Vísir - 03.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 03.06.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 3. júní 1953. TlSIB Barátían við MOUNT (1924) Eftir Francis Younghósbamf. ast alla leið upp á tindinn, ef Malloi-y hefði kosið Odell fyrir íélaga og þeir gert úrslitatilraunina saman án súrefns. Því að Odell hafði ekki lent í hinu erfiða björgunarstarfi með Norton, Somervell og Mallory. Er þeir björguðu fjórum burðarkörlum, sem voru hætt komnir á norðurtindinum 24. maí, og að líkind- um hefir h'ann núl verið orðinn fær um að komast upp á tind- inn. Það var að vísu mjög farið að draga af Mallorv, en hann hafði þá haft þaulvanan fjallgöngumann sér við hlið, því að hafði þá haft þaulvanan fjallgönguamnn sér við hlið, því að það hlaut einnig að hvetja hann til dáða að vita, að menn höfðu komizt upp í 28.100 feta hæð. Það má líka gera ráð fyrir því, að þeir Odell og Irvine hefði getað náð markinu án þess að notast við súrefni, því að Ii'vine hafði heldur ekki tekið þátt í björgunarstarfinu. En þetta eru ekki nema getgátur. Mallory vissi heldur ekki, þegar hann var að búa sig undir gönguna, að Norton hafði komizt upp í 28.100 feta hæð, né heldur hversu Odell var orð- inn.vanur hinu þunna lofti uppi á fjaílinu. Hann vissi það eitt, að fram að þessum tíma hafði Odell ekki verið eins fljótur að venjast því og hinir. Hann taldi þess vegna mesta sigurmögu- leika í því fólgna að leita á náðir súrefnisins. Þ. 3. júní gengu þeir Mallory og Bruce í einum áfanga frá 3. tjaldbúðum til 5. tjaldbúða og byrjuðu tafarlaust að athuga möguleikana á því að fá nægilega marga burðarkarla, til þess að bera súrefnisgeymana upp í 6. tjaldbúðir. Burðarkarlarir voru heldur hressai vegna þess að þeim hafði- gefizt tími til að hvíla sig og að veður var nú með afbrigðum gott og fagurt. Bruce tókst að fá nægilega marga þeirra til að reyna þetta, en varð að leggja fast að þeim. Meðan þessir samningar fóru fram, gerði Irvine við súrefnistækin..... Öllum undirbúningi var Ipkið sama dag. Næsta morgun lögðu þeir Mallory og Irvine á brekkuna á nýjan leik og ætluðu til noxðurtindsins. Þeir notuðu súrefni og voru ekki nema tvær og hálfa klukkustund á Ieiðinni. Þeir voru harðánægðir með árangurinn, en Odell var ekki allskostar sannfærður um, að þeir færu hyggilega að ráði sínu. Irvine var orðið illt í hálsi af að anda að sér köldu, þurru loftinu og lítur Odell svo á, að súrefnið hafi aðeins gert illt verra. Þama á norðurhnjúknum söfnuðust nú allír saman, tvímenn- ingai-nir, sem ætluðu að gera enn eina atrennu og þeir, er ætl- uðu að aðstoða þá. Fjórðu tjaldbúðirnar voru í rauninni orðnar einskonar framvarðastöð fyrir þá, sem ætluðu að leggja til at- lögu við tindinn. Odell hefir lýst staðnum að nokkru. Hann var frábrugðinn öðrum tjaldstöðum að því leyti, að hann var á snjó en ekki föstu bergi. Fjórum tjöldum hafði verið-tyllt .á íssyliu, tveim fyrir hvítu mennina og hinum fyrir burðarkarl- ana. Syllan var ekki breiðari en svo sem 30 fet og yfir henni að vestan gnæfði hár, lóðréttur ísveggur, sem veitti þægilegt skjól fyrir hinum nöpru vindum, sem sífellt næða úr þeirri ótt..... Sama daginn og þeir Mallory og Irvine komu þangað úr 3. tjaldbúðum, komu þeir Norton og Somervell ofan af fjallinu. Þeir höfðu ekki staldrað við í 5. og 6. tjaldbúðum, heldur haldið rakleiðis áfram niður að 4. tjaldbúðum. Somervell hafði einu sinni á ferðinni fengið svo slæma hóstakviðu, að honum hélt við köfnun. Þá um kvöldið missti Norton alveg sjónina sakir snjó- blindu. Hann og Somervell voru hnuggnir yfir að hafa ekki komizt alla leið, enda var það ekki að ástæðulausu. Það er eigin- lega ágæt sönmm á afstæðiskenningu Einsteins, að þeir skyldi vera óánægðir yfir að hafa komizt í aðeins 28.100 feta hæð. Það var ekki svo ýkja langt síðan menn voru taldir hetjur, þótt þá skorti 5000 fet í að komast eins hátt og Norton og Somer- vell höfðu komizt. En hvað um það, þeir höfðu ekki komizt upp á tindinn og Mallory brann nú í skinninu eftir að gera enn eina tilraun. Norton studdi hann í þessu og var „fullur aðdáunar yfir hinmn óbilandi kjarki mannsins, sem var staðráðinn í að láta ekki bugast, meðan.nokkrar líkur virtust til að hægt væri að sigra.“ Og svo var vilji Mallorys stæltur og áhugi hans mikill, að Norton taldi víst, að .honum mundi lánast þessi fyrirætlan. Norton var honum aðeins ósammála að einu leyti, um valið á félaga. Irvine var sárþjáður j hálsinum og hann var heldur ekki eins reyndur fjallgöngumaður og OdelL Auk þess var það nú að koma æ þetur í ljós, áð Odell var svo þolinn og harður af sér, að engính komst í hálfkvisti við hann, enda þótt hann hefði verið lengi að’venjast fjalláloftinu. En Mallory var búinn að leggja síðustu hönd á undirbúningmn, svo að Norton lét hann einráðan, enda var það rétt ei-ns og komið var. Mallory var einn dag um kyrrt hjá Norton i tjaldstöðinni. Kvaldist Norton þá miög í augum vegna snjóbiindunnar. Þann 6. júní lagði Mallory upp með sex burðarkörlUnn• Hv-érrVeit, hvernig honum vár •bxliaribrjósts?-,Hann gerði sér Ijósar hætt- urnar, sem hann hlaut að mæta og hann lagði ekki upp í neinu fífldirfskuæði. Þetta var þriðji leiðangurinn, sem hann fór til Everest-fjalls og eftir fyrstu för sina þangað, hafði haim skrif- að um fjallið, að það væri svo erfitt viðureignar, að mönnum væri hyggilegra að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir leituðu fangbragða við það. í báðum síðari ferðum sínum þangað hafði hann kynnzt því í hinu óblíðasta gerfi sínu. Mallory vissi, hvaða hættur væri framundan og ætlaði sér að sigrast á þeim. En hugprýðin var ekki eini kostur hans. Hann vár gæddur lifandi hugmyndaflugi og skildi til fulls, hvers virði sigurinn væri. Everest-fjall var tákn ósigrandi nátt- úruafla og nú ætlaði hann að láta vilja mannsins og þrek ganga á hólm við það. Hann sá í anda gleðisvipinn á félögum. sínum, ef tilraun hans heppnaðist. Hann gat líka gert sér grein fyrir hrifningunni, sem mundi grípa alla fjallgöngumenn. Heiðrin- um, sem það mundi vinna Englandi. Áhuganum um heim allan. Frægðinni, sem hann mundi geta sér. Hinni þægilegu tilfinn- ingu, að hann hefði ekki lifað lífinu til einskis. Hann hlýtur að Finniandsferð M.s. „REYKJAFOSS“ fermir í Kotka í Finnlandi 20.— 25. júní. Væníanlegur flutningur tilkynnist aðalskrifstofu vorri isem fyrst. H.f. Eimskipafélag Islands. ifrost i Borgarfiröi tekur til starfa 18. júní í sumar. Frá 18. til 1. ■ júlí verður eingöngu tekið á móti hópferðum frá kaupfélögun- um. 2.-4. júlí verður aðalfundur Sambandsins háður í Bifröst, en að honum loknum verða veitingasalirnir opnirj[ öllum gestum. Samband ísl. Samvinnufélaga. WVWWVVV^AfWVWWWW^V^/JWSAN^^VWVWWVVWWWVVV BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VBI Á liTÖldvökiiniii Gamli bóndinn að aka borg- arbúanum, og breiddi bjarnar- skinnið yfir fætur hans. „Hvers vegna læturðu ekki loðnuna snúa hm?“ spurði borgarbúinn. „Það er miklu hlýrra þannig.“ „Auðvitað,“ svaraði gamli bóndinn. „Dæmalaus asni get- ur björninn verið.“ • Lífið befst, þegar menn háfa gert sér grein fyrir, hve snemma |það endar. • Móðirin: „Veiztu hvað kemur fyrir litla drengi sem skrökva?“ Sonurinn: „Þeir komast í strætó fyrir hálft gjald.“ 9 Sá, sem ætlar a8 verða mik- III, verður að liagnýtá hvert trekif æri. • Mike: „Er það rétt, sem eg heyri um þig, Pat, að þú sért genginn í kommúnistaflokkinn? Ertu óður, maður?“ Pat: „Það er dagsatt. Eg lét innrita mig í seinustu viku. Sjáðu til, læknirinn sagði, að eg ætti bara tíu daga eítir ó- lifaða, og það er betra að einn af þessum fjandans kommún- istum deýí -én góður og gegn íri.“ ,fet, er hæsta fjall í Stóra- Bretlandi. ÍÍHU JÍHHí Mánudaginn 4. júní 1922 mátti lesa eftii'farandi i bæjar- fréttum Vísis: Hafíshroði var við Hoi-n í fyrrakvöld samkvæmt skeytinu til veður- athugunarstöðvarinnar. — Frá Siglufirði var simað. í gær. að sk-ip ; úr Háfnaríirði væri nú komið þangað vestan fyrir Horn, og ferð þess gengið greið- lega. — Er augljóst, ;að hér er ■ekki um’ neihn samieíldan ís að ’ ræða, 'héldur aðeins jshróða: hann kann að geta heft skipa- ferðir öðru. hvoru, en þéttist þó ’ og gisnar á víxl. Út af Dýrafirðlj hefur einnig sézt til ísa, enn lengra undan landi. Leikfimissýning var á íþróttavellinum í gærl og þrátt fyrir súldina var þar mikill fjöldi áhorfenda. Leik- fimi sýndu karlar og konur, og tókst véL Þá vdr og sýnt kart- j öfluhlaup, eggjahlaup og poka- i hlaup og þótti það góð skemmt- Ben Nevis í Skotlandi, 4.406 ub. " & > r>i - VIÐSJA Frh. al 4. síðu. um. Hann hertók 8 „hsien**’ eða sýslur og bað um sjálf- boðaliða. „Alir vopnfærir menn bu£u sig fram og brátt var herinn orðinn 50,p00“, en konunúa- istar gerðu gagnárás og hrökí.u Li-Mi inn í Burma. „Það var' ömurlegt. Flestir manna minna . voru vopnlausir og urðu að • laumast heim til býla sinna og: bíða nýs tækifæris, sumir fóru í vegavinnu hjá Burmastjórn. Margir drukknuðu er þeir reyndu að synda straumharðar.- ár á flótta sínum“. Ráða landi milljónar manna. Síðan hafa Þjóðernissmnar' raunverulega ráðið yfir land- svæði í Norður-Bui’ma, sem ein milljón frumstæðra Burma- manna byggja. Þar eru fimm hershöfðingjar, sem allir eru hollir Li Mi. Aðalherstjórnar-- stöðin er á skógi vaxinni sléttu austur af Salween-ánni, þar sem Kína, Burma og Indó- kína mætast. Þar er flugvöllur ■ og loftskeytastöð og þannig beint samband við Formosu,. Li kvaðst hafa 30.000 manna- lið, en aðeins einn af þremur' sé vopnaður. Liðið hefir nokkr- ar fallbyssur, en að kalla engin skotfæri. „Við höfum engan rænt, en. við höfum barist gegn kom- múnistum. „Skattar“ eru. lagðir á umferðamangara, sem eru opíumsmyglarar,“ segir hann, „er gera ráð fyrir að> verða að borga.“ Flestir menn Li Mis rækta. jörðina og margir hafa kvænst Burmastúlkum. — Li Mi segir, að menn hans séu ákveðnir í að> halda kyrru fyrir þar sem þeir eru. — Hann segir það kom- múnistiskan áróður, að þeir lifi. á ránum — „og hið sama er að> segja um þá sögu, að eg aki í skrautvagni um Bangkok og hafi 12 hjákonur,“ og bætti við- þurrlega: „Eg held, að konan mín sætti sig ekki við það!“ Fjallið EVEREST ^eftir Sir Francis Younghusband Bókin um baráttuna við bergrisann mikla, sem nú er Ioks SIGRAÐUR. 1 henni segir frá erfiðleikum fjail- göngumannanna, er reynt hafa að sigra þetta hæsta fjall veraldar, en engurn tekist fyrr en nú. Góð og ódýr bókj : Köstar kr. 30,00 i bandi, en kr. 22,00 óbundin. Háfnai'stræti 4. Sími 4281. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Sími 3400»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.