Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIK. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Fimmtudaginn 11. júní 1953 Ölóðir menn verða aUsgáðir | LÖgregla gegfl verkalýðnum! á fáeinum mínútum. Dælt í þá svokölluðu B-6, sem inniheldur ger. Danskir læknar hafa undan- farið gert tilraunir með víta- míninnspýtingar, 02 nefna þeir efnið B-6, sem dælt er í ölvaða menn með þeim árangri, að þeir verða alls gáðir á fimm mínútiun. Fregnin um þetta kom í kjölfar annarra fregna frá Englandi sem hníga í svipa'ða átt. Fyrir skemmstu var komið með dauðadrukkna konu í sjúkrahús í London. Tíu mín- útum síðar yfirgaf þessi sama kona sjúkrahúsið alls gáð. Ekki gátu blöð þess, hvað gert hefði verið við konuna, en í það var látið skína, að konan hefði fengið sprautur, sem í var ger. Verða strax allsgáðir. í Danmörku hefur dr. Oluf Martensen-Larsen, kunnur geðsjúkdómalæknir, einkum fengizt við tilraunir í þessa átt. Segir hann m. a. frá því, að fyrir hafi komið, að dælt hafi verið B-6 í svo drukkna menn, að þeir hafi naumast getað staðið í fæturna, en fá- um mínútum síðar voru þeir alls gáðir og gátu ekki skilið, að þeir hefðu verið drukknir, enda þótt þeir hafi orðið að viðurkenna, að þeir hefðu drukkið mikið magn af áfengi. Dag nokkurn kom kona, sem var svo drukkin, aðkpgerningur var að ræða við hana af viíi. Hún féllst á að láta sprauta í sig B-6. Skipti engum togum, að hún vitkaðist, og 10 mínút- um síðar skýrði hún frá því, að hún hefði drukkið heila flösku af portvíni, en nú fannst henni, að hún hefði ekki drukk- ið nema sem svarar einu glasi. Læknaður eftir 5 daga túr. Þá kom það fyrir nýlega, segir dr. Martensen-Larsen, að ég hafði til meðferðar mann, sem hafði verið á fimm dag'a „túr“. Hann var vitanlega mjög langt leiddur, ekki sízt vegna þess, að hann hafði ver- ið atvinnulaus lengi, en nú fengið vitneskju um, að hann fengi atvinnu, ef hann gæti mætt á vinnustað eftir tvo tíma. Hann fékk B-6, ag eftir stund- arfjórðung var maðui-inn með sjálfum sér, fór í vinnu og vann sleitulaust í 12 stundir, án þess að finna fyrir ölvun sinni eða aflei'ðingum hennar. Hins vegar geta ölvaðir ökumenn ekki skotizt undan ábyrgð, enda þótt þeir fái B-6, því að áfengismagnið í blóðinu breytist ekki við sprautur þess- ar. En nú.ætti að vera óþarfi að halda ölvuðum manni í gæzlu á lögreglustöð heila nótt, hej-dur sleppa honum eftir stundarfjórðung, að undan- genginni B-6-inngjöf. Kaupa flugvél fyrir 26 millj. kr. Flugfélagið Loftleiðir hefur fengið vilyrði fyrir nýrri flug- vél vestur í Bandaríkjunum, sem — ef af kaupunum verður — verður langstærsta flugvél sem komizt hefir í eigi Is- lendinga til bessa. Þarna er um Super Con- stellation flugvél að ræða, sem getur tekið allt að 110 farþega. Þó myndi Loftleiðir ekki flytja í henni nema 80 farþega, en hafa þeim mun meira rými í henni fyrir flutning. Ef samningar takast, fæst flugvélin afgreidd seinni hluta næsta vetrar eða snemma vors. Kaupverð hennar er 26 mill- jónir íslenzkar krónur. Þrátt fyrir stærð hennar er hún ekki mannfrekari en Skymastervel- ar og þarf ekki nema 8 manna áhöfn á hana. Loftleiðir hafa nú að mestu leyti greitt upp kaupverð milli- landaflugvélminnar Heklu, sem nú er í stöðujþmi förum milli Kína og Bandaríkjanna.. og er leigð Norðmönnum til 1. marz n.k. London (AP). —- Fregnir frá Tékkóslóvakíu herma, að herlið hafi verið kvatt á vettvang, til þess að knýja.verkfallsmenn til þess að hverfa aftur til vinnu; eii verkfallið höfðu þeir gert til þess að mótmæla gengisbreyt- ingunni. ‘ Það er kunnugt að óeirðir hafa orðið á mótmælafundum' Fullyrða má, að gengisbreyting- in hafi vakið mikla óánægju- öldu um land allt, enda hefur sjálfur Zapotocki forseti orðiö að reyna að lægja óánægjuöld- urnar. Flutti hann ræðú í einni stærstu þungaiðnaðarverk- smiðju landsins og skoraði á verkamenn að styðja slefnu stjórnai'innar. Hann játaði, að gengisbrejúingin hefði vakið óánægju ,og reynt að nota þá óánægju til þess að ala á sund>'- ungu. Forsetinn kvað herjiði ekki hafa verið beitt. Ferð í LandmannaM laugar á inwrgiin. Páll Arason bifreiðarstjóri efnir um næstu helgi til ferðar inn í Laudmannalaugar. j Verður það 2y2 dags ferð, I sem hefst annað kvöld kl. 7 j héðan úr bænum og verður þá ekið að Galtalæk. Á laugardag- inn verður ekið að Land- mannahelli og Laugum, en á sunnudag verður komið til Reykjavíkur. London (AP). — Herskip Breta og fjoímavgra aniyirra þjóða sigla nú til Spithéad, til þátttöku í flotasýningunni miklu, sem haldin er í tilefni krýningarinnar. í dag eru væntanleg herskip frá Noregi og Svíþjóð og rúss- neska beitiskipið Sverdlov. Heftoginn af Edinborg, éig- inmaður Elisabetar II., er 32 -ára í dag, og er víða í landinu skotið af failbyssum, í tilefni .dagsins. Engisprettuplága í Asíu. Geisar bæði í Pakiskn og Kína Annað listmunauppboð S.B. í Listamannaskálanum. Þar verða seld málverk, klukkur, silfurmunir og fágætar bækur. Obreytt stefna de Gasperis. Fylgisaukning öfga- flokkanna vekur ugg. Róm (AP). — De Gasperi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tilkynnt, að hann muni fylgja óbreyttri miðflokkastefnu sinni, vinna að viðreisn imianlands og hafa samvinnu við vestrænu lýðræðisríkin. Miðflokkasamsteypan hefur 13 atkvæða meirihluta í efri deild og 16 í neðri deild. — Fylgisaukning flokkanna til vinstri og hægri hefur vakið nokkúrn ugg meðal vestrænu þjóðanna, sem telja að stjórn- málaástandið kunni að verða eins ótryggt á Ítalíu og í Frákk- landi, en ótryggt stjórnmála- ástand í þessum löndum veikir að sjálfsögðu samtök vestrænu þjóðanna. — De Gasperi segir, að það sé fylgisaukning kon- ungssinna, sem sé stjórninni mest áhyggjuefni, — þeir hafi dregið fylgi frá henni. Ýmsar raddir hafa heyrst um, að kosn ingarnar sýni, að meiri hætta stafi af kommúnismanum á Ítalíu en menn hafi órað fyrir. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Sama plágan gengur nú yfir Iönd í suðvestur- og austur- hluta Ásíu — engisprettuplága. Fregnir frá Pakistan herma, að gríðarlegir engisprettuhópar fari þar eins og Io^gLyfir akur, svo að allt sé upp etíS~S"gtór- um svæðum. Þótt beitt sé ný- tízku aðferðum í baráttunni við pláguna — m. a. flugvélum, sem Bandaríkjanmenn lána — hefur ekki tekizt að hafa hemil á henni. Hefur stjórnin miklar áhyggjur af þessu, eins og gef- ur að skilja, þar sem matvæla- ástandið var vægast sagt bág- borið en engisprettumar komu vestan og sunnan frá Persaflóa.- Rigningarnar með monsúnin- um hafa verið meiri en um mörg undanfarin ár, og fylgir því, að tímgunarmöguleikar engisprettnanna eru svo miklir, að þær verða vart sigraðar fyrr en í haust. Og alltaf er sú hætta. að plágan lifni aftur næsta vor, nema því rækilegar verði um hnútana búið nú í haust. Einnig í Kína. í Kiangsu-fylki í Kína geisar einnig engisprettuplága, og eykur það mjög á erfiðieika, sem fyrirsjáanlegir voru af völdum vorharðinda. Fregnir eru af mjög skornum skammti af vandræðunum þar. Góéur árangur t drengjamdtínu í gær. í gærkveldi fór fram frjáls- íþróttamót drengja og unglinga á íþróttavellinum. Árangur varð í flestum greinum ágætur. í unglingakeppni var heimil þáttaka þeim, sem fæddir voru 1933 og síðar og varð árangur þeirra sem hér segir: í 100 m. hlaupi sigraði Hilmar Þor- bjömsson Á. 11.3 sek. í 400 m. hlaupi Þórir Þorsteinsson Á. 54.5 sek,, 1500 m. hlaupi Heirð- ar Jónsson Á. 4:16.8 mín. og í 4X100 m. boðhlaupi sigraði sveit Í.R. á 46.7 sek. í þrístökki varð Daníel Halldórsson Í.R. sigurvegari á 13.29 m. og hann sigraði einnig í langstökkinu á 5.65 m. í kúluvarpi sigraði Jón- atan Sveinsson frá Ólafsvík, kastaði 12.21 metra. í spjótkasti sigraði Sverrir Jónsson F. H. 48.61 metra og í kringlukasti Daníel Halldórsson Í.R., kast aði 36.65 metra. — Þess skal getið, að í unglingaflokki voru kastáhöld fullorðrnna notuð, en aftur á móti léttari áhöld í drengjaflokki. í drengjaflokki (fæddir 1935 og síðar) sigraði Ingvar Hall- steinsson F. H. í 110 metra grindahlaupi á 16.2 sek. og í kuluvarpi sigraði Aðalsteinn Kristinsson Á. á 15.62 metrum. ¥.4sbncSmgamir „Hekla“ Loftleiða lenti laust fyrir hádegi á -Reykjavíkur- flugvelli. Með henni var hópur Vestui'- íslendinganna. Fjöldi manns var samankominn á flug'vellin-' um, og blómvendir færðir vin- um og ættingjum að vestan. Vestur-íslendingarnir snæða kvóldverð í boði ríkisstjómar- innar 1 kvöld kl. hálf sjö. Bandaríkjastjórn hefur boðið grísku konungshjónunum til Bandaríkjanna í liaust. Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar, - annað í röðinni, • verður í Lista- Íl||| mannaskálan- : um á laugardag, en munirnir verða sýndir á sama stað þar til uppboðið hefst, og verð- ur sýningin opn uð í dag, og er opin til kl. 6. Fyrirtækið Listmunaupp- boð S. B. er ný- lunda hérlend- is, eins og Vís- ir greindi frá á sínum tíma, og' þótti fyrsta til- raunin takast mjög vel. Að þessu sinni verða til sölu um 30 málverk eftir innlenda og erlenda meistara, klukku'', útskorinn hægindastóll og silf- urmunir. Ennfremur nókkuð a£ fágáétum bókum. Af málverkum, sem þama verða boðin upp, má vekja at- hygli á forkunnarfögru Þórs- merkurmálverki Ásgríms, enn- Kjarval og annarri eftir snill- fremur tveim myndum eftir inginn Emil Thoroddsen. Þá er þarna skemmtileg mynd éftir próf. N. V. Dorph, er sýnir. ér Friðrik konungur 8. stígur hér á land árið 1907, en Hannes Haf stein tekur á móti konungi. Þá er þarna glæsilegt málverk úr Krimstríðinu, eftir Koekkoek (1815—1882), annað eftir Willi am Etty (1778—1849), er nefn- ist Brúðarránið. Og loks er þar glæsilegt málverk eftir Genúa- málarann Girolamo Imperiali (17. öld), er nefnist Nói ávarp- ar syni sína og tengdadætur. Uppboðið á laugardag hefst kl. 1.30, en sýningin verður opn uð kl. í dag, og verður opin til kl. 6, og á sama tíma á morg- un. Myndin, sem hér birtist, er af konungskomunni. Brofizt nitn í 3 skúra í notf. í nótt var brotizt inn í þrjá vinnu- og kaffiskúra á vegum skrúðgarða 'og leikvalla bæj- arins. Skurar þes%jr erÍKi H1 j óm - skálagarðinum (tveir) og^við Hringbrautina í Vatnsmýrimíj; Höfðu innbrotsménnirnir snúiS hengilása af skúrunum. og kom- izt þannig inn. Ekki var sjáanlegt, að neinu -hefði verið stolið, enda engir peningar þarna, en hins vegar áhöld og vinnuföt. Það erú"' vinsamleg tilmæli garðyrkjuráðunautar bæjarins, að lögreglan hafi menn þarna til eftirlits öðru hverju um nætur, til þess að koma í veg fyrir að skemmdarvargar eða fylliráftar fremji þess konar spjöll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.