Vísir - 30.04.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1953, Blaðsíða 2
VlSIR Fimmtudaginn 30. apríl 1953 ftltnnisbiað atmennings. Fimmtudagur, 30. apríl— 120. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, föstudag- inn 1. maí, kl. 10.45-—-12.30; II. hverfi. Flóð verður n?est í Reykjavík kl. 19.Í5. Næturvörður er þessa viku í Lyfjabúðinrii Iðunni. Sími 7911. Slysavarðstofan hefir síma 5030. Vanti yður lækni frá kl. 18—8, þá hringið |oangað. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja ©r kl. 22.15—4.40. Útvarpið í kvöld: 20.20 íslenzkt mál (Halldór Halldórsson dósent). 20.40 Tón- leikar (plötur). 21.00 Erindi: Skólar og kennsla í Bandaríkj- unum (Guðmundur Þorláksson rmagister). 21.25 íslenzk tónlist: 'Lög eftir Karl O. Runólfsson (plötur). 21.45 Frá útlöndum <Jón Magnússon fréttastjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Symfónískir tónleikar <plötur) til kl. 23.00. Útvarpið á morgun: (1. maí): 20.20 Hátíðisdagur verka- lýðsfélaganna: Ávörp flytja: 'Steingrímur Steinþórsson fé- lagsmálaráðherra, Helgi Hann- esson forseti Alþýðusambands íslands og pi'ófessor Ólafur Björnssoix fornxaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. — 21.00 Leikrit Þjóðleikhússins: „Skugga-Sveinn“ eftir Matt- hias .Jochumsson. Leikstjói’i: Haraldur Björnsson. Söngstjóri: Dr. Victor Urbancic. 23.30 Veð- •urfregnir. Danslög (plötur) til kl. 1. — Söfnin: Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15,00 á þriðjudögum og fimmtudögum. BÆJAR- -HroóAfáta wt. /S9S tyéttir K. F, U. M. Biblíulestraref ní: Kól. 2. 8-15. ÖU fylling Guðs. Vísir kemur ekki út á morgun, 1. maí. Næsta blað kemur út á laugardag, 2. maí. Vigdís Ketilsdóttir, Grettisgötu 26, er 85 ára í dag. Sölubúðum bæjarins verður lokað kl. 12 á hádegi á morgun, 1. maí. Frá og með laugardeg'inum, 2. maí, er xxpptekinn „sumartími“ hjá verzlunum í Reykjavík, og ér verzlunum þá lokað kl. 12 á hádegi, en hins vegar verða þær opnar til kl. 7 síðd. á föstudög- uixx í sumar. Guðspek if él a gið. Á fundi St, Septímu annað kvöld kl. 8.30 flytur Grétar Ó. Fells fróðlegt erindi um gesl- ana. Dýraverndarinn, útg. Dýraverndunarfél. ísl., 2. og 3. tbl. þ. árg. marz- og aprílheftin, eru komin út og bárust Vísi samtímis. Dýra- verndarinn hefir tekið nokkr- um stakkaskiptum á þessu ári og er svipmeiii en áður. í marzheftinu er skýrt frá aðal- fundi félagsins. í báðum heft- um eru ýmsar fróðlegar grein- ar og frásagnir, prýddar dýra- lífsmyndum. Ræðismaðui- Kanada. í Lögbirtingublaðinu segii', að 22. þ. m. hafi Ragnar J. Johnson, vararæðismaður ís- lands í Toronto, Kanada, verið sldpaður ræðismaður íslands í þeirri borg. Leiðrétting. Vísan, sem hér fer á eftir var birt í blaðinu fyrir fáum dögum, en hafði þá fallið niður eitt ox-ð, og er hún því birt aftur, nú rétt: Anglia, heldur síðasta skemmtifund sinn á vetrinum í kvöld kl. 8.45 í Tjarnarcafé. Sérstaklega hefir verið vandað til skemmtiatriða. Sendiherra Breta, og Thyne Henderson flytur ávarp, þekkt- ur brezkur fyx-Mesari talar um Lundúni, einsöngur, litkvik- myndin Highlands of Iceland sýnd, og er það einasta tæki- fæi’ið til að sjá hana, því mynd- in héfir verið seld út, Sigfús Halldórsson dægurlagasöngvari o. fl. Kveðja til Guðm. frá Miðdal. Þú ræður yfir mætti máls og handar myndir þínar lengi skulu standa, þrótti og tign frá lit og línum andar list þinni skal engin rógur granda. M. M. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær. tií Reykjavíkur. Ðettifoss fór frá Reykjavík í morguix til Dublin, Cork, Bremerhaven, Warixe- munde, Hamborgar og Hull. Goðafoss fór frá Reykjavík 27. þ. m. til Vestfjarða. Gullfoss fór frá Reykjavík í fyri'adag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjáfoss er í Hafnarfirði. Selfoss fór frá Malmö í fyrrad. til Gautaborgar og Austfjarða. Tröllafoss fór frá New York 27. þ. m. til Reykjavíkur. Straumey fer fi'á Hornafirði í dag til Reykjavíkur. Birte fór frá Reykjavík 25. þ. m. til vestur- og norðurlandsins. Laurá Dan fór frá Antwerpen í fyrradag til Hull, Leith og Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla er á Aust- fjörðum á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík kl. 20 arxnað kvöld vestur um land í hring- ferð. Herðubreið fer frá Reykja- vík á laugardaginn austur um land til Bakkafjarðar. Skjald- Breið fór fi'á Reykjavík í gær- kvöld til Húnaflóa-, Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er í Faxaflóa. Lárétt: 2 Fornafn foi’seta- frúar, 5 engin uppgrip, 6 titill í Afríku, 8 á skipi, 10 þurrlendi, 12 stórveldi, 14 fugl, 15 hests- nafns, 17 fangamark, 18 þrammar. Lóðrétt: 1 Skelfiskinn, 2 inn- anfeiti, 3 um gráan lit, 4 síð- ustu forvaða, 7 sjávargróður, 9 ójöfnur, 11 tæki, 13 ílát, 16 tveir eins, Lausn á krossgátu nr. 1897. Lárétt: 2 Karls, 5 ljón, 6 FGH, 8 yl, 10 alda, 12 mói, 14 seru, 15 dans, 17 óm, 18 andóf. Lóðrétt: 1 Gleymda, 2 kóf, 3 anga, 4 straums, 7 hlæ, 9 ióan, 11 dró, 13 Ind, 16 SÓ. VeðrlS. Hæð yfir Grænlandi, en lægð |milli Skotlands og Færeyja. — Veðurhorfur: NA-stinnings- kaldi, víðast léttskýjað. Reykjavík. Hagbarður, sem nú er oi'ðinn einasti landróðrabáturixxn með línu héðan, kom í gær með 7 tonxi. Skíði var með slétt 3 tonn og er nú hættur. Haukur I, netabátur, fékk 10 tonn og er hættur hér syðra. Báturinn er frá Ólafsfirði og fer norður á vertíð. Sandfell kom í gær með 12—13 tonn, einnar nætur. Er þettá góður afli, en hann fekkst í 36 net. Sæfellið lagði upp í Hafnarfirði, 8—10 tonnum, en mxm hafa fai'ið þangað vegna bilunar. Kári Sölmundarson kom í gær með 6.690 kg. Ásgeir var í gærkveldi með 14 tonn, Helga, sem kom snemma í gæij- morgun, reyndist vera með 4l5 .toxm. Rifsnesið er ókomið. HaínarljörSisr. Frekar dauft yfir veiðinni .í gær og fyrradag, almennast um 6 tonn hjá línubátxmum. Þessir netjabátar hafa komið inn: 111- ugi í morgun með 30 tonn, Hafnfirðingúr 12 tonn, Síldin var ekki vitað um afla. Tog- arar: ísólfur 270 tonn, Surprise og Bjarni riddari eru í' höfn. Reykjafoss var að losa hjalla- éfni í morgun. KeílaviL Reytingsafli var á bátunum, en meðaltalið héldur lægra én í fyrradag, og hefir kannske munað um tonni. Ilæstur var Jón Guðmundsson af lxnubát- unum með 11 % tonn, en bátar voru með aíla niður í 4Vz tonn. Jón Guðmundsson mun vera kominn með um 520 tonn frá| vertíðarbyrjun. Netabátar vorii 'ékki á sjó. — Landsfundurhtn. Framhald. af 1. síðu. flytjenda, en hann sagði, að þau væru skjólgarður útgerð- arinnar, sem hefðu orðið fisk- framleiðendum til öryggis og blessunar, eixda væm þéir ein- huga xxm að halda þvl skipxt- lagi, þrátt fyrir bægslagang: Sambands ísl. samvinnufélaga, sem vildi í'júfa þessi samtölc: Ól. Th. kvaðst fullviss, að allur þori'i íslenzkra fiskframleið- enda vildi óbi'eytta skipan þess- ara mála. Þá ræddi Ól. Th. xun land- helgismálin, sem landsmöxmum væru vel kunn, og sagði, að málstaður íslendinga værx aá. að ekki þyrfti að örvænta, en þeir myndu í hvívetna standa á i’étti sínuxn og leita lausriar þeirra mála á alþjóðlegum vett- vangi. — Þessu næst rakti Ól. Th. nokkuð stjórriarskrármál- ið, en þar hefði Bjax'ni Eene- diktsson samið heildartillögur, sem Sjálfstæðismenn í stjórn- arskrárnefnd hefðu fallizt á í aðalati'iðum. Um stjórnarsamstarfið í heild sagði Ól. Th., að það hefði ver- ið gott, einkum á sviði landbún- aðarmála, og gæti engin marg- notuð slagöi'ð haggað neinu þar um. Loks rakti hann farsæl áhrif Sjálfstæðisflokksins á framfara mál þjóðarinnar, og . sagði, að hátt yx-ði stefnt nú sem fyrr. Nú væri kosningabaráttan haf- hx, og myndu Sjálfstæðismerm berjast vasklega og drengilega og sigra. Ræðu Ólafs Thors var tekið með löngu lófataki, en síð- an voru kjörnar nefndir. Nefnd ir stöi'fuðu í morgun, en síð- degis í dag flytja þeir ræður á fundinum Bjarni Benediktsson um utanríkismál og Björn Ól- afsson um viðskipta- og iðnað- armál. Kosningabaráttan hafin. Að lokum x-æddi Ól. Th. lítil- lega um „stjórnarandstöðuna", og þótti hlutur Alþýðuflokks- ins heldur bágborinn. Mynd þessi er af Guðjóni Pálssyni píanóleikara í hljóm- sveit Braga Hlxðberg. Hann kemur x stað Harry Dawson, píanóleikara, á hljómleikunum í Austurbæjarbíó í kvöld, en Dawson forfallaðist og gat ekki komið. Opnuni nýlénduvöruverzíun að Nesveg 33 á morgun,! föstudagiriix 1. niaí. Sendum heim. Sparið tíiuann, notið sínxann. Verzlunm Straumnes í Siitti 82832. í * "5 Vegna aukins vélakosts get eg nú afgreitt mim ódýrari föt en verið hefui', með stuttum fyrirvára í I. flokks hraðsatun. Föt cftir máli frá kr. 1238.00 til kr. 1378.00, ur góðum ulíarefnum. Áiierzla lögð á vandaðan fi-ágang. Þós hallur Frlðfirínsson, klæðskeri — Velíusimdi 1. Vil selja nýfræstán óáamansettan mótor, Fbrd V8- 85 HE, einnig úrteldn sömu tegund og InfernationaJ vörubíLsmótor, fræsían og Wisconsin vél 18 HK fyrir steypiliræiivél. — llpplýsingar í sima 80994. Sökum verulegrar hækkunar á daggjöldum í sjúkra- húsum, svo og flestum öðrum útgjaldaliðum Sjúkrasamlags Reykjávíkur, verður ekki hjá því komist að hækka iðgjöld samlágsmanna. Hafa þau verið ákveðin kr. 27.00 á mánuði, frá 1. max 1953 að telja. S|ukrasa«nla§ Reykjavtkivr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.