Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 2
9 VÍSIR Fimmtudaginn 11. júni 1953 Ifcfmnisblað aimennings. Fimmtudagur 11. júní — 162. dagur ársins. Flóð •verður næst í Reykjavík kl. 18,25. K.F.U.M. Biblíulestur: Post. 7, 38—53. Ásakar hiklaust prestana. Rafmagnsskömmtunin verður á morgun, föstudag, í 4. hverfi kl. 10,45—12,30. ÚtvarpiS 20,20 Vettvangur kvenna. — Frásöguþáttur: Ljós í myrkri (Ragnheiður Jónsdó'ttir rithöf- undur). 20,45 íslenzk tónlist (plötur): „Systur í Garðshorni“ svíta fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal (Björn Ólafsson og Wilhelm Lanzky-Otto leika). 21,00 Upplesfur: Einkennileg ferðasaga eftir Benjamín Sig- valdason (þulur les). 2125 Ein- söngur: Karl Erb syngur (plöt- ur). 21,45 Frá útlöndum (Axel Thorsteinson). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Sinfónískir tónleikar (plötur) til kl. 23,00. Gengisskráning. 1 bandarískur dollar 1 kanadiskur dollar . 1 enskt pund .... 100 danskar kr. 100 norskar kr. 100 sænskar kr. 100 finnsk mörk 100 belg. frankar .. 1000 farnskir frankar 100 svissn. frankar .. 100 gyllini.......... 3000 lírur........... Kr. 16.32 16.41 45.70 236.30 228.50 315.50 7.09 32.67 46.63 373.70 429.90 26.12 g Söfnin: Náttúrugripasafnið er opið tratmudaga kl. 13.30—15.00 og é þriöjudögum og fimmtudögum klð 11.00—15.00. Listasafn Einars Jónssonar. Opið daglega kl. 13.30—15.30. lamdsbókasafnið er opið kl 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 •—19.00. MnMyáta nr. 1931 ' 0 2 3 4 ó 4 *» 1 8 9 /0 V <v IJ N /f lá n 11 «9 % Lárétt: 1 vopn, 5 ílát, 7 vigt- aði, 8 sendiherra, 9 voði, 11 ó- dugur, 13 þeir . ..., 15 oft á vog, 16 á fíl, 18 ósamstæðir, 19 heimting. Lóðrétt: 1 hafnarmannvirki, 2 sjá, 3 á skipum áður,-4 end- ing, 6 snjöll, 8 hrossahópur, 10 púkar, 12 fóðra, 14 kVerinafn, 17 ósamstæðir. Lausn á krossgátu nr. 1930: Lárétt: 1 hefill, 5 öls, 7 LI, 8 ÓR, 9 SV, 11 naga, 13 KEA, 14 ann, 16 urra, 18 AD, 19 Rafha. Lóðrétt: 1 horskur, 2 föl, 3 ilin, 4 LS, 6 branda, 8 ógna, 10 Vera, 12 AA, 14 arf, 17 AH. I U* GolfkJúbburinn hefur nýlega fengið hingað golfkennara, og eru þeir félag- ar, sem liafa hugsað sér að taka kennslutíma beðnir að snúa sér sem fyrst til Þorvaldar Ásgeirssonar, Vonarstræti 12, sími 3849. — Einnig er þeim, sem hafa í hyggju að iðka golf bent á þetta sérstæða tækifæri til að afla sér kunnáttu í grein- inni. Handavinnusýning Húsmasðraskóla Reykjavíkur er opin fram til kl. 10 í kvöld. Er fólki bent á að þetta er seinasti sýningardagur. Héraðsmót að Hlégarði Sjálfstæðisflokkurinn efnir til félagsmóts að Hlégarði laug- ardaginn 13. þ.m. kl. 9 síðdegis. Þar mun Ólafur Thors, formað- ur flokksins gera grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu. Þá verða og ýmis skemmtiatriði. Sjálf- stæðismenn á félagssvæði Þorsteins Ingólfssonar og gest- ir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Félagið Berklavörn fer í Heiðmörk til gróður- setningar í kvöld kl. 7,30. Lagt af stað frá skrifstoíu SÍBS, Austurstræti 9. Forseti Póllands hefur nýlega sæmt Finnboga Kjartansson, vararæðismann Pólverja á íslandi 1. stigs heiðursmerkisins Polonia Restituta. Skrifstofa Náttúrulækningafélags ís lands er flutt á Týsgötu 8. Opin kl. 1—5 daglega. Happdrætti Háskóians. í gær fór fram dráttur í 6. fl. Vinningar voru 700 og 2 aukavinningar að upphæð kr. 317,500. Hæsti vinningur, 25. þús. kr. kom á nr. 20.907, hálf- miða, sem seldir voru í umboði frú Pálínu Ármann og Þing- eyrarumboði. Næsthæsti vinn- ingur, 10 þús., kom á miða nr. 8624, fjórðungsmiða, sem seld- ust í þessum umboðum: 2 hjá frú Marenu Pétursdóttur, 1 hjá Kristjáni Jónssyni, Laugavegi 39, og 1 í Stykkishólmi. 5 þús. kr. vinningur kom á nr. 14.620, fjórðungsmiða, sem seldust í Húsavíkurumboði (2), en liinir í Fáskrúðsfjarðarumboði. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er í Hull. Dettifoss er í Vestmannaeyj- um. Goðafoss er í Antwerpen. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík í fyrradag til Bíldudals og Vest- mannaeyja. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur og norður um land og til Finn- lands. Selfoss fór frá Kaup- mannahöfn í fyrradag til Hald- en og Gautaborgar. Trölláfoss fór frá New York 2. þ.m. til Reykjavíkur. Straumey er i Reykjavík. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell lestar timbur í Kotka. Arnar- fell losar timbur á Faxaflóa- höfnum. Jökulfell fór frá Keflavík 6. þ.m. áleiðis til New York. H.f. Jöklar: Vatnajökull er i Reykjavík. Drangajökull fór framhjá Belle Isle sl. sunnudag á leið til New York. Þýzlct eftirlitsskip kom hingað í dag. - ’’í *'i ! ” I; 1 Togararnir. Hvalfell og Marz komu af veiðum kl. 5—6 í morgun. — Hallveig Fróðadóttir fer aftur á veiðar í dag. Hún hafði 206 smál. af fiski. Mikill hluti aflans var karfi. Úranus fór aftur á veiðar í gærkvöld. Hann hafði 310 smál. og var mestur hluti aflans þorskur og fór í herzlu. Menníamál, apríl—maíhefti, er komið út. Sveinbjörn Sigurjónsson skrif- ar grein sem nefnist: Um sögu- kennslu og sambúð þjóða. Skúli Þorsteinsson: Um fi-amkvæmd fræðslulaganna. Sagt er frá námsdvöl í Sviss. Grein er eft- ir Lionel Elvin: UNESCO og aukinn skilningur þjóð milli. Þá er sitt af hverju tæi o. fl. Edwin Bolt flytur erindi í Guðspekifé- lagshúsinu í kvöld og annað kvöld, fimmtudag og föstudag kl. 8.30. Fyrra erindið nefnist: Bak við blæjuna, en síðara er- indið: Lifa ósýnilegar verur á jörðinni? Ensk laxveiðltækf Scotties & Fosters úrvals veiðarfæri, svo sem: Fosters Acme & Kingfishers línur, kúlu- leguhjól, flugubox, flugur, siií— urminnó o. £1. Sími 4001. ; SCOTTIE BEZT AB ÁUGLYSAIVISI Kvenn-ísgarr.s sokkar með úrtöku, kr. 19,50 parið. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035. Þúsundir vtta aO gœfan fylgit hrtngunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræíi 4 Margar geröír fyríríiggjandi. Kennið bömunum að gleðjast yfir litlu. Annar§ getnr £ari5 svo, að þan hætti hrátt að gleðjast. Barnasálfræðingur danskur segir frá jivi, að hann hafi hitt litla stúlku og foreldra hennar fyrir utan dýragarðinn í Khöfn. Litla stúlkan var himinlif- andi og hoppaði af kæti. Hún bjó ásamt foreldrum sínum í sveitaþorpi og hafði aldrei séð annað en myndir af dýrunum í dýragarðinum. Lena litla hlakkaði mest til að sjá apana — mamma hennar hafði sagt henni svo margt af þeim. En fullorðna fólkinu fór að leiðast að horfa á apana löngu áður en Lena var búin að skoða þá nægilega. Hún gat varla slitið sig frá þeim. — Mamma hennar freistaði henn- ar þá með því að gylla fyrir henni, hvað gaman væri að sjá bjarnarhúninn. Lena spurði ó- tal margs um húninn, en fékk þó ekki fróðleiksfýsn sinni svál- að nærri nóg, því að þá datt pabba hénnár í hug, að nú ætti að fara að mata sæljónið. Þá var ekki til setunnar boðið — af stað var haldið í snatri. Gleðin var eyðilögð. í stuttu máli: Lena fékk ekki að njóta neins til fulls. Gleðin yfir augnablikinu var í hvert sinn eyðilögð með því, að reka hana áfram til að skoða það næsta — og það næsta var ekki neitt betra — bara öðru vísi. Það fer fyrir mörgum börn- um eins og henni Lenu litlu. Ekki í dýragarðinum en í dag- legu lífi. Þau eru rekin áfrarn úr einu í annað og alltaf verið að finna upp á einhverju nýju. Þegar þau eru 4 ára hlakka þau til að verða sex, sjö eoa tíu ára — og foreldrarnir eða aðrir segja þeim, hvað allt verði skemmtilegra, „þegar þau verði stór“. Með þessum hætti lifa börnin alltaf mikið í eftirvæntingunni og svo getur farið, að þetta hald izt alla ævi. Er þau eru stálp- uð, hlakkar þau til að verða fullorðin. Þegar að því er kom- ið hlakka þau til að eignast heimili út af fyrir sig — og stúlkurnar hlakka margar til að eignast lítil börn. Þegar svo er komið, er tilhlökkunareínið það, að börnin verði stærri, svo að ekki þurfi eins mikið fyr ir þeim að hafa o. s. frv. Að lokum getur svo farið að líi- hlökkunarefnin verði fá og smá. Þeir, sem eru sælli. Nei — þá eru þeir farsælli, sem kunna að njóta augnabliks- ins og gleðjast yfir því. Sé for- eldrarnir eir ' lausir og stöð- ugt á þönum, getur það orðið þeim erfitt að kenna börnurn sínum rólyndi og gleði yfir srná munum. En svo vel vill til, að ,börnum er það eðlilegt að vilja kynna sér allt til hlítar, fást við það sama góða stund aftur og aftur. Það getur hver séð, sem horfir á lítið barn í stíunni sinni, er það unir við leikfang sitt í friði, án þess að fullorð- ið fólk sé að skipta sér af því, sýlcnt og heilagt. Nýjasta tízka á sviði loðfelda er svona loðjakki, sem mjög tíðkast víða á baðströndum er- lendis. Þegar hin mikla þokualda gekk yfir Lundúnaborg í des- ember varð það gróði fyrir þau fyrirtæki, sem hreinsa skinn- feldi og önnur föt, og unnu þau. að hreinsun skinnfelda fyrir milljónir lsróna. Þokan var svo þétt, að ekki sá handaskil og svo áleitin var hún að hún læddist inn í leik- hús og kvikmyndahús, svo að fólk, sem sat aftar en í 10. röð gat ekki séð hvað fram fór. —' Með þokunni fylgdi auðvitað mikið ryk og óhreinindi. Settist þetta í fatnað og skinn og þarf ekki marga slíka þokudaga til þess að Lundúnabúar sendi föt sín til hreinsunar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skinnfeldir eru ekki föt, sem við eiga í rigningu eða þoku. Er þá ætíð þörf á að hreinsa þá, bursta og greiða. GERDUFT í 8 oz. dósum fyrirliggjaxdi H. dlafsson & B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.