Vísir - 30.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 30.07.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS efdr 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VXSIR Fimmtudaginn 30. júlí 1953. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hriugið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Ekki útiiokað, að æðstu menn fjðrveldanna hittist. Bretaþing deilir um utanríkismál. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. í neðri málstofu brezka þings ins var í gær rætt um utanrík- ismál. Kom fram talsverð gagnrýni af hálfu jafnaðarmanna á hend- ur ríkisstjórninni, einkanlega varðandi Kína og Sameinuðu þjóðirnar. Vildu jafnaðarmenn að stjórnin lýsti yfir stefnu sinni skýrt og skorinort, eins og Dulles hefði gert fyrir hönd IBandaríkjastjórnar, en ekki hafðist annað upp úr Butler, sem enn hefur með höndum forystu stjórnarinnar, í forföll- um Churehills, en að stefna stjórnarinnar í þessu máli væri óbreytt. — í lávarðadeildinni sagði Salisbury lávarður, að brezka stjórnin hefði ekki skuldbundið sig til neins, ef svo Jæri, að ekki næðist samkomu- lag á stjórnmálaráðstefnunni. Fundir æðstu manna. Tekið var fram af hálfu stjórnarinnar, að Churchill hefði leyft að hafa eftir sér, að alls ekki þyrfti að leggja á hiil- una hugmyndina um fund æðst-u , manna Fjórveldanna vegna Washingtonfundarins, en stjórnin hefur allmjög verið gagnrýnd heima og erlendis fyrir fráhvarf frá stefnu Churc- hills í þessu máli. Landvarnamálin voru sir.nig rædd og sagði Shinwell úr flokki jafnaðarmanna, að dregið hefði úr ófriðarhættunni, og bæri því að létta vígbúnaðar- byrðarnar. Cruckshank svaraði því fyrir hönd stjórnarinnar, að tryggt yrði að vera að áfram stefndi í friðarátt, áður en dregið væri úr landvörnum og varnarviðbúnaði og myndi stjórnin æskja framlengingar á herskyldu og öðru, er nauð- synlegt þætti, er þingið kæmi aftur saman í nóvember næst- komandi, en núverandi þing- tímabili er nú að ljúka. Frakkar í sókn í indóktna. Einkaskeyti frá AP. — París í gær. 12.080 manna lið Frakka og Vietnam heldur uppi sókn í grennd við Hueh í Indokína og hefur hrakið lið uppreistar- maima úr hartnær 25 víggirtum þorpum. Höfðu Frakkar þarna bæki- stöðvar liðs, sem gert hefur FrökkUm margar skráveifur. — Um 3000 manna lið uþpreist- armanna var nærri umkringt á fremur þröngu svæði, en a. m. k. nokkur hluti þess mun hafa komist undan. — f»ó er svo að sjá af seinustu fregnum, að Frakkar geri sér von um að geta „lokað pokanum", áður en fleiri sleppa. siendingum vestra sýndur margvísiegur sómi. V.-íslendfngur kjörfnn forsetf fiutningafélags Kanada — ielkkona styrkt — námsmeyjar heföraöar. Þetta er mynd af hinum kunna kommúnistan jósnara, „Rauðu Vestur-íslenzku blöðin Heims kringia og Lögberg, skýrðu ný- lega frá frama nokkurra V.-ís- lendinga, og birtir Vísir hér út- drátt úr umsögnum biaðanna. I Sigurður Sigmundsson, son- ur Jóhanns Sigmundssonar og konu hans, var á þingi fólks- flutningafélaga Kanada, Cana- Olgu , eins og hún hefur verið Transit Association, kjör nefnd. Hún var handtekin i inn forseti félagsins. Á þinginu' Þýzkaiandi. voru fulltrúar frá öllum flutn- Verðjöfnun á benzíni og olíum eykur dýrtíðina. FÍB mótmælti verÖjöfnunni á sínum iíma. 20 trillubátar smíðaðir í Hafnar- firði í ár. Bátasmiðastöð Breiðfirðinga við Hvaleyrarbraut stendur í símaskrá, en í fljótu bragði er ekki víst, að menn viti almennt, að þessi skipasmíðastöð er af- kastamest þeirra, sem smíða trillubáta. En þetta er nú svo. Undan- farið hefur trillubátaútgerð mjög aukizt, og þess végna, að sjálfsögðu, aukizt eftirspurn eftir þess konar farkosti. Hér í Reykjavík mun vera frekar lítið um trillubátasmíðar, t. d. getur Slippfélagið hér ekki annað þeirri vinnu. En í Hafnarfirði eru menn iðnir við trillubátasmíðar, og hafa Breiðfirðingar þar smíðað eina tuttugu báta í ár. Hver bátur útheimtir um 2—3 hundruð vinnustundir, en báta- stöðin hefur nú vinnu handa 10 manns eða svo. Þessi skipa- smíðastöð smíðar ekki aðeins trillubáta, heldur og dekkbáta, og mun nokkur vinna við það inú. Fuilkomnasti þrýstffireyfilfinn. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. De Havillandfélagið brezka hefur birt tilkynningu um þriggja ára tilraunir til fram- leiðslu á nýrri gerð þrýsti- hreyfla. Er tilraunaskeiðinu nú lokið með ágætum árangri og hafist handa um framleiðslu hreyfl- anna, sem félagið telur svo vandaða og fullkomna, að lengra verði ekki komist á næstu árum, eða jafnvel allt til ársins 1965, því að til enn nýrra umbóta þurfi margra ára rannsóknir. Hinn nýi hreyfill gerir flug- mönnum kleift að fara hraðara en hljóðið í láréttu flugi. Churchill og Eden ræðast við í dag í Chequers, sveitasetri brezkra forsætisráðherra. Hinn 1. ágúst gengur í gildi ný verðjöfnun á benzíni og olí- um. Eftirfarandi greinargerð hef- ur Vísi borizt frá Félagi ísl. bif- reiðaeigenda af þessu tilefni: „Nú um mánáðamótin á skv. samþykkt Alþingis að liækka benzínvei-ð í Reykjavik og fk iri stöðum, en lækka það á öðrum þannig, að sama verð sé á því á öllu landinu. Með því móti á sem sagt að láta Reykvíkinga og aðra borga flutningskostnað- inn að nokkru á benzíni íil sveitanna. Félag íslenzkra bifréiðaeig- enda mótmælti þessum ráðstöf unum á þeim tíma, þegar málið var í nefnd á Alþingi, og benti á, að þessar ráðstafahir rr.undu stuðla að aukinni dýr.tíð í Innd- inu með því að menn mundu ekki taka benzín, þar sem það væri ódýrast og flytja það í benzíngeymum bifreiða sinria fram og aftur, heldur hvar sem þeir væru staddir úti á landi, en við það mundu flutningar á benzíni aukast verulega án þess að meira benzín væri solt, þ. e. benzínverð á öllu landinu í heild yrði að hækka sem svav- ar til þessa flutningskostnaðar. Eins og áður er sagt sam- þykkti Alþingi þessa verðjöfn- un á benzíni þrátt fyrir þá aug'- ljósu hækkun sem af þessu leið ir á dýrtíðinni, sem Alþingi er alltaf, að berjast við að halda niðri. Sem gagnráðstöfúnum til vara stakk F. í. B. upp á að tryggingar bifreiða yrðu einnig verðjafnaðar um allt land þann ig, að litið væri á landið allt sem eitt áhættusvæði með sama tryggingarskala, en ekki eins og nú er með misháum trygg- ingarskölum. F. í. B. mun beita sér fyrir að þetta mál nái fram að ganga á næsta Iþingi, og mun þá útkoman í stórum drátt um verða sú, að benzínhækkun vegna verðjöfnunar þess og tryggingariðgjaldalækkun vegna iðgjaldaverðjöfnunar óg öfugt munu haldast í hendur.“ Ekki er allt gull, sem gléir, London (AP). — Togarinn Strathmartin frá Aberdeen fékk nýlega óvenjulegan afla í vörp- una. Kom upp í henni heljarmikil seðlafúlga, og töldu togaramenn sig hafa gert góða ferð. En þá kom í ljós, að hér var um að ræða seðla, sem stjórn Chiangs Kai-sheks hafði gefið út árið 1941. Mun féð hafa losnað úr sokknu skipi. Alls var þarna um 1000 yen að ræða og gildið nú er um 35 aurar. ingafélögum í stórborgum Kanada, og' þykir þetta hin á- byrgðarmesta staða. Sigurður hefur verið búsettur í Vancou- ver undanfarin 11 ár með konu sinni, og eiga þau 5 börn. Þar hefur hann verið forstjóri hjá flutningafélagi, sem sér um flutninga í Vancouver og víða þar í kring. Lögberg segir frá því, að Richard Beck yngri hafi við umfangsmikið gáfna- og hæfi- leikapróf, sem 140 stúdentar í flughersdeildinni í ríkishá- skólanum í Norður-Dakotá gengu nýlega undir, hlotið hæstu einkunn. Var hér um að rseða mjög alhliða og marg- brotið próf, sem stóð yfir í sjö klukkutíma. Richard, sem er sonur þeirra dr. Richards og Berthu Beck í Grand Forks, stundar nám í vélaverkfræði við ríkisháskólann og lauk í vor annars árs prófi með ágætum einkunnum. Hann vai’ð nýlega tvítugur. í sama blaði segir ennfrem- ur, að nýlega hafi Manitoba Drama League veitt frú Hólm- fríði Daníelsson námsstyrk x viðurkenningarskyni fyrir þeim skerf, sem hún hefur lagt til leiklistarinnar í Manitoba. — Hún var leikstjóri og aðalleik- ari í leikflokk frá Árborg, sem vann hæstu verðlaun í fyrstu leiklistarsamkeppni í Manitoba fyrir 20 árum. Frú Hólmfríð- ur hefur samið og sett á svið stutt leikrit og skrúðsýningar eins og „Tákn íslands", sem hlaut góða dóma. — Náms- styrkurinn innifelur 6 vikna nám við Banff-listaskólann. Þá segir frá því, að á hverju ári sé nokkrir nemendur í ell- eftu og tólftu bekkjum mið- skóla landsins sæmdir gullpen- ingi landsstjórans. Slík viður- kenning er aðeins veitt fram- úrskarandi nemendum, og ekki má veita nema einn verðlauna- pening í hverjum skóla, enda aðeins fáum úthlutað. Á s.l. ári hlutu þrjár íslenzkar stúlkur þessa viðurkenningu, og' nú hef ur þessi viðurkenning á ný ver- ið veitt þrem íslenzkum stúlk- um, og voru það: Donna Mae Einarsson frá Gimli, dóttir E. S. Einarsson; Viola Bjarnason, Minnesoda, dóttir Björns Bjarna son (ættuð frá Churchbridge, Sask) og Joan Erickson, Sel- kirk, dóttir Clarence Erickson. Þetta er kommúnistiskt vígorS á húsgafli I Amsterdam. Hér var um að ræSa áró&ur vegna Kosenbergshjónanna. Hér. hafa Hollendingar fundið ásæðu til að breyta vigorðimu £ „Bjargið Beria“, þvi að það var nærtækast. Lögreglufréttir. Tíðindalítið var hjá lögregl- unni í gær og nótt. Tilkynnt var þó um sþellvirki, og bif- reiðarstjóri flutti meiddan mann heim til sín. í gærkveldi var hringt í lög- regluna innan frá Teigum. Þar voru tveir 9 ára drengir á ferð með axir, og beitíu þeir þeim gegn grindverkum. Lögreglan kom á vettvang, flutti drengina heim til þeirra og talaði við foreldra þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.