Vísir - 26.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 26.08.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast kaupendur VtSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypís til mánaðamóta. — Simi 1660. VISIR Miðvikudagmn 26. ágúst 1953. VlSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 ðg gerist áskrifendur. Spjöll unnin í Seyðisfjarðar- kirkju. Það uppgötvaðist, að lýður bafði farið inn í kirkjuna í Seyð isfirði og unnið þar ýmis spjöll. Fréttaritari Vísis á staðnum hringdi til blaðsins, og skýrði frá því, að ýmsir gripir í kirkj- unni hefðu verið brotnir eða skemmdir á annan hátt af skríl þeim, sem þarna hafði verið að verki. Liggja mörg skip í höfn- inni, og slark mikið, svo að ætlað er, að einhverjir sjómenn hafi farið inn í kirkjuna og saurgað hana með þessu móti. Grotewohl þakk- látur Rússuui. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í morgun. Otto Grotewohl, forsætisráð- herra kommúnistastjórnar A.- Þýzkalands, flutti ræðu á þing- fundi í gær, og lofaði ákaft höfðingsskap Bússa í garð A.- Þjóðverja. Var hann að skýra frá því, sem fram. hefði farið á fundum austur-þýzku sendinefndavir.n- ar og Rússa fyrir skemmstu. Skýrði hann meðal annars fram á, að framvegis mynau Rússar og Austur-Þjóðverjar reka í sameiningu uranium-námur A." Þýzkalands, sem Rússar hefðu rekið einir til þessa. Þá sagði hann, að frá áramótum mvndu Rússar geta séð her sínum í Austur-Þýzkalandi fyrir % hluta þeirra matvæla, er hann þarfnaðist. Með þessu móti yrði skammtur Austur-Þjóðverja þeim mun ríflegri, einkum að því er vaðrar kornvöru, sykur og fisk. Útileguköttiir kont * gildruBia. Um tíma óttuðust menn, að jminkur væri kominn í Tjörn- ina, og væri fuglalífi þar þvi hætta búin. Var Carlsen minkabani því fenginn til þess að sitja um minkinn, sem átti að hafa sézt fram undan ísbirninum, og vinna hann. Síðan sagði Vísir frá því á sínum tíma, að Carl- sen teldi, að minkur gæti ekki verið á þessum slóðum, og þyk- ir nú sannað, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Snemma í gærmorgun var komið fyrir tveim gildrum (dýrabogum) hjá ísbirninum, ■eða í skúr í portinu þar. Fyrir hádegi var kominn útilegukött- ur í gildruna. Var lögreglan fengin til þess að skjóta kött- inn, en sennilegsst þykir, að menn hafi á sínum tíma séð kött þenna þarna og talið í flýtinum vera mink. KettliiigarBBÍr vorss rófulausir. Það telst ekki til tíðinda, þótt Ikettir gjóti. Hitt er óvenjulegra, að af- kvæmin sé öll rófulaus. Það <kom nýlega fyrir að Vorsabæ, t að heimilskötturinn gaut, og 'voru kettlingarnir rófulausir með öllu, að sagt er. Nýstárleg hrað- keppni í kvöld. í kvöld kl. 7.30 hefst á íþrótta- vellinum knattspyrnumót með óvenjulegu sniði, hraðkeppni- mót Víkings. Atta lið taka þátt í mótinu, og eru 5 menn í hverju þeirra. Leikið verður á öllum knatt- spyrnuleikvanginum, og auk hinna venjulegu marka, eru „aukamörk“ við hliðina á þeim, 183 cm. breið. Lendi knötturinn í „auka“- eða „hliðarmörkun- um“, fær það lið stig, sem kem- ur knettinum í það. Hvor hálf- leikur er fimm mínútur, en verði jafntefli, verður fram- lengt um 2x2% mínútu. Rang- stæðisreglur gilda ekki í þess- ari keppni, og markvörður má aðeins snerta knöttinn með höndunum innan markteigs. | K.R. sendir tvö lið til keppn- innar, en þessi félög senda eitt' lið hvert: Fram, Hafnfirðingar, j Víkingur, Þróttur, Valur og: Keflvíkingar. Alls verða leikirnir sjö, og er fyrirkomulagið þanníg: K.R. 1 Fram 1. 5. Hafnarfj. Víkingur 2. Þróttur K.R. 2 3. 6. , Valur Keflavík 4. Dómarar verða Haraldur Gíslason, Ingi Eyvindsson og Haukur Óskarsson. 0-36 hefír orustu- flugvél innanborðs. Einkaskeyti frá AP. — N. York í morgun. Flugmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefur tilkynnt, að nú hafi sprengjuflugvélinni B-36 verið breytt, og geti hún nú haft hraðfleyga orrustuflugvél meðferðis. . Er hægt að sleppa orrustu- vélinni svo að hún grípi flug- ið, meðan stóra flugvélin er á lofti, og jafnframt hægt að inn- byrða hana á flugi. Mun orrustu flugvélin geta afarið með 12— 1300 km. hraða á klst. Þjóðverjar hefja far- þegaflutninga á ný. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Það var tilkynnt í Bonn í morgun, að Þjóðverjar mytid.u bráðlega hefja áætlunarferðir hafskipa á norðanverðu Aílants hafi. Áður tóku Þjóðverjar raik- inn þátt í siglingum milli Banda ríkjanna og Evrópu, en í síyrj- öldinni og eftir hana misstu þeir stærstu hafskip, sem sum voru heimskunn, eins og t. d. Europa, Bremen og Columbus. Nú ætla þeir að taka upp þi áð inn þar sem frá var horfið, og eru það skipafélögin Nordde- utscher Lloyd í Bremen og Ham borgar-Ameríku-Línan (HAP- AG), sem ætla að hefja ferðir milli Evrópu og Bandaríkjaima. Til að byrja með munu tvö 20 þús. smálesta hafskip annast ferðir þessar. Saniii þófið iiiit Kórenráðsfefnitna: Vísliiaislí.y vfll fjölga þátt- takenduin úi* 11 í 15. Hann virðist hrokafullur á svipinn, tarfurinn á myndinni. Og er víst ekki að furða, því að hann er „búsettur“ á Indlandi, þar sem kýrin er heilagt dýr og dauðsynd að blaka við henni. Af því leiðir, að menn verða oft að svelta vegna nautgripanna. Frá >lalakkaskaga: Bretar ætla að hafa hreins- að til fyrir áramót. Þyrítvængjur gefasf vel í fmmskágunum Aðrir telja árangur líklegri með færri ríkjum. Sríar kæra sig ekki ii iii fulltróa |>ar. Einkaskeyti frá AP. —■ London í tnorgun. Umræður um fyrirhugaða Kóreuráðstefnu er nú lokið £ stjórnmálanefnd Sþ, án þess að ákveðið hafi verið, hvert fyrir- komulag verði á henni, en Vis- hinsky vill nú fjölga þátttöku- ríkjunum og veitist dólgslega að Bandaríkjamönnum. Krishnamenan, fulltrúi Jnd- verja, flutti ræðu í gær, næst- síðastur þeirra, er til máls tóku. Hann sagði m. a., að það værx undir Sþ komið, hvort Indverj- ar ættu fulltrúa á væntanlegri Kóreuráðstefnu. Þeir gæfu kost á sér til þessa starfs, ekki vegna þess, að þeir sæktust sérstak- lega eftir því, heldur vegna þess, að aðrir hefðu stungið upp á þeim. Hann sagði það eitt vaka fyrir Indverjum að reyna að verða að einhverju liði í þessu vandmeðfarna máli. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Yfirmaður Breta á Malakka- skaga, Sir Gerald Templer, gerir sér góðar vonir um, að búið verði að sigrast á upp- reistarmönnum þar á skaganum í lok 'þessa árs. Byggir hann skoðun sína á því, að mjög vel hefur gengið undanfarið að uppræta smá- flokka hingað og þangað um skagann. Þó eru allstórir hóp- ar enn uppi standandi, en það eru hinar nýju bardagaaðferðir Breta, sem hershöfðinginn byggir vonir sínar á. Undanfarnar vikur hafa Bretar beitt þyrilvængjum í æ ríkara mæli, og. hefur komið í Ijós, að þær eru hið ákjósanlegasta vopn, þegar um frumskógaliernað er að ræða. Jafnskjótt og fregn berst um bófaflokka, eru margar þyril- vængur sendar til nágrennis staðarins. Þar lækka þær flugið, unz menn geta farið úr þeim í stigum, og síðan, ryðja þeir í flýti rjóður, svo að fiugvélarn- ar geti lént. Er þar komið upp bækistoð, og síðan leitað í kring í lofti og á landi. Eru hundar eirinig notaðir í aðg'erð- um þessurri og gefast vel. Ofærir frumskógar. Baráttan við kommúnista er erfiðust í Pahang-fylki, þar sem frumskógarnir mega heita ó- færir með öllu nema um örfáa mjóa götuslóða, en auðvelt að gera mönn.um fyrirsát, sem eru þar á ferð. Hersveitir Breta felldu fleiri kommúnista í síðasta mánuði en nokkrum öðrum á árinu að janúar undanskildum, og er það talið hinum nýju hernaðarað- ferðum að þakka. Piccard prófar kúluna. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Svissneski prófessorinn Aug- uste Piccard og sonur hans, próf. Jean Piccard, köfuðu í stálkúlu sinni í morgun í til- raunaskyni. Tilraun þessi fór fram skammt undan eynni Capri á Miðjarð- arhafi, og fóru þeir feðgar nið- ur á 1000 metra dýpi. Gekk fil- raun þessi mjög' að óskum, en Piccard-feðgar hafa ákveðið að reyna að kafa niður á 4000 m. dýpi og kanna þar ýmislegt, sem mönnum var áður hulið, enda enginn komizt niður á slíkt dýpi áður. — (Vísir birti fyrir skemmstu grein um Piccard-feðga og fyr- irætlanir þeirra). Frumsýning á ball- ettínum í kvöld. Dönsku ballett-dansararnir, sem komu hingað með Gullfaxa í gærkveldi, hófu strax æfingar á sviði Þjóðleikhússins í morg- un. Gullfaxi lenti hér um kl. 11 í gærkvoldi, en Guðl. Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóri og frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana voru á flugvelíinum til þess að taka á móti gestunum. Fyrsta sýningin verður í kvöld, eins og áður hefur verið getið, en nokkur sæti eru enn óseld, eða voru um kl. 11 í morgun, en ugg'laust verður að sókn mikil að sýningum þess- ara ágætu lisiamanna. Viðtökurnar í London voru fádæma góðar, en einkum var lokið lofsorði á frammistöðu „sólódansaranna“, þeirra Frið- Vishinsky finnur Ieynisamning. Vishinsky, aðalfulltrúi Rússa, flutti ræðu á undan fulltrúa Indverja, og lét dólgslega. Á- sakaði hann Bandaríkjamenn um að hafa gert leynisamning við Suður-Kóreumenn, og væri ráðagerðin sú, að Suður-Kóreu- menn skyldu hefja styrjöld í Kóreu á nýjan leik undir þvx yfirskini að verið væri að sam- eina Kóreu. Þá stakk Vishinsky upp á því, að þátttökuríkjum á ráðstefn- unni yrði fjölgað upp í 15, en áður hafði hann gert ráð fyrir 11. Svíar hafa tilkynnt, að þeir kæri sig ekki um að eiga full- trúa á ráðstefnunni Vishitisky stakk upp á fulltrúum frá Tékk um, Indónesum, Mexíkóbúum, Sýrlendingum og Egyptum til viðbótar, að Svíum frágengn- um. Fáir menn og meiri árangur. ___ Henry Cabot Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna, flutti ræðu og skýrði- sjónarmið Bandatíkja- manna. í fyrsta lagi kvað hann Bandaríkjamenn vera á móti fjölmennri Kóreuráðstefnu vegna þess, að engin likindi vræru til, að hún yrði árangurs- ríkari með þeim hætti, í öðru lagi væru Suður-Kóreumenn á móti þeirri tilhögun, og í ’priðja lagi væri ekki meiri ástæða til þess að bjóða Indverjum þátt- töku eh Japönum og kitwer.sk- um þjóðernissinnum. — Um- ræðum er nú lokið, og vita menn ekki, hvað næst gerist í þess- um málum, en hver höndin virðist vera upp móti annarri, eins og fyrri daginn. björns' Björnssonar, Inge Sand, Kirsten Ralov og Stanley Wiíl- iams.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.