Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 5
Vörðuf — Slvötf — Heimdallui* — Óðiern SjálfstæðisfélÖgin í Reykjavík éfna til seimeigmlegrar kvöldvöku annað kvöld, föstudag 12 þessa mánaða ldukkan 8,30 í SjálfstæSisKúsinu. RÆÐIJR: Birgir Kjaran, hagfræðingur og Sigurður Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður. SKEMMTIATRIÐI: , Einsöngur: Einar Kristjánsson, óperusöngvari, með aðstoð J. Felzmann. Gamanþáttur: — nýr og bráðskemmtilegur — Alfreð Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson. Norska cabaret-söngkonan Jeanita Melín, syngur vinsæl dægurlög með undirleik C. Billich. Gamanvísur: Alfreð Andrésson. t- * Fimmtudaginn 11. júní 1953 VÍSIR Mýrasýsla efni árbókar FÍ '53. flöfundui* hennar er Þorsteum Þorsteinsson srslumaðnr. íslands Arbók Ferðafélags 1953 er komin út. Bókin fjallar um Mýrasýslu og er eftir Þorstein sýslumann Þorsteinsson í Búðardal. Bókin er um 130 bls. að stærð og skiptir höfundUr henni í 12 kafla, auk eftirniála. Kafl- arnir eru: Héraðið og heiðalönd, Samgöngur • og aðdrættir, Hlunnindi, Hvítársíða, Þverár- hlíð, Norðurárdalur, Stafholts- tungur, Borgárhx-eppur, Borg- arnes, Álftaneshreppur, Hraun- hreppur, Hellar í Hallmundar- hi'auni. í aðfararorðum forseta og ritara Ferðafélagsins að bók þessai’i segir m. a.: „Borgarfjaxðarhérað hefur löngum verið rómað fyrir nátt- úrufegurð og búsæld. Fjallasýn er þar víð og auðug að ógleym- anlegum kenniheitum, svo sem Baulu, Strút, Eiríksjökli, Oki og Skarðsheiði. Vötn eru mörg og veiðisæl í héraðinu og heiða- löndum þess. Um héraðið liggja og hafa löngum legið þjóðleiðir frá Norður- og Vesturlandi til Suðurlands. Mun því mega fullyrða, að gestagangur hafi verið meiri í Borgarfirði en flestum — ef ekki öllum — öði’um héruðum þessa. lands. fex’artæki, ferðamennska og gististaðir hafa breyzt, en ferðamannastraumui’inn sí- fellt aukizt. Laxárnar freista margra veiðimanna, og margar fjölskyldur úr Reykjavík eiga sér nú orðið sumarlönd í Borg- arfirði“. — Þar segir ennfrem- ur: „Höfundinum hefir tekizt að rita gagnorða lýsingu og þó hlýlega af æskvustöðvum sín- um og ættai'héraði, landslagi þess og sögu, mönnum og mál- efnum. Örnefni eru ekki rakin fram yfir nauðsyn og söguleg- um fróðleik um hið söguríka hérað er mjög stillt í hóf og miðað við þai'fir fei'ðamanna.“ Mikill fjöldi mynda prýða bókina, og hefur Páll Jónsson tekið þær flestar. Ferðafélag íslands hefur nú gefið út íslandslýsing'u sína í 26 bindum og er henni enn ekki nærri lokið. Er þarna um að ræða stórmei’kilegt landfræði- legt og þjóðfræðilegt rit, er mun lifa á meðan prentað mál gevmist. Flestar hinna eldri árbóka elztu hafa verið ljóspi’entaðar og' fást því að nýju á skrifstofu félagsins í Túngötu 5. Félags- stjórnin liefur ákveðið að bæði nýir og eldri félagar skuli fá allar fáanlegar árbækur félags- ins fyx’ir hálfvirði ef þær eru keyptar í einu lagi. Eru þetta einstök kostakjör, því að hver og' ein þeiri-a bóka er sjálf- stæð heild út af fyrir sig og hin merkasta í hvívetna. Og miðað við verð á öðrum bókum er þarna um gjafverð að ræða. Ekki sameiginlegir framboðsfundir. Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna í Gullbringu- og Kjósarsýslu hafa orðið sam- mála um að efna ekki til sam- eiginlegra umræðufunda vegna kosninganna. Þykir sýnt, að fundirnir hljóti að verða of langir, er svo margir aðilar ræða málin ítar- lega, og því óheppilegt að efna til slíkra fundahalda. Hins vegar raunu flokkarnir efna til framboðsfunda á eigi-n spýtur hver í sínu lagi í kjör- dæminu. ísframleiðsla í Fiskiðjuverinu hafin fyrir nokkrum dögum, til eigln nota og handa skipum er við það skipta Akkusíin ,50 lesíir á sólarlirin^. Fyrir nokkrum dögum var liafin framltiðsla á ís í Fiskiðju- veri ríkisins. Tíðindamaður frá blaðinu hefur skoðað vélar og þau tæki, sem notuð eru við framleiðsuna, færiútbúnað og ísgeymslu o. s. frv. og fengið eftirfarandi upplýsingar: Svo var ráð fyrir gert í upp- haíi, er Fiskiðjuverið var byggt, að einn líður í stai’fsemi þess yrði framleiðsla á ís, til ísunar á fiski, bæði fyrir Fiskiðju- verið sjálft, og báta og togara, sem við það skipta. Sökum fjár- skorts var ekki unnt að ráðast í þetta fyrr en nú. Hefur það valdið Fiskiðjuverinu miklum óþægindum og fjái’hagslegu tjóni, að ekki hefur verið unnt að hefja þessa framleiðslu fyrr, enda hefur húsrúm það, sem til þess var ætlað, þ. á. geymsla fyrir ísinn ásamt nokkru af vélum, staðið ónotað fi-am að þessu. ísinn er framleiddur á þann hátt, að vatni er hleypt í mót, sem fest eru saman í 16 stál- ramma, og tekur hvert mót 25 kg. af vatni, en alls eru mótin 960. Ramminn með mótunum er síðan settur niður í ker með kældum kalciumpækli, en hon- um er stöðugt dælt milli mót- anna og kæliröra, sem kæld ei’u með ammoniaki. Þegar frosið er í mótunum er rammanum með mótunum í lyft upp og er honum snöggvast difið í volgt vatn til þess að eru þrotnar en nokkrar þær losa isinn. Síðan er isblokkun- um hellt úr, og þær fluttar á færibandi inn í geymsluna, sem tekur um 200 smálestir. Við útskipun er ísinn malað- ur og i-ennur hann úr kvörninni niður á bíl, sem stendur við húsvegginn. Aðfei’ð þessi er í höfuðat- riðum svipuð því, sem áður hefur tíðkast hér á landi, en kranar og annar útbúnaður við meðfei-ð íssins er af fullkomn- ustu gei’ð. Vorboðafuricfur annað kvölcl. Sjálfstæðiskvennafélagið Vor boðinn í Hafnarfirði efnir til fundar í Sjálfstæðisliúsinu ann- að kvökl kl. 8.30. Avörp flytja frú Rannveig Vigfúsdóttir, frú Soffía Sigurð- ardóttir og frú Sólveig Eyjólfs- dóttir. Þá verður kvikmynda- sýning og kaffidrykkja. Þess er vænzt að konur fjölmenni. Fulltrúaráðið ræðir kosningarnar. Fundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi. Formaður fulltrúaráðsins, Jóhann Hafstein, ræddi um starfshætti þess vegna kosning- anna. Bjai’ni Benediktsson, ráð- herra og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, fluttu ræður, en að þeim loknum talaði Hannes Þorsteinsson. Skemmtileg ferðabók. Ein af skemmtilegustu ferða- bókum sem íslendingur hefur skrifað er bók Sigurðar Breið- fjörðs ,;Frá Grænlandi“. Sigurður dvaldi um 4ra ára skeið í Grænlandi og ferðaðist allmikið um suðurhluta þess. í upphafi bókarinnar lýsir Sigurður því er hann kom til Grænlandsstrandar eftir 8 vikna útivist í hafi. „Hófst þá Græn- landstindur upp úr nætur og þokuskýjum 17. maí árla morg- ungs. Hvert fjall var þá enn í alhvítum vetrarstakki og dró til sín kaldan anda norðan úr hafi.“ Þær óspjölluðu meyjar. Á móti Grænlandsfarinu komu fjórir höðnökkvar og réru fjórar stúlkur hverjum þeirra en karlmaður sat í skut imeð stjórnarár í höndum. Kven- bátarnir drógu skipið inn til hafnaT þar eð byr þraut „og fór það fram með miklum söng af þeim konunum. Sungu þær í sífellu, og allar í sénn: „umíarsuít tíkipok — stóra skipið er komið.“ Lýsir Sigurður síðan konun- um og búningi þeirra, en bún- ingur þeirra ber ákveðinn lit, esm fer eftir því hvort um giftar konur er að ræða, ógiftar mæður, ekkjur eða þá ó- spjallaðar meyjar. En Sigurður telur að búning hinna óspjöll- uðu meyjar sé ekki ævinlega að mai’ka. Samskipti við þjónustuna. Þegar í land var komið var Sigurði vísað á þjónustukonu grænlenzka, sem taka átti við ferðaklæðum hans til þvotta og aðgerðar. Um samskipti þeix-ra segir Sigurður m. a.: „Börðumst við bæði sem bezt gátum um þetta efni, með táknum og bendingum. Var hún heldur snúðug og stygg í fyrstu; en við eitt brennivíns-' staup og tvær brauðkökur tók hún töluverðum bata, og færði mér skömmu síðar flykki af sél, hálfsoðið, með spiki og skinni og benti mér að matast, en þar eð krásin var heldur ótérlega framreidd, vildi eg ekki og var þá úti vináttan að því sinn.“ Ó'þrifnaður Grænlendinga. Skömmu eftir komu sína til Gx-ænlands var Sigurður sendur að svokölluðu Dranganesi. Ekki hafi verið þar margt manna fyrir að hitta; því Græn- lendingar sem búa þar á vetr- um, voru í síldfiski og selaverki inni í fjarðabotnum. „En þar voru þess fleiri mannamenjai'“ segir Sigurður „sem gáfu illan daun, og úði þar allt um kring af maðki og alls konar óþrifum, fúlnuðum skinnfatnaði, sela- innýflum og annarri óþekt. Þó kvað mest að þessu kringum húsamyndir Grænlendinga, og voru þau sjálf innan sökkvandi maðkaveita. Ekki að síður sá eg Grænlendinga, sem með okkur voru, grafa upp úr for- inni úldna og fína selhreifa og garnir, er sendu stækan þef langt að; en þeir lögðu sér þetta til munns öþvegið og útatað, og sem furðulegast var, töldu þetta sælgæti og viidu heldur eta það, en óskemmda og góða fæðu.“ SameigSníleg kvöldvaka Sjáif- stæðisfélaganrfeá á morgtfn. Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna Varðar, Hvatar, Óðins og Heim- dallar gangast fyrir sameigin- legri kvöldvöku í Sjálfstæðis- húsinu annað kvöld kl. 8.30. Verða þar ræðuhöld, ýms skemmtiatriði, en að lokum verður dansað. Kvöldvakan hefst með því, að Birgir Kjaran, formaður Varðar flytur ræðu, en síðan talar Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður. — Einar Kristjánsson, óperusöngv ari syngur einsöng með aðstoð Josefs Felzmann. Þá verður nýr og bráðskemmtilegur gaman- þáttur, sem þeir Alfreð Andrés- son og' Haraldur Á. Sigurðsson leika. ' Jeaníta ‘Mélin, norslc kabarettsöngkoría sýngur dæg- 'úrlög með undirléik Karls Bill- ich. Síðan mun Alfreð Andrés- son syngja gamanvísur. Að lok- um verður stiginn dans. Að- göngumiðar verða seldir í skrif" stofu Sjálfstæðisflokksins á morgun, föstudag og er verð þeirra kr. 15. Rauða kross-sjúkrahús Svía í Pusan í Kóreu hefur hjúkrað 20,000 hermönnum 14 þjóða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.