Vísir - 26.08.1953, Page 4
TfSIB
WM. SIR
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skriístofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Ifnur).
Lausasaia 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Deih um Kóreumálin.
: A llsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur nú setið á rök-
stólum í New York í um það bil viku. Menn þekkja það af
gamalli reynslu af ráðstefnum úti um heim, að þar gengur
sjaldnast mikið í upphafi, meðan fulltrúar eru að þreifa fyrir
sér, athuga hversu langt þeir geti þokað sínum málstað. En
það virðist nú augljóst, að það muni verða meira en lítið
erfitt að ganga frá skipun fulltrúa á ráðstefnu þá, sem ætlað
er að ráði framtíðarskipun i Kóreu, svo sem um hefur verið
rætt í sambandi við undirbúning vöpnahlésins.
Raunar má segja, að hillt hafi undir ágreining þann, sem nú
kemur fram á allsherjarþinginu, nokkru áður en það kom
saman. Var það, þegar fulltrúar þeirra þjóð'a, sem sent hafa
herlið til Kóreu vegna baráttu Sameinuðu þjóðanna þar, komu
á fund, til þess að ræða málin að nokkru í undirbúnings
skyni. Varð þá þegar sýnt, að ágreiningur mundi verða innan
raða þeirra, enda hefur það nú komið á daginn, að þær eru
ekki á eitt sáttar um það, hvernig skipa skuli eða hverjir
skuli verða fulltrúar á ráðstefnunni, sem að framan getur, og
kann að verða ærið örlagarík, á hvern veg sem hún fer, en um
það verður engu spá^ að sinni.
í*ó verður ekki u.mað sagt, eins og nú standa sakir, að
þegar litið er yfir það, sem áður hefur gerzt í Kóreumálunum,
er heldur lítil ástæða til verulegrar bjartsýni. Sagan er flest-
um kunn, en þó má gjarnan rifja hana upp enn einu sinni.
Þegar barizt hafði verið um það bil eitt ár í Kóreu, lét einn
af helztu talsmönnum Rússa það í ljós, að hægt mundi að
jafna deiluna með samningum. Upp úr því var efnt til þeirra
viðræðna, sem stóðu með hléum þar til fyrir fáum vikum, og
lauk með því, að nú hefur vopnaviðskiptum verið hætt.
En svo er einnig ráð fyrir gert, að efnt verði til stjórnmála-
ráðstefnu í framhaldi af því, að bardögum hefur verið hætt
og fangar afhentir, sem vilja fara til síns heima. Það er um hana,
sem nú er rætt á þingi Sameinuðu þjóðanna, og erfitt virðist
ætla að verða að ná samkomulagi um. Hafa Bandaríkin einkum
snúizt gegn því, að Indverjar fái fulltrúa á ráðstefnunni, þar
sem þau telja, að með því móti fengju kommúnistaþjóðirnar
einum fulltrúa fleiri, því að Indverjar hefðu ævinlega verið
á bandi þeirra á síðustu árum. Hafa þau skorið upp herör með-
al þeirra ríkja, sem þau eiga vingott við, til þess að hindra að'
fulltrúi verði kosinn fyrir Indland, og telja sig hafa bolmagn
til að hindra það.
Rödd hefur éinnig heyrzt um það í Bandaríkjunum, að þau
muni segja sig úr Sameinuðu þjóðunum undir vissum kring-
umstæðum, og væri það vissulega illa farið. Þá væri nefnilega
hætt við því, að þessi stofnun liðaðist sundur, og örlög hennar
yrðu hin sömu og Þjóðabandalagsins sálaða, er menn bundu
jafn-miklar vonir við og Sameinuðu þjóðirnar síðar. Það væri
mikill ábyrgðarhluti, og sízt ætti lýðræðisríki að verða fyrst
til þess að veita þeirri stofnun bana höggið.
En jafnvel þótt svo færi ekki, virðist ekki sérstök ástæða
til bjartsýni varðandi Kóreumálin, og þar sem þau eru vitan-
lega nátengd friðarmálum um heim allan, getur vel farið svo,
að friðinum verði víða hætta búin, ef enginn árangur næst á
ráðstefnu þeirri, sem á að hefjast eftir tvo mánuði.
áSr4
i ífei :
QjSargff er shritívf
Þeir virðast líka geta ver-
ið breyzkir í Rússlandi.
Rússnesku blöðín skri£a
a. m. k. lEiIkið um það.
AHskonar misferli og óþokka-
skapur virðist vera til í sælu-
ríki kommúnista, sjálfu Rúss-
landi, ekki síður en í „auð-
valdsríkjunum“, en ávirðingum
þeirra keppast kommúnistar
við að halda á loft.
í vetur birtist grein í
Moskvublaðinu Komsomolsk-
aya Pravda, þar sem greint var
frá blindum manni, Cohen að
nafni, sem hafði tekizt að íá
börn að láni frá barnaheimilum
borgarinnar, sem síðan leiddu
hann um borgina og fram-
kvæmdu fyrirskipanir hans. —
Maður þessi, sem heitir fullu
nafni Alexander Lazarevitsj
Cohen, hélt því fram, að hann
hefði orðið blindur í herþjón-
ustu í heimsstyrjöldinni síð-
ustu. Fékk hann að sögn 21 þús
rúblna bætur vegna þess. Hins-
vegar upplýsir blaðið, að hann
hafi alls ekki orðið blindur i
stríðinu, og að hann hafi hlotið
bætur og eftirlaun vegna
hirðuleysis embættismanna,
sem létu undir höfuð leggjast
að rannsaka málið.
Fékk ekki að fara
á jólatrésskemmtun!
Cohen þessi sótti til barna-
heimila Moskvuborgar um að
fá ungling til þess að vinna
með sér að matvælaöflun. Lof-
aði hann því, að unglingur þessi
skyldi fá skólagöngu á sínum
vegum með eðlilegum hætti. —
Nú segir blaðið, að Yuri Pank-
ov, síðasti unglingui’inn, sem
Cohen hafði hjá sér, hafi ekki
fengið að fara í skóla, heldur
orðið að hlýða duttlungum
Cohens í hvívetna. Hefði mátt
»
sjá þá tvo, Cohen og drenginn,
rölta frá einni verksmiðjunni
til annarrar, — Cohen klæddan
þykkum vetrarfrakka en
drenginn skjálfandi í þunnri
haustflík.
Yuri litli var utangátta hjá
fjölskyldu Cohens, segir biað.ið,
og um jólin var ekki einu sinni
farið með hann á jólatrés-
skemmtun í Súlnahöllinni, þó
að tvær dætur Cohens hafi far-
ið þangað. Blaðið krafðist þess
að athuguð yrði ráðsmennska
þeirra Evseyevs og Vlasovs,
embættismanna, sem sjá um
barnaheimili borgarinnar, til
þess að fá úr því skorið, hvernig
slíkt gæti komið fyrir.
Læknar örlátir
á vottorðin,
Um svipað leyti ákærði blað-
ið Soviet Byelorussia, sem út
kemur í Minsk, sjö lækna fyrir
sviksemi í vinnu sinni og fyrir
að gefa hver öðrum falsvottorð
um fjarvistir frá starfi.
Læknar þessir heita Asya
Epstein, Tsilya Nisnevitsj,
Regina Blok, Kantorovitsj,
Slobodskaya, Kokash og Dora
Moiseevna Paperno. — Blaðið
krefst þess, að menn þessir
verði látnir sæta ábyrgð. Ep-
stein læknir á að hafa verið
fjarverandi frá vinnu sinni í
61 dag á einu ári, og gaf dr.
Nisnevitsj honum fjarvistar-
vottorð. Hafði sá læknir ráð-
lagt Epstein ókeypis heilsubót-
arför til Svartahafs. Blaðið
segir, að ekkert hafi .verið að
Epstein. Blok fékk fjarvistar-
vottorð hjá Epstein, alfrísk að
sögn blaðsins. Svipaða sögu er
að segja af Kantorovitsj, sem
var fjarverandi 131 dag á eir.u
^ ári, Slobodskaya, sem var f jarri
vinnu sinni í 100 daga, og Kok-
ash, sem vantaði í 194 daga.
Gróðabrall
í öreigaríki.
Þá hefur blaðið Leningrad
Pravda grafið upp mál Mikhails
nokkurs Stryapkos, fyrrverandi
járnbrautarlagningarmanns, er
á að hafa byggt sér hús úr
efni frá járnbrautarfyrirtækj-
um og með vinnu járnbraucai -
verkamanna. Síðan á hann að
hafa selt húsið fyrir 75 þúsund
rúblur.
Ferðalög um helgina.
Almenningur er óþoBnmöður.
T^að eru nú liðnar meira en átta vikur frá kosningum, og
fjórar vikur frá því að stjórnmálaflokkarnir fóru að skiptast
á bréfum, til þess að athuga hvort einhverjir möguleikar væru
á því, að þeir hefðu stjórnarsamvinnu áfram eins og hingað til.
Skiptust flokkarnir á nokkrum bréfum, þar til Alþýðuflokk-
urinn hafði verið, settúr úr leik, þótt Framsóknarflokkurinn
vildi endilega hafa hann meðs og er svo var komið, hófust við-
ræður ráðherra flokkanna.
Sú regla var höfð í fyrstu, að bréfin, sem fóru milli for-
manna flokkanna voru birt jafnóðum, og þótti almenningi það
sjálfsögð nýbreytni, því að það mun ekki hafa tíðkazt áður.
Síðan viðræður ráðherranna hófust heíur hinsvegar ekkert
um þetta heyrzt, engin tilkynning borizt um gang málanna,
ekkert orð verið latið falla, sem gæti gefið almenningi — kjós-
endum — bendingu um það, hvað væri að gerast eða hvers
mætti vænta- vegna viðræðnanna. Er það því ekki of djúpt
tekið í árinni, að menn sé nú farnir að gerast óþolinmóðir,
því að það, sem hér er að gerast, varðar allan almenning í
landinu. Væntaplega! Verðýr frá því skýrt hið1 fyrsta, hvað
flokkunum hafi farið á milji. U>. .< ! •"
Um næstu helgi verður efnt
til eftirtalinna l’erða héðan úr
bænum:
Ferðafélag íslands
efnir til þriggja ferða um
helgina. Lengsta ferðin er 2%
dags för norður um Kjöl. Lagt
verður á stað kl. 2 á laúgardag
og ekið í skála félagsins í Kerl-
ingarfjöllum Á sunnudag verð-
ur gengið um fjöllin og hvera-
svæðið, en síðdegis ekið norð-
ur á Hveravelli og gist þar. Á
mánudag verður komið í bæinn.
Félagið efnir til 1V2 dags ferðar
á laugardag og sunnudag í
Brúarárskörð. Ekið verður á
laugardag að Úthlíð og gist þar
í tjöldum, en daginn eftir geng-
ið í Brúarárskörð og e. t. v. 'á
Högnahöfða. Þriðja ferðin verð-
ur ^öngyferð jx Eau, á;,sunnp-(
i dagsmorgun.
Ferðaskrifstofa
ríkisins
efnir til ferðar að Gullfossi
og Geysi um Hreppa á-sunnu-
dag kl. 9 árdegis. Ennfremur á
sama tima til ferðar um þing-
völl, Kaldadal, Húsafell og
Reykholt. Komið verður sam-
dægurs til baka. Á sunnudag
kl. 13,30 verður efnt til kring-
ferðar um, Krisuvík, Selvog,
Strandakirkju og Þingvelli. -
Loks efnir Ferðaskrifstofan til
ferðar í Þórsmörk á laugardag-
inn kl. 13,30. Komið verður á
sunnudagskvöld til baka.
Páll Arason
fer í Surtshelli kl. 14,00 a
laugardag og kemur aftur á
sunnudagskvöld.
Farfuglar
efna til göngu-.og.berjáferðgr
Framhalcí á 7* síðu.
Miðvikudaginn 26. ágúst 1953-.
Hún cr mikil, blessuð blíðan,
þessa dagana, svo að undanfarn-
ir dagar hafa verið einhverjir
liinir beztu, sem komið liafa á
þcssu sumri. Það mun að vísii
vera svo, að komið hafi heitari
dagar á sumrinu en hitíir sið-
ustu, en þó hefur blíðan verið
dásamleg, veður kyrrt og milt,
en stillum eiga xnenn ekki að
venjast svo mjög hér á suðvcstur-
kjálkanum.
Heimskt er heima-
alið barn.
Þeir eru ákaflega margir, sem
fara eftir málshættinum gamla
og góða: „Heimskt er heimaalið
barn.“ Allir vilja þeytast út utn
önnur lönd, og er það í sjálfu sér
gott og blessað, að menn vilji
sjá sig um, kynnast háttum ann-
arra þjóða og læra þá kannske
eitthvað gagnlegt af þeim. En
það er fyrir neðan allar hellur,
ef menn fara utan til þess að
sitja þar einungis á lcaffihúsum.
Slikar ferðir vilja oft enda með
lielzti óheppilegum auglýsingum
á íslendingum, svo sem dæniin
sanna.
íslenzkt sumar
er fegurst.
Eg skal svo sem játa það, að
eg lief verið með þvi marki
brenndur, að eg hef farið á
flakk til annarra landa nokki'um
sinnum, en liitt fullyrði eg einn-
ig, að lieimþrá mín liefur 01-ðið
þeim mun meiri, sem eg hef farið
oftar utan, og hún hefur gert vart
við sig æ fyrr með hverri utan-
ferð. Það er í sjálfu sér gott að
vera í öðrum löndum ,því að
margs góðs er þar liægt að njóta,
en þar vantar þrennt — islenzkt
fólk, íslenzkt landslag, íslenzk
veður.
Hann ætti að
vita það.
Eggert Stefánsson, sem hefur
víða fai’ið og margt reynt, sagði
einu sinni í viðtali við Vísi, þeg-
ar haijn var nýkominn frá Suð-
urlöndum (eða að leggja af stað
þangað, eg man ekki lxvort held-
ur), að það væri endemis vit-
leysa hjá íslendingum að vera að
þjóta til annarra landa, þegar
sumra færi hér norður frá, en
flestir fara á þeim tíma árs. —
Menn gerðu sér.ekki grein fyrir
þvi, að íslenzka sumarið væri
yndislegasta sumai’, sem hægt
væri að njóta. Eg tek undir þessi
orð Eggei’ts, og endurtek það, að
hann ætti að vita þetta, sem hef-
ur verið hálfa ævina eða þvi senx
næst með öðrum þjóðum.
Vetrarbót.
Hins vegar er auðveldara að
skilja það, éf menn fara að þreyl-
ast á skammdeginu, og vilja sjá
sólina hærra á Iiimni, að bregða
sér þá upp í gand á borð við G11II-
faxa og þeysa suður í löndin, þar
sem sól skín skærar þann árs-
tíma. Þá er eiginlega rétti tim-
inn fyrir Fi’ónbúann til að létta
sér upp.
Nr. 696.
Hvað er 'það, sem alltaf j
þegir, en þó öllum segir
satt? í
: í 'n I
Svar við gátu nr.' 495: i
Tveir menn áttu hvor ann- \
ars dóftur.