Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 8
t vi SIR Þriðjudaginn 25. ágúst 1953. VtSIS er ódýrasta blaðíð og |>ó það fjol- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerlat ásbrilendar. Eínsdæmi í sögu sænsku kirkjunnar: Biskup kæröur fyrir níö- skrif um meöumsækjendur. Ritaði níð um þá, sem kepptu við hann um biskupsembætti. Frá fréttaritara Vísis. — Stokkhólmi í ágúst. í fyrsta skipti í sögu sænsku kirkjunnar gerast nú bau tíð- indi, að biskupi er stefnt fyrir veraldlegan dómstól, en nú verður Dick Helander, biskup í Strangnás biskupsdæmi skammt frá Stokkhólmi, leidd- ur fyrir rétt í Uppsölum sam- kvæmt ákvörðun saksóknara ríkisins. Vísir hefur áður nokkuð greint frá þessu máli, en ýmis- legt undarlegt þótti gerast í sambandi við biskupskjörið í Strángnás. Helander, sem áður var prófessor við Uppsala- háskóla, var eirin þeirra, er hafði einna beztu möguleika á að ná kjöri í hitteðfyrra við biskupskjör í Skarabiskups- dæmi. Nafnlaus níðbréf. Það var sameiginlegt báðimi þessum kosningum, að mönn- um bárust nokkur bréf, sem einhver eða einhverjir höfðu skrifað til þess að rýra í áliti og varpa skarni á meðumsækjend- ur Helanders. Nokkur bréfanna voru skrifuð á sömu ritvél, en öll voru þau nafnlaus. Við kjörið í Skara tókst Helander ekki að ná meirihluta atkvæða, en í Strángnás, þar sem enn meira var um óþokkabréf þessi, fékk hann meirihluta atkvæða og náði kosningu. Helander biskup hefur ávallt haldið því fram, að honum sé með öllu ókunnugt um, hver hafi skrifað bréfin. Nú er álitið að saksóknarinn myndi tæpast ■Jiafa farið fram á málshöfðun nema hann hefði öruggar sann- anir fyrir sekt Helanders, en auk þess mun hann líta svo á, að eins og sakir standi, sé Helander ekki hæfur til þess að skipa embætti sitt. Almenningur í tveim fylkingum. Mál þetta hefur vakið mikil blaðaskrif. Liggur í augum uppi, að það telst til stórtíðinda, er kirkjunnar þjónn, meira að segja einn af æðstu embættis- mönnum hennar, er kærður fyrir að hafa skrifað- níðbréf, Margir á ftfi undir rústum. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Unnið er af kappi að því að grafa í rústir á jónisku eyjun- «m • undan Grikklandsströnd- um, og hefur komið í Ijós, að ótrúlega margir eru á lífi und- an þeim. Meðal þeirra, sem nú hafa fundizt, var áttræð kona, sem hafði legið þar innibyrgð í átta sólarhringa. Þá hafa fundizt tvær systur, sem höfðu verið grafnar undir rústum í 12 sól- arhringa. Höfðu þær dregið fram lifið á hráum kartöflum. >g almenningur í Svíþjóð virð- st hafa skipað sér í tvær fylk- ingar, með og móti Helander. 5restarnir hafa yfirleitt leitt nálið hjá sér, en þeim mun 'leiri leikmenn hafa sett fram •Jkoðanir sínar á málinu. Þrjár ritvélar eru aðal- önnunargögnin gegn Helander. í fyrsta lagi ritvélin, sem níð- bréfin í sambandi við biskups- kjörið í Skara í hitteðfyrra, voru skrifað á. Þá eru tvær rit- vélar aðrar. Aðra ætlaði Helander að láta gera við, eða öllu heldur stafina á henni, en hina ritvélina fékk hann að láni hjá guðfræðideildinni í Upp- sölum, en ætlaði svo að skipta á henni og annari, sem hann 1 keypti notaða undir fölsku 1 nafni. Tveir menn telja sig æru- meidda af níðbréfunum. Annar þeirra er gamall starfsbróðir Helanders við guðfræðideild Uppsalaháskóla, próf. Hjalmar Lindroth, en hinn er Eric Seg- elberg kandídat. Að skrifa eða senda níÖ. Verjandi Helanders biskups er einn kunnasti lögfræðingur Svíþjóðar, Hugo Lindberg, en hann er kvæntur Karin Koclc fyrrverandi ráðherra, nú- verandi hagstofustjóra. — Lindberg getur ekki neitað því, að ýmislegt bendi til þess, að Helander sé sekur. Hinsvegar varðar það ekki við sænsk lög að skrifa níðbréf, en sá verkn- aður verður því aðeins sak- næmur, að bréfin séu send. Helander biskup hefur verið mjög miður sín andlega meðan á blaðaskrifum hefur staðið um málið og haft orlof frá störfum um tíma. Við yfirheyrslur hef- ur hann komizt í mótsögn við sjálfan sig, en læknar kenna andlegu ástandi hans um það. í einu atriði hefur hann þó bersýnilega ekki sagt rétt frá. Hann hefur við yfirheyrslur lögreglunnar neitað því, að sér væiú kunnugt um, að fram- leiðslunúmer séu á ritvélum. Þó gætti hann þess, er hann keypti notuðu ritvélina, að númer hennar væri sem allra líkast númerinu á vélinni, sem hann fékk að láni hjá guð- fræðideildinni. Biskupssynir flæktir í málið. TVefr synir Helanders bisk- ups hafa flækzt í málið. Sá eldri, heimspekikandídatinn Sven Helander, á að hafa sagt, er hann las yfir yfirheyrslubók lögreglunnar: „En góði pabbi, hvað' hefur þá gert? Þetta er sérlega grunsamlegt. Pabbi kaupir ekki ritvél undir fölsku nafni nemá eitíhvað sérstakt sé Asdic-tæki Ægis reynast ágæilega Asdic-tækin, sem sett hafa verið í varðskipið Ægi, hafa reynst ágætlega. Vísir átti í gær stutt viðtal við Pétur Sigurðsson, yfirmann landhelgisgæzlunnar. Tjáði hann blaðinu, að undanfarið hefðu tækin verið reynd fyrir norðaustan og norðan land, og hefðu þau gefið góða rauiv Hafa þau m. a. verið reynd við síldarleit og hafa sézt i þeim torfur í allt að 1500 metra ' fjarlægð frá skipinu. Hefir þetta að sjálfsögðu mikla raun- ! hæfa þýðingu í sambandi við síldarleit og síldveiðar. Með dýptármæli má finna torfur niður undan skipinu, en með Asdic-tækjunum torfur í 1500 fjarlægð frá skipinu á bæði borð. 30 riddarar kvöddu hina brezku gesti í morgun. QKenjulegur og ánæg|uleguir skílnaðui’ viA broíííöi* íiullíaxa. 149 fómarlömb — aðeins byrjunin. Bonn (dpa). — Stjórn sósíal- demokrotaflokksins hefur birt fyrsta hluta lista yfir fórnar- lömb kommúnista vegna óeirð- anna 17. júní. Eru birt nöfn 149 manna, sem dæmdir hafa verið af rússnesk- um dómstólum og dómstólum á hernámssvæði þeirra. Auk þess eru dómarnir birtir. Fleiri nöfn verða birt síðar, en erfitt er að afla upplýsinga um þetta, þar sem kommúnistar reyna að halda öllu leyndu viðvíkjandi ofsóknunum. Listinn sýnir, að dómstólar Rússa dæmdu menn einungis til lífláts. Líkur á samkomu- lagi um Suez. Kairo (dpa). — Heldur mun nú ganga saman með fulltrúum Breta og Egypta varðandi Suez-deiluna. Hefur fréttaritari dpa fengið þær upplýsingar frá áreiðanleg- um heimildum, að meiri líkur sé nú en áður fyrir samkomu-. lagi um brottflutning herliðs Breta af eiðinu. Mun Egyptar ekki vera því mótfallnir, að Bretar fari af eiðinu sex mán- uðum eftir að samningar hafa verið gerðir, en 4000 sérfræð- ingar verði eftir undir stjórn egypzks hershöfðingja. Brjótist hinsvegar út styrjöld, er svo um samið, að Bretar geti þegar flutt lið til eiðisins. Ósennilcgt er, að nokkru sinni hafi útlendir gestir verið kvadd ir á flugvelli Beykjavíkur með svipuðum hætti og brezku „hestamennirnir“ í morgun. Laust eftir kl. 7 í morgun gat að líta óvenjulega en ánægju- lega sjón við Búnaðarfélagshús ið við Tjörnina. Þar dreif að hópur hestamanna úr Fáki, sjálfsagt eina 30 saman, og mátti þar sjá margan góðhest- inn. — Fáksfélagar vildu með þessu móti kveðja Bretana, sem hér hafa verið í boði Búnaðar- félagsins, Ferðaskrifstofu ríkis- ins og Flugfélags íslands. Svo var stigið á bak, og riðu Bret- ar með í hópnum. Haldið var vestur Vonar- stræti, suður Tjarnargötu, yf- ir Tjarnarbrúna, suður Sóleyj- argötu og loks vestur Njarðar- götu eins og leið liggur að skýli F. í. á flugvellinum. Fai-angur gestanna var áður farinn suður eftir, svo að eng- inn bill eða slík nýtízku farar- tæki urðu til þess að raska þess ari skemmtilegu fylkingu. Suður á flugvelli var margt rnanna, og var þar almenn kát- ína og ánægja. Sigurður Ólafs- son söngvari, sem einnig er góð ur hestamaður,. tók lagið og söng hestavísur, en Skotar tóku undir, en auk þess sungu þeir sjálfir skozk lög og þótti skemmtileg tilbreyting þarna suður frá. Einn þeirra var klæddur þjóðbúningi (Skota- pilsi), og var þetta mjög á- nægjulegt. Sumir hestamanna riðu undir flugvélina, og voru þetta vita- skuld sjaldgæfar en skemmti- legar tiltektir. Má segja, að hin ir erlendu gestir hafi stigið beint af baki og upp í Gullfaxa. Öll var þessi för og skilnaður kvikmynduð. Þessi „kveðjuathöfn" var Fáksmönnum til hins mesta sóma, og hinum brezku gest- um vafalaust til ánægju. í húfi. Það virðist sem pabbi sé að ljúga. Þetta er mesta kiíkjuhneyksli aldarinnar.“ — Yngri soninn hafa .sannsöglir menn séð í híbýlum þeim, sem guðfræðingar hafast við í Upp- sölum, en hann hafði engan að- gang að, m.a. í kennarastofun- um. En þar er talið, að hin umræddu bréf hafi verið skrifuð. í þessu leiðindamáli sænsku kirkjunnar liggja fyrir margar mótsagnakenndar staðhæfing- ar. En þjóðin spyr: „Hver er sannleikurinn?" — Menn vita ekki, hvort nokkurn tíma tekst að úpplýsa hið saima i málinu. Verja 3 milljónum kr. til læknavtsinda. N. York. — Bandaríkjamenn verja nú tífalt meira fé til rann sókna á sviði læknavísindanna en árið 1941. Arsfundur amerískra lyfja- fræðinga — hinn 100. í röðinni — er nú haldinn í Salt Lake City og var þar frá því skýrt, að hið opinbera, stofnanir og einstaklingar verði 181 milljón dollara (nærri 3 milljörðum kr.) til slíkra rannsókna í ár. í sl. vikti var aí- ems saltað í 1462 tn. Vikuna 16.—22. ágúst höml- uðu ógæftir síldveiðum við Norðurland. Vikuaflinn varð aðeins 1462 uppsaltaðar tuimur, 105 mál síld og 50 mál ufsi í bræðslu og 92 tunnur voru frystar. Heildaraflinn í vikulokin var þessi. (í svigum er getið aflans á sama tíma í fyrra). Saltsild 148.201 tunna, upp- saltað (32..177). Bræðslusíld 117.138 mál (27.417). Fryst síld 6.616 tunnur (7.766). Þar sem aðeins 15 þeirra skipa, sem tekin voru upp í síðustu skýrslu, bættu við sig smáslöttum í vikunni, þykir ekki ástæða til þess að birta veiðiskýrsluna í heild að þessu sinni, en þess skal getið, að röð fjögurra aflahæstu skipanna er óbreytt. (Frá Fiskifél. fslands). 5 flugvdlir US í RínarlöiKÍiiin. Hahn (dpa). — Bandaríski flugherinn hefur nú fimm flug velli til afnota £ Rheinland- Pfalz. í síðustu viku komu 70 or- ustuflugvélar af Sabre-gerð úr 50. flugsveit ameríska flughers- ins til flugvallar hér, en áður var annar ma.nnafli kominn. (Hahn er í Eiíel-héraði). Farftegaflug í þyrilvængjum á vegum Sabena. Einkaskeyti frá AP. — Brússel í morgun. Belgiska flugfélagið Sabena tilkynnir, að hafið verði far- þegaflug með þyrilvængjum á vegum félagsins þ. 1. sept. Mun verða flogið til viðkomu staða í Hollandi, Frakklandi og Þýzkalandi, auk innan Belgíu sjálfrar. Innan 300 km. fjar- lægðar frá Brússel eru búsettar 70 milljónir manna, svo að Sabena býst við að hafa mikið að gera. M. a. verða flognar þrjár hringferðir daglega milli Brússel, Antwerpen og Rotter- dam. Póstflutningar til Hol- lands og Frakklands byrjuðu fyrr í þessum mánuði. Hverf ihreyflar fyrir bila. Detroit. — Ford-verksmiðj- urnar ætla nú að hefja athug- anir á smíði bílhreyfla, er brenni steinolíu. Yrði slíkir hreyflar byggðir á sömu reglu og þrýstihreyflar flugvéla, en þó breytt þannig, að orkan verður yfirfærð á hverfihjól, en geysist ekki aft- ur úr vélinni eins og úr eld- flaug. Slíkir gashverflar hafa verið notaðir í ýmsum flugvél- um og gefizt vel. ítalska stjórnin hefur á næstunni útgáfu tímarits á ensku, frönsku, spænsku og þýzku til að skýra sjónarmið sín í ýmsum málum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.