Vísir - 21.07.1953, Page 7

Vísir - 21.07.1953, Page 7
Þriðjudaginn 21. júlí 1953. YlSÍB 9 "8® (juÉÍaucj (8eneJ.iltidóttir: A stofu finun Vísir tekur upj) þá nýbreytni að bessu sinni, að birta stutta framhaldssögu eftir innlenda höf- und. Mun saga þessi endast fram til vikuloka, en þá verður birt saga eftir Emile Zola, hin fyrsta, sem eftir hann birtist á prenti. Er óhætt að mæla með henni við lesendur. Þao voru tvö rúm auð á stofu númer fimm í litlu sjúkrahúsi í Reykjavík, og vesalings Elín var dauf í dálkinn, hún hafði grátið allan morguninn. Steinhildi var ami að þessum stöðuga gráti, ef eitthvað bar út af, en gat þó ekki rönd við reist. „Þú ættir að hætta að g'ráta," hvíslaði hún til Elínar, „þér gæti versnað.“ - O-svei, niér myndi varla versna, nema eg færi þá alveg,“ snökti Elín. „Nú, heldurðu það sé komið að því fvrir þér?“ sagði Stein- hildur. „Þú getur verið alveg voðaleg, Steinhildur,“ sagði Elín og harkaði af sér grátinn. „Mér finnst þú oft vera hjartalaus, éng- um manni hlifa, ef í það fer. Og ekki sér það á þér, þó þær séu tvær nýdánar hérna í stofunni hjá okkur. Það er því líkast sem þú haldir, að þær hafi brugðið sér í bæinn, hún Stína og hún Fríða, svo er svefninn og róin hjá þér.“ „Nei, Elín mín,“ sagði Steinhildur blíðlega. „Eg veit að Stína og Fríða eru komnar á veglegri stað en hérna út á rykuga götuna.“ „Allt veiztu, ekki vantar það. Getur þig ekki grunað, að þær hefði langað til að lifa eins og okkur hinar?“ „Við getum huggað okkur við það, Elín mín, að á sínum tíma verði ekki gert upp á milli okkar og þeirra. Þó við förum kann- ske ekki úr kvefpestinni núna, þá getur verið, að við verðum ekki spurðar að, þegar við höldum upp í langefrðina.“ „Skammastu þín, Steinhildur. Eg þoli ekki að heyra í þér rausið eins og eg er veikluð og langar mikið til að lifa. Eg á líka kærasta, það væri þér likast að öfunda mig af honum, fyrst j enginn lítur við þér.“ „Áttu kærasta Elín mín? Þá er von þú grátir.“ „Já, það var mikið þú skildir það, asni. Heldurðu það sé ekki annað mál fyrir þig eða mig?“ „Jú, Elín mín. Eg veit. það vel að við hugsum ólíkt. Aldrei myndi mér détta í hug að fá mér kærasta.“ „Nú, af hverju segirðu það?“ „Eg hefi enga heilsu til að fara út í slíkt, það væri mér of mikil lífshætta." „Það er ekki ofsögum sagt af besítis vitleysunni í þér. Eg veit þú segir þétta til að særa mig,“ og annað munnvikið seig óþarflega mikið. „Nei,“ sagði Steinhildur hæglátlega, „eg vildi sízt særa þig, Elín mín, en sjón er sögu ríkari. Af hverju dó Fríða? Fór hún ekki út í bæ, þó lælrnirinn væri búinn að banna henni það? Var hún ekki að finna kærastann og fekk svo inflúenzu upp úr Öllu saman?" „Nú jæja, þetta getur svo sem rétt verið hjá þér. Qg Stína átti líka kærasta, þó hún segði fátt um það. En það er annað með mig,“ mætti Elín við. „Getur verið,“ sagði Steinhildur, „þó eg sé ekki trúuð á þetta kærastastand fyrir sjúklinga. En verði þér gott af, góða mín.“ Steinhildur sneri sér til veggjar í rúminu og gaf þar með til kynna, að nú tæki hún sér hvíld. Annars beið hún óþolinmóð eftir lækninum, óskaði þess hann kæmi sem fyrst á stofugang, svo hún mætti komast út í góða veðrið. En Elín sat uppi í rúminu sínu og gerði ýmist brot í teppin eða sléttaði úr þeim aftur. — Svona var Stéinhildur, alltaf með þessar bölvaðar grillur, sem vöktir hjá mánni óróa. En satt var það, að ekki átti hún kærasta, það var Elín álveg handviss úm. -— Og langt var Steinhildur leidd, þegar hún kom hingað, það var ekki að efa. Læknirinn gat varla trúað því, hvað hún spratt upp. — Aldrei fór hún i heimsóknir í bæinn eða fekk undanþágu í bíó. — Ivei, hér ,yp lábbáð út og inn, éftir áð fótávistin byrjaði. Elín lelt- til rúmahna í stofunhij se‘m nu stSS auð, og það greip hahá ógurlegt tóm. Iiún vildi gjarnan vinna til að eiga engan kærastá, ef hún féngi áð lifa lengur, — og þó var mikið misst, að eiga sér ékki strák. Henhi hafði einu sinnl fundizt slíkar mánneskjur v-a eins og’afklipþur, sem engin Ieið var að nota til rieins. - Én ef það köstaði lífiðjþá gat verið öðru máli'að; gegna. — Enginn myndi þó vita betur um þáð;.eri lækp- irinn 'Ætti' hún að færa 'þeffa' í tal við harih? ‘ • En hváð um það. Hún vildi óska, að einhver kæfrv í þessi vuðu rúm, hverjir sem það væru myndi það aldrei verða eins óskáþlégt og að hafa þau svona. — Steinhildur vildi heldur hafa rúmin auð, svoria Var hún öfug í ölíu. — Nei, maður skyldi vlega fara eftir því, sem hún var að gaspra og fullyrða. Eíiriú hálfbrá, þegar lækniriim kom inn. f sviþinn hafði hún g r.t því, að hún átti eftir stofugang hjá þeim. „Nú, nú. Góðan daginn hérna. Það myndi margur óska þess að hafa svona rúmt um sig,“ sagði hann. „Ósköp er að heyra þetta,“ sagði Elín. „Það er þá svo skemmti- legt að sjg þessi auðu rúm.“ Læknirinn tók um úlnliðinn á Elínu og horfði á hana. „Heilsan eftir vonum,“ sagði hann. „En rúmin þau arna standa ekki lengi svona auð, það er víst um það.“ „Ó eg er svo spennt að vita hverjar koma í þau. Koma þær i dag?“ „Ja, hver veit,“ sagði læknirinn og brosti um leið og hann gekk að rúmi Steinhildar. Strax og læknirinn var farinn, fór Steinhlidur á fætur og út í sólskinið. Hún var þakklát að geta rólað um úti og dregið að sér dásamlegan ilm vorloftsins. Hún var ung og óreynd og þetta var fyrsta stóra reynslan frá því hún missti föður sinn. Seinni hluta dagsins, þegar Steinhildur sat við vesturdyrnar á ganginum, horfði út í sólina og heiðríkjuna og út á götuna, sem sjaldan var mannlaus, heyrði hún feikna mikinn blástur i stiganum og þungt fótatak. „Nú, nú, ekkert liggur á, Margrét mín, Farðu þér bara hægt.“ — Þetta þurfti þó varla að taka fram, því það mátti telja upp að tíu meðan farið var ýfir hverja rim, svo var hægagangurinn. Sú sem taláð hafði var sjálf hjúkrunarkonan, sem var yfir þessu húsi, réð þar öllu stóru og smáu og allra mein vildi bæta bæði fljótt og vel. —"Sennilega er að koma sjúklingur, hugsaði Steinhildur. Loks sá á dökkt, gljáandi hár hjúkrunarkonunnar, er hún kcm upp úr stiganum og á hvítan sjalklút, sem aðkomukonan hafði á höfðinu. Þetta var lítil kona, saman gengin og lotin, með brúngulan hörundslit, lágt enni, langt nef, sem reis mjög upp að framán, innfallinri, tannlítinn munn, en langa og mjóa útstandandi höku. Það sem Steinhildi varð einan mest starsýnt á var, að á þessu stóra nefi gömlu konunnar sátu tvenn gler- augu. Gamla konan dæsti hátt, stóð kyrr á ganginum og losaði um hvíta sjalklútinn og lét hann falla ofan á herðar sér. Þá kom í ljós Stór og mikil skotthúfa, sem huldi höfuð henrínar að mestu leyti. Stuttúr skúfurinn dinglaði niður með vinstra gagn- auganu. Dökkbrúri, sfingáridi augu gömlu konunnar horfðu á Steinhildi. „Ér hún vinnukona hérna?“ sagði hún við hjúkruriarkon- una. „Nei, Margrét mín, hún er ekki starfsstúlka hérna heldur. sjúklingur.“ „Já aldeiíis. Hún er þó ekki veikindaleg, varla er mikið að henni.“ Á kvöltlYÖkuiiiBÍ Athuganir sýna að fólk vill eiga skrautlegar bifreiðar. Að- eins 10% þeirra fólksbíla, sem seldir voru vestan hafs á sl. ári voru svartir, á móti 26 prósent árið 1941. • Gamall bóndi bjó á larída- mærum Rússlands og PóIIands, og yfirvöldin voru ekki á einu máli um, í hvoru landinu hann byggi. Málið fór milli margra nefnda og að síðustu kom úr- skurðurinn: — Bóndabærinn er í PóIIandi. „Guði sé Iofhrópaði bónd- inn. „Þá slepp eg við hinn hræðilega rússneska vetur.“ © „Businessmaðurmn“ vestan hafs hélt sig hafa fengið mjög smellna hugmynl. Hann keypti allar Tarzan-kvikmyndir sem hann gat náð í, því að hann hélt, að auðvelt mundi að leigja þær til hinna mörgu kvikmynda- húsa, sem - reist hafa verið í Afríku undanfarin ár. Nú situr hann með sárt enn- ið og veit ekki hvað hann á að gera við myndirnar, því að frá Airíku fekk hann þau svör, að kvikmyndaeítirliíið vildi ekki leyfa’ myndirnar. Ástæðan var sú, c.ð það . álcit mynðirnar hættúlégár siðférði hinftá ‘inn- fæddu. © Þess eru dæmi að lcettir hafi lifað í 30 ár. • í sjónum er ákaflega mikið af magnesíum. í hvorri ten.mílu 'sjávar eru 6 milljón tonn af þessu efni. Om áími $apt Eftirfarandi klausur voru í bæjarfréttum Vísis um þetta leyti 1918: Hveitiskortur er nú orðinn svo mikill hér í bænum, að brauðgerðarhúsin geta hvergi nærri fullnægt eftirspurninni eftir hveiti- brauði. Ritstjóraskipti eru að verða á Þjóðólfi. Sig- urður Guðmundsson magister, sem upphaflega tók að sér'rit- stjórn blaðsins, aðeins til bráða- jbirgða, lætur af herini, en við tekur að sögn Magnús Björns- son eana. phil. Ný saga er kömin út eftir Sigurþ Heiðdal. Heitir hún Jpn íá Vatnsenda og er fyrsta sagan í sagnaflokki, sem höfundur kall- ar Hræður. Verður hennar nán- or* cífvfízí círSaV :'PSpP'' . Mór ér nú fluttur til bæjarins daglega úr öllum áttum. í morgun var mikiil mór á stein- bryggjunni (frá Brautarholti) og stóð af honum r.ykmökkur-' inn upp allt Pósthússti'æti. — En það verður ekki í aUt séð og gott er að fá móinn. Sr. Kristsnn D3niefsson.< Framh. af 6. slðu. 1' sókn. Svo virtist mér ávallt, a® á meðal hinna eldri presta værS það síra Þorvaldur Jakobssonj, er hann var bundinn traustust- um vináttuböndum, enda höfðtt- þeir orðið nálega samferða á námsbrautinni (síra Þorvaldur einum bekk á undan), voru harla skaplíkir og áttu í mörg- um málum samleið. Eftir a® hann hætti að komast af heim- ili sínu, spurði hann ávallt eftir síra Þorvaldi ef hann átti þess von, að geta fengið fregnir af honum. Enginn sá er nokkur náint kynni hafði af síra Kristnl Daníelssyni, mun nokkru sinni geta gleymt honum, og allir munu þeir, er vináttu hans eignuðust, segja eitt og hið sama, að fáa vini áttu þeir slíka. Þvílíkur traustleiki hvað sem fyrir kom og hvernig sem vindarnir blésu. Og hvað hanii var hlýr og innilegur þessi stór- brotni og skapríki maður. Slík- ir menn kalla ávallt fram allt það bezta, er í þeim mönnura býr, sem þeir umgangast. Fjarri sé okkur að harma það, að hann hefur nú fengið þau um- skipti, sem hann hafði svo innilega þráð, þegar d.agsverk- inu hérna var lokið og líkams- mátturinn þorrinn; við sam- fögnum honum ýfir ljósi ný- runnins starfsdags. En við söknum hans, og það verða heit tár sem í dag verða felld við líkbörur þessa ágæta manns. Engum er slíkt til vanza; þeir hafa við lík tækifæri fellt táiv sem meiri menn voru en viðp sem fylgjum honum til bál- stofunnar. Að vexti var síra Kristinn. Dahíélsson nokkru meir en meðalmaður, en jafnvel þegar ég minnist hans fyrst, var hanii tekinn að gerast nokkuð lot- inn. Fríðleiksmaður var hann, en þó var sem sífellt yrði meiri birta og tign yfir svip hans með hækkandi elli. „Skírt var yfirlitið bjarta, Kið ytra þar hins innra naut“. Sálarþrótti hélt hann allt til þess síðasta, svo að hann fylgdist með dag- legum viðburðum og dægur- málum þjóðarinnar; þannig hafði hann í seinni tíð nokkrar áhyggjur af því, að við mund— um ekki halda svo einarðlegæ sem vera bæri á kröfunni um. heimflutning íslenzkra hand- rita frá Danmörku. Á ellihrör- leik hans og langa banalegu: verður ekki svo mirinst, að ekki. sé um leið getið téngdadóttur hans, frú Áslaugar Guðmunds- dóttur, fyrir þá stöku hlýju og fórnfúsu umhyggju er hún lét honum í té til hinztu stundar. Þó má vera að þögul aðdáun. fari þar bezt, því engin ord- fullnægja. Illa kann ég því, að dánar- minningar í óbundnu máli séu méð þeim hætti að skrafað sé við hinn látna. En þó held ég að þessari fátæklegu minning- argrein um kæran vin ljúki ég bezt ef ég gríp, eins og í önd- verðu, til orða hins ágæta skálds: Blessi guð börnin þin, blessi guð störfin þín; hljómi þér hugumklökk hjartgróin þökk. ' Sn. J i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.