Vísir - 16.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 16.04.1953, Blaðsíða 4
S' VÍSTR Fimmtudaginn 16. apríl 1953 §P§||ÁL DAGBLAÐ i^i | : ; Ritstjóri: Hersteinn Pálssoru liii j Skrifstoíur Ingólfsstræti 3. > Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Síldveiðitilraunirnar. T Tndanfarna mánuði hefur vélskipið Fanney verið notað til þess að leita síldar með ströndum fram hér syðra, svo og' til þess að gera tilraunir með ýmis veiðarfæri, sem menn gera sér vonir um, að komið geti að notum, þótt síldin vaði ekki eins og að sumarlagi. Á tilraunum þessum og síldarleitinni yfirleitt hafa verið ýmsir erfiðleikar, svo sem verkfallið í desember, ■ógæftir löngum stundum eftir áramótin og þar fram eftir göt- unum. Hafa þessar tilraunir ekki bor-ið neinn árangur að Jieitið geti, fyrr en nú í vikunni, er skipið fékk milli 80 og 90 tunnur af hafsíld á Selvogsbanka í vörpu, sem gerð hefur verið á Akranesi. Það hefur lengi verið vitað, að síldin heldur sig við suður- og' suðvesturströnd landsins allan veturinn, og með dýptarmæl- um hefur oft mátt verða hennar vart í þéttum torfum, en vand- inn hefur verið, hvernig' mætti veiða hana á svo stóran mæli- kvarða, að eitthvert gagn væri að. Hefur þetta verið reynt hvað eftir annað en ekki borið árangur, svo að sumir hafa jafnvel orðið vondauíir um, að við gætum náð til síldarinnar um þetta leyti árs. Veiðiför Fanneyjar hin síðasta er hinsvegar ærin sönnun þess, að unnt er að ná síldinni, þótt hún sé á nokkru dýpi, ef rétt tæki eru notuð við veiðamar. Síðustu árin hafa margir mcnn unnið að því að finna upp flotvörpur, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Þær hafa þó reynzt misjafnlega, og eru raunar ekki notaðar nema á þeim tímum, þegar fiskur er uppi í sjónum en ekki við botninn. Síld héfur hinsvegar ekki tekizt að veiða að neinu ráði, en vonandi er nú .fundin varpa, sem getur orðið fengsæl í fram- tíðinni. Er engum blöðum um það að fletta, hversu mikill hagur það gæti orðið okkm'. Oþarft ætti annars að vera að ræða nauðsynina á víðtækum rannsóknum hér við land og athugunum á því, hvernig fisk- göngum hagar umhverfis landið, og með hverjum hætti sé hentugast að veiða hverju sinni og' hvar. Ljósasta dæmið um gildi slíkra rannsókna er starfsemi norska rannsóknaskipsins G. O. Sars, sem hefur þegar margborgað sig, og þótti þó dýrt, er það var byggt. Ef ekki er hægt að auka sjávarafla með* þeirri vitneskju, sem aflað er með úthaldi slíkra skipa, er það vafalaust ekki hægt með öðru móti, eða að minnsta kosti of mikið happdrætti til þess að hægt sé að fást við það nema upp komi stór vinningur oftar en einu sinni. Því fé, sem varið er til slíkra rannsókna, er vel varið. Það kemur aftur margfaldlega í fyllingu tímans, enda þótt nokkur dráttur kunni að verða á því, endá er það fleira-, sem okkur er hulið varðandi hafið og íbúa þess, en hitt, sem okkur heíur tekizt að fræðást um, svo að ekki er rétt að vænta skjóts árangurs. En víst er, að okkur ber að halda slíkum rann- sóknum áfram og leitast við að auka þær eftir mætti, og' við eigum ekki að horfa í kostnaðinn. Því meira sem við leggjum ■af mörkum í þessum tilgangi, því fyrr fer árangurinn að gera vart við sig. Þótt margir geri sér vonir um, að stóriðja geti risið upp hér á landi, og það sé bæði æskilegt og sennilegt, er þó víst, að matvælaframleiðsla verður eftir sem áður mikilvægur liður í þjóðarbúskap íslendinga. Og til útf'lutnings mun fiskmeti verða aðalliðurinn á því sviði. Hernadarandinn segir til sín. TT'yrsti maí er framundan og ef að vanda lætur, mun þeim degi verða fagnað á Rauða torginu í Moskvu með mikilli viðhöfn. Þar mun allt verða í tákni friðardúfunpar — hermenn stika um með brugðna byssustingi, bryndrekar bruna fram hjá með gínandi fallbyssukjafta og flugvélar kljúfa loftin blá með þrumugný. Tákn einlægs friðarvilja! Eins og allir vita gerir hernaðarandi nú svo mjög vart við sig hér heima, að verið er að undirbúa þjóðarráðstefnu um það mál í næsta mánuði, en jafnframt er mönnum gefinn kostur á að bregða sér austur í Garðaríki, svo að þeir geti verið staddir á Rauða torginu á hátíðisdegi verkalýðsins og kynnzt þar af eigin sjón, hvernig umhorfs er, þar sem hernaðarandi hefur verið endanlega kveðmn niður, svo og kynþáttahatur m.m. Getur ■slík ferð því verið næsta lærdómsrík. En svo undarlega hefur við brugðið, að margir mætir menn, er gefinn hefur verið kostur á þessari reisu, hafa ekki haft neinn áhuga fyrir henni. Þei-r vílja kúra hér .héifná, og aetla vafalaust að nota tímann til þess að blása að glæðum hernaðarandans eftir sem áður. Það er furðulegt, að til skuli xnerjn, er geta gert sig hera að annari eins ósvinnu! ... Jón Krabbe hefir látið af störfum. Jón Krabbe hefur nú látið af störfum í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn. En þar hafði hann starfað, frá því sendiráðið var stofnað, árið 1920, ýmist sem sendiráðsritari eða ser.di- fulltrúi, jafnframt því sem hann var sérstakur trúnaðar- maður íslenzku ríkisstjórnar - innar í utanríkisráðuneytinu danska, meðan Danir fóru með utanríkismál íslands, sam- kvæmt sambandslögunum frá 1918. En starfsæfi sína alla hefur hann helgað málefnum íslands, því að áðstoðarmaður í íslenzku stjórnardeildinni í Höfn gerðist hann þegar að loknu háskólanámi, árið 1898, varð skrifstofustjóri þar 1910 og hélt því starfi til 1920, er stjórnardeild þessi var lögð mð- ur, og hann var skipaður trun- aðarmaður íslands í utanríkis- ráðuneytinu og jafnframt sendiráðsritari í íslenzka senrii- ráðinu, eins og áður er sagt. Á hann því á þessu ári, líkiega einmitt um þessar muridir, 55 ára starfsafmæli í þjónustu ís- lands. Það er auðvitað engm til- viljun, að Jón Krabbe hefur þannig helgað krafta sína mál- efnum íslands. Hann hefur vafalaust frá barnæsku fUndio til þeirrar römmu taugar, ,.er rekka dregur föðurtúna til“ •—, enda var móðurfaðir hans, jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóð- ólfs, einn hinna ágætustu for- vígismanna í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. En foreldrar Jóns Krabbe voru Harald Krabbe prófessor og Kristín dóttir Jóns Guðmundssonar. Og hefur þessi yngri Jón dyggilega fetað í fót- spor afa síns, þó að vettvangur- inn hafi verið nokkuð með öðrum hætti. Það er alkunna, að Jón Krabbe hefur rækt öll sín störf í þágu íslands af hinni mestu alúð og lagt sig þar allan fram, en þau störf hafa verið miklu margþættari en ráðið verður af þeirri upptalni.ogu sem að framan gi'einir. og hef- ur hann löngum verið hafður með í ráðum um lausn hinna margvíslegustu vandamála, og þótt gott til hans að leita, .Scikii’ vitsmuna hans og fjölpætlrar þekkingai'. En auk þessa, hefur hann jafnan verið hin.n skegleggasti málsvari íslands og íslenzkra hagsmuna, jafnvel svo að enginn hefur staðið hon- um framar í þeim efnum. — Reyndi nokkuð á þetta, þegar sambandinu var slitið milii ís- lands og Danmerkur, og- kurr nokkur var í mörgum Dönum af þeim sökum. Kom það sér þá og vel á stundum, að Krabbe var vel kvæntur, því að honum fjarverandi tók kona hans óhikað upp hanzkan. Kom það þá fyrir, að orð féllu um það, að auðheyrt væri, hverjum hún væri gift! Jón Krabbe hefur reynst ís- lenzku þjóðinni ágætur sonur. Og það ekki aðains í opinberu starfi sínu, heldur er það og kunnugt, að hann hefur reynsi mörgum íslenzkum einstakling- um hin mesta hjálparhella og reynir að greiða götu hvers Islendings, sem til hans leitar eftir beztu getu, enda er hans hinn mesti öðlingur. Jón Krabbe ætti að vera heiðursborgari íslands. Jakob Möller. ★ Jón Krabbi -or fæddur 5. jan. Framn. á 2. síðu. [Margt er skrétjð Hver varpaði hverjum í „svarta klefann“ í Kalkútta? w það ©kkl Bretar ^feyma aldrei. ? 66 en 99 Sögubækur lierma, að í upp- liafi uppreistarinnar miklu á Indlandi á 18. öld hafi Indverj- ar varpað fjölda Breta í skonsu eina í Kalkútta, og flestir kafn- að þar á einni nóttu. Þegar uppreistin hófst árið 1756 vörpuðu Indverjar 125 eða 126 Bretu.m — körlum, konum og börnum — í „svarta kleí- ann“ í William-virkjnu i Kal- kútta. Þegar dagur rann, voru aðeins tveir eða þrír lifandi. Hinir höfðu allir dáið um nótt- ina. Þótti Bretum þetta hið versta verk, eins og gefur að skilja, og reistu þessum fórn- arlömbum uppreistarmanna minnisvarða á svæði því, þar esm. virkið stóð á sínum tíma. Nýlega var amerískur blaða- maður á ferð í Indlandi. Hon- þm kom í hug að spyrja nokkra Indverja um þetta mál. Honum til nokkurrar undrunar, höfðu -sumjr þeirra. aldreL heyrt þessa. atburða getið, en aðrir voru mjög í vafa um það hvort það hefðu verið Indverjar, er hefðu varpað Bretum í dýflissu þessa eða öfugt. Að minnsta kosti kipptu menn sér ekki upp við það, þótt blaðamaðurinn minnt- ist á þetta, og sögðu, að líklega hefði þarna aðeins verið um á- róðursbragð Breta að ræða. Brezkir íbúar á Indlandi vissu hins vegar allir um þetta, og töldu það uppgerð hjá Indverj- um, ef þeir þættust ekki um þetta vita. En senn er 200 ár liðin frá þessum atburði, svo að þetta getur verið eðlilegt. Einn Indverjanna gaf þó sennilegustu skýringuna: „Eg er viss um, að það hafa verið Bretar, sem varpað var í klef- ann. Ef Indverjum hefði verið varpað í hann, mundi enginn muna eftir slíkum smámunum, sem gerðust fyrir tveim öldum. Öðm máli gegnir um Breta. Þeir gleyma áldrei!*;. „Gamall þulur" sendir Bcrgmáli j tiijögur sínar um nýtilegt orð yf- ir biðstöðvár eða viðkomustaði .strætisvagna. Hann segir svo: „Allmikið hefur verið rætt og ritað nm orð yfir „stoppistöð-‘ strætisvagna, og get eg ekki fall- izt á neitt þeirra sem boðlegl, er fram hefur koniið. Hg heí l>á tillögu frant að bera, að viðkomu- stáðir verði nefndir hlað. A vel við. Hlað er gamalt og gott orð. sem þarna á vel við, að mér finnst. Á hlaði hefur ávgllt verið tekið af vögnurii og sett á þá. Hlað var það til dæmis nefnt á Eyrarbakka við aðalverzlunina, þar sem vagn- ar skiluðu af sér vörum eða tóku þrer. Enn fremur mætti og ætti að kalia t. d. „portið" hjá Ferðá- skrifstofunni hlað •— hitt er dönskusletta“. Biðstöð sigrar. Þetta skraf manna um nýtt ís- lcnzkt orð fyrir biðstaði strætis- vagna er nú gott og bléssað, og gott er hversu margir hafa sýnt áhuga sinn á málinu. Aftur á móti virðist mér reynslan vera að skera úr þvi, að biðstöð verði mest notað manna á tuilli, og þar sem það er ágætt orð, og íer ekki á milli mála við hvað er átt, fæ eg ekki séð, hvers vegna það má ekki haldast. Menn kalla „stoppistöðjna" nú oftast biðsiöð, í sunnim samböndum viðkomtx- stað. Mikil húsnæðisekla. J Ef dæma má eftir auglýsing- , um í blöðunum, er mikil hús- næðisekla í bænnm. A hverju.n j degi hirtast auglýsingar, þar sem ’ óskað er eftir íbúðum, stórum og smáum, en það er lirein hending, ef auglýst er íbúð til léigu. Þessu mun valda, að seinustu slitur húsaleigulaganna eru úr gildi fallin. Mun. því mega vænta tals- verðra breytinga og þar með flutninga i vor. Hefur jafnvel heyrzt áð ýmsu fólki hafi verið sagt upp luisnæði, sem biiið hef- ur á sama stað síðan fyrir stríð, Qg geta auðvitað iegið til þess ýmsar ástæður. Útlendingar í húsnæði. Nokkur brögð munu vera að þvi, að útlendingar hafi húsnæðr á leigu liér í báerium, en ákvæð- in um bann gegn því að leigja útlendingum, éða mönnum, .sctn ekki ciga hér svcitfcsti, cru cnn í gildi. Það er því enn óheimiit að leigja útlendingum, aeuta auð- vitað mömumi í þjónuslu scndi- í'áða, scm lúta öðrum : cglinn. Finnst mér ástæða tii að minna á þetta, þar sem leiguluisnæ'ði er önógt i bænum, jxitt grcini- legt sé, að eitthvað immi rætast úr, þegar fjölmargar smáíbúðir vcrða teknar í notkun. Eg muu gera þessu cfni betri skil seinna. . — kr. * Spakniæli dagsins: Meira vinnur vit en strit. Gáta dagsins. Nr. 408: Saman strengdir seggir tveir ■ við saur oft búa, nætur svengdir þola þeir og þrældóms lúa. Svar við gatu nr. 407: JafnlngL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.