Vísir - 15.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 15.06.1953, Blaðsíða 7
TlSIB Mánudaginn 15. júni 1953. iiip 'bjordan: ANNA LUCASTA : 7 „Hvernig hefir þér liðið?“ spurði Eddie og virti Önnu fyrir sér við hina daufu birtu, sem þarna var. „Hefir þú haft áhyggjur af því?“ spurði hún. Röddin var hörkuleg. „Já,“ sagði Eddie og mælti, eins og þetta kæmi frá hjartanu. Og þrátt fyrir allan spjátrungsbraginn var eins og einhver einlægninnar grunntónn í orðum hans. „Eg hugsa alltaf til þín — hefi gert það lengi,“ sagði hann, „í meira en ár.“ Hann hallaði sér dálítið fram um leið og hann sagði þetta. „Hvernig mér líður —“ sagði hún og vppti öxlum, eins og henni stæði á sama. „Hvað heldur þú?“ „Að þér hafi ekki liðið eins vel og þú ættir skilið,“ sagði hann og það var ekki svarið, sem hún hafði búizt við, en raunar skipti engu um hverju Eddie svaraði. „Og hver heldurðu að verði endir á, Anna, með þessu ráð- lagi?“ Hún var ekkert að flýta sér að svara, tók nýja sígarettu, settti hana milli vara sér og kveikti svo í með því að teygja sig að kertisloganum. „Þú sagðist vilja rabba — þá hefirðu víst haft eitthvað um að tala — hvað viltu mér?“ „Vertu ekki að ýta á eftir. Eg kemst þangað sem eg ætla mér án þess.“ Hann leit í kringum sig með fyrirlitningarsvip. „Eg er hætt- ur að koma á slíka staði eða leggja fé í viðskipti í þessum hafn- arhverfum, nei takk, — eg hefi fært mig til, í ríkisbubbahverf- in, þar sem hægt er að „gera bisness“, skilurðu. Þar er nú minn heimur og mig vantar ekkert nema ,,smart“ stúlku, vel klædda —: já þig skal ekkert vanta — til þeiss að greiða fyrir viðskipt- um — já, þú mundir fá svo fín föt, að þú mundir slá þær út á Broadway.“ „Eg þakka,“ sagði Anna háðslega og þurrlega. „Og ekkert að gera, nenia masa, hjálpa mér að fá góð sam- bönd — reyna að komast í kynni við sem flesta — sambönd -— mig vantar sambönd — ekkert annað, og þú lætur mig annast allt hitt. Hvernig lízt þér á?“ Hversu oft hafði hana ekki dreymt um, að geta snúið baki að fulíu og öllu við stað eins og Örkinni? Og hversu lengi hafði hún ekki beðið eftir einhverju tækifæri til þess að losna úr greipum þessa lífs — geta hætt að sitja á kránum og drekka, drekka, hætta standa á götuhornum? Það leit út fyrir, eins og Eddie gaf í skyn, að leið hafði opnazt til þess að komast burt. Samt horfði hún á hann með áhugalausu augnaráði. „Reyndu að komast að efninu,“ sagði hún. „Við hvað áttu?“ spurði Eddie og önnur augnabrúnin lyftist. „Okkur.“ y „Þig og mig?“ Eddie var ekki neitt barn. „Já, það er það, sem eg á við. Þig og mig.“ „Nú,“ sagði hann og eitthvað sem liktist góðlátlegu glotti iærðist yfir andlit hans, og það mátti lesa úr hverjum drætti um hvað hann var að hugsa. „Ef við vinnum saman verðum við talsvert mikið saman —• það segir sig sjálft.“ „Eg vildi heldur sitja inni en eyða tímanum með þér.“ Hún var ekki neitt að flýta sér að því að standa upp, en þegar hún gekk frá honum var sem b.ún hefði sparkað einhverju ó- hreinu af leið sinni.“ „Reyndu að vera „smart, Anna,“ sagði Eddie, sem hafði hlaupið á eftir henni. „Eg hefi komizt að öllu, sem mig langar til þess að vita.“ Hann stóð við hlið hennai og reiðin sauð í honum — það fann hún án þess að líta á hann. Hún vissi hvernig hann mundi vera á svipinn: Þurrlegur, harður, hættulegur. Hún fann heitan andardrátt hans á hálsi sínuni. Hann mælti rólega: „Mér þykir þú vera harðsoðin, stúlka litla. Það veitir sann- arlega ekki af að vitka þig dálítið — og eg skal vera þér hjálp- legur —“ Hún saug sígarettuna fgst, setti stút á munninn og blés væn- um reykjarstrók beint framan i hann, svo' að hann fekk þegar hóstakjöltur. \ „Þú gerii- mig dauðhrædda,“ 'sagði hún hæðnislega og hægt. Og ef Eddie hefði verið eins sníðugur og hann þóttist vera, hefði hann hypjað sig burt. 6. kaíli.} | En Eddie var ekki „sniðugur ' a þann hátt — hann gerði ekkert tTt*-þess~að hTnttrtr:"að-reiðiÁ hæði tökuin á sér. Hann greip í hana 'krainpakenndu taki. dró hana til sin og æpti: „Þú ska.lt v.erða að hlusia á mig —“ „Snertu mig ekki með þessun skítugu krumlum þínum,“. hvæstí. Anna og hamaðlst eins og -villtui köttur tíl þ.ess aðdosna.' „Þú mættir sleikja ú.t iim af. þakklæíi yfir, að eg læt svo lítið, að tala við' þig,“ sagði harin æstur. „Eg skal sýna þér, óhræsis dækjaxri—“ Með anriári i endi greip hann löfei á kápu henn'ar, en sló tíl hennar með hiniii, en Anna missti ekki fót- anna, og beygði sig niður, svo að höggið missti marks, og svo bar hún sígarettuna logandi eldsnöggt að hörundinu aftan á hálsi hans, og hafði þessi óvænti sársauki þau áhrif á hann, að hann sleppti takinu, og rak upp skerandi vein. Blanche hraðaði sér frá honum. „Óhræsið þitt, þér skal ekki líðast að fara svona með heið- arlegan mann,“ öskraði Nói, sem kom inn í þessu. „Hún skal fá að kenna á því,“ grenjaði Eddie, „svo sannar- lega sem eg —“ „Blessaður stofnaðu ekki til vandræða, Eddie,“ sagði Blanche, en hann horfði hatursfullum augum á Önnu og þrumaði: i;Hvað heldurðu, að þú haldir fegurðinni lengi í svona greni?“ „Skríddu burt, snákur," sagði Anna beisklega. Enn leit hann hatursfullu augnaráði á Önnu og hentist svo út, en einhvern veginn fannst henni allt hreinna þarna inni, þegar hann var farinn. Blanche var henni gröm. „Það er eins og sumt fólk geti aldrei skilið, þegar tækifærið berst því upp í hendurnar.“ Nói, sem enn var að dunda við flöskuskipið sitt, kallaði til Blanche: „Slökktu á kertinu, Blanche." ,Hvað heldurðu að eg sé — blásari?" hreytti Blanche út úr sér, því að henni hafði hitnað í hamsi, en hún flýtti sér að hlýða. ,,Æ, hvað mig verkjar i fæturna —“ Hún settist á stól og tók af sér annan skóinn og starði á gat á sólanum. „Og þeir segja í blöðunum, að hann ætli að fara að snjóa.“ Anna var hugsi og veitti enga athygli orðum hennar. Hún þurfti á Eddie að halda, það vissi sá, sem allt vissi, en það voru margir og sumir skárri en hann, sem komu með svona tilboð — og um tíma hafði hún haldið, að hann mundi bjóða henni starf — án. þess að farið væri fram á neitt óheiðarlegt af henni. Nú vissi hún gerla hvað fyrir honum vakti, og henni fannst sem hurð hefði verið skeilt að stöfum fyrir nefinu á henni. En hún ætlaði ekki að sýta. Það var tilgangslaust. Hún var orðin öðru eins og þessu vön, en einhvern veginn — „Eg var að hugsa,“ sagði Blanche, — ,,— að —“ „Bezt að hugsa ekki neitt — það gagnar manni ekki neitt — frekar en að óska sér einhvers —“ „En eg var nú samt sem áður að hugsa,“ sagði Blanche, sem vildi ekki hætta við að segja það, sem hún var byrjuð á, ,,að við gætum einhvern veginn klórað okkur sæmilega fram úr öllu til vors.“ „Þú talar eins og þú búist við einhverju góðu með vorinu,“ „Jæja, það verður hlýrra.“ „Já, illt loft og ódaunn.“ í rauninni hafði vorið aldrei komið þarna í grennd við Örk- ina, en hún hafði heldur aldrei notið vors og sólar, eins og aðrar stúlkur, gengið um skóga og blómskrýddar grundir — eða ef það hefði verið hlutskipti hennar, var það nú sem önnur stúlka en hún hefði notið fegurðar vorsins. „Eg kýs snjóinn,“ sagði hún, „hann er hreinn. Og hann hefir þau áhrif, að manni finnst allt hafa á sér fegrirri blæ.“ Á k.TÖldvöljk.iAitni „Alltaf geri eg einhverja vit- [ leysu,“ sagði unga konan við vinkonu sína. „Eg hélt veizlu nýlega og þá byrjaði einn gest- urinn á því að segja dónalega sögu. Eg sagði honum þá að hann skyldi hypja sig á burt úr mínu húsi samstundis.“ ,,Þú lézt sannarlega tíl þín taka,“ sagði vinkonan, ,,og það var alveg rétt af þér, en engin vitleysa.“ „En það fór öðru vísi en eg ætlaðist til. Allir hinir gestirnir eltu sögumanninn til þess að heyra hvernig sögunni lyki.“ • Við krýningu Elizabetar II. stó'ð flugeldasýning í heila klukkustund . og náði hún há- marki er mynd hennar sást á himninum í óteljandi mislitum eldkúlum. Sás.t þetta í margi-a kílómetra fjarlaégð. Kostaði flugeldasýning 12 þúsund sterlingspund. 9 Ljón laust í flugvél. — Brezk flugvél flutti í haust 6 mánaða gamalt ljón frá Berlín til Hannover. Komst 'það einhvem veginn úr kassá, sem það átti að flytjast í og arkaði bá inn í klefa flugmannsins og þar veitti það mikla athygli öllu, sem flugmaðuirim gerði. Þorði flugáhöfnin ekkert að aðhaf- ast, sem gætt valdið þv-i óróa eðá æsingi. Þetta semkaði flug- vélinni um klukkustund. Allt fór þó vel að lokum. Bílshúr óskast til leigu. Upplýsingar í síma 82246, milli kl. 7—9. úhu Áimi í Vísi fyrir 40 árum var sagt frá skipsstrandi auk annars. Skipsstrand. Seglskip, sem var á leið hing- að með saltfarm til „Kol og salt“, strandaði í gær skammt frá Sandgerði, hafði siglt þar á sker. I morgun kom sú fregn af skipinu, að það væri farið að brotna og saltíð að renna úr því, en björgunarskipið Geir fór suður eftir í morgun. Strandaða skipið heitri- A. An- dersen og ber 700 smálestir. Húsnæðisleysið. Hve margir muni vera hús- næðislausir enn í bænum má ráða af því, að 50—60 manns spurðust fyrir um litla íbúð, sem auglýst var hér í blaðinu í gær. Farmur „Skallagríms“ seldist í Fleetwod fyrir 5400 sterlingspund, én þáð mun hafa verið mesti farmur, sem nokk- ur íslenzkur botnvörpungur hefir flutt þangað eða 1400 „box“. NYKOMIÐ Gaberdine herrafrakkar margir litir. Gúmmíkápur. Karlmannahattar margar tegundir. Manchettuskyrtur hvítar og mislitar. Sportskyrtur margar gerðir. Sportblússur. Sportpeysur. Sporthúfur margar tegundir. Náttföt. Hálsbindi. Sokkar margar tegundir. Vinnufatnaður alskonar. Geysir h.f. Fatadeildin. Ný 6 manna bifreið eða lítið keyrður bíll óskast. Upplýsingar í síma 9199. Sjálfblektingur Parker tapaðist í gærkveldi, líklegast fyrir utan Skóla- vörðustíg 20. Finnandi vin- samlega hringi í síma 9743. Fundarlaun. Ntjr veit" ittgashúr til sölu. Leyfi til veitinga- sölu á Lækjartorgi 17. júní getur fylgt. Upplýsingar í síma 80209. Til ferðalaga Tjöld Svefnpokar Ferðaprímusar Hitatöflur GEYSIR H.F. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Síml 3400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.