Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 5
Þriðju'dáginn 25-. ág'úsi 19537 ▼ ISIR « Björgunarafrekið á ,Beinafjörum‘ Á stríðsárunum fórst þar skip og 63 manns af þvf var ekki bjargað fyrr en eftir 19 daga Það eru víðar - grafreitir skipanna * en á suðnrströnd Islands. Sú var tíftin, aft súðurströnd íslands var*ne£nd kirkju- garður skipanna, því aft svo mörg skip strönduðu þar, og muna menn vafalaust eftir því, þegar þrír brezkir togarar strönduftu þar sömu nóttina, en þeir höfðu haft samflot upp að landinu og tveir hinir síðari siglt á land í kjölfar liins fyrsta. En það er víðar um heim, sem strandlengjur hafa þótt sérstaklega viðsjárverðar hættulegar . sjófarendum. f Suðvestur-Afríku er til dæmis nokkur hluti strandarinnar kallaður Kaokveld á tungu frumbyggjanna, en lauslega þýtt táknar það „strönd ein- manaleikans“. Menn, er leituðu að gulli og gimsteinum gáfu strandlengjunni þar annað nafn og kölluðu hana „Strönd dem- anta og dauða“. En nú er svo komið, að sjómenn nefna þenna kafla Afríkustrandar „Beina- fjörur“, og er það nafn komið á 500 km. langa strandlengju, og auk þess nær það um 150— 300 km. á land upp. Þarna réðu Þjóðverjar á sínum tíma, þegar þeir áttu nýlendur í Afríku, en nú er landið undir verndar- gæzlu Suður-Afríku, sem ætlar sér ekki að sleppa landinu, eins og oft hefur komið fram í frétt- um. Kaokoveld er næstum al- gerlega óbyggt land, og liggja til þess augljósar orsakir. Mik- ill hluti þessa svæðis er ger- samlega óbyggilegur, því þar eru ekki stingandi strá, aðeins saltflákar,' sandhólar og ber f jöll. Þar eru engar borgir, eng- ir vegir, engar járnbrautir og þar fellur heldur engin á til sjávar. Meðfram ströndinni sást alls engin merki þess, að þar sé gróður, enda er hann ekki til. Einu skepnurnar, sem þar koma, eru ljón, sjakalar og hý- enur, og þau sjást sjaldan, eða aðeins þegar þau villast þang- að. Mikið af demönt- um í jörðu. Þó mega menn ekki ætla, að þar sjáist engin hreyfing, því að sandurinn liggur aldrei kyrr — til þess fær hsnn engan frið fyrir vindinum. Og mönnum er bannað að koma þarna, strang- lega bannað. Bannið hefur ekki verið gefið út vegna þess, að með því móti sé ætlunin að forða mönnum frá tortímingu og dauða. Landið er nefniiega engan veginn snautt af verð- mætum — það er þvert á móti mjög verðmætt, og því vilja yfirvöídin ekki, að aðrir sé þar að snudda en þeir, sem þau gera út. Það er hægt að finna dem- anta í Kaokoveld — fjölda dem- anta —- og til þeáfe að koma í veg fýrif; að ffambóð: á þéim „vafriihgi“ verði svo: 'mikið, ■ að hariri 'Vefði 'ekki Veriðifiaéta'ri ;feri steiriárnir við götu nianna, hef- ur Suður-Afríku-stjórn bannað mannaferðir til landsins. Þó reyna ýmsir ævintýramenn að komast þangað, eins og gefm’ 1 i ■ití&Liö- að skilja, en fæstir eiga aftur- kvæmt. Þeir farast af hungri og j og þorsta. Hina hirðir lögregla stjórnarinnar og flytur á brott. Skipsflök og inanna- bein um allt. Ekki hefur verið lagt neitt kapp á að kortleggja Kaoko- veld, og sízt strandlengjuna, en þar eru miklar hættur fyrir sjófarendur. Brim svarrar sífellt við ströndina og hleður þar upp grynningum, eða sogar sand- inn úr þeim ofan í djúpin. Raunar telja menn, að ströndin sé sífellt að stækka, það er að segja, að sandur ofan af landinu beirist fram í sjó, svo að þar sem sé 5 metra dýpi í ár, verði kom- ■ið þurrlendi eftir fáein ár. Kort af ströndinni er því aldrei á- reiðanlegt nema svo sem eitt ár. Þar við bætist, að Beguella- straumurinn liggur meðfram ströndinni og hrekur skip á rif- in meðfram henni. Á stórum svæftum á þess- um slóftum má finna skips- flök og mannabein í sand- inum, ef grafið er í liann, því að hann sleppir engu, seni hann nær tökum á, svo að það er ekki aft furða, þótt sjómenn kalli ströndina „Beinafjörur“, og hati hana og óttist. Og nú skal sagt frá einum skiptapa á þessum slóðum, er gerðist fyz’ir rúmum tug ára. Skipið rakst á „eitthvaft“. Þann 29. nóvember 1942 var brezka eimskipið „Dunedin Star“ á siglingu meðfram Kaokoveld. Skipið var hlaðið hernaðarnauðsynjum og för þess var heitið til Asíu, þar sem Japanir virtust óstöðvandi. Með því að 21 farþegi, meðal annars nokkrar konur. Síðla kvölds, þegar skipið var um 10 mílur frá ströndinni, rakst það á eitt- hvað. Enn í dag vita menn ekki, hvað það rakst á. Ef til vill hefur það verið blindsker, sem menn hafa ekki vitað um, kann- ske kafbátur, því að þeir voru margir á þessari siglingaleið um þær mundir. Hitt er víst, að stórt gat kom á botn Dunedin Star, og kol- grænn sjórinn féll inn í skipið. Stefnunni var þegar breytt til lands, og dælurnar héldu skip- inu á floti, svo að það tók brátt niðri. Jafnframt hafði það sent frá sér neyðarskeyti, og heyrðist það m. a. í flotastöð í nokkur bundi’aða mílna fjarlægð, og þaðan var hafinn einn stærsti, erfiðasti og kostnaðai’samasti björgunarlgiðangur, sem um getur. Hefur suður-afrískur blaðamaður, John H. Marsh, sagt frá honum í bók sinni, er hann nefnir „Beinafjörur“, og hermir frá skipssköðum á þess- um slóðum. 63» ná landi. Eins og þegar er sagt, er þai’na mikið brim sýknt og heilagt, og skipstjórinn á Dune- din Star óttaðist, að skip hans mundi brótna í brimgarðinum. Það var því eðlilegt, að hann gæfi fyrirskipun um það, að menn reyndu að ná landi. Einn af björgunai’bátum skipsins var búinn vél og var hægt að kom- ast á honum gegnum brim- garðinn og til lands. Þegar 63 manns hafði verið bjai’gað með þessum hætti, reið ólag yfir bátinn, svo að hann brotnaði og var ónothæfur. í þeim hópi, sem þá var korninn á land, voru átta konur og þrír brjóstmylk- ingar, auk nokkui’ra roskinna manna. Þau stóðu nú slypp á strönd- inni, og höfðu aðeins lítið eitt af vatni og niðursuðuvömm til að nærast á. Þarna urðu þau að hafast við í 19 daga, og ógern- ingur var að ná sambandi við þá 33 menn, sem enn voi’u á skipinu. Bi’imgarðurinn kom í veg fyrir allar tilráunir til þess. 111 líftan barnanna. Tveim sólai’hringum eftir strandið komu tvö kaupskip og herskip á vettvang, og tókst að bjarga um þorð í þau þeiin 33 mönnum, sem enn höfðu verið um borð í Dunedin Star. En enn var ógerningur að ná landi, og þjáningar þeirra 63ja, sem þar höfðust við, voru ægilegar. Hitinn var óþolandi um daga, því að hvergi var skjól að finna, og um nætur var hi’ollkalt. Sandurinn fauk sífellt í öll vit manna, en þó leið brjóstmylk- ingunum vei’st. Gaze-bindi voru sett fyrir augu þeirra, en sandurinn komst samt að þeim. Allir voru hroðalega brenndir af sólinni. Skugga var hvergi að finna, og hungur og þorsti kvaldi menn án afláts. Alla dagana var leitað að vatni, en það fannst aldrei. Hinsvegax’ fundu menn nær hvai’vetna mannataein, þegar rótað var í sandinum, og sums staðar lágu þau ofan á honum, hvít og skin- in, og sönnuðu mönnum, að þar hefðu fleiru komið, sem hefðu ekki allir haldið lífi. Og margir óttuðust, að örlög þeirra mundu verða hin sömu og þeirra, er lágu þarna sem skinin bein. Annaft skip strandar. Daginn eftir komu þessarra skipa, varð annað óhapp ó sti’andstaðnum. Dráttarbátur með 20 manna áhöfn, sem kom til hjálpar, strandaði. einnig á Kaokoveld. í 72 klukkustundir var unnið hvíldarlítið við björgun áhafnarinnar, og hafði þá tekizt að ná 19 mönnum af skipinu. Einn háseti drukknaði og annar dó, er hann hafði náð Á Ítalíu er starfandi læknir einn, sem mun hvergi eiga sinn líka. Hann heitir dr. Guido Guida. Hann sér aft heita má aldrei sjúklinga sina. Hann er nefnilega yfirmaður ráðgjafarstofnunar í Róm, sem sæfarendur geta leitað til um ráð — meft aftstoð þráðlausra tækja — þegar sjúk- dómur kemur upp lun borö eða.maður slasast. Dr.; Guida ráöleggur mönnúm síftan, hvað gera skuli og .á maxgur sjóiiiaður honum líf að launa. landi. Hafði hann reynt svo mikið á sig, að hjartað bilaði. Nú voru komnir á land tveir hópar manna, er gátu eoga björg sér veitt. Þó bætti það nokkuð úr skák, að flugvél var send á vettvang, og vai’paði hún niður vatni og vistum til skipbrotsmanna. —- Flugmaðurinn athugaði ná- grennið, og fann skammt frá strandstaðnum sléttu eina, sem honum virtist tilvalinn lend- ingarstaður, svo að hann lenti flugvél sinni þar. Daginn eftir ætlaði hann svo að fljúga upp með þá, sem verst voru haldnir, en þá höfðu hjól flugvélarinnar sigið svo í sandinn, að engin leið reyndist að hreyfa hana. Voru þeir, sem hjálpar þurftu, því orðnir enn fleiri en áður. Bílar sendir * til hjálpar. Nú var gripið til þess ráðs að senda lest bifreiða, til þess að koma skipbrotsmönnunum til hjálpar, því að sýnt var, að þeim yrði ekki bjargað með öðru móti. Þetta varð ægileg áreynsluför fyrir bjöi’gunar- mennina. Bílarnir sukku hvað eftir annað í sandinn upp að „kúlu“ og aurbrettum. Stund- um var ekið um dali, þai’ sem hitinn var svo mikill, að allir málmhlutir urðu glóandi og engu mátti muna, að hjólbarð- arnir bráðnuðu ékki. Þess á milli lá leiðin yfir saltfláka, þar, sem bílarnir sukku hvað eftir annað niður um saltskorpuna, og voru þetta verstu staðirnir. Leiðin var samtals um 1000 km. og var ekki gert ráð fyrir, að menn yrðu lengur en 3—4 daga að þessu. Leiðangursmenn voi’u alls 11 daga. Gátu ekki gengið nógu langt. Flugvélar héldu áfram að varpa vatni og vistum niður til manna, svo að hungur eða þorsti kvaldi þá ekki framar. Áhöfn dráttarbátsins hafði náð landi all-langt frá þeim stað, þar sem hinir skipbrotsmenn- irnir voru, og einn flugmann- anna fann góðan lendingarstað skammt frá þeim. Var þeim því bjargað þegar. í rauninni voru skipbrots-. mennirnir af Dunedin Star ekki mjög' fjarri, en þó var leiðin of löng, til þess að þeir gætu gengið til lendingarstaðar flug- vélanna. Var þá gerð tilraun til þess að bjarga fólkinu um borð í skipin sem biðu alltaf úti fyrir,- en þótt fáeinum mönnum væi’i bjargað- þannig, þótti á- hættan alltof mikil. Var því það ráð tekið að bíða eftir bílunum. Þegar síðustu mönnunum var bjargað, voru 19 dagar liðnir frá því að Dunedin Star strand- aði. Allir voi’u mjög þjakaðir og' urðu sumir að vera lengí- undir læknishendi. Björgunin kostaði tvö manns- líf, dráttarbát, flugvél, nokki’ar vörubifi'eiðir, ótakmarkaða mannlega áreynslu og næstum 100,000 sterlingspund í pen- ingum. Smuts, er var þá æðsti maður Suoúr-Afi’iku, fannst viðeig- andi, að hann minntist björgun- arinnar í ræðu, og komst hann svo að oi-ði, að sagan mundi igeýma mfehixtgú hetjanná, áéUi* þarna koniu \rið sögu. r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.