeröareyrar í morgun, en síðdegis mun hann flj.úga tii. Grundarfjarðar til þess að sækja sjúkling. Eru ákveðnar tvær flugferðir til Grundar- fjarðar, en ekki hægt að fara nema aðra í dag, m. a. vegna þess að þar verður að ienda um íjöru. Skjðamóti íslands, sem stao- i3 hefur yfir undanfarna daga á Akureyri. lauk í gær með verðiaunaafhendingu að Hótel KF.A. Mótið hófst miðvikudaginn 1. apríi við íþróttahús Akureyrar, er forrnaður Skíðasambands ís- lands, Einar Krisijánsson, setti bað, en síðan hófst: .keppni í 15- lan. göngu. Brautin- var lögð .urn nágrenni bæjarins. Úrslit urðu þessi: ísiandsmeistari:. Finhþogi Stefánsson, HSÞ, .1 kist, 18 mín.-24 sek. -— 2) Odd- ur Pétursson, ísafirði,' 1:20,37 kist. og: 3) Stefán Þórarinsson, HSÞ, 1:21,29 klst. — Veður var. mjög . óhagstætt þenna dag. Á skírdag var keppt í 4x16 km. boðgöngu. — íslandsmeistarar urðu sveif HSÞ, 3:05,16 klst. en ísfirðjngar urðu næstir á 3:10,43 klst. Fleiri tóku ekki þátt í keppninni. — Veður hamlaði einnig göngumönnum þenna dag. Á laugardag var ágætt veður, en þá fór fram keppni í svigi kvenna í Bx'eiðahjalla, og sveita keppjni karla í svigi. Úrslit urðu .þessi:. Íslandsmeistari í kvenna- ;sv.igi Martha B. Guðmundsdótt- iri. ísafirði. 86,4. sekúndur, 2) Jakobína Jakobsdóttir, ísaf., 88.5 sek., 3) Ásthildur Eyjólfsd., Reykjavík, 95,1 sek. — Sveita- keppni karla: íslandsmeistarar urðu ísfirðingar á 518,6 sek., 2) Akureyringar, 532,3 , og 3) Reykvíkingar, 532,4 sek. — Þá var keppt í 30 km. göngu. ís- landsmeistari varð Finnbogi , Stefánsson, HSÞ,, 2:09,26 klst., 2) Gunnar Pétursson, ísaf.. 2:10,38 klst. og 3) Ebenezer Þórarinsson, ísaf., 2:15,54 klst. Á páskadag: var keppt í svigi karla í Breiðahjalla. íslands- meistari varð Magnús Guð- mundsson, Akureyri, 131,0 sek., 2) Jón Karl Sigurðsson, ísaf., 131,9 sek. og 3) Haukur Sig- urðsson, ísaf., 132,1 sek. — í tvíkeppni (stökki og göngu) voru tveir keppendur, sem luku báðum greinunum. íslands- meistari varð Jón Sveinsson, Sigiufirði, 389,6 stig og 2) Ari Guðmundsson, Sigluf., 385,2 stig. Stórsvig karla og kvenna fór fram á Vaðlaheiði. — Úrsiit: Kvennasvig: íslandsmeistari: Jakobína Jakobsdóttir, ísaf., 58.5 sek., 2) Marha B. Guð- mundsdóttir, ísaf., 61,0 sek., 3) Ásthildur Eyjólfsd., Reykjavík, 70.5 sek. Stórsvig karla: íslandsmeist- ari Ásgeir Eyjólfsson, Reykja- vík, 69,0 sek., 2) þrír höfðú sama tíma, Bergur Eiríksson, Akureyri, Einar V. Kristjánsson ísafirði og Þórarinn Gunnars- son, Reykjavík, allir á 70 sek- úndum siéttum. —- Keppr.inni lauk svo í gær með stökki karla ©g. unglinga. íslandsmeistari í stökki varð Skarphéðinn Guð- mundsson. Sigluf., 228,3 stig, 2) Jónas Ásgeirsson, Sigluf,, 225,4 stig og 3) Ari Guðmundsson Sigluf., .219,2 stig. — í stölcki unglinga, 17—49 ára, varð ts- landsmeistari Arnar Herberts- son, Sigluf., 221,0 stig, 2) Hjálmar Stefánsson, Sigluf., 206,3 stig. Þrjá síðustu daga mótsins var ágætt veður og margt á- horfenda. Mótið fór vel fram, og engin meiðsl urðu svo telj- andi sé. Skíðaráð Akureyrar sá um mótið, en mótstjóri vat, Hermann Stefánsson. Iffll land allt frost upp í 10 stig fyrir noi*ðan. Bjartviðri er nú um allt Vestur- og Súðurland, en skýj- að á Norðurlandi og Austur- landi og éljagangur sumstaðar, en yfirleitt úrkomulaust Átt er austlæg, nema á Austur- landi. Þar er átt norðlæg. Sunnan lands og vestan var frost 2—4 stig í morgun, en 4—6 sig í grennd við sjó norð- anlands, en kaldara í innsveit- um eða upp í 10 stig. — Ekki eru horfur á að bregði til suð- lægrar áttar í bili. Sunnanlands munu allar sarngönguleiðir sæmilega greið- færar. Mikill snjór er á norðan- yerðri Holtavörðuheiði og djúpir skaflar á heiðinni og allt að ■ Melstað í Hrútafirði, en greiðfært þaðan að BlönduósL s §ær. Leikfélag Reykjavíkur hafiii í gær frumsýningu á Vesaling- anran, leikriti, sem Gunnar R. Hansen íeikstjóri hefur samið eftir skáldverki Hugos. Leikrit þetta er mjög langt, stendur fram yfir miðnætti, og var ágætlega tekið af áhorfr- endum, Voru leikstjóri og leik- arar kallaðir fram í leiksiok. Snjóflóðið... Framh. af 1. síðu. náðu menn því upp lifanöi, eins pg fyrr, segir. 4ru meira skafl á; luisinu. . Gixkað er á, að skaflinn ofan á bænum sé 4ra metra djúpur, og var grafið í rúma 2 metra áður en komið var niður á skepnurnar. Tiðindamaður Vísis tjáði blaðinu, að er fyrst hafi verið byrjað að graía, hafi ekkert hey-rzt, en síðan hafi fljótlega heyrzt í fólki, og var þá auð- veldara að átta sig á, hvar ætti að'.grafa. Bærinn er sagður mjög brot- inn, en erfitt að gera sér grein • fyrir slcemmdum, með því að i hann-er í- kafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.