Vísir - 09.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1953, Blaðsíða 8
Mr »em gerast kanpendur VÍSIS eftir 10. bveri mánaSar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Siml 1660. Fimmtudaginn 9. apríl 1953. VÍSEB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið I síma 1660 og gexiit áskrifendur. Kommúnistar vilja ennþá enga rannsókn á „syklahernaðinum46 Stjórnmálanefnd Sþ samþykkir nefndar- stofnun. Játningar rúss- neskii læknanna <»g amcrísku Siós- foringjanna. Einkaskeyti fvá AP. — Stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að setja á stofn hlutlausa nefnd til þess að rannsaka áitærur kommúnista á hendur Banda- ríkjamönnum um sýklahernað. Koxnmúnistar voru andvígir . skipun slíkrar nefndar og vildu ..að fulltrúar kínversku komm- únistastjórnarinnar og Norður- 1 Kóreu væru látnir taka þátt í Tækifæri til að sjá rússneskt herskip. London. (A.P.). — Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnir, að Rússar sendi beitiskipið Sverdlov til Bretlands í tilefni krýningar Elisabetar drottn ingar í júní. Hefir Rússum sem mörgum öðrum þjóðum verið boðið að senda herskip. Þetta er í fyrsta skipti, sem vestrænum þjóðum gefst færi á að skoða nýtízku rússneskt herskip, en Rússar hafa haldið mikilli leynd yfir þessum víbúnaði sínum sem öðrum. Talið er, að beitiskipið sé 12 þús. smál. og hafi 12 fallbyss- ur með 6 þml. hlaupvídd. 3 lestir í á- rekstrum. Nýlega lentu þrjár járnbraut- arlestir í árekstri í Ohio- fylki í Bandaríkjuiuim. Orsök slyssins var sú, að járnstengur féllu af flutninga- lest á fern spor og fór önnur flutningalest fyrst af teinunum, en síðan rákust tvær farþega- lestir á hana. 22 manns biðu bana og 150 særðust. Sundmót íl. íei fraoi í kvötd. Hver er maðurinn ? Mynd nr. 3 Er betta mynd af? (A) Th. Staunmg ( B ) van N eurath (C) Carl Renner (D) Nicolas Horthy Mynd nr. 4 Er þetta mynd a£? (A) Trygve Lie (B) K. A. Fagerholm (C) Sillanpáá (D) C. J. Hambro rannsókn, sem þeir töldu að gæti fram farið á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir lægju. Það er að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að hin hlutlausa nefnd fari til Norður-Kóreu eða Kína, og hafi tal af þeim bandarísku liðsforingjum m. a., sem sagð- ir eru hafa staðfest ákærur kommúnista, en þrátt fyrir það, . að samþykkt var að skipa nefnd ina með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, er ekki búizt við, að kommúnistar leyfi henni að fara til Norður-Kóreu. Full- trúi Frakka sagði við umræð- urnar, að það mundi ekki hafa verið erfiðara að kúga játningu út úr liðsforingja, sem er stríðs- fangi, en fangelsuðum rúss- neskum lækni. Tillagan var samþykkt með 52 atkvæðum gegn 5 (kommún- ista), en fulltrúar Indlands, Indonesiu og Burma sátu hjá. Menn frá eftirtöldum lönd- um eiga að fá sæti í nefndinni: Svíþjóð, Brazilíu, Uruguay, Egyptalandi og Pakistan. Samkvæmt seinustu fregn- um er von um, að fangaskiptin hefjist eftir 10 daga og fyrstu fangaskiptin hefjist eftir 10 daga og fyrstu fangarnir þá væntanlegir til Panmunjom hinn 20. þ. m. Agætur Varðar- ftindttr í gær. Landsmálafélagið Vörður hélt fræðslufund í gærkveldi, sem þótti takast ágætlega. Steingrimur Jónsson raf- magnsstjóri greindi frá raforku málum Reykjavíkurbæjar, og gérði Ijósa grein fyrir þeim málum frá því er ráðizt var í að virkja Elliðaárnar og fram á þerrna dag. Rafmagnsstjóri gat þess m. a., að Sogið verði fullvirkjað árið 1960, en eftir þann tíma verður að leita annað um virkjanir. Virkjun þeirri, sem nú stendur yfir, verður lokið í sumar, eins og ráðgert hefur verið. Ræða Steingríms var hin fróðlegasta, eins og vænta mátti. Maðtsr driáfíitat nyrðra. Um kl. 6 í fyrralcvöld vildi það slys til, að ungur maður drukknaði skammt undan landi við Sauðanesvita hjá Siglufirði. Atvik voru þau, að vitaverð- irnir í Sauðanesvita höfðu ver- ið í Siglufirði, en fóru svo út eftir aftur í trillubát, og voru þrír menn í bátnum auk þeirra, jþeir Hannes Garðarsson, Ólaf- ur Guðbrandsson og Pétur Þor- láksson. Höfðu þeir og skektu í eftirdragi. Er komið var út að Sauðanesvita, reru þeir Ólaf- ur og Pétur vitavörðunirm í land, og ætluðu svo aftur út í trillubátinn. Skipti það engum togum, að skektuna fylltr í ó- lagi, og drukknaði Pétur. Náð- ist hann fljótlega, en var ör- endur. Pétur Þorláksson var aðeins ívrtugur að aldri, sonur hjón- anna Guðrúnar Jóhannsdóttur og Þorláks Guðmundssonar. Kenyatta dæmdur í betrunarhúsvinnu. Einkaskeyti frá A.P. Nairobi, í morgun. Jomo Kenyatta og 5 blökku- menn aðrir voru í gær dæmdir í samtals 10 ára betrunarhús- vinnu hver, fyrir þátttöku í starfsemi Mau-Mau-félags- skaparins. Dómarinn kvaðst ekki vera í vafa um, að Jomo væri höfuð- paurinn í þessum félagsskap, og hefði haft alla þræðina í hendi sér. Undanfama 6—8 daga hafa 1500 hermenn verið fluttir loft- | eliðis frá Bretlandi til Kenya og er þessum loftflutningum nú lokið. Sundmót ÍR. fer fram í Sond- höllinni í kvöld kl. 8.30 e.h. Keppendur eru 55 talsins frá Reykjavík, Keflavík, Akranesi auk 4 varnarliðsmanna, sem keppa sem gestir á mótinu. Með al þeirra eru menn, sem getið hafa sér góðan orðstír á sund- mótum háskóla í Bandaríkjun- um. Keppnisgreinarnar eru 10. — 100 m. skriðsund, 50 m. bak- sund, 200 m. bringusund, 50 m. flugsund og 3x100 m. þrís- sund fyrir karla; 50 m. skrið- sund og 100 m. bringusundi kvenna; 100 m. baksund og 50 m. skriðsund drengja og 50 m. bringusund telpna. Búast má við mjög harðri og jafnri keppni, sérstaklega í kvennasundunum, t. d. í 50 m. skriðsundi. Á þeirri vegalengd synti Inga Árnadóttir, Kefla- vík, undir íslandsmeti nýlega, en laugin í Keflavík er of stutt, til þess að árangur hennar verði staðfestur sem met. Nú eru all- ar aðstæður löglegar og metið því í hættu. í 50 m. flugsundi karla mætast Sigurður Jónsson KR, Pétur Kristjánsosn Á, Ari Guðmundsson Æ, og Bandaríkja I maðurinn Joyce, í 100 m. skrið- | sundi Pétur og Bandaríkjamað- urinn Hersberg, í 200 m. bringu sundi Þorsteinn Löwe og Banda ríkjamaðurinn Brambilla og í 50 m. baksundi Jón Helgason Akranesi og Bandaríkjamaður- inn Brocket. í þrísrmdi mætast 6 sveitir. Akranes, Keflavík og 3 sv.eitir Reykjavíkurfélaganna. Munið að geyma myndirnar þangað tii í lok keppninnar, én þá verðnr birtur getraunaseðill, sem á að útfylla með svörum þáttíakemla. Þrenn verðlaun verða veitt: Ritsafn Jóns Trausta, borð- íamnj og brauðrist.__________________________ SigEufjörður fær 4,5 millj. kr. B r 1« a /1 » • rik« lan hja nkissjóð«« S.R. gera fsæiartogsrana tvo tírt, en þeir hufa Iegi5 síðan um áramót. Eyjakonur stofna kvenfélag. Fyrir dyrum stendur stofnun kvenfélags kvenna frá Vest- ! mannaeyjum, sem búsettar eru í Reykjavík og nágrenni. | Stofnfundur hefir verið á- kveðinn í kvöld kl. 8.30 og verður hann í húsi Verzlunar- féalgs Reykjavíkur, V. R., Von- arstræti 4. Að félagsstofnun; | inni standa nokkrar áhugasam- | ar konur frá Vestmannaeyjum | og skora þær á allar konur- úr | Eyjum, búsettar í Reykjavík, í að sækja fundinn í kvöld. Frestur bauð hætt- unum byrgin. Rómversk-kaþólskur prestur, faðir McGill, þrammaði í gær 11—12 km. leið gegnum hérað, þar sem Mau-Maumenn voru á öðru hverju leiti, til þess að biðja um aðstoð. Kvað hann 100 manna flokk Mau-Mau maniia ógna trúboðs- stöð sinni. -Varðlið var sent á vettvang. Sló í barxlaga og voru 6 Mau-Maumenn felldir. Siglufjarðarkaupstaður hefur tryggt sér 4.5 milljón króna lán hjá ríkissjóði til bess að halda úti togurunum tverm, sem það- an eru gerðir út. Bæjartogararnir tveir, Hafliði og Eíliði, hafa legið bundnir sökum f járskorts síðan um ára- mót, og hefur það að sjálfsögðu enn aukið á erfiðleika kaupstað arins, en þar hefur atvinna vér- ið sáralítil undanfarið, eins og kunnugt er. Þess vegna var hér fyrir há- tíðarnar nefnd manna frá Siglu- firði til þess að ræða. Við ríkis - stjómina um aðstoð við. kaup- staðinn. Árangurinn af þeim viðræðum varð m. a. sá. að rík- issjóður veitir 4.5 millj. króna lán á ábyrgð bæjarsjóðs, en Síldarverksmiðjur ríkisins á Sigluíirði sjá um rekstur togar- anna. Síærsta sjúkraiás állunsBsr i Svíþjóé. !§tarfslíd er 13f»>Ú EEfitaiíMS. St.holmi. — Södra-sjúkra- húsiS hér í borg er nú orðið stærsía sjúkrahús í Evrópu. Varo þetta við það að bætt var r.yrri deild með 298 rúrnum við suikrahúsið, svo að þar eru nú £áls 1559 rúm. Hundrað læknar starfa við sjúkrahúsið, enalis er starfsliðið 1360 manns. Hormteinn byggingarinnar var lagðu • árið- 1938, og á .þessuro.. 15 árum hefir 75 millj. s. kr. verið varið í þágu byggingar og útbúnaöar. (SIP). Elliði fór á veiðar s.l. laugar- dag, en Hafliði fer á laugardag- inn kemur. Báðir veiða togar- arnir í ís, og mun fyrst leggja upp aflann fyrir sunnan, en landa síðan norðanlands. At- vinnuhorfur munu að sjálfsögðu glæðast við þessa aðstoð ríkis- stjórnarinnar við kaupstaðinn. Einkaskeyti frá AP. — Um 30 rússnesk veiðiskip em nú við Suðureyjar uiulan Skot- landi. Spánarförin hefst 16. þ. m. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugfélag íslands efna til or- lofsferðar til Spánar með við- komu í París. Þessi ferð hefst 16. apríl n. k., en komið verður heim 3. maí, Enn eru nokkur sæti laus ! vegna forfalla, og ættu þeir, j sem hafa hug á skemmtilegu i ferðalagi suður á bóginn að | setja sig í samband við Ferða- j skrifstofuna hið allra fyrsta. j Þetta 18 daga ferðalag kostar aðeins 6950 krónur, og eru þar ínnifalin fargjöld, gisting, mat- ur og aðgangseyrir að ýmsum merkum stöðurn. Eralikar segja, að uppreistar- menn í Indókína hafi dregið að sér 40 000 manna lið og muni ætla; að hefja stórsókn. Sf) lá fátt særÓra og sjúkra fanga. Einkaskeyti frá AP. — Tokyo í morgun. Vonir standa til, að samkorau- lag verði undirritað í fyrra- málið um skipti á særðum og sjúkum föngum í Kóreu. Kommúnistar hafa boðizt til að skila 100 slíkum föngum á dag, en S. Þ. 500. Var og í gær birt fregn um, að S.Þ. væru reiðubúnar að skila 5800 særð- um föngum, en Kommúnistar 600, og var haft eftir fulltrúa S. Þ., að sú tala væri ótrúlega lág, en hann vildi þó ekki væna kpmmúnista um nein óheilindi ! i þessu máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.