Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Miðvikudaginn 8. júlí 1953 Minnisblað almennings. Miðvikuðagur 8. júlí — 190. dagur ársins. » ’v%^ /Sx m Vesturg. 10 v Sími 6434 Eftirminnileg veiðiför... Rafmagnsskömmtunin verður á morgun, fimmtudag, i 1. hverfi frá kl. 10,45—12,30. Flóð verður næst í Reykjavík ld. 16,45. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: Ezek. 34, 12—16. Útvarpið í kvöld. 20,30 Útvarpssagan: „Flóðið mikla“ eftir Louis Bromfield, III (Loftur Guðmundsson rith.) 21,00 Tónleikar (plötur). 21,20 Veðrið í júní (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). 21,45 Búnað- arþáttur (Gísli Kristjánsson talar við Lárus Rist). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Dans- og dægurlög (plötur) til kl. 22,30. Söfnin: N áttúrugripasaf nið er opið •unnudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00—15,00. Listasafn Einars Jónssonar. Opið daglega kl. 13.30—15.30. JÞjóðminjasafnið er opið U. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum cg fimmtudögum. Gengisskráning. (Söluverð) Kr. 1 bandarískur dollar .. 16.32 1 kanadískur dollar .... 16.46 100 r.mark V.-Þýzkal. 388.60 lensktpund.............. 45.70 100 danskar kr......... 236.30 100 norskar kr......... 228.50 100 sænskar kr..........315.50 100 finnsk mörk........ 7.09 100 belg. frankar .... 32.67 1000 famskir frankar .. 46.63 5100 svissn. frankar .... 373.70 100 gyllini . 429.90 1000 lírur ............ 26.12 Gullgildi krónunnar: 100 gullkr. == 738,95 pappírs- krónur. MwUcjáta hk /9S3 í dag er næst síðasti söludagur i happdrætti Háskólans. Félagsmerki F.Í.B. eru nú tilbúin. Félagar geta snúið sér til skrifstofunnar, þar sem merkin eru afgreidd. Skrif- stofan er til húsa í Þingholts- stræti 21 og er opin kl. 1—4 alla daga og mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga líka kl. 6—7. Kjósverjar efna til skemmtiferðar næst- komandi sunnudag, 12. júlí. — Þeir félagsmenn sem ætla að taka þátt í förinni eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 3008 fyrir annað kvöld. Hljóðfæraverzlunin Drangey hefur nú á boðstólum nokkr- ar nýjar íslenzkar plötur, sem steyptar hafa verið í Noregi. Inn á þessar plötur hafa sung- ið Guðrún Á. Símonar og Sig- urður Ólafsson. Alls er hér um 6 lög að ræða og eru þau mörg- um að góðu kunn, svo sem Hvað varstu að gera í nótt? og Svörtu augun. Sumardvöl að Reykjalundi. Eins og undanfarin ár gefst félögum S.Í.B.S. kostur á viku eða hálfsmánaðardvöl að Reykjalundi á tímabilinu 12.— 25. þ.m., ef nægileg þátttaka fæst. — Þeir sem hafa í hyggju að hagnýta sér þetta boð fa I allar frekari upplýsingar í \ síma 6450 og 6004. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Vest- mannaeyja, Hull, Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fór frá Hamborg 5. þ.m. til Antwerpen, Rotterdam og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Hafnarfirði á hádegi í gær til Belf ast, Dublin, Antwerpen, Rotterdam, Ham- borgar og Hull. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur í nótt. Reykjafoss fer frá Kotka 9. þ.m. til Gauta- borgar og Austfjarða. Selfoss i.er frá Hull 9. þ.m. til Rotter- dam og Reykjavíkur. Trölia- foss fer væntanlega frá Ncw York 9. þ.m. til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í London. Arnarfell er vænt- anlegt til Reyðarfjarðar í dag frá Kotka. Jökulfell er á Eyja- fjarðarhöfnum. Dísarfell kem- ur til Hamborgar í dag. Matreiðslunámskeið heldur Húsmæðrakennaraskóli íslands að Laugarvatni á næst- unni. Hefst námskeiðið þ. 23. þessa mánaðar og stendur í einn mánuð. Getur einn nem- andi komizt að, og ber að tala við forstöðukonu skólans, frk. Helgu Sigurðardóttir, sem stödd er að Laugarvatni. Nýja Bíó hefur nú á ný tekið upp sýn- ingar á frönsku stórmyndinni „Þar sem sorgirnar gleymast“ með söngfaranum Tino Rossi. Er myndin mjög hugþekk og skemmtileg og leikin af góðum leikurum. — Vegna mikillar eftirspurnar verður sýnd sem aukamynd krýning Elísabetar Englandsdrottningar. Gullfaxi hefir ffogið 2,2 miffj. km. á 5 árum. „Gullfaxi“, millilandaflugvél Flugfélags íslands, er 5 ára í dag í eigu félagsins. Flugtímar vélarinnar nema nú 6575 og vegalengdin, sem flogin hefur verið, 2.170.000 km. Svarar það til að vélin hafi farið 54 ferðir umhverfis hnött- inn um miðbaug. Á þessu tímabili hefur „Gull- faxi“ flutt 22.558 farþega, rösk- lega 339 smálestir af vörum og 65 af pósti. Flugvélin hefur komið víða við, alls lent á 40 flugvöllum í 21 landi. 930 ferð- ir hefur hún farið milli íslands og útlanda, en samanlagður fjöldi flugferða er orðinn 1410. Flugstjórar á „Gullfaxa“ eru þeir Jóhannes R. Snorrason, Þorsteinn E. Jónsson, Sigurður Ólafsson og Anton Axelsson. BEZT A0 AUGLYSAI VISl Framh. af 1. síðu. Við þessa frásögn þeirra bræðra varð það að ráði að eg íæri með þeim í minkaleit þá um daginn og tók með mér Joo son minn, sem er þaulvön skytta. Hundurinn — Minka- þefur — var einnig með í för- inni. Við vorum vel útbúnir, höfð- um með okkur heilan „traktor“ og á honum skúffu með hvers- konar áhöldum svo sem járn- körlum, skóflum, 2 tvíhleypum byssum, 15 lítra brúsa fullum af benzíni o. fl. Með þennan útbúnað var haldið af stað niður í fyrrgreint. Melsnes, sem liggur að Flóku, í austurátt frá Bæ, en þar er votlent mjög og miklir neðan- jarðarlækir víðsvegar um nesið. Lækir þessir eru með augum eða glufum hingað og þangað og fyrir bragðið hin ákjósan- legustu minkafylgsni. Sauðfé heldur sig þarna jafnan snemma á vorin vegna þess hve landið er votlent og grænkar fljótt. Traktorinn festist. Þegar við vorum komnir nið- ur undir Melnesið festist trakt- orinn þar í aur og urðu félagar mínir eftir til þess að reyna að ná honum upp en eg hélt áfram með hundinn. í Melnesinu skoð- aði eg marga læki og varð einskis var, en von bráðar sá eg að hundurinn hafði orðið einhvers vísari og var það lambið, hið sama, sem Bæjar- j bræður höfðu fundið áður um morguninn. Á næstu grösum lá dauður stokkandarbliki. Við þenna fund ærðist hundurinn, j því hann fann þarna lyktina af minknum og rakti nú för hans: alla leið til Flóku. Hélt eg á, eftir seppa svo hratt sem eg I mátti og þegar eg kom niður að ánni var hundurinn tekinn > til að grafa þar niður í árbakk- j ann. Vissi eg, að þar myndi minkagreni ur.dir, því eg þekkti háttu hundsins og skilningar- vit hans. Stóð eg með hlaðna Lárétt: 1 þjónar réttvísinnar, 7 kall, 8 íláti, !0 stórborg, 11 ótta, 14 smíðatækis, 17 fall, 18 hlýja, 20 mim úhgarveizlári. Lóðrétt: 1 notuð við vatn (þgf.), 2 hrój> 3 ofan, 4 leiðsla, 5 frumein i, 6 slöttólf, 9 á hníf, 12 útdeildi, 13 úr fiski, 15 eftir- látið (þf.), 16 þvottur, 19 frum- efni. fcáusu á krossgátu ur. 1952: Lárétt: 1 Erla, 10 æft, 17 Nd, VÁ k. 'Lóðrétt: 1 KE, 4 hræ, 5 Ieikhús, 7 ur, 8 11 dufl, 14 innan, •n•l’itaÁi' ti’ií i lundinn, 2 er, 3 úi 6 sat, 9 ofn, 12 und, 13 laki. 15 not, 16 er 19 Ra. spekkjxt Dauska konungsfjölskyldan var er tekin, þegar fjölskyldan brá nýlega á ferð í SvíþjóS sér í siglingu uum Skerjagaróinn skiasb áíiium. sinni, Stokkliólir odin a eiaum byssu í hendinni reiðubúinn að skjóta ef minkur birtist í gjót- unni. En hundurinn sparaði mér ómakið, því hann gróf þarna upp þrjá stólpaða minka- hvolpa og drap þá jafnharðan alla. Rétt á eftir komu félagar mínir niður á árbakkann og hjálpuðumst við allir að við að vinna á læðunni, sem einnig var þarna í greninu. í for- vitniskini ristum við læðuna á kviðinn og fundum í maga hennar ull og snepla af skinni, sem var óræk sönnun þess að hún hafði. étið lömb. Annað lambshræ fundið. Af gamalli reynslu vissi eg: það að karldýr finnst aldrei í sama greni og læðan. Taldi eg því að gaman væri að leita karldýrsins eða annarra minka,, er kjmnu að vera þar í grennd. Leituðum við nú fjórir á stóru svæði beggja megin Flóku og, fórum í Melsnes^. aftur eftir langa og árangurslausa leit. — Er við komum þangað, en á allt annan stað en þann, þar sem lambið fannst um morgun- inn, fann hundurinn hræ af öðru lambi, nýdauðu, miklu yngra en hitt lambið. Var höfuð þess mulið sundur upp að aug- um, eins og sést stundum eftir grimmar tófur. Tók hundurinn nú enn á rás frá hræinu, þar til hann kom að holu eins neð- anjarðarlækjanna. Tók hann þá að gelta og ókyrrast mjög, eins og hans var vandi þegar hann. var á minkaslóð, en náði ekki til dýrsins. Tókum við þá til skóflanna og grófum í margar klukkustundir samfleytt eftir þurrum neðanjarðarfarvegi. — Sáum við merki þess að þar hafði minkur nýlega verið og einnig fundum við þarna ný- dauðan stokkandarblika, lítið étinn. Loks kom þar að far- vegurinn endaði í vatnsrás og þangað hafði minkurinn slopp- ið úr greipum okkar. Ekki vild- um við samt gefast upp við svo búið, heldur gripum til ben- zínsins, sem nú kom í góðar þarfir. Heltum við því í lækinn og kveiktum síðan í, en eg stóð við næsta auga fyrir neðan reiðubúin að skjóta ef „óvin- urinn“ birtist. Benzínsprenging. Þegar logandi benzínið flaut á vatninu eftir byrgðum far- veginum olli það stórkostleg- um sprengingum og munaði, minnstú að ein þeirra yrði manr.sbani. Þannig var málum hátiíiö að pðrum Bæjarbræðra hafði komið til hugar að benzínið væri of lítið í vatninu, iók því brúsann og ætlaði að hella benzíni niður um eitt opið á farveginum. En þegar hann kom að apganu var benzínloftið að fá þar útrás og varð af mikil sprenging. Kastaðist mað urinn flaínr, út í flóann a:cð brúsann -í hendinni, en slapp þó óskaddað'ur nema hvað augnabrúnir hans sviðnuðu. — Töldum ýið mikla mildi, að máðurinn skyidi síeþpa jáfn vel, einkum með tilliti til þess Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.