Vísir - 26.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1953, Blaðsíða 1
43. árg. -WtíJílK***' Miðvikudagimi 26, ágúst 1953. 192. tbi, 8 Hitasfig Heklu er nú 450 stig. Hefir kóinað m 80 stíg I rá í fyrra. i&thuganir gerðar 'a Ijaliiiiss. :sc>giiluiagiai o. fl. Hekla" hefur kólnað um 80 gráður síðan í fyrra, samkvæmt mælingum, sem Þorbjörn Sig- urgeirsson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, fram- kvæmdi í fjallinu s.l. laugar- dag. Þorbjörn mældi hitann á . norðausturbarmi axlargígsins, og reyndist hann nú vera 450 stig. Við mælingarnar notaði Þorbjörn tvennskonar mæla, svokallað thermo-element og annan sjálfvirkan mæli, sem í er einskonar „spírall", sem vef- ur upp á sig við vaxandi hita, en síðan má Iesa hitann á mæl- inum. Sumir hafa talið, að gufu- mökkur úr Heklu hefði verið meiri nú en oft áður síðan Hekla hætti að gjósa. Þetta er heldur ósennilegt, enda ber misjafnlega mikið á gufumekk- inum eftir því, hvernig viðrar hverju sinni. Talið er fullvíst, að jarðskjálftarnir, sem nýlega varð vart fyrir austan fjall, hafi átt upptök 'sín nálægt Hveragerði. Segulmælingar f ramkvæmdar. Þá hefur Þorbjörn Sigur>- geirsson unnið að segulmæling- um hérlendis í sumar. Notaði hann til þess tæki, sem hann hefur að láni frá veðurstofunni dönsku, og fór hann víða í þessu skyni. Mæl- ingar þessar miða að því að ákveða segulkraft og stefnu, og fylgjast með breytingum, er verða á segulsvæði jarðarinnar, en þær eru miklar, sem m. a. koma fram í „misvísun" á átta- vitum. Ætlunin er að endur- taka þessar mælingar á nokk- urra ára fresti. Aðdráttarafl mælt. Þá hefur próf. Trausti Ein- arsson unnið að mælingum á aðdráttarafli jarðarinnar á ýmsum stöðum á landinu, en til þess hefur hann tæki frá •raforkumálaskrifstofunni. Af .mælingum þessum ,má m.a. ráða, hverskönar bergtegundir eru undir. Loks hefur Tómas Tryggva- son unnið að biksteinsrannsókn um í Loðmundarfirðd ásamt npkkrum Englendingum. TilraiiDnastofa á ;m. Detroit. — Ford-verksmiðj- urnar ætla að sýna í Evrópu bíl, sem smíðaður hefur verið í tilraunaskyni. Er bíllinn kallaður X-100 og er búinn svo mörgum nýjung- um, að hann hefur verið nefnd- ur tilraunastofa á hjólum. — Vérður hann sýndur í Bretlandi og Frakklandi í október.. Melðsii af ölvmi og árekstri. I gærkveldi skarst ölvaður maður hér í bænum á flösku og var hann fluttur á læknavarð- stofuna til athugunar og að- gerðar. Meiðslin, sem voru á hendi, reyndust ekki mikil og var manninum leyft að • fara heim til sín að aðgerð lokinni. Arekstur. Síðdegis í gær varð árekstur milli tveggja bifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Kársnes- brautar og meiddist annar bií'- reiðarstjórinn lítillega. Brunakall. Laust eftir hádegið í gær.var slökkviliðið kvatt að fæðingar- deild Landspítalans en þar haf ði sviðnað út frá straubolta og 1 myndazt töluyerður reykur. — Skemmdir urðu óverulegar. Ölvun við akstur. Einn bifreiðarstjóri var tek- inn fastur 'í gær grunaður um að hafa verið ölvaður við akst- Ráögert að hefja byggingu Haliveigarstaða í haust. Þeir verða miðstöð Iéiagslífs kvenna í bænum jafnframt gísti- og veitingahús. Vonir standatil að framkvæmdir hefjist í haust við bygg-* ingu Hallveigarstaða. Verið er að ljúka við teikningar að hus«« inu, fjárfestingarleyfi er fengið og nú hefur byggingunni end-« anlega verið valinn staður, en hún verður á lóðinni við Garðar^ stræti milli Túngötu og Öldugötu. j Hallveigarstaðanefnd hefur unnið að þessu máli frá 1945 cg hafa nú safnazt um 2 milljónir krónur til byggingarinnar, þar af. eru margar herbergisgjat'ir Svissneskir vísindamenn hafa lengi unnið kappsamlega að mælingum á hreyfingum skrið- jökulsins á Monta Rosa. Eru þeir búnir að gera um 80 m. langan gang inn í íshelluna, og reka ógnarlanga fleina niður í gegnum hana, til að kanna hreyfingar jökulsins. Flugmað- ur einn, Geiger.að nafni, mesti fullhugi Sviss á því sviði, fær- ir leiðangursmönnum vistir og lendir smáflugu sinni á jöklin- um. Myndin hér að ofan er tek- in, þegar hann hefur flogið upp af jöklinum ogheldurtilbyggða, RK brást vel við beiðni Grikkja. Genf. — Eauða kross-félög 17 bjóða hafa sent Grikkjum miklar nauðsynjar vegna iand- skjálftanha á Jónaeyjum. Birgðir þær af allskonar varningi, sem borizt hefur, nema alls um hálfri milljón dollara, og frá Genf fluttu amerískar flugvélar 20 lestir af hverskyns nauðsynjvim. ; Slys í Ölfusi. Piltiar 'og sttslka fsiia af ÍMÍpalii og siasast. Um helgina varð það slys í Ölfusi, að ung stúlka og piltur féllu a£ paffi vörubíls og slös- uðust. Voru þau og fleira folk að koma af dansleik, og voru eng- ar grindur á bifreiðarpallinUm, svo að þau tvö, sem að ofan getur, féllu af honum, eír bif- reiðin tók beygju. Var gert að meiðslum piltsins í Hveragerði, en stúlkan var flutt hingað til bæjarins og lögð í Landspítal- ann. ' Ármann stiga- hæst á Rm. Eeykjavíkurmeistaramótinu í frjálsum íþróttum er nú lokið og varð Glímufélagið Ármann stigahæst með 86 stig. K.E. varð næst með 82 stig. - í gær lauk tugþrautinni með sigri Guðm. Lárussonar Á., er hlaut 4981 stig. Næstur varð Valdimar Örnólfsson Í.R. með 4743 stig og 3. Hörður Haralds- son Á. 4673 stig. Keppt var ennfremur í gær í 10 km. hlaupi og bætti Krist- ján Jóhannsson Í.R. þar sitt éig- ið met um röskar 14 sekúndur. Hið nýja íslandsmet hans á vegarlengdinni er 31:45.8 mín. Löiidunarbarcrnð: Samlykkt á- fram mað 14 atkv. meiri- bluta. Brezkir f iskkaupmenn sam- þykktu með mjög knöppum meirthluta á fundi, er þeir héldu, í Grimsby í gær, að halda áfram fast við löndun- arbannið á íslenzkum fiski. Á fundinum voru 330 fisk- kaupmenn og voru nijög skiptar skoðanir á því, hvort halda ætti löndunarbanninu áfram, sem marka má af því, að framhaid löndunarbanns- ins var samþykkt með aðeins 14 atkvæða meirihluta. Virðist skoðun fiskkaup- mannanna í þessu máli hafa breytzt mikið frá þv£, er löndunarbannið hófst, en þá voru aðeins örfáir menn, sem \Toru því mótfallnir. — Ákveðið er, að annar fisk- salafundur verði í Hull á föstudaginn. frá einstökum sveitaríalöguní. og öðrum félögum, svo og mi:a» ingargjafir og fleira þess háttar. Ráðgert er að -í byggingunni verði um 40 herbergi, a^allega' eins manns og verða herbergijn leigð út að vetrinum fyrir stúlic ur utan af landi, sem dveijast við nám í Reykjavík, en að sumrinu er ráðgert að Hallveig arstaðir verði reknir sem.gisti-* og veitingarhús, þvi að þan verða einnig samkomu- og veifi ingasalir, og er ætlunin að hafat i þeim matsölu allt árið. Auk þess, sem þarna verður matsala og gisting, verða Hallveigar- staðir miðstöð félagslífs kvenna í bænum. Þar verða smærri sal- ir fyrir fundi einstakra félaga og félagsstjórna, skrifstofur og annað þess háttar, en allir, stærri fundir kvenfélaganna og samkomur verða í aðalsam- komusalnum, Eins og kunnugt er, var HaTl- veigarstaðanefnd eitt sinn bú- in að fá lóð fyrir bygginguna við Tjörnina, en sú lóð þykir helzt til viðamikil, því sam- kvæmt skipulaginu, verður að byggja þar stórhýsi mikil. Það varð því að ráði, að Hallveigar- staðanefnd hvarf aftur að sinni gömlu lóð við Garðastræti, enda þótt hún hafi 'í upphafi þótt heldur lítil fyrir Hallveigar- staði, en þar má t. d. ekki byggja hærri hús en þriggja hæða. Nú er Sigvaldi Thordarson arkitekt að ljúka við teikningar að bygg ingunni á þessum stað, og standa vonir til að byggingar- framkvæmdir hefjist í haust. I Suður-Kóreu var uppbyggingin hafin, áður en yopnaviðskiþtum lauk. Er hér um mikið verkefni að ræða, og börnin leggja einnig hönd á plóginn. Sýnir myndin, hvernig þau hjálpa við að <afna saman jþeim múrsteinum, sem nota má á nýjan leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.