Vísir - 25.06.1953, Síða 8

Vísir - 25.06.1953, Síða 8
..............—--------■■■-------------- Þcii iem gerast baupendur VÍSIS eftir 10. hver* mánaSar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. WXSX:R VÍSHv er ódýrasta blaðið og þó það fjol- breyttasta. — Hringio í síma 1660 og gerlst áskrifendur. Fimmtudaginn 25. júní 1953 Hluthafar Iðnaðarbanka ís- lands eru samtals 1200. Bankinu tók ti5 síari’a í morgun. Iðnaðarbanki íslands tók til starfa í morgun í Lækjargötu 2. Hlutafé bankans nemur 6% millj., en hluthafar eru um 1200 Lög um stofnun bankans voru samþykkt á Alþingi 19. desem- ber 1951. Var þar svo ráð fyrir gert ,að iðnaðarsamtökin leggi fram 3 millj. í hlutafé, ríkið 3 millj. og Vz milljón fáist með al mennu útboði. Að fengnum hlutafj árloforðum var bankinn stöfnaður í október s.l., honum settar samþykktir og bankaráð kosið. Þetta fyrsta bankaráð skipa Páll S. Pálsson, lögm., formaður, Einar Gíslason, mál- arameistari, varform., Helgi Bergs, verkfræðingur, Kristján Jóh. Kristjánsson, framkv.stjóri og Guðmundur H. Guðmunds- son, húsgagnasmíðameistari. í fjarveru Helga Bergs hefur Vilhjálmur Árnason lögm gegnt störfum í ráðinu. Ríkisstjórnin féllst á að greiða tilskilið framlag ríkissjóðs — 3 milljónir króna — að fullu, þótt aðrir hluthafar greiddu aðeins V4 hlutafjárloforðs. Þá var á síðasta þingi samþykkt að veita ríkisstjórninni 15 millj. króna lán og endurlána Iðnaðarbank- anum og standa allar vonir til að þess verði ekki langt að bíða. Bankanum tókst að fá- hús- næði í Lækjargötu 2 með samn- ingum við Loftleiðir h.f. og Nýja Bíó h.f., og sýndu þessir aðilar mikinn skilning á mál- inu. Bankastjóri og bankaráð hefur aðsetur sitt á 1. hæð húss- ins, í kjallara eru tvö skrifstofu herbergi og geymsluhvelfing, en afgreiðslusalur er á götu- hæð. Smíði innréttinga í af- greiðslusal annaðist Þorsteinn Sigurðson, húsgagnasmíðameist ari, en húsgögn eru frá Hús- gagnaverzlun Reykjavíkur. Sveinlaugur Björnsson, for- írtöðumaður sparisjóðsdeildar Útvegsbanka íslands, hefur ver ið ráðunautur við stofnun bank- ans. Samkvæmt reglugerð bank- ans rekur hann alla venjuiega bankastarfsemi, en miðar sér- staklega að því að styðja iðnað í landinu.________ Skatteskrá Ve. lögð fram. Frá fréttaritara Vísis. Vestmannaeyjum í gær. Skattskráin var lögð fram í morgun. Hæsta skatta einstaklinga bera Anna Gunnlaugsson kaup- kona kr. 22.479, Ingrid Sigfús- son kaupk. 13.296, Aage Sig- fússon lyfsali kr. 12.045, Gísli Þorsteinsson útgm. kr. 10.421 og Pálmi Sigurðsson stýrim. kr. 10.306. Hæsta skatta félaga ber Fisk- iðjan h.f. kr. 33.358, þar næst Vélsmiðjan Magni h.f. 25.220, Netagerð Vestmannaeyja h.f. 24.556, Ófeigur h.f. 14.801. Skattgreiðendur eru alls .1873. Skattleysingjar eru taldir 137. — 52 félög eru skattlögð. Skattar nema samtals 1.6 millj. Síld er nog á miðunum. Akranesbátar voru á sjó í gær, en komu inn í gærkveldi vegna storms. Veður var orðið gptt í morg- un og fóru bátarnir út um og upp úr hádeginu. Síld virðist nóg á miðunum. Hér mun nú búið að frysta um 6—700 lestir af hvalkjöti. — B.v. Bjarni Ólafsson er á saltfiskveiðum. Akui'eyin er í slipp í Rvík. Burma á að komast í 1. sæti. London (AP). — Burma- stjórn tilkynnir, að hrísgrjóna- útflutningur muni aukast á þessu ári. Er gert ráð fyrir, að Burma geti flutt út 1,6 millj. smál. af hrísgrjónum og yrði þá mesti útflytjandi á þessu sviði í heiminum eins og' fyrir stríð, er útflutningurinn komst upp í 3 millj. smálesta. Getraunarseðill: 1. spurning: 2. spurning: Atkvæðamagn flokkanna í Reykjavík: Atkvæðamagn flokkanna á öllu landinu: A,- A,- B,- B,- C.- C,- D,- D,- E,- E. F,- F.- Nafn: Heimili: Sendið seðilinn útfylltan til Vísis fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 27. þ.m.. Vinningar eru þessir: 1. Ritsafn Jóns Trausta. 2. Ritsafn Einars Kvarans. 3 . Kventaska. 4. Vöfflujárn. 5. Rafmagnsvindlakveikjari.; 6. Ársáskrift að Vísi. Franskt ferðamannaskip kemur hingað í sumar. Islenrkar kvikknyndir sýndar ferðaf römuðtim á Norður- londum, Bretlandi og Frakklandi. Prófkosningasvindlið. Vonlausu flokkamir byggja alla sína von á fölsuðum prófkosningum. Nýju flokkarnir tveir, sem alveg eru vonlausir í þessum kosningum, reyna að rétta hlut sinn hjá almenningi og breiða yfir fylgisleysi sitt með fölsuðum prófkosningum. Hafa þeir dreift út prentuðum eyðublöðum hingað og þangað og látið kosningasmala sína koma af stað „prófkosningum“ í ýmsum stofnunum, eftirlitslausí af annara hálfu. Hefur svindlið gengið svo langt, að „kjósendurnir“ hafa fengið eins marga seðla og- þeir hafa óskað, þannig að sami mað- urinn heftir krossað á marga kosningaseðla. Ekkert eftirlit hefur verið með tölu seðlanna, og hafa smalarnir venjulega sjálfir framkvæmt „eftirlitið“. Menn ættu því ekki að taka alvarlega fréttir af slíkum „prófkosnmgum“. Þær eru framkvæmdar eingöngu til að bleltkja almenning og eru því einhver viðbjóðslegasti pólitíski hráskinnaleikur, sem hér hefur lengi sést, enda byggður á ófyrirleitnu svindilbraski óvandaðra kosninga- smala. Hingað til lands er von á frönsku ferðamannaskipi, er stendur við dagana 15. og 16. ágúst í sumar. Skip þetta „Batoria“ er 14300 tonn að stærð og tekur 600 farþega. Á meðan það dvelur hér fara farþegarnir í skemmtiferðir um nágrenni Reykjavíkur til Þingvalla, Gullfoss, Geysis, Krýsuvíkur, Hafnarfjarðar og e. t. v. upp í Hvalfjörð. Að því er Þorleifur Þórðar- son forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins hefur tjáð Vísi, ríkir nú mikill áhugi meðal franskra ferðafrömuða fyrir ferðum til íslands. Er það meðfram vegna þess að sjálfir hafa Frakkar gnægð sólar og sumars, og vilja af þeim sökum gjarna leita norður á bóginn og til kaldari landa. Aftur á móti er minni á- hugi meðal Breta fyrir Islands- ferðum, og er það að nokkru leyti skiljanlegt þar sem þeir vilja fremur leita til sólskins- ins og suðlægari landa, enda hægara um vik fyrir þá að kom- ast þangað. Þorleifur Þórðarson er ný- kominn úr ferðalagi um Norð- urlönd, Frakkland, Skotland og England. En þar sýndi hann, með aðstoð íslenzku sendiráð- anna, ferðafrömuðum þessara landa íslenzkar kvikmyndir í litum. Kvikmyndir þær, er Þorleifur sýndi í ferð sinni, voru annars vegar kvikmynd, aðallega af ferðaleiðum hér á Suðvestur- landi, Vestmannaeyjum og Rvík en lika frá ýmsum stöðum norð anlands og sýnir jafnt atvinnu- háttu og þjóðlíf sem landslag. Kvikmynd þessa tóku þeir Þor- varður Jónsson starfsmaður . Ferðaskrifstofunnar og brezkur kvikmyndatökumaður, Frank Micklethwaith, er dvaldist hér í fyrrasumar. Hins vegar sýndi Þorleifur kvikmynd úr óbyggð- um íslands, sem þeir Magnús Jóhannesson og Sveibnjörn £g- ilsson hafa tekið. Óhætt er að fullyrða, að kvik myndir þessar hafi í ýmsum atriðum gjörbreytt hugmynd- um hinna erlendu ferðafrömuða um fsland, landið og þjóðina. Héldu margir þeirra að ísland væri allt annað en það er, létu og flestir mikla hrifningu í Ijós yfir því, sem augun bar á kvik- myndunum. Þorleifur telur yfirleitt áhuga fyrir íslandi sem ferðamanna- landi, en þó misjafnlega mikinn, enda ísland í mikilli fjarlægð frá öðrum löndum, verðlag hér hátt og ýmsir erfiðleikar í sam- bandi við móttöku gesta. Á Norðurlöndunum hvað forstjór- inn hvað mestan áhuga fvrir íslandi í Svíþjóð. Saltfiskvisindi Alþý5ubEaðsíns. Hagfræði-vitringar AS- þýðublaðsins halda, að þa<$ sé góð kosningabeita að ráð- ast á ríkisstjórnina fyrir það að komið hefur til tals, a® Norðmenn kaupi hér tölu- vert af saltfiski, einkum Grænlandsfiski, sem nijtig erfitt er að selja. í fyrra var selt mikið af Grænlandsfiski til, Danmerkur og bjargaði það útgerð togaraflotans í fyrra sumar. Um þetta er það fyrst að segja, að ríkis- stjórnin selur ekki saltfisk heldur fisksölusambandið. Þetta veit Alþbl. að sjálf- sögðu ekki. Og í öðru lagi má segja, að það mætti telj- ast mikið happ, ef við gæt- um selt Norðmönnum fisk til að selja til Brazilíu. Við- skiptin við það land era bundin við jafnvirðiskaup á báða bóga. Við getum mi selt þangað fisk fyrir 27 miilj. króna á ári og það er hið allra mesta sem hægt væri að hugsa sér, að við gætum keypt vörur fyrir á einu ári, aðallega kaffi. Markaðurinn er því mjög takmarkaður fyrir fisksölu héðan, vegna þess hvað lítið við getum keypt þaðan. Norðmenn geta keypt miklu meira frá Brazi- Iíu, og því er þcirra fisk- markaður þar miklu stærri. Það væri því ekki tap íyrir okkur eins og sakir standa, þótt þeir seldu þangað ís- lenzkan fisk til að nota á sinn markað. Við ættum erf- itt með að auka okkar fisk- sölu frá því sem nú er, með - an Brazilía setur þá við- skiptaskilmála, að við kaup- um af þeirra fábreyttu út- flutningsvöru fyrir jafnmik- ið og við seljum þeim. Fáfræði Alþýðublaðsins í framleiðslu- og efnahags- málum þjóðarinnar jafnast aðeins á við fum og yfir- borðsmennsku leiðtoga þeirra. Lítill drengur verð- ur fyrir bíl. í fyrradag varð þriggja ára drengur fyrir bifreið á gatna- mótum Njálsgötu og Frakka- stígs. Var bifreiðinni ekið aftur á bak, en drengurinn litli var fyrir aftan hana og meiddist nokkuð, en þó aninna en búist var við i fyrstu. Drengur þessi heitir Sigurður Ingi Svavars- son, Frakkastíg 13. Skarst á rúðubrotum. Lögreglan var í fyrrinótt kvödd vestur á Hagamel vegna ölvaðs manns, sem hafði brot- ið rúðu í húsi og skorið sig illa á glerbrotunum. Varð að flytja hann til læknis. Skóli fyrir útflutnings- söiumenn í Svíþjóð. St.hólmi. — I haust verður opnaður hér nýr skóli, sem á að kenna sölumönnum á sviðr- útflútningsins. Þótt verzlunarskólar veiti mönnum fræðslu um þetta, nægir hún ekki vegna vaxandi örðugleika á ýmsum sviðum milliríkjaviðskipta. Eru það samband útflytjenda og fleiri aðilar, sem að skólanum standa. (SIP). Rússaa* neita enn. London (AP). — Ráðstjórnin hefur enn neitað kröfum brezku stjórnarinnar um að rússnesk- um eiginkonum brezkra manna verði left að fara úr landi til manna sinna. Ráðstjórnin hefur æ ofan i æ neitað að verða við öUum kröí- um í þessu efni, en. meiri líkur þóttu fyrir því en áður, að af- staða þeirra yrði önnur, eftir að svipuðum kröfum varðandi eig- inkonur bandarískra manna hafði verið sinnt, og voru því fyrri kröfur endurteknar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.