Vísir - 07.05.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1953, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Fimmtudaginn 7. maí 1953. Minnisblað almennings. Fimmtudagur, maí, — 127. dagur ársins. ® Rafmagnsskömmtun verður á morgun, föstudag- ánn 8. maí, kl. 10.45—12.30; IV. Jhverfi. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.45—4.05. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 1.40 í nótt. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Sími 1330. Læknavarðstofan hefir síma 5030. Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið jþangað. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.20 ís- lenzkt mál. (Bjarni Vilhjálms- son cand. mag.). — 20.40 Kammertónleikar. (Ernst Nor- mann, Björn Ólafsson, Josef Felzmann, Jón Sen og Einar Vigfússon leika): a) Serenata eftir Hugo Wolf. b) Kvartett íyrir flautu og strengi eftir Mo- zart. — 21.05 Erindi: Um hús- .ganga. (Jóhann Sveinsson cand. mag. frá Flögu). — 21.30 ís- lenzk tónlist (plötur). — 21.45 Veðrið í apríl. (Páll Bergþórs- son veðurfræðingur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Symfóniskir tónleikar ■ (plötur). til kl. 23.00. Söfnin: Þjóðminjasafnið er opið kl 13.00—16.00 á sunnudögum og Bd. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Gengisskráning. BÆJAR- / réttir .wT. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Nali. 1-2. I. Jóhs. 4. 16-18. 1. Varðmenn við slökkvistöðina hafa þess- ir menn verið skipaðir frá 1. maí: Gísli Jónsson, Lindargötu 13, Brynjóífur Karlsson, Sig- túni 47, Helgi Helgason, Hólmg. 43 og Hjalti Benediktsson,, Höfðaborg 12. Heimiísblaðið Haukur, maíheftið, hefir Vísi borizt. Á kápusíðu er falleg litmynd úr Hljómskálagarðinum. Þá er þarna Iistamannaþáttur Hauks, og að þessu sinni sagt frá Ás- mundi Sveinssyni myndhöggv- ara. Annars flytur ritið ýmis- legt efni, erlent og íslenzkt, til dægrastyttingar og fróðleiks. Bergmál, skemmtisagnarit, gefið út af Bergmálsútgáfunni, er nýkomið út. Er þetta 5. hefti 7. árg. og flytur heftið fjölbreytt skemmti lestrarefni og margar myndir. Á forsíðu er myndi af leikkon- unni Lana Turner. 1 þessu hefti er verðlaunakrossgáta, skrítlur og vísur auk smásagna ýmissa, þýddar sögur eftir Maupassant og fleira. , Ábyrgðartryggingar bifreiða. Aðalfundur F.f.B. 1953 skor- aði á starfandi bifreiðatrygg- ingafélög hér á landi og fjár- hagsráð, að ábyrgðartryggingar bifreiða félagsmanna gildi jafnt innanlands og í ferðalögum ut- anlands. Sjálfstæðismenn, þið, sem hafið happdrættis- miða til sölu: Gerið skil hið allra fyrsta, því að nú eru að- eins fáir dagar þar til dregið verður. Bílainnflutningurinn. Aðalfundur F.Í.B. 1953 beindi eindregið til ríkisstjórnarinnar þeirri ósk, að við i.nnflutning flóksbíla verði fullt tillit tekið til einkabifreiðaeigenda, þar sem næstum allir einkabílar eru að meira eða minna leyti notaðir við dagleg störf manna. Allt landið trjrggingarsvæði. Aðalfundur F.Í.B. skoraði á ríkisstjórnina, að láta útbúa fyrir næsta Alþingi frumvarp Kr. 1 bandarískur dollar . . 16.32 1 kandiskur dollar .. . . 16.41 1 enskt pund . 45.70 100 danskar kr .. 236.30 100 norskar kr .. 228.50 100 sænskar kr .. 315.50 100 finnsk mörk . . 7.09 100 belg. frankar ... , . 32.67 1000 franskir frankar . ,. 46.63 100 svissn. frankar ... ,. 373.70 100 tékkn. krs . 32.64 100 gyllini ,. 429.90 1000 lírur . 26.12 UwAAqátaMK 1903 Lárétt: 1 sigrar, 6 illviðri, 71 sjór, 10 sull, 12 eftir látinn, 14 hás, 15 droll, 17 fangamark, 18 borg, 21 ættarnafn. Lóðrétt: 2 á báti, 3 gert með ár, 4 forsetabýli, 5 sigla á viss- an hátt, 7 algeng, 9 tímabil, 11 fjör, 13 viðartegund, 16 góð, 19 við sjó. Lausn á krossgátu nr. 1902. Lárétt: 1 Korks, 6 kór, 8 in, 10 gáta, 12 ró, 14 sög, 15 Tító, 17 MÁ, 18 oft, 20 smábií. 1 Lóðrétt: 2 Ok, 3 róg, 4 krás, 5 hirta, 7 bagall, 9 Nói, 11 töm, • 13 atopa,. 16 ,ófá,. 19, TB. VeSriS. Grunn lægð og nærri kyrr- stæð suður af Reykjanesi. Hæð milli íslands og Noregs. Veður- horfur fyrir Faxaflóa: SA-kaldi eða stinningskaldi, skýjað en úrkomulaust að mestu. Veðrið kl. 9 í morgun: Reykjavík A 4, úrkoma í grennd, 8, Stykkishólmur A 1,' 7, Hornbjargsviti logn, ryk- mistur, 6, Siglunes SA 2, þurra- mistur, 11. Akureyri N 1, 8. Grímsey logn. Grímsstaðir S 2, 8. Dalatangi SA 2, 8. Djúpi- vogur S 1, þoka, 5. Horn S 1, 7. Loftsalir A 6, þokumóða, 8. Vestmannaeyjar SA 8, úði, 7. Þingvellir ASA 1, 9. Reykja- nesviti ASA 4, 7. Keflavíkur- völlur SA 6, rigning, 8. Reykjavik. Lokasvipur er nú fyrir alvöru að færast yfir vertíðina hér frá bænum, allmargir bátar eru ýmist hættir eða um það bil að hætta. Hagbarður heldur þó enn áfram, sem einasti land- róðrabáturinn með línu. Kom í gær með 2 tonn. Sigurður Pét-) ur (útilega) kom í vikubyrjun með 30 tonn af steinbít og þorski að vestan, fór aftur á veiðar í gær. Haukur I er hætt- ur og farinn á togveiðar norður. Marz, Þórir eru að hætta neta- veiðum hér, Áslaug er hætt. Arinbjörn kom á mánudag með bilaða vél og 2 tonn af fiski, en fór aftur út, kannske síðasta túr. Freyfaxi er hættur og Rifs- nes er að hætta. Gera má ráð fyrir að margir bátar fari síðan á reknet í júní. Hafnarfjör&ur. ' Nokkfír ; bátar, sem' ger'ðir hafa verið út á vertíð frá Hafh- arfirði eru nú hættir, og hefur þeirra verið getið. Ennþá eru nokkrir á línu og aðrir á netum, en afli er tregur. Línubátar fengu í gær 3—4 tonn, en neta- bátar voru ekki á sjó. Keflavík. Línubátar voru yfirleitt á sjó 1 gær og var afli þeirra lítill, eða 4—6 tonn. Netabátar hreyfðu sig ekki almennt, en þó munu tveir bátar hafa vitjað um. Líklega hætta flestir neta- bátar nú einhvern daginn, en línubátar halda áfram róðrum fram yfir næsta straum, sem verður 12.—13. og gæti þá orðið róið allt fram undir 20., ef eitt- hvað aflaðist. Tveir netabátar munu hafa tekið netin upp í gær. Akranes. Allir bátar voru á sjó í gær og eru aftur í dag. Netabátarn- ir eru aðeins orðnir 3 eftir, því Heimaskagi kom með öll sín net og 1660 kg. af fiski í fyrra- dag. Hann tekur nú upp. í gær var afli lítill hjá þeim bátum, sém lögðu á grunnið, eða 2—3 tonn. Bátarnir, sem fóru á djúpmið vestur undir jökul voru þó með 7—8 tonn. Hefur aðallega fengist fiskur á smá- bletti út af Stapa, en fer minnk- andi. , Sandgerði. Aðeins tveir bátar voru á sjó í gær, enda SA-stormur, en í dag eru allir á sjó, þótt veður sé ekki vel gott. Bátarnir, sem réru í gær, voru Auðbjörg sfem fékk 2% tonn og Pétur Jóns- son með 5 tonn. Tilgangslítið er að róa núna, segja Sandgerð- ingar, þar sem mikið togara- þvarg er og hafa bátar tapað línum jafnt inann sem utan landhelgi. Einn bátur tapaði í bjóðum í vikunni í togara, sem var að veiðum innan landhelgi. um að tryggingagjöld af bif- reiðum verði .miðað við, að allt landið sé eitt tryggingarsvæði, sbr. að frá 1. ágúst verður eitt verð á bensíni á öllu landinu. Útvarpstæki í bílum. Aðalfundur F.Í.B. 1953 skor- aði eindregið á útvarpsstjóra og menntamálaráðherra, að hlutast til um, að afnotagjald af útvarpstækjum í bílum fé- lagsmanna (þeirra sem skráðir eru fyrir útvarpstækjum á heimilum sínum) falli niður. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fer frá Rvk. í kvöld til New York. Dettifoss kom til Cork 5. maí; fer þaðan til Bremerhaven, Warnemiinde, tlamborgar og Hull. Goðafoss fór frá Vest- mannaeyjum 3. maí til New York. Gullfoss fer frá K.höfn á morgun til Leith og Rvk. Lagarfoss fer frá Rvk. í dag til ísafajrðar, Stykkishólms og Akraness. Reykjafoss fór frá Rvk. í gær til Álaborgar og Kotka. Selfoss fór frá Gauta- borg 5. maí til Austfjarða. Tröllafoss fór frá New York 27. apríl til Rvk. Straumey fór frá Rvk. 5. maí til Hólmavíkur, Óspakseyrar og Borðeyrar. Birte er í Rvk. Laura Dan fór frá Leith 4. maí til Rvk. Bir- eskou fer væntanlega frá Gautaborg í des. til Rvk. Ríkisskip: Hekla fer frá Rvk. á laugardaginn austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið kom til Rvk. í gær- kvöld að vestan og norðan. Þyr- ill er væntanlegur til Hvalfjarð- ar í dag. Oddur fór frá Rvk. í gærkvöld til Vestm.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassfell fór frá Pernambuco 25. apríl áleiðis til Rvk. Arnarfell er í Rvk. Jökul- fel fór frá Rvk. í gær áleiðis til Þýzkalands. Sendibsiastöðin Þröstur [ Faxagötu 1. — Opin frá kl. 17,30—7,30. — Sími 81Í48.Í Sinþ&íjcjírr *£***&&$>*| 'itóto Ot!!| jý,M.P3"eoS Kvennafangelsið. Stjörnubíó sýnir um þessar mundir áhrifamikla kvikmynd, sem fjallar um örlög ungrar stúlku. Stjúpfaðir hennar, di’ykkfelldur ruddi á sinn ríka þátt í því, að hún lendir á ó- happabraut. Við fylgjum ferli hennar til kvennafangelsis, sem raunar er nefnd uppeldisstofn- un. Þar er harka í hásæti og árangurinn eftir því, enda við- fangsefni sama sem engin. Fyrir atbeina ungrar kennslukonu kemst hún á nýtízku dvalar- heimili, þar sem allt er gert sem unnt er til þess að beina henni á réttar brautir og með góðum árangri. Daniéle Delorme, ein fræg- asta leikkona Frakka leikur stúlkuna með miklum ágætum en yfirleitt er leikurinn ágæt- ur. Mynd þessi á áreiðanlega erindi til foreldra yfirleitt og ef til vill ekki síður ungu stúlknanna, sem eru að leggja út í lífið. Kleppsholt! Ef Kleppshyltingar þurfa að setja smáauglýsingu t Vlsi, er tekið við hennl t Verzlun Guðmundar h. Alberts$onar> Það borgar sig bezt að anglýsa t VísL CDWIN ARNASON UNOABGÖTU 25. 8ÍM1 3745 STMKA sem er góð í reikningi, óskast á veitingastofu strax. Tilboð sendist Vísi merkt: „117“ fyrir kl. 6 í kvöld. Veggfóður Mikið úrval af veggfóðri tekið upp í dag. AlúSar þakkir íyrir ástóðkga hluttekningu og allan vináttuvott víð andlát og útíör Frú Öuiilu itjörnsson ' íi !:lí > .íi'/J : U.... • ■ '1 ij I j í; 'j /■ « Br. Bjornsson og vandamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.