Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 08.07.1953, Blaðsíða 8
Ptíi tem gerast kaupendnr VÍSIS eftir 1C. hver> mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1C6@. VISIR VÍSIlí er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið i síma 1660 og geriií áskrifendur. Miðvikudaginn 8. júlí 1953 Ný andspyrnualda gegn stjórn A.-Þýzkalands. Verkamenn efna til setuverkfalla. Einkaskeyti frá AP. — Fregnir í gærkvöldi hermdu, Berljn í morgun. | að verkamenn hefðu hópazt Austur-þýzkir verkamenn' saman í gær fyrir framan stjórn hafa byrjað setu-verkíöll í nokkrum verksmiðjum. Skora 'þeir á verkamenn á öðrum vinnustöðum, að gera slíkt hið sama, til þess að fá íramgengt eftirtöldum kröfum: ♦ Austur-þýzka ríkisstjórn- in' biðjist lausnar þegar í stað. ♦ Sleppt verði úr haldi þeg- 1. ar öllum, sem enn eru í 4 fangelsum eða fangabúð- i- uni, og haudteknir voru í i. 17. júní-óeirðunum. | ♦ Aflétt verði þegar öllum umferðarhömlum, sem sett 1 ar voru milli A.- og V.- ■ Berlínar vegna óeirðanna. ♦ Kaup verði hækkað, verð- lag á nauðsynjum lækkað. Ekki er þess getið í fregnum i morgun, að skriðdrekasveitir hafi aftur verið sendar til A.- Berlínar, en hins vegar, að rúss neskir hermenn og austur-þýzk ir alþýðulögreglumenn svo- nefndir, séu á verði meðfram allri markalínunni milli borg- arhlutanna. Rússnesku her- mennirnir hafa handvélbvssur að vopnum. arbyggingarnar í A.-Berlín og við ríkisverksmiðjur í nokkr- um bæjum. Háværastar voru kröfurnar um, að verkamönn- um, sem í haldi eru eftir ó- eirðirnar 17. júní, verði sleppt þegar. Mannfjöldanum vai’ dreift. 6 milljarðar bjór- dósa seldar á ári. N. York (AP). — Hér í landi «r bjór í dósum smám saman að útrýma flöskubjór. Á fimm ára tímabili fram að síðustu áramótum tvöfaldaðist neyzla á dósabjór, og hún virð- ist ætla að aukast um 20% á þessu ári. Það táknar, að Bandaríkjamenn drekki úr sex milljörðum dósa á árinu. Mifijón manna hús- næðislaus í Japan. Tokyo (AP). •— Yfir milljón manna eru heimilislausir nú vegna rigninga og flóðanná á Kyushu í Japan Kolanámur á eynni hafa fyllst — Kolanám og ýmis ann- ar atvinnurekstur hefur stöðv- ast vegna ástandsins á eyuni. Víða um heim er það venja að bera hvaðeina, sem hægt er, á höfðinu, og drengimir á mynd- inni virðast slyngir í þeirri list. Þeir eiga hcima í Belgíska Kóngó, og virðast vita vel unt leikni sína. Brezki náttúrufræðileióangurinn hélt til óbygg&a í gærkveldi. Scott sýndi áður forkunnarfagra kvik- mynd af leiðangri sínum 1951. Brezki fuglafræðingurinn Pet- er Scott lagði af stað í gær- kvöldi með leiðangur sinn ó- leiðis til öræfanna sunnan Hofs- jökuls. Nokkru áður en leiðangurinn lagði af stað sý»di Peter Scott í boði, sem brezka sendiráðið hélt leiðangursmönnum, ýms- um íslenzkum embættismönn- um o. fl. litkvikmynd, er hann hafði tekið hér í leiðangrinum Félagsmálaráöherrar Norður- lauda hittast hér í þ. mánuði. llingað koma 22 inenn íil himlai’ins. Félagsmálaráðherrafundur Norðurlanda, hinn 13. í röðinni, verður haldinn í Reykjavík dagana 16.—20. þ.m. Sú venja hefur komist á, að félagsmálaráðherrar Norður- landa ættu fund með sér annað hvert ár ásamt helstu starfs- mönnum félagsmálaráðuneyt- anna og forstöðumönnum mik- ilvægra félagsmálastofnana, er lúta þessum ráðuneytum. Td þessa hafa fundirnir verið haldnir til skiptis í höfuöborg- um hinna Norðurlandanna. ísland hóf virka þátttöku í fundum þessum 1945 og heíur átt fulltrúa á öllum félagsmála- ráðherrafundum síðan. Síðasti félagsmálaráðherra- fundur Norðurlanda vai- hald- inn í Helsingfors í ágúst og sótti hann Steingrímur Steín- þórsson forsæíis- og félags- málaráðherra cg var þá ráðið að næsti fundur yrði haldinn á íslandi. Vitað er d5 félagsmálaráð- herrar allra Norðurlanöanna fimm raúnu sitja fundinn, og eru nefndirnar, sem fundinn sækja, skipaðar sem hér segir: Frá Finnlandi 2, Noregi 4, Danmörku 7 og Svíþjóð 9. Ekki hefur enn verið gengið frá því til fulls hverjir sækja fundinn af Islands hálfu. Gestirnir koma flestir með Gullfossi 16. júlí og hefst fund- urinn sama dag. (Frá félagsmálaráðuneytmu). Á fundinum munu nefndir, er starfað hafa undanfarin ár, skila skýrslum, m. a. félags- málanefnd Norðurlanda, en í henni eru 2 menn frá hverju Norðurlandanna nema íslandi, því að aðeins einn fulltrúi er frá okkur. Kemur nefnd þessi saman 1—2 sinnum á ári. Eitt höfuðviðfangsefnið verð- ur sjúkratryggingarnar, sem eru mjög dýrar og þungur baggi fyrir ýmis sveitarfélög. Ennfremur mun fundurinn fjalla ixm þá tillögu Norður- landaráðsins, að ríkisstjórnirn- ar samræmi lögfjöf sína um fé - lagsmál. 1951. Kvikmynd þessi sýmr fuglalíf og blómskrúð hinna ís- lenzku öræfa en bakgrunnurinn er fjöll og jöklar. Létu gestir mikla hrifningu í ljós yfir hinni forkunnarfögru kvikmynd og töldu hana beztu öræfakvik- mynd, er enn hefur verið tekin hér á landi. Klukkan 8 í gærkvöldi lagði leiðangurinn af stað. í honum eru, auk Scotts sjálfs, fjórir Bretar, Kjartan Kjartansson, sem verður túlkur og Ármenn- ingarnir sjö, sem voru í Vatna- jökulsleiðangri Sigurðar Þórar- inssonar í vikunni sem leið. — Fóru þeir til þess að aðstoða bílana og leiðangurinn, ef mikl- ir farartálmar eða aðrir erfið- leikar yrðu á leiðinni. Farið var í tveimur bílum, stórum fólksbíl og' vörubifreið, sem þeir bræður Guðmundur og Jón Jónassynir stýrðu. í nótt var ferðinni heitið upp í Kerlingafjöll, en þar átti að hvílast nokkrar klukkustundir og halda síðan í dag áfram yfir Illahraun og áfram austur með Hofsjökli, yfir Þjórsárkvísla og að Bólstað gegnt Sóleyjarhöfða. Þar á næstu grösum reisa leið- angursmenn tjaldbúðir sínar og þar verður dvalizt þar til viku af ágúst, er haldið verður heim- leiðis aftur. Þann tíma, se.m dvalið verður efra, vinna leiðangursmenn að smölun og merkingu heiðagæs- arirmar, svo og að ýmsum öðr- um athugunum á dýralífi nátt- úrufræðirannsóknum. Leiðang- ursmönnum til aðstoðar verður Valentínus Jónsson frá Skafí- holti við annan mann og með 1 hesta, og lögðu þeir upp úr byggð í gær. Var ætlun þeirra að komast í Bólstað í kvöld bg dvelja þeir innfrá allan tímann meðan Bretarnir verða þar. Einstafcur náms- ferill Vestur- ísfemBitgs. I vor Iauk ungur Vestur-ís- Icndingur verkfræðiprófi við Manitobaháskóla, og þótti náms ferill þessa unga manns með meiri ágætum en ahnennt gev- ist Verkfræðingurinn heitir fullu nafni John Edward Spring. Fað ir hans heitir Jóhann G. Spring, en móðirin Svafa Benedikts- dóttir Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal. John litli gekk ekki í barna- skóla, heldur lærði hjá móður sinni heirna, en hún haíði hlot- ið kennaramenntun. Strax og John kom í skóla, að loknu fullnaðarprófi barnafræðslunn - ar, tók að bera á frábærum námshæfileikum hans, og hefúr síðan hlotið hver námsverðlaun in af öðrum, fvrst Hotelkeep- ers- og Brewstersvérðl., síðar McKechnie námsverðlaun, Is- bistérýerðlaún, Calif. Standard Oi'l verðlaun og auk þess náms- verðlaun Manito-baháskóla öll árin, sem hann dvaldi þar við nám. Nema verðlaun þessi sam- tals þúsundum dollara. Nú hefur John E. Spring feng ið stöðu sem verkfræðingur hjá olíufélagi einu í Calgary og hef- ur félagið kostað hann til fram- 9 árekstrar. í gær ur&a samtals 9 árekstrar bifreiða hér í bænum og er það óvenjulegur árekstrarfjöldi í blíðskaparveðri um hásumar. Árekstrarnir urðu á Skúla- götu, Vesturgötu, Hafnarstræti, Hlíðunum, Laugavegi, Miklu- braut, VöUunum, Sogavegi og sá síðasti í Teigunum. í þremur tilfellunum var um mjög miklar skemmdir á farai-- tækjunum að ræða, og í einum þeirra varð áreksturinn svo harður, að annar bíllim'i fór á hliðina. í hinum sex árekstrun- um urðu skemmdir ekki veru- legar, en þó nokkurt tjón í þehn öllum. Ekki herma skýrslur lög reglunnar frá neinum slysum á fólki í sambandi við árekstra þessa. í nótt var lögreglunni tilkynnt um bifreið, sem ekið, hafði ver- ið út í skurð við Múlaveg en um frekari málsatvik er blaðinu ó- kunnugt. Indverjar svara Mafan í sönui mynt Einkaskeyti frá AP. —■ Kalkútta í gær. I flestum stórborgum Incl- lands hefur kynþáttakúgun Malans verið svarað á þann veg, að sérstök gistihús hafa verið ákveðin „hæfur“ bú- staður fyrir Suður-Afríku- menn, sem til landsins koma. Er hverjum ferðamanni það- au hent á, að hann skuli búa í tilteknum gistiliúsum í borgum þeim, sem hairn ætlar til, bess að komast hja ýmislconar „óþægindum“. Kynþáttalöggjöf Malans- stjórnarmnar nær nefnilega einnig til Indverja, sem erts fjlmennir í S.-Afríku. haldsnáms um sumarmánuðina við Pennsylvaníuháskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.