Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 1
43. árg. MiSvikudaginn 8. júlí 1953 151. tbT, Vann greni, 10 dýr, 5 mín. gang frá sumarbústað. Refir bak færf sig nær, eðffi é byggð i vor. Tryggvi bóndi Einarsson í Miðdal vann fyrir nokkru greni í Miðdalsiandi, tiltölulega skammt frá bænum. Fékk hann þar góðan feng — hjónin og 8 yrðlinga. Ólafur Benónýsson, Sunnuhlíð, vann einnig greni í Svínahrauni fyrir skömmu. Vísir átti símtal við Tryggva í morgun. Kvað hann tófuna hafa leikið á menn í þetta skipti, með því að færa sig nær byggð og jafnvel í byggð. Tryggvi kvaðst einskis hafa orðið var í vor og sumar á venjulegum refaslóðum, en er hann fór að leita nser, fmh hann greni, sem er tiltölulega skammt frá bænum, og aðeins 5—7 míriútna gangur frá sum- arbústað í Miðdalslandi. Þarna voru hjón, hvít læða og mó- rauður refur, en allir yrðling- arnir mórauðir. Tryggvi kvað mórauða litinn miklu algengari á þeim slóðum, sem hann er kunnugastur, en meira bæri á hvíta litnum í refastofninum á Suðurnesjum. Hann kvað gott að finna grenin, þegar svona væri orðið áliðið, því að þá væru öll merki glögg, en því miður flestir hættir að leita. Þó mundu nokkrir leita enn, og sjálfur kvaðst haftn íara á stjá aftur, ef hann hefði tíma til. Tryggvi kvað hjór.in fyrrnefndu hafa sést á vakki iðulega milli bæja, og víða sæjust refir í byggð. — Þetta greni var nálægt Sogslinunni, sem grenið var i, hefði leikið á reiðiskjálfi, þegar sprengt var. í greninu, sem Ólafur Benó- nýsson vann í Svínahrauni voru hjón og 3 yrðingar. Þessi fjöl- skylda var nýbúin að færa sig innar í hraunið — hafa senni- lega fundist ónæðissamt við veginn, en í námunda við hann var heimilið fyrst. etri vónir á ný um að ropnahlé náíst í Kóreu. Koma Strand- lis ákveðin. Bíartviðri um Su5ur- 09 Vesturland. Agætt veður er nú um Suður- ©g Vesturland, og líklegt, að NA-átt haldist hér næsta sól- arhringinn. Sunnanlands er hiti víðast um 10 stig. 12 stiga hiti var þó M. 9 í morgun á Fagurhóls- mýri og Loftsölum en í Reykja- vík 11 stig. Norðanlands er víð- ast nokkru kaldara og á Akur- evri var þokumóða og 7 stiga fcjti í morgun. Veðurstofan spá - ir áframhaldandi NA golu eða kalda og léttskýjuðu á SV- landi. Caronia kernur í fyrramálið. Skemmtiferðaskipið Caronia kemur hingað í fyrramálið og leggst á ytri höfnina kl. 7 og eru 550 skemmtiferðamenn á skip- Ferðaskrifstofa ríkisins arm- ast fyrirgreiðslu þeirra og munu sumir ferðast til Þingvalia, Geysis og Gullfoss, en aðrir fara um Reykjavík og nágrenni. Þetta er fyrsta ferðamanna- skipið, sem kemur á sumrinu. Caronia hefur komið hér 2 und- angengin sumur. Hún er 28.000 lestir. — Héðan fer skipið beiní til Noregs. Það er nú ákvcðið, að heims- meistarinn í sleggjukasti, Norð- maðurinn Sverre Strandli, keitmr hingað til keppni. Þó er sennilega réttara að segja, að hann sýni íþrótt sína, því að svo miklu fremxi er hann íþróttamönnum okkar, og geta þeir margt af honum lært. Heimsmet Strandlis er 61,25 m. Mót það, sem Strandli tekur þátt í, er haldið á vegum ÍR og verður á mánudag þriðjudag. og Heimta bibverksmi5jur í stnn hhtt. Bonn (AP). — Stjórn Neðra Saxlands krefst þess, að hún fái eignarhald á Volkswagen- verksmiðjunum í Wolfsburg. Byggir hún ki-öfu sína á því, að verksmiðjan hafi í rauninni verið eign nazistaflokksins áóur fyrr, og því eigi hún að falla til stjómar þess ,,larids“, sem hún er í. (Þýzkaland skiptist í ,,lönd“ en ekki t. d. fylki.) Ilálsiicftir græðs á blóðsugum. Moskvublaðið Pravda sagðí frá því þann 30. fyrra mánaðar, að komizt hefði upp um ólöglega sölu á blóðsugum, og hefði for- sprakki sölufélagsins grætt um milljón rúblna (sem muiiu að nafnverði jafngilda '"4: millj. kr.). Það er — vit- anlega — ríkisfyrirtæki, sein hefur á hendi sölu á blóð- sugunt, sent notaðar eru við ýmsum kvillum, en „tví- fættar blóðsugur“, eins og Pravda komst að orði, fundu upp á þvi að kaupa blóðsugur fyrir 18 kópeka stykkið og selja hær ríkiseinokuninni fyrir 1,20 rúblu. Væntanlega fá hinir seku makleg málagjöld fyrir að fara inn á svið ríkisins og taka að sér blóðsuguhlut- verk þess! Fundur var haldinn í Fanmunjom í morgun að beiðni kommúnista. Nísob fet* í itaiiKÍ m ásínlanda. Einkaskeyti frá AP. — London og N. York í morgun. Vonir vestrærina leiðtoga hafa aftur glæðst nokkuð um, að undirritun vopnahléssamninga í Kóreu muni fara fram bráð- Iega, þar sem nýr fundur „til undirbúnings vopnah!és“ hefnr verið ákveðirin. Frakksþing ræ5rr rá5stafanir Laníefs. París (AP). — Fulltrúadeild franska þingsins ræðir nú til- Icigur hins nýja forsætisráð- herra, Laniels, sem miða að því að ráða bót á núverandi fjár- hagsöngþveiti. Fundur stóð í alla nótt, og er komið var undir morgun, krafðist Laniel þess, að af- greiðslu þess yrði hraðað, vegna samninga við Frakklandsbanka, sem á að undirrita á föstudag. Það eru einkum áfengis- og benzíntollahækkanirnar, sem valda ágreiningi. Síðari fregnir herma, að er Laniel hafi hótað að segja af sér, hafi tillögur hans verið samþykktar með 329:277 atkv. Hins er og að geta, að afstaða Syngmans Rhee og stjórnar hans er enn óbreytt, að því er vitað er, og dregur það úr biart- sýninni. Sambandsliðsforingjar beggja aðila komu saman á fund í Panmunjom í morgun. Var það fyrsti fundur þeirra í viku- tíma, og var haldinn að beiðni konimúnista. Á fundinum til- kynntu þeir, að samriinganefnd- in væri fús til þess, að koma fyrirspurnum kommúnista varð> andi stríðsfangana, er Syngman Rhee lét sleppa, væru ekkí full- nægjandi. í bréfi Marks Clarks: var borin fram tillaga un, að> nefndirnar kæmu saman aftur. Pekingútvarpið birtir efni bréfs þess, sem kommúnistar lögðu fram í morgun. í þv.i er enn haldið fram, að Banda- ríkjamenn hafi verið í vitorði með Suður-Kóreumönnum um. að sleppa föngunum, og her- saman á nýjan fund um vopna- I stjórn þeirra geti ekki skotið> hlésskilmálana, þótt svör Mark sér undan ábyrgðinni með öllu. Clarks í seinasta bréfi hans við Manntaiið tokur 3 mánuði. Kínveijar sennflega yfír 500 rmflfónlr. Hong-kong- (AP). — í byrjun þessa mánaðar hófst manntal í Kína, og á því að verða lokið á þrem mánuðum. Þetta er fyrsta manntalið, sem á að ná til þjóðarinnar allrar, síðan einn keisarinn lét kasta tölu á þjóðina fyrir rúm- um tveim öldum. Þá taldist mönnurn, að Kínverjar væru alls tæplega 150 milljónir. Nu er gert ráð fyrir, að þeir Sé ekki færri en 500 millj. De Gasperi hefur tekið að sér að mynda samsteypustjórn fyrir þrábeiðni ríkisforsetans. Má ekki endurtaka sig. Eftir fregnum þeim að dæma.. sem borizt hafa, hreyfa komm- únistar ekki að þessu sinni kröf unni um, að föngum þessum. verði smalað saman í fanga- búðir af nýju, en þeir krefjast þess, að herstjórn Sameinuðu: þjóðanna ábyrgist, að slíkir at~, burðir gerist ekki aftur, og yfir~ leitt grípi til nægilegra ráðstaf- ana til öryggis því, að Suður-, Kóreustjórn og her hennar haldi. í hvívetna vopnahléssamning- ana, ef undirritaðir verða. Robertson, sendiherra Eisen- howers, og Rhee, forseti S.-K.,. komu saman til fundar í morg- un í Seoul og var það 10. fund- ur þeirra. Minkiir hefir drepið lömb borgfirzhra bænda í vor. Björn Blöndal segir frá eftirminnilegri minkaveiðiför. Miklar líkur benda til, aS minkur hafi drepið Iömb borg- firzkra bænda £ stórum stíl í vor, a.m.k. á sumum bæjum. Margir hafa haldið því fram, að enda þótt minkurinn væri mikill og illur vágestur, réðist hann þó ekki á lömb. En ný- lega kom Björn Blöndal bóndi og rithöfundur frá Laugarholti í Bæjarsveit að rriáli við Vísi og kvaðst hafa nokkurn veginn órækar sannanir fyrir því, að minkur réðist á lömb, jafnvel nokkurra vikna gömul. Björn Blöndal og synir hans báðir eru veiðimenn jmiklir pg hinir ágætustu skyttur. Hafa þeir skotið hátt á 3ja hundrað minka frá því er vágestur sá komst í héraðið. En það skal þó strax tekið fram, að þeir feðgar eiga ekki einir heiöur- inn af feng þessum, heidur er hann jafnvel fyrst og . ■ msl að þakka gersemishundi, sem Björn á, og leitar uppi slóðir minka og vísar skyttunum leið- ina. 5 jamba var saknaS. Björn í Laugarholti hefur skýrt Vísi frá veiðiferð þeirri, riú í s.l. mánuði, er hann kvaðst hafa fengið óræka vissu fyrir íambadrépi minka. Fer frásögh hans hér á eftir í aðalatriðum: „Það var að morgni dags. hihn 7. júní s.l. að bræðurnir Halldór og Ólafur Þórmunds- synir frá Bæ í Bæjaisveit hringdu tii mín og kváðust nalda að roinkur væri tikinn að ráðast á lömb þeirra. KváS- ust þeir sakna 5 lamba, svo til á sama blettinuni eða í svo- kölluðu Melsnesi þar í iaridar- eigninni. Síðustu þrjá dagana hefðu þeir misst lamb á hverj- um degi og væri lambadauði þessi ekki einleikinn. Það sem sérstaklega vakti þo grun þeirra í þessum efnum var það, að þenna morgun höfðu þeir fundið þriggja vikna faamallt lamb, nýdautt og merki þess að það hafi verið dýrbniö. Að vísu var það ekki etið að ráði, en hinsvegar var skinnið tætt í smátætlur, á að gizka fingur- gómsstórár. Framh. á. 2. síðu. Nixon fer til Austur-Asíu. Tilkynnt er í Washington, að Nixon varaforseti Banda- ríkjanna fari til Austur-Asíu, á. hausti komanda, í kynnis- og: vináttuheimsókn, m. a. til Jap- ans og Kóreu. Muni hann ræða við helztu menn og kynna sér skoðanir þeirra o. s. frv. — Eisenhower og Dulles höfðu. rætt þessa hugmynd sín í milli — Tekið er fram, að för þessi standi ekki í sambandi við vopnahlésumleitanirnar, sem nú fara fram í Kóreu. SíldveiSiflotinn lætur úr höfn. Frá Siglufirði bárust þær fréttir í morgun, að mörg síld- veiðiskip hefðu farið á sjó í gær og nótt, og mörg eru í þann: veginn að leggja úr höfn. Veður hefur gengið niður, þótt enn sé það ekki gott, em búist er við að einhvers afla megi vænta, ef veður heldur á- fram að lygna. Bátar, sem fóru. út í nótt, urðu varir við tvær. torfur, en fregnir lágu ekki fyrir um afla. Vart hefur orðið við talsverða rauðátu. \ V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.