Vísir - 12.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 12.08.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir nmmnmi V iMA VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjoi- 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis £il breyttasta. — Hringið í síma 1680 og geriat mánaðamóta. —- Simi 1860. W oHi PAI» áskrifenáur. Miðvikudaginn 12. ágúst 1953 Las bók Lotis um Island áður en hingað kom. Stutt viðtai við Yves Langlet, menntaskéla- piit frá París, einn frönsku skátanna. Frönsku skátarnir, sem hér hafa dvalið undanfarið, hverfa heim aftur í kvöld, — fara með ms. Heklu til Skotlands, en það an um Boulogne til Parísar. Fréttamaður Vísis átti í gær viðtal við einn skátanna, Yves Xianglet, menntaskólapilt i'rá París, en þaðan eru þeir raunar allir. Skátahópur þessi er frá hverfinu Les Halles þar í borg, sem er verkamannahverfi, og flestir stunda piltarnir verka- mannavinnu eða feður þeirra. Yves Langlet er ljómandi við- kunnanlegur piltur, athugull og hefur sýnilega notað tímann vel til þess að fræðast um ísland og íslendinga. „Frakkar vita fjarska lítið um Ísland“, segir Langlet, „að minnsta kosti gerðum við okk- ur allt aðrar hugmyndir um land og þjóð. Mér var bent á að lesa bók Pierre Lotis, Péch- eur dlslande (Á íslandsmið- um eins og bókin heitir í þýð- ingu Páls heitins Sveinssonar), annars vissi ég mjög lítið um landið. En þeim mun skemmti- legra er að hafa dvalið hér og notið óviðjafnanlegrar gestrisni og hjálpsemi íslenzku skátanna og annarra, sem við höfum hitt“. Tíðindamaður Vísis spyr Yves Langlet, hvað honum hafi þótt tilkomumest. „Það held ég hafi verið Þingvallavatn séð ofan úr Hengli (sem hann ber fram Engil), en Gullfoss var stór- fenglegur og furðulegt var að sjá hvei-ina í Krýsuvík“. Yves Langlet hefur ferðazt töluvert um nágrannalönd Frakka, aðallega í námsferðum, m. a. til Þýzkalands, Sviss, Austurríkis, Saar og Luxem- borgar. Hann hefur lesið nokkuð í latínu, og hann kannast vei við Livius, Cicero, Horaz og Caesar, svo að sjá má, að íranskir menntaskólapiltar eiga við sömu viðfangsefni að stríða og þeir, sem stunda nám í hinu virðulega húsi við Lækjárgötu. Taka matvælin af lítilmagnanum! Þora ekki til rið aðra. Kommúnistar í Austur-Berlín hafa nú tekið upp á því, að selja í matvörubúðum hins op- inbera matvælaböggla, sem teknir hafa verið af fólki, sem fór tii Vestur-Berlínar til þess að sækja gjafaböggla. í mörgum tilfellum hafa böggl arnir verið teknir af gömlum konum og börnum, en svo virð- ist sem lögregla kommúnista hætti ekki á, að reyna að taka matarböggla af mönnum, sem „halda hópinn“, en það verður æ tíðara. Matvælaúthlutun er lokið í bili, en hefst aftur 27. þ. m. Maður slasast við uppskipun. Klukkan rúmlega 1 í gærdag I varð slys við uppskipun úr Sel- fossi. | Var verið að skipa upp staur- um og mun staurinn hafa rek- 'izt í einn verkamanninn, Guð- mund Jónsson, Múlakampi við Suðurlandsbraut. Sjúkrabifreið |kom á staðinn og flutti mann- inn í landsspitalann, en meiðsli munu ekki hafa verið alvarleg. í gærdag um klukkan 1 varð maður að nafni Stefán Bjarnason, Hring- braut 119, fyrir bifreið á gatna- mótum Vífilsgötu og Snorra- brautar. Var Stefán á hjóli og meiddist hann ekkert, en hjólið skemmdist. Bifreiðin, sem ók á hann, hélt áfram eins og ekkert hefði í skorizt, en Stefán til- kynnti lögreglunni númer henn ar. Þessi mynd hefur birzt víða um heim, en hún var tekin við höfnina í Los Angeles. Sýnir hún grámáf, sem skotinn hefur verið ör, en þó ekki svo, að henn sé ekki nokkurn veginn ferða- fær. Hafa lengi verið gerðar tilraunir til þess að hamdsama hann, en þær hafa ekki borið árangur. Mörg prestaköll prestlaus árum saman vepa lélegs húsnæðis. Grintseyjarpresltvr á förum vesftir iííh haf. -35 skip með síkl í gær. Frá fréttaritara Vísis. —< Raufarhöfn í morgun. 30—35 skip fengu góðan síld- arafla í gær, sum ágætan, en í dag er þoka á miðunum og engin veiði. Á einum sólarhring, til mið- nættis í nótt, var saltað í 1459 tunnur á Raufarhöfn, en í dag er saltað á öllum söltunarstöðv- um úr skipum þeim, sem komið hafa inn með afla sinn síðan í gær. Þessi skip fengu beztan afla nú: Páll Þorleifsson, Grundar- firði 600 tunnur, Ársæll Sig- urðsson 600, Einar Hálfdáns 600, Sævaldur 450, Særún 450, Edda 450, Mummi 300, Björg* Norðfirði, 400, Erlingur, Vest- mannaeyjum, 300, Björn Jóns- son 200, Snæfell 250, Garðar 200, Arinbjörn 200 og Þráinn 200. Önnur skip hafa minni veiðí, þetta 30—200 tunnur. Ekki hafa öll þessi skip kom- ið inn til Raufarhafnar, heldur farið austur með aflann, til Þórshafnar, Vopnafjarðar og víðar. Vb. Oddur er á Raufarhöfn og iosar þar síldartunnur. Nokkur skip eru þegar farin suður og hætt við veiðarnar fyr, ir Norðurlandi. Önnur eru að búast til suðurferðar, þeirra á meðal Jón Finnsson og Reykja- röst. Það er sannað, að fiskar fara langar leiðir um Kyrrahaf eins og víðar. Þann 4. ágúst í fyrra merktu vísindamenn hákarl einn und- an ströndum Kaliforníu, og 324 dögum síðar veiddi hann jap- anskur fiskim. 550 mílum suð- austur af Tokyo. Milli staðanna éru um 5000 sjómílur og hafði hákarlinn því farið meira en 15 mílur á degi hverjum. Talið að 400 Grikkir hafi farizt í gær. Jar&hrærfngar stóðu lengi dags í gær. Einkaskeyti frá AP. — Aþenu í morgun. Miklir landskjálftar' urðu á •-eyjum úti fyrir vesturströnd Grikklands í gær. Hlauzt af mikið manntjós og eigna. Munu um 400 manns hafa farizt og varð manntjóníð mest á eynni Cephalonia, Er það allmikil ey og stærsti bærinn Argotolia. Er þess get- ið í fregnum, að í bæ þar á eynni hafi hrunið hvert hús, en ekki var bærinn nafngreindur. Á ■öðrum eyjum hrundi, fjöldi húsá, en manntjón var tniklu minna og hverfandi á survum. Hræringar stóðu lengi dags, en þær byrjuðu með geisihörð- um kipp, svo að hús hrundu eða löskuðust, svo að þaa hrundu, er áframhald varð á hræiúngunum, en það varð þá mörgum til bjargar, að menn voru farnir að koma sér fyrir j í tjöldum eða undir beru lofti, | af ótta við frekari landskjálfta. Fjölda mörg hús löskuðust á vesturströnd landsins og nokkr ar -skemmdir urðu á öðmim mannvirkjum. Prestlaust er nú í upp undir 10 prestaköllum á landinu, og hafa mörg þeirra verið prest- laus svo árum skiptir. Á flestum þessum stöðum er húsakynnum þannig háttað, að vonlaust má telja, að prestar fáist þangað, nema húsakostur- inn verði bættur. Á sumum þessum stöðum er algerlega húsalaust, en öðrum eru húsin svo léleg, að ekki er viðunandi. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið hjá þisk- upsskrifstofunni, eru eftirtalin prestaköll prestslaus: Hofsprestakall í Öræfum, Hofteigsprestsþing í Dalapró- fastsdæmi, Rafnseyrarpresta- kall og Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi. Öll eiga þessi prestáköll það sammerkt, að prestssetrin eru ýmist húsalaus, eða byggingar svo lélegar, að óviðunandi er. Flytzt vestur um haf. Þá er Grímseyjarprestakall að losna um þessar mundir, en presturinn þar, séra Robert Jack hefur sótt um lausn frá 1. september að telja og mun vera á förum vestur um haf, þar sem hann ætlar að gerast prest- ur íslenzks safnaðar í Kanada. Aðeins eitt prestakall er ó- véitt, þar sem húsakynni eru góð, en það eru Skútustaðir við Mývatn, og loks má nefna Þing- vallaprestakall, sem vegna ein- dreginna tilmæla ríkisstjórna á undanförnum árum hefur aldr- ei verið auglýst til umsóknar. Þar hefur verið prestlaust um eða yfir 20 ár og hafa prestarn- ir á Mosfelli í Mosfellssveit og Mosfelli í Grímsnesi þjónað ,við kirkjurnar í prestakallinu, það er að segja, Þingvallakirkju og kirkjuna á Úlfljótsvatni. Prestar eru nægilega margir. Sagði biskupsskrifstofan að ekki væri lengur um að kenna fæð presta, þótt prestaköll þessi væru óveitt, en margir guð- fræðikandidatar eru nú brauð- lausir, en fýsir hins vegar ekki að setjast að á þeim stöðum, þar sem húsakynni eru alls ó- fullnægjandi. Þá má geta þess, að í guðfræðideild eru nú milli 30—40 stúdentar, svo að segja má, að viðkoma sé mikil í prestastéttinni. Gamaveikin kom upp í fénu. Fyrir um bað bil hálfum mán- uði sannaðist, að garnaveiki er í fénu á Króki í Nofðurárdal í Borgarfirði. Sauðfjárveikivarnirnar létu einangra þetta fé í vor af ör- yggisástæðum. Orsökin var sú, að s.l. haust kom upp garna- veiki á Svalbarðsströnd, en það an var féð á Króki, og því gat hugsast að garnaveiki leyndist í því. Var heimagirðing stækk- uð og endurbætt og' Króksfé lát- ið í hana og var ákveðið að lóga því í haust, hvort sem sannaðist eða ekki, að í því væri garnaveiki. — Garnaveiki hef- ur ekki komið upp þarna á öðr- um bæjum, og vonandi hefur tekizt að koma í veg fyrir út- breiðslu hennar með þeirri fyr- irhyggjusemi, að éinangra £éð í tíma. Óperuflokkur í „floftbrú" Londom (AP). —í síðusta viku sýndi Covent Garden- óperan Aidu í Bulawayo í Bhodesiu. Fór sýningin fram vegna Rhodes-hátíðahaldanna $>aff sýðra. Til þess að flytja ó- peruflokkinn þurfti fimxn. flugvélar, enda voru far- þegamir 187 samtals. Þar sem ætlunin er að flytja fleiri óperur, voru alls 1509 búningar fluttir sjó- og land veg til Rhodesiu. Koparyerð lækkar. London (AP). — Verð á kop- ar hefur lækkað til muna hér, stðan ríkisstjórnin felldi úr gildi eftirlit með sölu á þessum málmi. Eftirlitið var sett á í byrjun stríðsins, og í byrjun þessa mán aðar var málmurinn í hámarki því, sem stjórnin hafði leyft — 252 pundum smálestin. Eftir tvo daga var verðið komið ofan í 210 pund smálestin. Fyrstu kappreiiar ffafnfirlinga. Næstkomandi sunnudag efnir Hestamannafélagið „Sörli“ í Hafnarfirði fil veðreiða. Eru þetta fyrstu veðreið- arnar, sem félagið efnir til. Um leið verður vígður skeiðvöllur á Réttarflötun við Kaldársels- veg, sem félagið er að Ijúka við að gera þar. Þarna verða reyndir margir hestar, sem hafa ekki komið fram á veðreiðum fyrr, en fé- lagskeppsii verður háð um ' bezta reiðhest Hafnarfjarðar- bæjar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.