Vísir - 02.06.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1953, Blaðsíða 4
4 VÍSIR WflSXR DAGBLAÐ ! -A- ' Ritstjóri: Hersteínn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚ.TGÁFAN VÍSIR H.F. -Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vinnuaffíð og varnarliðið. TT'yrir nokkrum vikum var bent á það hér í blaðinu, að eftir- spurn sú um vinnuafl, sem risið hefur vegna framkvæmda varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, ei' að koma atvinnuvegum landsmanna í mikinn vanda. Eftir því sem blaðið hefur fregnað úr ýmsum áttum, hefur skortur á verkamönnum og allskonar starfsfólki farið hraðvaxandi síðustu vikurnar. Ber mikið á því, að erfiðlega gengur að fá fólk til landbúnaðarstarfa, út- gerðin berst í bökkum og iðnaðurinn er farinn að kvarta. Nær ógeriegt er að fá menn í lausavinnu og við afgreiðslu skipa í höfninni er skortur á mönhum. Talið er að um þrjú þúsund Islendingar hafi nú atvinnu við ýms störf á Keflavíkurflugvelli. Þetta fólk er ekki állt úr Reykjavík og af Suðurnesjum. Það kemur frá ýmsum stöðum á landinu. Ekki er því að neita, að undarlegt virðist að það geti sett atvinnulífið í landinu í mikinn vanda þótt 2% af landsbúum fari frá framleiðslunni og til áðurgreinda starfa. En það sýnir, svo <1 ’ i verður um villst, að mikil atvinna er í landinu við venjukg störf til sjávar og sveita. Og tiltölulega lítil aukning þyrfti að verða í atvinnuvegunum, til þess að allt viruiuafl ímdsmanna revndist af skornum skammti. Ef liins vegai- eitthvað ber við, svo sem aflabrestur eða önnur óvið- ráðanleg atvik, getui' það haft lamandi áhrif á allan atvinnu- rekstur til lands og sjávar. Vinnan hjá varnarliðinu er því mjög æskileg eins og sakir standa, svo framarlega sem hún veldur ekki ei'fiðleikum í. hinum eðlilegu atvinnuvegum þjóðárinnar og hindrar ekki framleiðslustörfin. Þess vegna verður að miða fjölda verka- fólks á flugvellinum við það sem atvinnuvegirnir á hverjum tíma geta með góðu móti án verið. Þetta er að sjálfsögðu mikið vandamál, því að íslendingar óska þess lieldur ekki, að mikili fjöldi erlendra verkamanna sé fluttur inn í landið. Það skapar margskonar erfiðleika sem við getum ekki sætt okkur við. Ef hraðinn í framkvæmdum varnarliðsins þarf að vera svo mikill, eins og nú virðist komið á daginn, að landsmenn geti ekki með góðu móti lagt fram hið nauðsynlega vinnuafl, þá er til aðeins ein leið og hún er sú, að draga úr hraðanum víð framkvæmd- irnar svo a®( hann svari til þess vinnuafls, sem hæg't e,v, ai ’ veita, án þess að atvinnuvegirnir bíði af því tjón. Það vorður að stöðva þegar í stað hina óeðlilegu og var- hugaverðu eftirspurn um vinnuafl,. sem nú stafar frá fram- kvæmdum varnarliðsins. Og það þarf að gera meira. Það vej'ður að stöðva allar óeðlilegar kaupgreiðslur á flugvellinum, sem valda því að fjöldi manna vinnur þar nú fyrir miklu hærra kaupi með ýmsum hætti en nokkur atvinnuvegur landsmanna getur greitt. Ef slíkt vérður látið halda áfram nokkrum vikum lengur, myndast óeðlileg yfirboð á vinnumarkaðinum í öllum greinum, sem leiðir af sér stórkostlegar verðhækkanir og óviðráðánlega verðbólgu síðar. Þetta er mál sem þolir enga bið. Er hægt að stytta skólatímann ? ‘M/Fenntamálaráðherra hefur skipað sjö rnanna nefnd þekktra skóla- og fræðimanna til þess að athuga og' gera tillögur um mál, sem lengi hefur beðið athugunar og úrlausnar. Það er endurskoðun á öllu námsefni í barna-, gagnfræða- og menntaSkólum og athugun á þeim kennslubókum sem nú eru notaðar. Ennfremur á nefndin að gefa álit . um atriði, sern mjög eru um deilt, hvort unnt er að stytta skólatímann án þess að sleppt sé nauðsynlegri og æskilegri, fræðslu. Ýmsir læknar hér hafa haldið því fram, að námstími í barnaskólum sé of langur og geti haft óheppileg áhrif á heilsu og þroska barnanna. Aðrir halda því fram að svo miklu náms- efni sé troðið í börn og unglinga, miðaff við þroska þeirra, að námsleiði geri mikið vart við sig, sem svo veldur því að börn- in hafa tiltölulega lítil not af náminu. Þetta eru ao vísu vandamál, sem erfið eru viðíangs, en það mun vera í fyrsta sinni héi- á landi sem nefnd er skipuð til þess að gera nákvæm- ar athuganir á þessum mikilsverðu viðfangsefnum, er geta haft stórkostleg áhrif á alla fræðslu i landinu. Væntanlega tekst nefndinni istarf. YU ■, að -Jeysa af' hÖndum merkilegt „ og.. þjóðmr' HVAÐ FlttttST YDUR? v SIR SPYR: Teljið þér margra daga skóta- íerðalög barna og unglmga veiga- mikinn þátt í íslenzkum uppeláis- málum? Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir. Því miður, nei. Hinn upp- xunalegi tilgangur er vafalaust góður. Eg tel víst, að þær hafi verið hugsaðar sem eðlileg kynning á landi voru og þjóð jafnframt því, sem um holla og góða skemmtun átti að vera að ræða. Síðustu árin og þó ef til vill einkum í vor virð- ast sumar skólaferðir hafa farið ver en skyldi sökum áfengisnautnar og annarrar ósiðsemi unglinganna. Hverjir eiga sökina á slíku er ekki auð- séð, en eitt tel eg fráléitt og það er það, að kennarar skuli láta hafa sig til þess að taka að sér fararstjórn hópa nema þeir viti, að framkoma þeirra muni vei'ða vansalaus meðan á fei-ðunmn stendur, Sá andi virðist vera ríkjandi sumsstað- ar, að sá teljist mestm-, sem verst hagar sér. Við slílcu vei’ða foreldrar og kennarar að stemma stigu í framtíðinni. — Þegar góður agi er kominn á í unglixxgaskólunum tel eg skólafei'ðalögin ekki aoeins æskileg heldur sjálfsögð. Magnús Jónsson, skólastjóri. Margra daga skólafei'ðalög eru ekki heppileg, því svefninn er oft ónógur og unglingar þi'eytast. Um flesta þætti skóla- starfsins má segja að tjl- gangurinn einn sker ekki úr, um giidi þeirra, hrfdu" hvernig m.álin eru lögð fyrir og á þeim er haldið. Ymsir gagnlegir og í fyllsla máta ágætir þættir í starfi. skóla og æskulýðsfélaga geta orðið 'til skaða, ef þeir eru í höndum manna, sem hvorki hafa skapgerð, hæfni, si'ðferö- isstyrk né gefa sér tíma til að. sinna starfinu og unga íólkinu. Gagnstætt þessu verða svo þættir, sem ekki virðast hafa éins þýðingarmikinn tilgang, oft að all miklu gagni í.hönd- um góðra manna. , Skólaferðalög lúta sömu reglum. Gildi þeirra er mjögj komið undir kennurum þeim, er förinni stjórna, og eih-ni'g I hvernig hópar þeir eru, sem I farið er með. Til að skólaferða- lög komi að fullu gagni, þarf éður en farið ei- af stað, að gera nemendum skýra grein fyrii' j hvað merkilégt sé að sjá, og hvað megi af förinni læra. — Áfengi þarf undir öllum kring- umstæðum að vera útilokað i slíkum fex'ðum. Því miður vitum við, að skólafei'ðalög hafa verið farin, sem betur væri ófai'in. En sem betur fer, mun mestur hluti neinenda minnast skólaferð-1 anna með ánægju, og íinna ao þau eru þó aðeins fróðax-i en áðurium laiid sitt bg aögu-. '; • ‘ Ragnai' Georgsson, kennari. Eg tel vaíasamt, að hægt se að gei'a þær kröfur, að ferða- lögin, sem mörg skólabörn, og unglingar fara í að loknu námi a voi'i hvei'ju, geti verið mikilvægur j þáttur í upp- eldismálun- um. Hér er heldur ekki um námsferð- ir að ræða fyrst og fremst, heldur skemmtiferðir með frjálsri þátttöku, sem nemend- ur kosta sjálfir í flestuin til— fellum. Af þessu tagi munu eins og tveggja daga ferðir vera algengastar, og þótt kennai'ar íylgi að sjálfsögðu nemerdu i- um og leiðbeini þeim eftir megni, þá liygg ég, að eftii- tekjurnar verði oft fremur rýrár að því er varðar nams- árangur. Annar er margt vel um þess- ar ferðir, og þaff er víst, að vel skipulögð hópferðalög, undir öruggri fai'ai'stjói'n, ættu að geta verið flestum, og ekki sízt skólanemendum, holl skemmti- leg og fx'æðandi. Ekki er sú þjálfun ónýt unglingum, sexn felst í því að skipuleggja, undirbúa og framkvæma fei’ða- lögin, en þar reynir á forsjálni og dugnað allra þátttakend- anna. Sumarblær yfir Rafskinnu. Sumir hafa e. t. v. halilið, að Rafskinna sæist alclrei í skemmuglugga Haralclar nema rétt fyrir jólin, en svo er þó ekki, ’því að þessa dagana flett- ir lixin blöðum sínuin í bráð- skemmtilegum sumarbxiningi. Að þessu sinni hvílir hún á iðjagrænni grasflöi. E.étt þar hjá er skringilegur lax- eða silungsveiðimaður, sem aldrei fær annað á öngulinn en stíg- vélagarm,, en taumurinn vinzt utan unx stólpa, er hann dregur á land, og er þetta mjög spaugi- legt. í baksýn sér inn í snoturt bændabýli, búið gömlum hús- gögnum, en úti fyrir sténdur öxi í bi'ythöggi, sög hangir á vegg, og fleira er þar, sem gef- ur þessari mynd líf. Út um gluggann sér á lax- veiðiá, sem liðast eftir fögrum dal. Yfir glugganum hvílir skemmtileg og hugnæm sumar- stemning, sem gefur smelln- um auglýsingum Rafskinnu sjálfrar aukið gildi. Gunnar Barhmann, „faðir“ Rafskinnu, heíur enn einu sinni sýnt hugvitssemi sína við að estja bessa fui'ðubók sína á svið, og staldra margir við til þess að skoða sumar-Rafskinnu hans, ekki síður en skamm- degisútgéfuna. — Rafskinna er skeramtilegur gripur, og vafa- laust ábátasöm fyriij augl^s-, én'dxií'. ! ” ” Þi'iðjudaginíi. 2. júm 155?. Nú er farið að styttast til 17. júní, þjóðhátíðardágs íslentí- inga, og untíirbxiningurinn að hátíðahöldunum þenna tíeg er þegar hafinn. Það fer því að verða mál fyi'ir alla hús- og lóðaeigendum að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það hefux verið talin nauðsyn hingað til að gei-a allsherjarhreingerningu utanhúss og innan að minnsía kosti einu sinni á ári, og er tit- valið að allar lagfæringar utan- húss fari einmitt fram fyrir þjóðhátíðai'daginn. i Mcsta regla í hvívetna. i Þeir, sem ætla að láta mála hús að utan, eða dytta að þeini að einhverju leyti, þrífa lóðir og annað, sem verða má til fegr- unar og þrifnaðarauka, þúrfa að' hafa lokið þvx fyrir 17. júftí. Þetta er nú að verða regla og munu flestir gjarnan vilja fylgja henni. Það á lika að vera öllum metnaðarmál, að umhverfið sé sem snyrtilegast þenna dag. — Þetta er einn merkasti dagur ársins — hátiðisdagur íslenzku þjóðarinnar. Hófsemi á hátíðinni. Það er kannske fullsnemmt að fara að ympra á því nú, en það getur ekki legið í þagnar- gildi: í fyrra brá svo við 17. júní, að nokkurrar drykkiu- skaparóreglu varð vart á sjálf- an hátíðisdaginn, og verður það að teljast algerlega ósæmilegt. Það ætti að vera hverjum bæj- arbúa ljóst, að það er ómögulegt að halda upp á þenna merkis- dag með ölæði, eða yfirleitt að hafa vín um hönd. En þav er vandratað meðalhófið, eins og oftar, og því bezt að láta áfengi hvergi koma nærri hátíðarhöld- unum. Mörgum sárnaði. Eg veit að mörgum sárnaði, bæði bindindismönnurn og öðr- um, hve margir menn, einkum unglingar, sáust ölvaðir 17. júní sl. Og finnst mér satt að segja, að þeir sem þöi-f hafa fyrir á- . fengi, geti vel sleppt því aö neyta þess 17. júní, og má þá vera það frjálst aðra daga. Það er vissulega ekki hægt að skipa mönnum að vera alsgáðum 17. júní, en það ætti hver og einn Islendingur að sjá sóma sinn j því að vera það. Almenn þátttaka. | Sé veður gott, er þátttaka al- mennari i hátiðahöldunum 17. | júní en nokkrum öðrum hátíða- I höldum á árinu. — Þá taka þátt í útiskemmtunum þúsundir manna, og margt af þeim fjölda fólk, sem annars fer sjaldan út að skemmta sér. Allur fjöldinn hefur það að meginreglu að neyta ekki áfengis þenna dag, eða fax-a svo vel með það, að enginn verði þess var, og því má ekki fámennum hópum hald ast það uppi að spilla skemmt- uninni fyrii' fjöldanum. — kr. ♦ ■ Spakmæli dagsins: Þjónninn 'þekkist bezt í fjar- yeru húsbóndans. Gáta dagsins. Nr. 437. Hver er snótin halalöng, á lxausi er gengur, gemlu bér í götum rata, gei'ir vinna til ábata? Svar við gátu nr. 436. Gluggi. I ■ ' : !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.