Vísir - 07.05.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 7. maí 1953, VÍSIR »■■■»■■■»■■*••■»■•■•«■■■■■■■»■■■■«■■■■■■»•««*«■■■■«■»■■*«» ^enni^ar JL ar i fyrir Sir Harry Fernborugh? Ef hægt var a5 komast að ein- hverju var hún að fara. En því ekki að laumast eitthvað og gera Sir Hai^ aðvart þegar í stað? Hún ætti að geta talað við hann í síma — en þá mundi hún allt í einu eftir því, að hann var ásamt systur sinni á Karputiey. Og þótt heitt væri í veröndinni fór eins og kulda- hrollur um hana. Sir Harry var fjarverandi og ekki var þannig ástatt fyrir Ben, að hann gæti gert neitt. Henni fannst hún vera ákaflega einmana innan um alla þessa útlendinga — og útlendingar voru þeir, óskyldir og ólíkir henni, nema Bemice, en það var ekki hægt að telja hana með nú. Engir Bandaríkja- menn voru þarna eða Bretar. Aðeins hörundsdökkir Frakkar — sumir kynblendingar, og konur þeirra eigi síður dökkar á hör- und. Það var ekki neinn þarna, semi hún gat leitað til í neyði. Allir voru þeir flóttalegir. Voru þeir samankomnir til að skemmta sér eða var eitthvað geigvænlegt á bak við. Þegar Lebrun kom aftur ypti hann öxlum og baðst afsökunar á fram- komu Westons með þessum orðum: ,,Þið verðið að afsaka Weston — hann hefur verið fram úi* máta glaður og ekki gætt sín. Annars kunna hvorki Bretar eða Bandaríkjanna að neyta áfengis hófsamlega. Við Frakkar — skemmtum okkur og drekkum — en allt í hófi.“ Gestirnir fóru að fara. Það var eins og merki hefði verið gefið á dularfullan hátt. Einn af öðrum kom og kvaddi Lebrun og konu hans. Við' og við, er Lebrun og einhver gestanna, tókust í hendur —- var sem varir þeirra bærðust lítiS eitt — eins og þeir væru að segja eitthvað, sem enginn annar mátti heyra. „Eg er þreytt, eg held að eg fari að hátta,“ sagði Sara. „Eg vona, að þú sofir vel, Sara mín,“ sagði Mark og mælti til liennar hlýlega, eins og ástvinur væri, tók í báðar hendur henn- ar og brosti til hans. Hún reyndi að leika sitt hlutverk og brosti á móti. „Því ekki það. Þetta var fyrirtaks boð — og allt yndislegt í ferðinni.“ „Þú hafðir þá gaman af ferðalaginu? Það gleður mig sann- arlega. Þú hefur ekki gleymt því, sem eg sagði um ferða- lagið?“ Hún spurði sjálfa sig að því, hvernig' nokkur maður gæti' lcomið fram með slíkum tvískinnungshætti — fyrir einni klukku- stundu hafði hún verið áheyrandi að því, að hami hafði rætt við Iris um að flýja — en eftir útliti hans að dæma varð ekki annað séð en að hann mælti af heilum hug. „Nei,“ svaraði hún lágt, „eg hefi ekki gleymt, Mark — engu gleymt.“ „Það getur orðið fyrr en þú ætlar,“ sagði hann lágt. „Það getur jafnvel verið, að eg verði að fara í kvöld .... ef eg kæmi til þín í nótt og bæði þig um að fara með méiymundirðu þá koma? Já, þú kæmir — eg get lesið það í augum þínum. Þú ert kona af þeirri skapgerð, sem fylgja mundi manni sínum til endimarka jarðarinnar.“ Hin dökku augu hans leiftruðu af áhuga. Allt í einu varð Sara þess vör, að Iris gaf þeim gætur. „Hún er vís til þess að drepa mig,“ hugsaði Sara, og hún hafði. lesið rétt úr tilliti Irisar, að hún var til alls búin. — En ef hún elskaði Mark, hvers vegna vildi hún þá sættast við Ben? Hún hafði spurt sjálfa sig þessarar spurningar hvað eftir annað, en ekki getað svarað henni. En vitneskjan um það, að hún elsk- aði ekki Ben var Söru smyrsl í aumt sár. Hún gat ef til vill gert lagalegar kröfur til hans, en það var líka allt og sumt. Um leið og hún gekk upp stigann reyndi hún að gera sér grein fyrir því, hvað hún ætti að gera. Ben hafði hvatt hana til — jafnvel skipað henni, að fara ekki út úr húsinu, en hún hafði sínar persónulegu fyrirskipanir frá Sir Harry Fernborough. Hún hafði eitt sinn laumazt út úr húsinu að kvöldlagi, án þess eftir henni væri tekið, og hvers vegna skyldi hún ekki geta gert það aftur. Jafnvel þótt hún væri læst inni mundi henni takast að komast út. — Þegar hún hafði teldð þessa ákvörðun varð hún gripin ævintýralegri þrá og allur ótti hvarf með henni. Hún blátt áfram mátti ekki kenna til ótta þessa nótt — og ef einhver ótti ætlaði að skjóta upp kollinum varð hún að bæla hann niður harðri hendi. Þessi augnablik fannst henni eins og henni væru allir vegir færir. Þegar upp kom leit hún út um gluggann. Það var dimmra nú en þegar hún komst út um glugg- .ann seinúst, en þó sást rönd af mánanum. En henni brá allmjög eiýinún léit niður — greinin, sem hún haíði haft mest not af, háfði verið höggvin af. Ekkert milli hennar *bg jarðar, þar sem húb gat náð fótfestu. — Vissu þeir, að hún hafði komizt út — eða var það bara tilviljun, að greinin hafði verið höggvin af. Einkennileg tilviljun, ef svo var. — Hún hafði fataskipti í snatri. Fór í dökkgrænar siðbuxúr og brúna peysu, batt dökkt band úm hið jarpá hár sitt, svo að jekki glóði 'á það í; .tunglskimnu. Svo gekk hún þannig frá rúmi sínu, að svo virtist sem hún lægi í því sofandi, og laumaðist út í göngin. Hún vissi að það var, stór linskápur í forsalnum. Það var ekki líklegt, að nokkur mundi leggja leið sína þangað í kvöld. Hún læddist þangað og fór inn í skápinn og faldist þar. Ang- anin af hreinu líninu féil henni vel og það var gott loft í skápn- um. Auðfundið var af anganinni, að ilmjurtir voru hafðar í skápnum eða þá, að línið hafði verið vætt í ilmvatni. — Hún beið þarna í skápnum fram á nótt, til þess að geta verið örugg, og þótt undarlegt væri hugsaði hún aðallega um bernsku sína — þegar hún var lítil stúlka og faldi sig í fataskápnum heima. .... Loks, loks taldi hún vera óhætt að freista að komast út um hliðardyr. Til allrar hamingju var alls staðar slökkt í hús- inu svo að ljós lagði ekki. á neinn stíg, sem frá því lá. — Svalur vindur næddi um andlit hennar og það var orðið miklu svalara en það hafði verið fyrr um kvöldið, og henni varð svo kalt, að það fór eins og hrollur um hana. Það var líka rót komið á sjó- inn og hvítfyssandi bárurnar skullu á klettunum. — Eins og hina nóttina heyrði hún þetta einkennileg'a, lága raul, er hún nálgaðist neðanjarðarbyrgið, og brátt varð það æðisgengið, ógn- andi, — og henni fannst sem hér væru villimenn að æsa sig upp til ógurlegra hryðjuverka, og henni fannst blóðið storkna í æð- um sínum. Það lá við, að hún tæki til fótanna og legði á flótta heim að húsinu, en þá minntist hún orða Sir Harrys um styrjöld- ina og skyldurnar við ættjörðina og bældi niður óttann. Og fram hélt hún í áttina að hellismunnanum og treysti því, að ekki mundi heyrast til hennar, ef áfram yrði raulað og baulað sem nú. Henni var orðið Ijóst, að það voru innbornir menn, sem þarna kyrjuðu einhvern óð, en allt í einu þagnaði söngurinn — og nú lifði hún nýja ógnar- og óttastund. Mundi öllu lokið og allir þyrpast út á næsta augnabliki. Hún þorði eklci að hreyfa sig, þorði vart að draga andann. Og hjartað barðist um í brjósti hennar. Og svo kvað við há, skræk konurödd: „Vinir og félagar, þér sem saman komnir eru í musteri voru, minnist þess, að nú er stund reikningsskaparins að renna upp. Og eg, æðsti kvenprestur yðar, býð yður að láta til skarar skríða gegn öllum þeim erlendum mönnum, sem vilja halda frjálsum mönnum í hlekkjum, en vér — innbornir og erlendir, — sem eru börn hins nýja tíma, sem þegar hefur séð dagsins ljós í Evrópu, munum láta slíkan dag upp renna einnig hér. Annað kvöld munum við öll, hver einasti meðal vor, lyfta hönd sinni með blikandi vopn í hendi, og reka þau í hjörtu andstæðinga vorra — allt frá landstjóranum að hinum aumasta þeirra, sem hafa svikið okkur. Á morgun vinnum við okkur frelsi ©g ó- dauðlegan heiður. Látum ekki bilbug á okkur finna. Á miðnætti tökum við hnífa okkar úr fylgsnum þeim, sem þeir voru faldir í — og látum til skarar skríða — munið, að þið hafið fengið fyrirskipun frá mér, æðsta kvenpresti yðar. Þið haíið svarið —“ Kvenpresturinn hélt áfram í sama dúr, en Sara stóð sem agndofa og virti fyrir sér öll hin starandi augu, sem á kven- prestinum hvíidu, og bar tillit hvers og eins því ljóst vitni, að menn voru til alls búnir. Kvenprestinn þekkti hún þegar — Irisi — sem nú hafði lagt til hliðar hinn fagra kjól, sem hún hafði klæðst í veizlunni, og var nú klædd eldrauðum kjól, ó- brotnum, en hafði einnig vafið þétt um sig gullbryddað sjal. Fag- urlimuð var hún og ginnandi og stóð hún undir lampa, svo að Á kvöldvökvuini Þúsundtr vita að gœfan fylgif, hringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4, Margar gerSir fyrirllggjandl. MARGT Á SAMA STAB IAUGAVEG 10 - SIMI 3367 i gull og silfur Baðker 169 cm. Setubaðker 110 cm. Baðdúnkar 200 ltr. Yatnssalerni, compl. Handlaugar Eldhúsvaskar Blöndunaráhöld fyrir baðker og eldhús- vaska Gúmmíslöngur Vir.net til múrhúðunar Linoleum Filtpappi o. m. fleira Á. EINARSSON & FUNK Tryggvagötu 28. Sími 3982. Ekki orðlaus. Sænskur prest- ur úr litlu þorpi ætlaði með lestinni þaðan og kom á járn- brautarstöðina. Stóð hann við miðasöluna og taldi saman heilmikið af smápeningum úr kopar. Stöðvarstjórinn var sjálfur við miðasöluna og gat ekki á sér setið er hann sá þetta. Hann sagði: „Eg sé að presturinn hefir tæmt sam- skotabaukinn, áður en hann lagði af sað.“ Fólk, sem miða ætlaði að kaupa, stóð þarna í röð og skemmti sér er það heyrði þessi ummæli, en það hló hátt þegar prestur svaraði: „Já, það gerði eg. Og þú þekkir þarna aftur tví-eyring- anna þína skilst mér!“ © Það kom upp eldur í gistihús- inu, og skömmu eftir að við- vörunarmerki hafði verið gef- ið kom einn gesturinn út. Stóð hann í hóp áhorfenda sem úti stóðu og gerði mjÖg gys að þeim fýrir það, hvað æstir þeir væri. „Það er engin ástæða til þess að æsa sig út af þessu,“ sagði hann. „Eg klæddi mig í mák- indum,' kveikti mér í vindlingi, batt á mig slifsið, en þótti það ekkf fará nógu vel i svo: að eg lagaði það og batt það aftur — svona rólegur var eg nú!“ „Já, þetta er ágætt hjá þér,“ sagði einn kunningi hans, sem staddur var í áhorfendahópn- um. „En hvers vegna fórstu þá ekki í buxurnar þínar?“ CiHti AÍHHÍ fáK Eftirfarandi mátti sjá í bæj- arfréttum Vísis 7. maí 1918: Vertíðarlokin eru nú senn komin og ætlar sú reyndin að verða á, að þil- skipin hafa sjaldan orðið eins fengsæl og nú. Þrjú Duus- skipin komu inn fyrir helgina: Ása með 15 V2 þús., Valtýr með 14, og Seagull með 12, en alls hafa Ása og Váltýr aflað 57 ' þús. hvort og Seagull 48. Skip- i» lögðu út aftur daginn eftir að þau komu inn. Mesti afli, sem áður hefur komið á skip hér á vertíðinni er 60 þús. og víst má telja, að tvö skipin verði ekki undir því nú. Lyfsalaþrófi | hafa þeir nýlega lokið 1 Kaupmannahöfn, bræðurnir ' Oddur bg Stefán Thorarerisen, synir Odds lyfsala á Akureyri, ibáðir með fyrstu einkunn. fer héðan til Norðurlands föstu- daginn 8. maí. Viðkomustaðir: Siglufjörður, Akureyri, 7\ Húsavik. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Mvemúr tmpuúist sennilega nálægt miðbænum, þriðjudaginn 14. apríl. Uppl. í síma 6233. stúlka (helzt úr verzlunarskóla) óskast á skrifstofu nú þegar. Uþplýsingar í síma 2012.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.